Morgunblaðið - 10.05.2002, Side 44

Morgunblaðið - 10.05.2002, Side 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður Gissur-arson fæddist í Litlu-Hildisey í Austur-Landeyjum 11. maí 1916. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 3. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Gissur Gíslason, bóndi í Litlu-Hildisey, f. 30. júlí 1888, d. 15. júlí 1964, og Árný Sig- urðardóttir, f. 1. jan- úar 1889, d. 23. jan- úar 1988. Systkini Sigurðar eru Óskar, f. 24. júní 1923, d. 3. nóvember 1990, Sveinn, f. 9. febrúar 1921, d. 19. apríl 1977, Ásta, f. 25. apríl 1918, og Magnús, f. 16. febrúar 1928. Sigurður kvæntist Ragn- heiði Árnadóttur, f. 4. ágúst 1927. Börn þeirra eru Kristrún Sigurðardóttir, f. 16. febrúar 1951, gift Stefáni Einars- syni, þau eiga tvær dætur, Ragnheiði og Ingu, og fjögur barnabörn, Árni Jónsson Sigurðsson, f. 2. mars 1955, kvæntur Sjöfn Þórðardóttur, þau eiga tvö börn, Sig- urð og Ingibjörgu, og eitt barnabarn og Jón Sævar Sigurðsson, f. 9. júní 1964. Útför Sigurðar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Sigurður ólst upp í Litlu-Hildisey í Austur-Landeyjum og stundaði ým- is störf til sjós og lands eins og venja var á þessum árum. Snemma komu í ljós hjá honum miklir hæfileikar á mörgum sviðum. Hann hafði gott vald á teikningu og stóð hugur hans til þess að læra meira á því sviði. Einnig hafði hann mjög gott lag á öllu sem tengdist vinnu við vélar. Fræg er sagan er hann fékk sér fyrstur manna vélhjól í sveitinni og útbjó á það ljós, og olli ljósagangi með akstri sínum að kvöldlagi. Hann hóf nám í vélvirkjun 1938 hjá Þorsteini Steinssyni í Vest- mannaeyjum og lauk því 1942 með fyrstu einkunn. Þar kom glögglega í ljós hversu mikla hæfileika hann hafði til náms, en hugur hans stefndi lengra á því sviði. Lífsbaráttan var hinsvegar óvægin og ekki um það að ræða, heldur þurfti hann að standa á eigin fótum. Hann starfaði í Vél- smiðjunni Hamri 1942–1944 eða allt til þess að honum var boðið starf hjá Einari Guðfinnssyni á Bolungarvík, en mikill skortur var á menntuðum vélvirkjum á þeim tíma. Honum þótti boðið gott og ákvað að þekkjast það, og fluttist búferlum til Bolung- arvíkur. Þar gripu örlögin í taumana því þar kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Ragnheiði Árnadótt- ur frá Bolungarvík. Þau fluttu síðan síðan til Reykjavíkur ásamt foreldr- um Ragnheiðar árið 1946, og settust að á Vesturgötu 28. Þau eiga þrjú börn, Kristrúnu, Árna og Jón Sævar. Sigurður starfaði lengst af í Vél- smiðju Kristjáns Gíslasonar við Ný- lendugötu í Reykjavík, þar sem hann hlaut viðurnefnið doktor véla sökum færni sinnar við vélaviðgerðir. Starf- aði hann þar allt til ársins 1990 er hann þurfti að hætta störfum sökum heilsubrests, þá 74 ára að aldri. Sigurður hafði viðkvæma lund og lét ekki mikið á sér bera dagsdag- lega, vann störf sín í hljóði af vand- virkni. Hann var ekki fyrir að troða sér áfram, hann vildi hafa sól í heiði og allir væru vinir. Hvergi leið hon- um betur en úti í náttúrunni í góðum félagsskap með veiðistöng í hendi. Hann var barn náttúrunnar, góðvilj- aður og hjartahreinn, og sagði oft að þar sem góðir menn gengju þar væru guðs vegir. Ekki safnaði hann auði sem mölur og ryð fá grandað, enda kæmi slíkt ekki að gagni á þeim stað er hann dvelur núna. En gamlir rafmótorar, rennibekkur, lakkmáln- ing, verkfæri og harmonikka standa nú og rykfalla í gamla kjallaranum við Vesturgötuna. Það fellur enginn skuggi á minningu Sigurðar Gissur- arsonar, hann var góðmenni, og þar sem góðir menn ganga þar eru guðs vegir. Nú er kominn nýr dagur og fyrir mínum hugskotssjónum gengur Sig- urður Gissurarson nú frjáls eftir langa sjúkdómslegu, á sólríkum degi léttur í spori niður Ægisgötuna. Við