Vísir - 23.06.1980, Page 8
vfsrwr Mánudagur 23. júnf 1980
8
utgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri: Davió Guómundsson.
1 Ritstjórar: ölafur Ragnarsson og Ellert B. Schram.
Ritstjórnarfulltrúar: Bragl Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttast|órl
erlendra frétta: GuSmundur G. Pétursson. BlaSamenn: Axel Ammendrup, Frtða
Astvaldsdðttlr, Halldór Reynlsson, lllugl Jökulsson, Jónlna Mlchaelsdóttlr, Kristln
Þorstelnsdóttlr, Magdalena Schram, Póll Magnússon, Slgur|ón Valdlmarsson,
Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafsteln. Blaðamaður á Akureyri: Gtsll Slgur-
gelrsson. Iþróttir: Gylfl Krlstjónsson, Kjartan L. Pólsson. Ljósmyndir: Bragi
Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Otlit og hönnun:
Gunnar Traustl Guðbjörnsson og Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páil Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Slðumúla 14 slml 86611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8
simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholtl 2-4 simi 86611.
Askriftargjald er kr.6000 á mánuði innanlands og verð I lausasölu 250 krónur ein-
takiö. Visirer prentaður I Blaðaprenti h.f. Siðumúla 14.
FYMR SJALFA SK B> ÞJÖBINA
ÞjóOinni létti er stjórnarkreppan leystist i upphafi ársins. En þaö er ekki nóg aö hafa
rikisstjórn i landinu, ef hún viöheldur aöeins þvi vandræöaástandi, sem rikt hefur I
efnahagsmálunum, en tekur ekki á vandanum.
Það er margt öfugsnúið í
íslenskum efnahags- og atvinnu-
málum þessa stundina, og ekki
auðvelt að átta sig á hvað veldur
því að dæmið gengur ekki upp í
því góðæri, sem við höfum
upplifað.
Undirstöðuatvinnuvegur okk-
ar, sjávarútvegurinn, bjó við þau
skilyrði á síðasta ári, að afli var
meiri en nokkru sinni fyrr og
verðlag á mörkuðum okkar
erlendis hærra en áður. Engu að
síður er fiskvinnslan rekin með
tapi. Ástæðan er stjórnleysi í
ef nahagsmálunum, hringrás
verðhækkana, launahækkana og
fiskverðshækkana.
Við eigum skipastól, sem er svo
afkastamikill, að hann má ekki
vera á veiðum nema hálft árið,
vegna þess að ekki er þorandi að
drepa meira af hrygningarstofn-
um nytjaf iska okkar. Og á meðan
þessi geysifullkomni floti er
bundinn við bryggjur tala ráð-
herrar í alvöru um að kaupa
fleiri fiskiskip.
Á sama tíma og ekki er til
f jármagn til þess að standa undir
nauðsynlegustu framkvæmdum,
eyðum við rúmum 20 þúsund
milljónum í að greiða niður land-
búnaðarafurðir ofan í útlend-
inga.
Þótt góðæri sé til lands og
sjávar kemur það ekki fram (
auknum kaupmætti launa, heldur
þvert á móti minnkar kaupmátt-
urinn, þótt launin hækki á hverju
ári um marga tugi prósenta.
Verðlag hækkar og ný
verðbólgumet eru sett. Ríkið
seylist æ dýpra í vasa skatt-
greiðenda og peningakassa f yrir-
tækja og sífellteru f undnar nýjar
skattaleiðir.
Ekki bólar enn á neinum breyt-
ingum varðandi stefnuna í þeim
málum, sem mestu skipta, efna-
hagsmálunum, hjá núverandi
ríkisstjórn. Hún lætur vísitölu-
skrúf una halda áf ram að snúast,
virðist stefnulaus i kjaramálum,
óviss í f jármálum og vaxtamál-
um og heldur áf ram að moka fé í
niðurgreiðslur. Stjórnin sýnist
ekki geta spyrnt við fótum í
gegndarlausu togarakaupæði,
hún hyggst ekki skera niður
báknið, heldur þvert á móti halda
áfram að blása það út, og áfram
á að halda að safna skuldum
erlendis.
