Morgunblaðið - 10.05.2002, Side 28
UMRÆÐAN
28 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR Reykjavík-
urlistinn tók við stjórn-
artaumum í Reykjavík
árið 1994 voru heils-
dagsrými í leikskólum
borgarinnar um 1.500.
Nú eru þau um 4.500.
Þetta þýðir að þeim hef-
ur fjölgað um 3.000 í tíð
Reykjavíkurlistans;
fjöldi þeirra hefur þre-
faldast – um það bil eitt
heilsdagspláss hefur
bæst við hvern dag sem
Reykjavíkurlistinn hef-
ur verið í meirihluta.
Í haust næst að lík-
indum það markmið að
öll börn tveggja ára og
eldri fá þá vistun sem foreldrarnir
óska eftir – heilsdagspláss eða hálfs-
dagspláss, allt eftir því hvað foreldr-
arnir vilja. Þá næst jafnframt það
markmið að 93% barna í Reykjavík
njóti niðurgreiddrar dagvistunar. Til
þess að ná þessu marki hefur m.a.
þurft að byggja 100 nýjar leikskóla-
deildir í Reykjavík. Þessi merki
áfangi sem næst í haust er í samræmi
við þá stefnu sem Reykjavíkurlistinn
markaði fyrir síðustu borgarstjórnar-
kosningar.
Að undanförnu hafa andstæðingar
Reykjavíkurlistans reynt að gera
þessa geysilega miklu
uppbyggingu tortryggi-
lega. Þeir einblína á bið-
lista eftir leikskólarým-
um í Reykjavík sem
vissulega eru enn fyrir
hendi. Þeir nefna hins
vegar aldrei að allt aðr-
ar reglur gilda nú um
hvaða börn megi vera á
biðlista en fyrir átta ár-
um. Þeir nefna ekki að
spurn eftir heilsdags-
rýmum hefur aukist
gríðarlega – og þeir
víkja sér fimlega undan
því að nefna að á valda-
tíma sjálfstæðismanna
áttu aðeins börn náms-
manna og einstæðra foreldra kost á
heilsdagsrými. Nú er hins vegar öldin
önnur. Það að heilsdagsrýmum hefur
fjölgað um 3.000 á aðeins 8 árum gef-
ur fyllilega rétta mynd af þeim breyt-
ingum sem átt hafa sér stað. Þetta
þýðir nákvæmlega það sem lesendum
virðist við fyrstu sýn: Árið 1994 áttu
aðeins 1.500 börn kost á vistun allan
daginn á leikskólum borgarinnar. Nú
eiga 4.500 börn kost á vistun allan
daginn. Samfara fjölgun heilsdags-
rýma hefur þeim börnum að sjálf-
sögðu farið fækkandi sem kjósa að-
eins vistun hluta úr degi á leikskólum
borgarinnar. Þessi uppbygging þýðir,
eins og fyrr var nefnt, að öll börn 2
ára og eldri, óháð stöðu foreldra
þeirra, munu frá og með haustinu í
haust eiga kost á heilsdagsrými í
Reykjavík – heilsdagsrými sem þau
geta haldið þar til grunnskólanám
hefst. Þegar sjálfstæðismenn voru við
völd komst minnihluti þriggja, fjög-
urra og fimm ára barna í heilsdags-
rými, jafnvel þótt foreldrarnir kysu
það helst. Þeir fengu einfaldlega ekki
að láta þann vilja sinn í ljós. Sjálf-
stæðismenn leyfðu foreldrum ekki að
sækja um þá vist sem foreldrar vildu,
einungis þá vist sem flokkurinn taldi
rétta.
Þeir sem sjá ekki að bylting hefur
orðið í þessum málaflokki á síðustu 8
árum neita einfaldlega að horfast í
augu við staðreyndir.