Ægisgarð liggur fagurbúin segl- skúta albúin að leggja úr höfn og sigla með Sigurð Gissurarson í hæg- um andvara og glampandi sól út fló- ann. Árni Jónsson Sigurðsson. Elsku afi minn, nú ert þú farinn frá okkur en minningarnar um stundirnar sem við áttum saman lifa áfram í hjarta mínu. Þær voru ófáar veiðiferðirnar sem þú fórst í, en fátt þótti þér skemmtilegra en að skella þér í veiði og arka út í á vopnaður stönginni. Þú varst algjör snillingur í hönd- unum og ég var öfunduð af hnífunum sem þú smíðaðir fyrir mig sumarið sem ég vann við að skera af netum, aðrir eins gripir eru sjaldséðir, bitið með ólíkindum og skaftið sniðið að mínum höndum. Enginn annar en ég bjó að slíkri þjónustu. Þá fyrst skyldi ég af hverju þú varst stundum kall- aður doctor véla, hæfileikar þínir voru einstakir. Þegar ég hugsa til baka minnist ég þess er við systurnar komum á Vesturgötuna um helgar til þín og ömmu, þá laumaðistu með okkur að skúffunni góðu, alltaf komum við þaðan með aura og skemmtum okk- ur konunglega. Það eru þó minning- ar tengdar jólunum og afmælisdög- um sem standa uppúr æskuminn- ingum mínum, þá voru veislur hjá okkur systrunum, við vissum nefni- lega að stærstu pakkarnir komu allt- af frá ykkur ömmu og alltaf fékk ég líka gjöf þótt Inga ætti afmæli og Inga fékk gjöf þegar ég átti afmæli. Í augum barnsins var þetta ómetan- legt. Elsku afi, ég kveð þig hér og þakka þér fyrir allar ógleymanlegu stundirnar um leið og ég sendi elsku ömmu minni allar mínar hlýjustu hugsanir. Ragnheiður Sóley Stefánsdóttir. Það er með söknuði og trega sem við kveðjum í dag vin okkar og félaga Sigurð Gissurarson. Það er gæfa og í raun forréttindi okkar að hafa fengið að kynnast og eiga samleið með þeim mæta manni, náttúrubarni og hag- leikssmið. Það var um þetta leyti árs fyrir tuttugu árum sem við hjónin kynntumst þeim hjónum Sigurði og Ragnheiði fyrst. Það var í hlýlega á húsinu þeirra á Vesturgötunni. Ég held að Sigurður hafi verið búinn að bíða eftir að hitta okkur þá um nokk- urt skeið, því hann komst fljótt á flug um sunnlenskar sveitir við eldhús- borðið. Enda vissi hann að þar áttum við sameiginlegar veiðilendur. Hug- urinn leitaði víða um ár og vötn, sér- staklega voru heimahagar hans í Landeyjunum honum hjartfólgnir. Rangárnar voru þó eftirlætið. Ein- hvern veginn fannst okkur Svölu að það væri aldrei spurning hvort Sig- urður yrði einhverntímann veiði- félagi okkar, heldur hvenær. Það kom okkur því ekki á óvart þegar Sigurður bauð okkur með sér nokkr- um dögum síðar austur að Hrauni í Ölfusi. Það var fyrsta af mörgum veiðiferðum okkar á Suðurlandi, á meðan heilsa hans leyfði. Síðustu ár- in urðum við að láta nægja að fara í huganum á veiðislóðina í gegnum krassandi veiðisögur við eldhúsborð- ið á Vesturgötunni, yfir rjúkandi kaffibolla og kræsingum. Sigurður var afburða slyngur veiðimaður, en honum var fleira til lista lagt. Hann var smiður góður á tré og járn. Flest sín verkfæri hafði hann smíðað sjálf- ur, hvort sem var handverkfæri eða vélar. Með þessum tækjum smíðaði hann svo hina ýmsu hluti heima í kjallaranum á Vesturgötunni. Mér eru sérstaklega minnisstæð bátalík- önin hans sem voru listavel gerð. Elsku Sigurður, ég veit að það hefur nú verið tekið vel á móti þér í sæluríkinu. Ég sé þig fyrir mér sitj- andi á lækjarbakka með harmonikk- una í fögrum fjallasal að spila fyrir laxana, sem stökkva fyrir framan þig. Elsku Ragnheiður, Kristrún, Árni, Jón, tengdabörn og barnabörn. Við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Megi guð vera með ykkur. Gísli Sveinsson, Svala Þórðardóttir. SIGURÐUR GISSURARSON ✝ Ólafur Guð-brandsson fædd- ist á Stokkseyri 9. september 1923. Hann lést á E-deild Sjúkrahúss Akra- ness 3. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðbrandur Þorsteinsson og Val- borg Bjarnadóttir. Systkini Ólafs eru Guðríður, Þorsteinn, Bjarni, Ágúst og Guðmann. Ólafi var ungum komið í fóst- ur hjá Gesti Helga- syni og Kristínu Þórðardóttur á Mel í Þykkvabæ og þar ólst hann upp ásamt börnum þeirra hjóna, Felix, Arnfríði, Guðna, Helgu og Lilju, og fósturbörnunum Ísak og Lilju. Íris, f. 14.1. 1981. Sambýlismaður hennar er Bragi Steingrímsson og sonur þeirra Garðar Snær. Ólafur stundaði ýmis störf til sjós og lands á Akranesi og víðar á yngri árum. Hann tók vélstjóra- próf og útskrifaðist sem vélvirki frá Iðnskólanum á Akranesi. Hann starfaði um árabil hjá Haraldi Böðvarssyni og Co., meðal annars sem verkstæðisformaður um skeið. Síðust a aldarfjórðunginn starfaði hann hjá Sementsverk- smiðju ríkisins. Ólafur gegndi fjölda trúnaðar- starfa. Hann var virkur félagi í Lionsklúbbi Akraness frá 1961, var meðstjórnandi, ritari, gjald- keri og formaður um skeið. Árið 1993 var hann gerður að ævifélaga í Lions. Hann sat í bæjarstjórn fyr- ir Framsóknarflokkinn 1974– 1982, átti sæti í stjórn Sjúkrahúss Akraness um tíma og gegndi öðr- um trúnaðarstörfum fyrir bæjar- stjórn. Útför Ólafs fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ólafur fluttist til Akraness við stríðslok og bjó þar síðan. Hann kvæntist 18. október 1947 Elínu Kristínu Kristinsdóttur, f. 31.12. 1924. Foreldrar hennar voru Kristinn Gíslason og Guðrún Erlendsdóttir í Geir- mundarbæ. Ólafur og Elín Kristín voru barnlaus en Kristín Líndal Hallbjörnsdótt- ir, f. 9.8. 1963, dóttir Hallbjörns Sigurðs- sonar heitins og Emil- íu Gísladóttur, bróðurdóttur Elín- ar Kristínar, ólst upp á heimili þeirra á Merkurteigi 1 frá unga aldri. Eiginmaður Kristínar er Garðar Guðjónsson blaðamaður, f. 18.4. 1963. Dóttir þeirra er Emilía Kynni okkar Ólafs Guðbrands- sonar tengdaföður míns höfðu staðið í hartnær aldarfjórðung þegar hann fékk friðsælt andlát á E-deild Sjúkrahúss Akraness fyrir viku eftir snörp fangbrögð við krankleika og elli. Ég kom ungur inn á heimili Óla og Stínu að stíga í vænginn við heimasætuna þeirra. Síðan hafa þau verið hluti af mínu lífi og ég þeirra. Maður velur sér yfirleitt ekki tengdaforeldra þótt maður þurfi síðan að ganga í gegn- um þykkt og þunnt með þeim, oft ekki síður en spúsunni sjálfri. Ég myndi segja að Óli og Stína hafi uppfyllt flest ef ekki öll þau skil- yrði sem maður myndi leggja til grundvallar ef maður ætlaði að velja sér tengdaforeldra. Ólafur Guðbrandsson var heið- ursmaður af gamla skólanum, iðinn og heiðarlegur, í senn alúðlegur og strangur, samviskusamur og ná- kvæmur, gestrisinn með afbrigðum og virkur þátttakandi í samfélag- inu. Hann bar umfram allt í brjósti umhyggju fyrir sínum nánustu en lét velferð annarra samborgara sinna jafnframt til sín taka með virkri þátttöku í starfi Lionsklúbbs Akraness og starfi í pólitík. Hann var framsóknarmaður eins og ég hef kynnst þeim bestum og tók af- stöðu með þeim sem minna máttu sín í samfélaginu. Hann hafði ýmsa bresti eins og aðrir en mannkostir hans yfirgnæfðu þá svo að úr varð maður sem ég kunni vel við og treysti. Mér sýndi hann furðu mik- ið umburðarlyndi þegar ég kom inn í friðsælt heimilislíf hans með all- nokkrum æskuhroka og misjafn- lega mikilli virðingu fyrir því sem hann hafði í heiðri, bæði í pólitík og ýmsu öðru. Ég hef skánað bless- unarlega síðan og kunni æ meir að meta sjónarmið hans og lífssýn eft- ir því sem á leið. Við kona mín bjuggum á Merkurteignum þegar dóttir okkar fæddist. Síðan hófum við kornung búskap í leiguíbúð í nágrenninu. Hann var þá eins og æ síðan reiðubúinn að styðja við bakið á okkur eftir mætti, samgladdist okkur þegar vel gekk og sýndi því skilning þegar miður fór. Það virt- ist vera