Það er ekki óeðlilegt að sú
hugsun hvarfli að fólki, hvort
þeir menn, sem ákafast unnu að
því að koma núverandi stjórn á
laggirnar hafi verið að koma á
fót ríkisstjórn fyrir sjálfa sig
fremur en fyrir þjóðina. Alþýðu-
banda lagsmennirnir, sem
segjast í orði kveðnu vera á móti
stjórnkerf inu og því borgaralega
yfirbragði sem sé á þeim, er þar
hafa haslað sér völl, gátu ekki til
þess hugsað að Ijá öðrum mjúku
ráðherrastólana, sem hafði farið
svo vel um þá í. Og hvað var þá
eitt varnarbandalag eða ein
herstöð milli vina? Framsóknar-
menn settust i þessa stjórn af
gömlum vana. Þeir tilheyra bæði
hægri og vinstri ríkisstjórnum,
og hafa á síðari árum verið jafn
fastur fylgifiskur ríkisstjórna
eins og skýin eru sjálfsögð á
himninum.
Og sterkur grunur leikur á, að
framagirni hafi verið leiðarljós
að minnsta kosti sumra sjálf-
stæðismannanna, sem urðu
óvænt sá tengiliður Framsóknar
og Alþýðubandalags, sem þurfti
til þess að stjórnin yrði að veru-
leika.
Stjórnarkreppan leystist og öll-
um létti. Við fengum starfhæfa
þingræðisstjórn, sem nú fer
bráðum að eiga hálfsársafmæli.
En hefur nokkuð annað gerst?
Hefur nokkuð breyst? Svarið er
því miður: Nei.
Það er ekki nóg að hafa ríkis-
stórn í landinu ef hún gerir ekki
neitt annað en telja niður verð-
lagið í huganum. Við viljum sjá
breytingar í raunveruleikanum.
Deiian um vinnutíma skólabókavarða:
Hver er munurinn á kennslu
í skðlastofu og skólasafni?
Núna upp á siökastiö hefur
yeriö aö koma aö nýju upp á
yfirboröiö deila milli embættis-
manna i ráöuneytum rikisins og
þess fólks er starfar á skóla-
söfnum. Þessi deila snýst um
kaup og kjör skólasafnvaröa,
sem er stööugt vaxandi hópur
meöal starfsmanna skóla lands-
ins. A undanförnum áratug hafa
veriö aö koma upp skólasöfn viö
mjög marga skóla hér á landi og
viö störf i þeim eru kennarar
meö sérmenntun á sviöi bóka-
safnsfræöi og bókasafnsfræö-
ingar.
Deilan sem nú er komin held-
ur betur upp á yfirboröiö snýst
um vinnutima skólasafnvaröa
einkum og sér i lagi. Fulltrúar
rikisins hafa sett fram kröfu um
þaö aö skólasafnveröir vinni ó-
guölega langan tima til aö fylla
stööugildi. Byggt er á einhverj-
um útreikningum, sem vafa-
laust eru réttir, en siöferöilega
séö er hér um aö ræöa ósvlfna
aöför embættismanna aö skóla-
söfnum sem liö i menningar- og
menntunaruppbyggingu i land-
inu.
Hver er munurinn á þvl aö
kenna bekk I kennslustofu og aö
kenna sama bekk á skólasafni?