Og R-listinn er ekki hættur…
Reykjavíkurlistinn lætur ekki stað-
ar numið hér heldur ætlar að halda
áfram öflugri uppbyggingu leikskól-
anna fái hann til þess umboð kjós-
enda. Á næsta kjörtímabili verður öll-
um börnum boðin heilsdagsvistun frá
18 mánaða aldri og öllum 5 ára börn-
um í Reykjavík verður boðin ókeypis
vistun á leikskólum hálfan daginn.
Með því móti vill Reykjavíkurlistinn
leggja áherslu á leikskólann sem
fyrsta skólastigið og undirstrika það
að hann telur að börn á leikskólaaldri
eigi að njóta skólagöngu á forsendum
leikskólans.
Reykvíkingar geta svo metið hverj-
um þeir treysta best til að byggja upp
leikskólana í borginni og starfið innan
þeirra; framboði sem skildi við með
1.500 heilsdagspláss eftir 60 ára nær
samfelldan valdaferil í borginni og
heitir Sjálfstæðisflokkurinn, eða
framboði sem hefur á umliðnum átta
árum fjölgað heilsdagsrýmum um
3.000, byggt 100 nýjar leikskóladeild-
ir, eflt innra starf og stórbætt kjör
starfsfólks á leikskólum. Þá kjósa
menn Reykjavíkurlistann.
3.000 ný heilsdags-
rými í leikskólum
Árni Þór
Sigurðsson
Reykjavík
Þeir sem sjá ekki að
bylting hefur orðið í
þessum málaflokki á síð-
ustu 8 árum, segir Árni
Þór Sigurðsson, neita
einfaldlega að horfast í
augu við staðreyndir.
Höfundur skipar 1. sæti
Reykjavíkurlistans.
Í yfirstandandi kosn-
ingabaráttu fyrir borg-
arstjórnarkosningarn-
ar í Reykjavík hefur sú
fullyrðing að miðborg-
inni fari hnignandi svo
oft verið gripin úr lausu
lofti að ég óttast að fólk
sé farið að trúa að hún
eigi sér rótfestu í veru-
leikanum. Frambjóð-
endur Sjálfstæðis-
flokksins tönnlast á
henni og hún hefur jafn-
vel verið borin fram í
æsingastíl í leiðara
Morgunblaðsins. Svo
virðist einnig sem fram-
bjóðendur R-listans séu
hallir undir þessa fullyrðingu eða að
þeir þori ekki að vísa henni út í hafs-
auga, kannski af ótta við að verða bor-
ið á brýn að vilja leiða hjá sér knýj-
andi þjóðfélagsmein. En við sem
búum í og við miðborgina, löðumst að
mannlífi hennar eða þekkjum sögu
hennar vitum að þessi fullyrðing er
röng. Miðborginni hnignar ekki, hún
dafnar. Aftur á móti endurspeglar
hún, eins og miðborgir annarra höf-
uðborga, menningarástand þjóðar-
innar, fátækt hennar og ríkidæmi.
Það er talið til marks um hnignun
miðborgarinnar að verslunum hefur
fækkað þar á undanförnum árum.
Það er að slá moldviðri í augu kjós-
enda að reyna að ásaka borgaryfir-
völd um þessa þróun því hún er eðli-
leg afleiðing breyttra verslunarhátta
sem að mörgu leyti hafa verið til
hagsbóta fyrir almenning. Þannig
hafa litlar matvöruverslanir og ýmsar
sérverslanir, t.d. með byggingar- og
rafmagnsvörur, ekki staðist sam-
keppni við stórmarkaðina og stóru
byggingarvöruverslanirnar. Þótt það
sé bagalegt fyrir okkur sem búum í
miðborginni að geta ekki lengur
keypt málningu og straujárn út á
horni ber þessi þróun ekki vott um
hnignun miðborgarinnar því annars
konar verslanir ryðja sér til rúms.
Hér er t.d. um að ræða antikverslanir
og sérverslanir með
listmuni og handverk.
Verslanir sem selja
dýran fatað virðast líka
blómstra og er það í
takt við þróun annarra
evrópskra miðborga.
