Vísir - 21.06.1980, Síða 7
vtsm Laugardagur 21. júnl 1980
„STRAUSS
ER TIL
HÆGRI VIÐ
HITLER”
— segir í
,,Der Kandidat”,
kvikmynd um
Franz Josef
Strauss
Stjórnmálamenn eru manna
mest vanir gagnrýni, skömmum
og niöi, en áróöurinn gegn Franz
Josef Strauss, sem keppir aö þvi
aö hljóta kanslaraembættiö I V-
Þýskalandi, er svo mikill, aö þaö
þarf mann meö þykkan skráp til
aö þola hann.
Skrifaöar hafa veriö bækur um
Strauss, blaöagreinar, plaköt og
kort, þar sem manninum hefur
veriö lýst á hroöalegasta hátt. Nú
hefur enn eitt vopniö bæst viö i
vopnasafn andstæðinga Strauss,
kvikmynd, sem auk þess er á
góöri leiö meö aö veröa meö vin-
sælustu myndum I Þýskalandi.
Myndin heitir „Der Kandidat”.
Der Kandidat er tveggja tima
mynd um lifshlaup Strauss. Þar
er ekkert illt faliö og gjarnan
fariö frjálslega meö staöreyndir á
stundum.
i myndinni er Strauss lýst sem
fanti og fúlmenni, sem stefnir aö
þvi aö koma fasisma á i Þýska-
landi á nýjan leik. Hann er
geröur brjálæöislegur, en jafn-
framt hégómlegur. Á einum staö
er mynd af Strauss, þar sem hann
horfir i spegil og segir: „Spegill
spegill herm þú mér, hver
fegurstur hér á landi er”.
Þá fá stuöningsmenn Strauss
sinn skammt. Þeim er lýst sem
grófum og heimskum. Myndir eru
teknar af merkjum á ermum
öryggisvaröa Strauss, til aö
minna á hakakrossana á ermum
brúnstakka Hitlers. Um leið segir
þulur: ,, Strauss er enginn nasisti
— hann er til hægri við
nasistana”.
Meðalþeirra,sem unnu aö gerð
myndarinnar „Der Kandidat”, er
óskarsverölaunahafinn Volker
Schlöndorff.
Strauss, óvinur þjóöarinnar
númer eitt, stjórnmálamaöurinn,
sem fólkiö „elskar aö hata”.
Ferðalán
-léttari greiðslubyrðí!
Sýndu fyrirhyggju i fjármálum og vertu með í Spariveltunni.
Ef þú ert einn hinna mörgu, sem láta
sig dreyma um ferðalag í sumarleyfinu,
þá ættirðu að kynna þér hvað
Sparivelta Samvinnubankans "" f
getur gert til að látadraum
þinn rætast. Það er engin ástæða
til að láta fjárhagsáhyggjur spilla ánægj-
unni af annars skemmtilegu ferðalagi.
Hagnýttu þér þá augljósu kosti, sem
Sparivelta Samvinnubankans hefur fram
að bjóða.
Með þátttöku í Spariveltunni getur þú
létt þér greiðslubyrðina verulega og notið
ferðarinnar fullkomlega og áhyggjulaust.
Þátttaka í Spariveltunni er sjálfsögð
ráðstöfun til að mæta vaxandi greiðslu-
byrði í hvaða mynd sem er, um
leið og markviss sparnaður
stuðlar að aðhaldi og ráð-
deildarsemi í fjármálum.
Komdu við í bankanum og fáðu þér
eintak af nýja upplýsingabæklingnum
um Spariveltuna, sem liggur frammi í
öllum afgreiðslum bankans.
Vertu með í Spariveltunni
og lánið er ekki langt undan!
Samvinnubankinn
og útibú um land allt.
PÆR ÞJÓNA ÞÚSUNDUMíM
fæst
á öllum
blaðsölu-
stöðum og
bókabuðum
um
land allt