honum sönn ánægja að geta orðið að liði og hann bjó yfir mikilli og einlægri gjafmildi. Hon- um var unun að veita vinum mat og drykk og fannst maður aldrei taka nógu hraustlega til matar síns, sér- staklega þegar veislumatur var á borðum sem oftar. Ég hygg að honum hafi liðið best þegar við átt- um góða kvöldstund saman á heim- ili þeirra og gestrisni heimilisins fékk notið sín til fulls. Rétt eins og kona mín dróst að þeim hjónum sem krakki hændist dóttir mín ákaflega að Óla afa sín- um. Honum þótti enda fátt skemmtilegra en að tala við og um- gangast börn og vildi nánast allt til vinna að þeim liði vel. Ellefu mán- aða dóttursonur minn, litli sauð- urinn eins og sumir kölluðu hann stundum, varð dús við þann gamla frá fyrstu stundu. Er hann þó ákaf- lega fínn með sig og fer óspart í manngreinarálit. Ólafur var ekki fyllilega með sjálfum sér undir það síðasta vegna sjúkleika og dvaldist af þeim sök- um á E-deild Sjúkrahúss Akraness frá ársbyrjun. Kona hans heimsótti hann nánast daglega allan þann tíma og við eftir því sem við höfð- um tök á. Okkur þótti sýnt hvert stefndi og nú er komið að hinstu kveðju. Ég veitti því athygli að þótt hugurinn virkaði ekki sem fyrr, jafnvel svo að sambandið varð æði slitrótt á stundum, glataði hann aldrei þeirri hlýju sem hann sýndi okkur ævinlega. Látlaus kímnin og góðlátleg stríðnin brutust iðulega fram. Virðingu sinni hélt þessi há- vaxni og myndarlegi maður alla tíð og hann var snyrtimenni í útliti og allri framgöngu fram í andlátið. Við verðum ævarandi þakklát því góða fólki sem annaðist hann af stakri fagmennsku og alúð síðustu mánuðina. Ég mæli fyrir munn fjölskyld- unnar og að ég hygg allra þeirra sem þekktu Ólaf Guðbrandsson vel þegar ég votta honum virðingu mína með þessum orðum og þakka honum samfylgdina í gegnum lífið. Garðar Guðjónsson. Kveðja frá Lionsklúbbi Akraness Ólafur Guðbrandsson gekk til liðs við Lionsklúbb Akraness hinn 14. nóvember 1961 og varð þegar öflugur félagi í starfi. Hann tók virkan þátt í öllum verkefnum klúbbsins og mætti manna best á fundum enda var honum snemma falinn mikill trúnaður innan klúbbsins. Meðstjórnandi var hann starfsárið 1963–64, gjaldkeri 1965– 66, ritari 1971–72 og formaður 1972–73. Ólafur starfaði af krafti í mörg- um nefndum klúbbsins og veitti gjarnan forustu í mikilvægum nefndum svo sem fjáröflunarnefnd. Hann starfaði í a.m.k. 12 nefndum á starfstíma sínum í klúbbnum og í mörgum þeirra oftar en einu sinni, allt að níu sinnum tók hann sæti í sömu nefndinni. Sem dæmi um áhuga Ólafs Guð- brandssonar á starfi Lionshreyf- ingarinnar má nefna að hann starf- að um tíma ásamt mági sínum, Gísla Teiti Kristinssyni, á vegum Sementsverksmiðju ríkisins í Reykjavík og þá sóttu þeir félagar reglulega fundi í Lionsklúbbi Kópavogs. Eins var með allan mannfagnað og ferðir á vegum Lionsklúbbsins. Ólafur tók virkan þátt í öllu þessu starfi. En svo tók heilsan að bila og Ólafur Guðbrandsson dró sig í hlé í starfi Lionsklúbbsins. Hann var áfram félagi og fullur áhuga en þátturinn var minni. Hann var gerður að ævifélaga í Lionsklúbbi Akraness árið 1993. Eftirlifandi eiginkona Ólafs Guð- brandssonar er Elín Kristín Krist- insdóttir, sem er félagi í Lions- klúbbnum Eðnu á Akranesi. Lionsmenn á Akranesi sakna nú félaga sem var mikið ljúfmenni í viðkynningu og drengur góður. Við sendum ástvinum hans hug- heilar samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að blessa minningu Ólafs Guðbrandssonar. Lionsklúbbur Akraness. ÓLAFUR GUÐBRANDSSON EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir há- degi á föstudag. Í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skila- frests. Skilafrestur minningargreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.