Þessi þróun er kannski
of hæg fyrir verslunar-
eigendur og þá sem
hugsa í kjörtímabilum,
en við þurfum ekki að
örvænta því stöðugt
fleiri leggja leið sína í
miðborgina og þar sem
fólk safnast saman er
verslað. Það er einmitt
þessi aukni straumur
fólks í miðborgina sem
sýnir að hún dafnar en hnignar ekki.
Eitt aðalaðdráttarafl miðborgar-
innar er margbrotin flóra kaffi- og
veitingahúsa sem þar hafa sprottið
upp á síðustu tveim áratugum. Þessi
þróun hófst með táknrænum hætti
árið 1979 þegar veitingahúsið Hornið
hóf starfsemi þar sem Ellingsen hafði
áður verslað með öngla, snæri og
fiskihnífa. Það er óskiljanlegt þegar
reynt er að tengja veitingahúsabylt-
inguna við upplogna hnignum mið-
borgarinnar, því það var einmitt hún
sem endurlífgaði miðborgina eftir
mesta hnignunarskeið hennar. Sú
hnignun hófst með tilkomu sjón-
varpsins á 7. áratugnum og magnað-
ist þegar komst í tísku að hafa
skemmtistaðina í úthverfunum. Þessi
hnignun birtist í því að um helgar og
eftir að verslunum var lokað á kvöldin
lagði varla nokkur maður leið sína í
miðborgina sem hins vegar iðar nú af
mannlífi frá morgni til miðnættis alla
daga vikunnar. Borgaryfirvöld hafa
ýtt undir þessa endurlífgun með því
að fegra útlit hennar og með því stað-
setja í miðborginni menningarstofn-
anir á borð við Listasafn Reykjavík-
ur, Borgarbókasafnið og Hitt húsið.
Stuðningur borgarinnar við „öðru-
vísi“ menningarstofnanir eins og
Kolaportið, AA-húsið og Alþjóðahús-
ið hefur líka haft sitt að segja.
Það er alveg rétt hjá þeim sem
hrópa hæst um hnignun miðborgar-
innar að veitingahúsabyltingunni
fylgja vandamál sem taka þarf á. Að
tengja þessi vandamál við miðborgina
í pólitískum tilgangi er aftur á móti
algerlega óábyrgt og stuðlar síst að
lausn þeirra. Orsaka ofbeldisins í
miðborginni síðla nætur er til dæmis
ekki að leita í miðborginni sjálfri
heldur í andlegri líðan og drykkju-
skap ungra íslenskra karlmanna.
Þeir frambjóðendur sem mestar
áhyggjur virðast hafa af ofbeldinu í
miðborginni kjósa að horfa framhjá
þeirri staðreynd að þegar ofbeldið
eykst í miðborginni minnkar það í
partíum í heimahúsum. Frá sjónar-
hóli löggæslunnar ætti þessi þróun að
teljast jákvæð því auðveldara hlýtur
að vera að fyrirbyggja eða stöðva of-
beldi í miðbænum en ofbeldi sem
dreifist um heimahús vítt um bæinn.
Það eru nær undantekningalaust
ungir drukknir karlmenn sem beita
ofbeldi í miðborginni og skiptir þá
litlu máli hvort þeir hafa setið að
drykkju á krá eða nektarstað. Þó að
víðtæk samstaða sé um að losa mið-
borgina bæði við ofbeldið og nektar-
staðina vísar það ekki á lausn að
spyrða þetta tvennt saman og það er
fullvíst að ofbeldinu mun ekki linna
þótt nektarstöðunum verði útrýmt.
