Morgunblaðið - 10.05.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
REYKJAVÍKURLISTINN
Reykjavík er
menningarborg
Vi›munum
• Byggja tónlistar- og rá›stefnuhús í mi›borginni • Gera Listahátí›
a› árlegum stórvi›bur›i • Efla Menningarnótt enn frekar, ásamt
Vetrarhátí› og Hátí› hafsins • Flétta menningu og listum í auknum
mæli saman vi› skólastarf • Halda áfram öflugum stu›ningi vi›
frumkvæ›i almennings, fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka á
svi›i menningar og lista.
Vi› höfum
• Opna› flrjú n‡ borgarbókasöfn, n‡tt Ljósmyndasafn, Borgarskjalasafn og n‡tt
Listasafn Reykjavíkur • Komi› á Menningarnótt á hverju ári ásamt Vetrarhátí›
• Stutt vi› baki› á óhá›um menningarhátí›um, kvikmyndahátí›, stuttmyndahátí›,
kirkjulistahátí›, Myrkum músíkdögum, Airwaves, Hinsegin dögum og jasshátí›
• Eflt Borgarleikhúsi› me› n‡jum sal, sta›i› a› strandlengjus‡ningu á útilistaverkum
og gert Reykjavík a› menningarborg Evrópu.
ÁRSMEÐALRENNSLI um farveg
Þjórsár neðan Norðlingaöldu minnk-
ar alls um 34 m³/sek. vegna stíflu sem
Landsvirkjun fyrirhugar að reisa á
svæðinu. Í árfarveginum fyrir neðan
stífluna eru þrír fossar, Kjálkavers-
foss, Dynkur og Gljúfurleitafoss og
er Dynkur þeirra kunnastur. Á kynn-
ingarfundi Landsvirkjunar á fram-
kvæmdunum á þriðjudag lýstu Gnúp-
verjar áhyggjum yfir minnkandi
rennsli í fossunum þremur.
Við Norðlingaölduveitu er meðal-
ársrennsli í Þjórsá nú um 53 m³/sek.,
en verður eftir framkvæmdir 19 m³/
sek. Í matsskýrslu um framkvæmd-
ina sem Skipulagsstofnun hefur nú til
umfjöllunar kemur fram að töluvert
bætist við rennslið fyrir neðan Norð-
lingaöldu frá hliðarlækjum, t.d. frá
Dalsá og Kisu, og hafa framkvæmd-
irnar engin áhrif á það.
Dagsrennsli yfir í farveg Þjórsár
um yfirfall á stíflunni mun sveiflast
frá því að vera ekkert yfir veturinn, í
að vera allt upp í 80 m³/sek. á sumrin
eftir að lónið hefur fyllst. Guðjón
Jónsson verkfræðingur, sem hafði
umsjón með gerð matsskýrslunnar,
segir að meðaldagsrennsli í Dynk sé
nú um 140–150 m³/sek. yfir sumarið,
eftir framkvæmdirnar verði það um
100–110 m³/sek. Hann segir þó erfitt
að meta sjónræn áhrif af skertu
rennsli þar sem sveifla í dagsrennsli
geti verið allt upp í 80 m³/sek. Hann
segir að yfir sumarmánuðina, þegar
ferðamenn gera sér helst ferð að
fossunum, verði mögulegt að minnka
dælingu úr ánni til að auka rennslið.
Í matsskýrlslunni kemur fram að í
riti Náttúruverndarráðs um fossa á
Íslandi eftir Sigurð Þórarinsson,
komi fram að æskilegt sé að friða
Dynk. Ekki er þar fjallað um Kjálka-
versfoss og Gljúfurleitarfoss. Í 37.
grein í lögum um náttúruvernd er
kveðið á um að fossar eigi að njóta
sérstakrar verndunar og að forðast
beri röskun á þeim eins og kostur er.
Í matsskýrslunni segir að Lands-
virkjun hafi dregið verulega úr áhrif-
um á fossana með því að lækka lón-
hæð úr 581 m.y.s. í 575 m.y.s. og þar
með auka rennsli á yfirfalli. Því sé
það mat framkvæmdaraðila að Norð-
lingaölduveita brjóti ekki í bága við
37. grein náttúruverndarlaganna.
Ársmeðalrennsli skerðist um
34 m³/sek. við Norðlingaöldu
Morgunblaðið/RAX
Á þessu línuriti kemur fram hvernig dagsmeðalrennsli í Dynk mun
breytast. Ljósi liturinn neðst sýnir rennsli sem kemur í farveg Þjórsár
úr hliðarlækjum og mun það ekki raskast við framkvæmdirnar. Í miðj-
unni sést hvernig rennslið í Dynk verður eftir að veitan verður tekin í
notkun og efst má sjá rennslið eins og það er í dag.
STYRKJA þarf sendiráð Íslands í
Evrópu og fjölga þannig að í öllum
aðildarríkjum Evrópusambandsins
í dag, að Lúxemborg undanskildu,
verði sendiráð til staðar. Þetta er
mat Baldurs Þórhallssonar, lektors
í stjórnmálafræði við Háskóla Ís-
lands, sem kannað hefur sérstak-
lega hver áhrif samrunaferlisins í
Evrópu og fyrirhuguð stækkun
ESB hefði á íslenska stjórnsýslu.
Ísland er nú með sendiráð í 8
ríkjum Evrópusambandsins, þ.e.
Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Dan-
mörku, Finnlandi, Frakklandi, Sví-
þjóð og Þýskalandi. Til viðbótar í
ESB eru Spánn, Portúgal, Grikk-
land, Írland, Holland, Ítalía og
Lúxemborg. Af þessum löndum
telur Baldur mikilvægast að Ísland
opni sendiráð sem fyrst á Spáni og
í Portúgal, vegna þeirra miklu við-
skipta með sjávarafurðir sem eiga
sér stað milli landanna.
Í máli Baldurs á málþingi í Há-
skólanum á miðvikudag, í tilefni
Evrópudagsins 9. maí, kom fram
að Ísland ætti ekki sendiráð í nein-
um af þeim 13 ríkjum sem sótt
hafa um inngöngu í Evrópusam-
bandið. Baldur telur að í a.m.k.
tveimur þeirra landa, Póllandi og
Ungverjalandi, þyrftu
Íslendingar að opna
sendiráð sem til að
byrja með myndu
þjóna öðrum ríkjum
Mið- og Austur-Evr-
ópu sem sótt hafa um
aðild.
Góð tengsl
nauðsynleg
Spurður um ástæðu
þess að Ísland þyrfti
að vera með sendiráð
í öllum ríkjum ESB
bendir Baldur á að
löndin skipti á milli
sín forsætinu í ráð-
herraráðinu og fram-
kvæmdastjórninni og því sé mik-
ilvægt að hafa góð tengsl við
ríkisstjórnir allra landa. Nauðsyn-
legt sé fyrir Ísland að afla sér
bandamanna innan ráðherraráðs-
ins, til að koma málum í gegn um
ráðið og framkvæmdastjórnina.
„Ég tel nú þegar brýna þörf á að
opna sendiráð á Spáni og í Portú-
gal, vegna hagsmuna okkar í sjáv-
arútvegi. Á þetta hefur reynt innan
EES-svæðisins því Spánverjar eru
svo virkir og aðgangsharðir. Ég tel
einnig að við þurfum
að efla þau sendiráð
sem við höfum nú þeg-
ar í Evrópu, einkum
til þess að afla upplýs-
inga og stunda beinan
„lobbýisma“ á stjórn-
völd þeirra ríkja.
Sendiráð okkar í
Brussel er mjög öflugt
en ef til aðildar að
ESB kæmi þyrftum
við að fjölga þar
starfsmönnum,“ segir
Baldur.
Hann segir að
styrkur utanríkisþjón-
ustunnar hafi komið
vel í ljós fyrir tæpum
tveimur árum þegar fiskimjölsmál-
ið svokallaða kom upp. Þá voru
sendiráð Íslands virkjuð til að
koma á framfæri mótmælum við
þeim áformum að banna öll við-
skipti með fiskimjöl landa á milli
vegna kúariðufársins sem upp kom
í Evrópu. Baldur segir að þegar
slíkt komi upp, skipti miklu máli að
eiga góð tengsl við stjórnmála-
menn viðkomandi ríkja. Slík vinna
sé fyrirbyggjandi sem ekki megi
vanmeta.
Baldur Þórhallsson, lektor í stjórnmálafræði
Sendiráð í Evrópu verði
styrkt og þeim fjölgað
Baldur
Þórhallsson
ÞRIGGJA manna leiðangri Ís-
lenskra fjallaleiðsögumanna yfir
Grænlandsjökul, sem hófst 25. apríl,
sækist vel og voru leiðangursmenn
komnir á hábungu jökulsins á mánu-
dag. „Þeir eru því töluvert á undan
áætlun enda hefur veðrið verið gott
og ferðin sóst vel,“ segir Ingibjörg
Guðjónsdóttir hjá Íslenskum fjalla-
leiðsögumönnum.
„Ef heldur sem horfir verða þeir
sennilega komnir heim 18. maí sem
er fyrr en búist var við fyrirfram.“
Upphaflega var gert ráð fyrir að
ferðin tæki a.m.k. þrjár vikur.
Ferðin hefur þó ekki gengið með
öllu áfallalaust fyrir sig. Ingibjörg
segir að bensín, sem þeir nota á
prímusa, hafi hellst yfir hluta af mat-
arbirgðunum og skemmt þær. Það
mun þó sennilega ekki koma að sök
þar sem leiðangursmenn voru til ör-
yggis með ríflegar vistir.
Leiðangri yfir
Grænlands-
jökul sækist vel
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ og
Lögreglan í Reykjavík munu efna til
samráðsfundar með foreldrum
barna úr Haga- og Melaskóla á
næstu dögum, en foreldrarnir hafa
lýst yfir áhyggjum af öryggi barna
sinna meðan á fundi utanríksiráð-
herra NATO stendur hér á landi,
dagana 14.–15. maí. Aðallega verður
fundað á háskólasvæðinu, en einnig í
íþróttahúsi Hagaskóla.
Að sögn Hannesar Heimissonar,
sendifulltrúa hjá utanríkisráðuneyt-
inu, verða öryggismál vegna fundar-
ins kynnt fyrir foreldrum í samráði
við Lögregluna í Reykjavík. Hannes
segir að ekki þyki ástæða af hálfu ut-
anríkisráðuneytisins til að fella niður
skólahald meðan á fundinum stend-
ur.
„En við teljum að full ástæða sé til
að fræða foreldra um eðli fundarins
og þeirra öryggisráðstafana sem
verðar hafðar uppi í tengslum við
hann,“ sagði Hannes.
Fundur með
foreldrum
vegna
NATO-fundar
♦ ♦ ♦