Á sjónarmiöum embættis-
manna er þaö aö sjá aö afköst
þess er kennir á safni séu nálægt
þvi helmingi minni en hins, sem
kennir inn I stofu. Hvernig þeir
komast aö þeirri niöurstööu veit
ég ekki. Á skólasafni ler fram
kennsla. Sú kennsla er i sér-
stöku fagi sem heitir bókasafns-
fræöi og miöar aö þvi aö allir
skólanemar i landinu geti notaö
bókasöfn sér aö gagni. Nemend-
um er kennt aö nota spjald-
skrár, leita aö upplýsingum um
sin náms- eöa áhugasviö og
þeim er kennt aö notfæra sér
handbækur. Þessi kennsla virö-
ist aö mati ráöuneytismanna
vera 2. flokks kennsla. Þessir
sömu ráöuneytisstarfsmenn
gera sér væntanlega ekki grein
fyrir þvi aö yfirleitt fylgir þess-
um bekk kennari sem á aö
þeirra mati aö fá laun sam-
kvæmt kennarataxta. Hann get-
ur hugsanlega lært þaö sem
skólasafnsvöröurinn er aö
kenna, en hann getur ekki kennt
nemendum þaö af þvi aö tak-
markaöar likur eru á aö hann
kunni þaö sjálfur. En hann vinn-
ur 50 minútur til aö fá tima-
kaupiö sitt, en skólasafnsvörö-
urinn á aö vinna helmingi leng-
ur. Hvaöa röksemdir hafa yfir-
völd fjármála hér á landi til aö
útskýra þennan mismun?
Þaö er min skoöun, aö sá
nemandi sem hefur tækifæri til
aö notfæra sér bókasafn og kann
aö nýta sér þá möguleika sem
sllkar stofnanir veita sé býsna
vel settur til aö auka og bæta
þekkingu sina. Eg tel ákaflega
miklar likur á aö kennarar i
framhaldsskólum kunni vel aö
meta þaö þegar nemendur meö
kunnáttu i notkun bókasafna eru
á þeirra vegum. Einn hópur er
sá, sem hættir skólanámi aö
loknum grunnskóla. Þaö tel ég
vera mun meira viröi fyrir þá
aö kunna aö nota bókasöfn sér
til menntunarauka, heldur en aö
þekkja lengd áa, hæö fjalla og
íbúafjölda borga. Hann getur
nefnilega án mikillar fyrirhafn-
ar leitað sér upplýsinga um þaö
i bókasöfnum. Hér er spurning
um þaö, aö viöurkenna mennt-
unarþátt safnanna og viöur-
kenna starf skólabókavarö-
anna.
Veröi ekki geröar leiörétting-
ar á þessum dæmalausu á-
kvöröunum yfirvalda sem fyrst,
er ég hræddur um aö skólasöfn-
um veröi lokað og þá yröi stigiö
spor afturábak.
Þaö er skoöun þeirra sem i
skólum starfa og á sér styrka
stoö i lögum um grunnskóla aö
skólasafnið eigi aö vera eitt af
meginhjálpartækjunum i skóla-
starfinu. Þaö er ákvöröun Al-
þingis, en embættismenn rikis-
ins, sem mér viröast oft ráöa
a.m.k. jafn miklu og Alþingi
gera þaö sem þeir geta til aö
koma i veg fyrir aö þaö sé hægt.
Þannig gefa þeir löggjafanum
langt nef og sýna starfsmönnum
rikisins fádæma óbilgirni sem
jaðrar viö ósvifni. Þaö mun eng-
inn maöur ráöa sig aö skóla-
söfnum miöaö viö þau kjör sem
skólasafnsvöröum er ætlaö aö
búa viö. Meö þá staöreynd á bak
viö eyraö vænti ég þess aö ein-
hver hugljómun eigi sér staö hjá
1
neöanmóls
Sigurður Helgason
skólasafnsvörður gerir
hér að umtalsefni deilu
þá, sem upp er komin
milli ríkisins og kennara,
sem starfa í skólabóka-
söfnum um vinnutíma og
launakjör. Segir hann, að
verði ekki gerðar leiðrétt-
ingar á dæmalausum á-
kvörðunum yfirvalda
sem fyrst, sé hann
hræddur um að skóla-
söfnunum verði lokað og
þá yrði stigið spor afturá-
bak.
margnefndum fulltrúum rikis-
íns og leiörétting veroi gerö. Þvi
fyrr, þvi betra.
Siguröur Helgason.
Viöurkenna þarf menntunarþátt skólasafnanna og starf
skólabókavaröanna.