Nektarstaðirnir eru afsprengi klám-
byltingar sem á síðustu árum hefur
riðið yfir Ísland og aðrar Vestur-
landaþjóðir. Þeir sem ekki leggja leið
sína inn á þessa staði verða frekar
varir við klámið í blaðagrindum bens-
ínstöðvanna og í fréttum ríkissjón-
varpsins en í miðborginni. Að
minnsta kosti mundi ellefu ára sonur
minn, sem býr í miðborginni, ekki
vita hvernig súludans fer fram ef
hann væri ekki látlaust sýndur í
fréttatíma sjónvarpsins þegar svo-
kölluð vandamál miðborgarinnar ber
þar á góma.
Um hvaða
miðborg er
fólkið að tala?
Páll
Biering
Miðborgin
Nektarstaðirnir eru af-
sprengi klámbyltingar,
segir Páll Biering, sem
á síðustu árum hefur
riðið yfir Ísland og aðr-
ar Vesturlandaþjóðir.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur
og íbúi í Kvosinni.
UMHVERFISRÁÐ
Kópavogs hefur á síð-
ustu misserum unnið að
gerð Staðardagskrár
21 fyrir bæinn og er
þeirri vinnu að mestu
lokið. Nú er komið að
bæjarstjórn að fjalla
um þessa áætlun. Þetta
hefur verið mjög fróð-
leg og ánægjuleg vinna
sem við höfum unnið
saman þverpólitískt og
margir komið að verk-
inu.
Samræming
Eins og margir vita
var unnið að gerð aðalskipulags sem
kemur út nú í maí og voru markmið
samræmd á milli þessara plagga þeg-
ar dró að lokum vinnunnar. Þetta er
fyrsta sveitarfélagið sem samræmir
þessa vinnu og vonum við að þessi
plögg styrki hvert annað og ekki er
ólíklegt að samþætting verði eitthvað
meiri í framtíðinni.
Íbúaþing
Við héldum íbúaþing 3. febrúar
2001 og var markmiðið með þinginu
að ná fram sjónarmiðum íbúa bæj-
arins. Tillögur og hugmyndir voru
fjölbreyttar og tóku til flestra þátta í
daglegu lífi íbúa, þ.á m. þátta sem
hefðbundin skipulagsvinna tekur að
öllu jöfnu ekki á. Allir komu með sín-
ar hugmyndir og athugasemdir um
vandamál, drauma og
lausnir. Unnið var mjög
hratt úr niðurstöðum
þingsins og þrem dög-
um seinna þegar niður-
stöður voru kynntar
var íbúum boðið að skrá
sig í samráðshóp sem
hefur svo verið kallaður
saman nokkrum sinn-
um með umhverfisráði.
Eftir íbúaþing
Ferlið eftir íbúaþing-
ið hefur í stuttu máli
verið þannig að málið
var kynnt í öllum
nefndum og ráðum. Embættismenn
voru síðan tengiliðir við verkefna-
stjóra (Sigurborgu Kr. Hannesdótt-
ur) og unnu þeir að tillögum um
stefnu, markmið og leiðir, í samræmi
við áherslur pólitískt kjörinna full-
trúa, stefnu í aðalskipulagi. Fundað
hefur verið með áðurnefndum sam-
ráðshópi íbúa samhliða vinnunni.
Framtíðarstefna
Við í umhverfisráði erum mjög
ánægð með þetta plagg um framtíð-
arstefnu sem svo margir hafa komið
að og væntanlega verður kynnt al-
menningi á þessu ári. Ég vona svo
sannarlega að það hjálpi okkur að
fara vel með náttúru og mannlíf svo
komandi kynslóðir megi taka við
góðu búi. Ég vil svo þakka ykkur öll-
um sem hafið tekið þátt í starfinu.
Staðardagskrá 21
og íbúaþing
í Kópavogi
Ásdís Ólafsdóttir
Höfundur er formaður umhverf-
isráðs Kópavogs.
Kópavogur
Markmiðið með íbúa-
þinginu, segir Ásdís
Ólafsdóttir, er að ná
fram sjónarmiðum íbúa
bæjarins.
Nýjar
línur
á
nýjum stað
undirfataverslun
Síðumúla 3-5