Vísir


Vísir - 23.06.1980, Qupperneq 13

Vísir - 23.06.1980, Qupperneq 13
VISIR Mánudagur 23. júnl 1980 Athugasemd frá Sveini R. Eyiólfssyni vegna Pokahorns: fllrangi ogaiflrel komlð lll tals VIsi hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sveini R. Eyjólfssyni, stjórnarformanni Hilmis hf. vegna pistils i Poka- horni VIsis siðastliðinn föstudag: Það er vissulega umhugsunar- efni, hvort menn eigi að nenna aö elta ólar viö rangfærslur i blaða- þáttum á borð viö þáttinn „Úr pokahorninu” I blaði yðar. Og ekki er ég beinlínis þekktur að þvi að vera meö leiðréttingar i blöð- um, þótt eitthvaö sé hallað réttu máli I þvi, sem að mér snýr. Þaö hefur hver sinn hátt á þessu sem ööru. Ég get hins vegar ekki látiö hjá liöa að gera athugasemd við rangfærslur, þar sem fjölskylda min er dregin að ósekju inn i þau mál, er ég hefi með að gera starfs mins vegna. Blaöamaöur segir, að ég hafi hug á að gera dóttur mina, sem undanfarið hafi starfað sem blaðamaður, að ritstjóra Vikunn- ar. Þetta er alrangt og hefur aldrei komið til tals, enda er um- rædd dóttir min, Hrafnhildur, upptekin við nám sitt viö Háskóla Islands og hefur þvi aðeins verið i hálfu starfi yfir veturinn. Þetta hefði blaðamaöur vissulega getað fengið aö vita, ef hann heföi taliö rétt að spyrja áöur en hann full- yrti. Ég sé svo ekki ástæðu til að fjölyrða meira um ritstjóramál Vikunnar, en þau leysast vonandi farsællega, eins og flest önnur mál. Ég vona að ritstjóri VIsis sjái sér fært að birta þessa athuga- semd strax i blaöi sinu og sjái sið- an til þess að hennar verði getið i umræddum þætti næsta föstudag. Sveinn R. Eyjólfsson. * ..... V Sparið hundruð þúsunda með endurryðvörn á 2 ja ára fresti RYÐVÓRN S.F. Smiðshöfða 1 simi 30945 Sparið tugþúsundir með mótor- og hjólastillingu einu sinni ó óri VBÍL BÍLASKOÐUN &STILLING Hátún 2a. [íegap ságí er á, ; verður að segja b Eftirfarandi bréf barst VIsi eftir aö gengið hafði verið frá lesendaslðu blaösins i dag, en samkvæmt ósk bréfritara er það birt hér I VIsi i dag, þótt skoðanakönnun sú, sem þar er óskað eftir, hafi hafist á laugar- daginn. Ég held, að flestir séu nú orðnir sammála um, að hinir „hlutlausu” fjölmiðlar hafi rækt ákaflega illa það hlutverk sitt að kynna þjöðinni þá menn, sem hún á að kjósa um til forseta- embættisins. Afleiðing þess er auðvitað sú, að fólk hefur haft mjög misjafna þekkingu á fra mb jóðendunum, þegar skyndilega er hlaupið til og gerð ótimabær skoðanakönnun. Fólk hefurþá litluUr aömoða öðru en fyrri hugmyndir um fram- bjóðendurna Ut frá kynnum þess af þeim I fjölmiðlum frá fyrri tið, Ur áberandi og „opinber- um” störfum og svo úr uppþyrl- uðum vigorðum og upphrópun- um. Það er þvi næsta undarlegt uppátæki hjá dagblaði, sem vill njóta virðingar og iáta taka sig alvarlega sem marktækan fjöl- miðil að eiga frumkvæði að sliku áöur en hin eiginlegu mál- efni kosninganna eru komin til alvarlegrar umræðu. Mega allir sjá, hvert slikt áróðursgildi hef- ur, einkum þegar viðkomandi blað fylgir eftir niöurstöðunum með slikri markvissu, að ljóst er, að það vill ákveðið veita ein- um frambjóðandanum stuðn- ing. NU er liklega flestum ljóst, að þrátt fyrir þetta eru miklar hræringar meðal kjósenda og aukast þær eftir þvi sem fólk kynnist loks frambjóöendum betur. SU staðhæfing, að Pétur vinni sifellt á, sýnist ekki hafa verið kckhreysti ein. Hinsvegar hefur komið upp staöa, sem viða er viðurkennd: að margir ætli aö kjósa annan en þann hæfasta eingöngu til þess að fella þriðja frambjóðandann. Þessi tvi- skinnungur kom meðal annars fram i skoðanakönnun meðal nýstúdenta á Akureyri, þar sem beinlinis var tekið tillit til þess- arar staðreyndar og spurt tveggja spurninga: l: Hvern ætlar þU aö kjósa sem forseta? 2: Hvern telur þú hæfastan? Niðurstöður urðu þær, aö einn frambjóðandanna fékk flest atkvæði til kjörs, en annar var talinn hæfastur samkvæmt þessari könnun. Og mun áreiö- anlega vera óþarfi aö nefna nöfn, svo ljóst er flestum sam- hengið. Er jafnþýðingarmikiö mál og forsetakjör á tslandi ekki fariö aö taka á sig heldur afkáralega mynd? Hér gætir vissulega afleiöinga þess, að I upphafi voru sex hundruð simanúmer spurð um kosningarnar. En nú er mál aö taka af skariö. Þegar sagt hefur verið: A þarf að segja B. Biö eigum rétt á ann- arri skoöanakönnun (meö Visis- aðferð) til að sjá hvernig mál standa og þá er nauðsynlegt, að allir þeir fjölmörgu, sem virki- lega telja Pétur hæfastan til embættisins, láti það uppi i slikri könnun með þvi að segjast vilja kjósa hann. Aðeins þannig fæst raunveiuleg mynd af styrk hvers frambjóðanda um sig. Mönnum er eftir sem áöur frjálst að veita atkvæði sitt I sjálfum kosningunum, ef þeim þykir svo miklu varöa aö fórna skuli þeim hæfasta. En vera má, að einmitt þegar raunveru- leg staða verður!jós,geristslikt ekki lengur nauðsynlegt og hræðslusveiflan reynist röng. Borghildur Gunnarsdóttir 1 1387 — 0780 J HAFSKIP H.F. MALARABUÐIN, Vesturgötu Skúlagötu 63 Sími 18560 FORMPRENT PON Pétur 0 Nikulósson TRyGGVAGÖTU 8 SIMAR 22650 20110 Austurfell s.f. Trésmiðja ÚLFARS GUÐMUNDSSONAR Skotkeppni i hólfleik milli Péturs Péturssonar og Hermanns Gunnarssonar Hvor er skotvissari, markaskorarinn mikli fró Hollandi eða markhœsti maður íslandsmótsins fró upphafi? LAUGAVEGI 47, BANKASTRÆTI 7 BREIÐABLIK a Laugardalsvelli í kvöld kl. 20.00 Nú er að duga eða drepast. Áfram KR

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.