Vísir


Vísir - 23.06.1980, Qupperneq 20

Vísir - 23.06.1980, Qupperneq 20
20 VÍSIR Mánudagur 23. júnl 1980 ÞÆR IWONA ÞUSUNDUM! Góð reynsla þeirra fjölmörgu sem auglýsa reglulega í þjónustuauglýsingum Vísis er til vitnis um ágæti þeirra og áhrifamátt. 1 Jj c r «tAií íretan Vlp ÍsLía P ði Ef þú býður þjónustu af einhverju tagi er smáauglýsing í Vísi sterkasti vettvangurinn til viðskipta, þar eru þær lesnar af tugþúsundum og þjóna þúsundum. VÍSIR'S86611 smáauglýsingar Erum fluttir að Grensásvegi 8, Reykjavík Símanúmer óbreytt G. ÓLAFSSON H.F. Grensásvegi 8 Forsetakjör 1980 kosningagetraun FRÍ Ég spái: m FRJALSÍÞRÓTTASAMBAND fSLANDS Færið inn spána, rifið frá og geymið. Roö Albert Guðmundsson % Guðlaugur Þorvaldsson ^ Pétur Thorsteinsson / Ml Vigdis Finnbogadottir ^ óskar V. Friöriksson Nr. 22300 Skilið seðlinum i iþróttamiðstöðina, Laugardal, Reykjavík, eða til söluaðila. Svona spáir kosningastjóri stuðnings manna Péturs. Hverju spáir þú? Freistið gæfunnarf Hárgreiðslustofan Klapparstíg Rakarastofan Klapparstíg PANTANIR 13010 ’’þár flrýpup smjöí af hverju strái” - Glæsiieg mjólkurstöð Mjólkursamlags kea komin í gagnið Ný glæsileg Mjólkurstöð Mjólk- ursamlags KEA á Akureyri var vlgö sl. fimmtudag. Forsetahjón- in, frú Halldóra og dr. Kristján Eldjárn, voru heiöursgestir viö athöfnina. Vlgöi Kristján stööina meö þvl aö draga islenska fánann aö húni. Naut hann til þess full- tingis Vernharös Sveinssonar, samiagsstjóra, en Valur Arnþórs- son, kaupfélagsstjóri, gekk tryggilega frá fiaggsnúrunni. Aö þvi búnu lýsti Hjörtur Eldjárn Þórarinsson, bóndi og stjórnar- formaöur KEA, stööina tekna I notkun. Hátt i sjö hundruð manns voru viö vigsiuna, bændur og búa- lið, starfsmann stöðvarinnar, for- ráöamenn fyrirtækja, er komu viö byggingarsögu stöðvarinnar, svo aö nokkrir séu nefndir. Veit- ingar voru bornar fram og uppi- staöa þeirra mjólk og ost- ur. Mjólkursamlag KEA var stofnað 4. september 1927. Ariö eftir tók mjólkurstöö félagsins til starfa i gömlu sláturhúsi viö Grófargil, sem haföi veriö endur- byggt. Var þar meö brotiö blaö i mjólkuriönaöi á Islandi, nýtisku mjólkuriönaöur hafinn á þess tima visu. Fyrsta áriö tók stööin viö 600 þúsund lltrum af mjólk og vinnslan fór fram á 351 fermetra gólffleti. A sl. ári var tekiö á móti tæplega 24 milljónum litra og nú fer vinnslan fram á 7.533 fermetr- um. • starfsemin sprengdí húsnæðið utan af sér Þetta húsnæði varö fljótlega of litiö og 1937 var hafist handa viö byggingu nýrrar mjólkurstöövar litlu ofar i Grófargili. Sú bygging Þeir skvetta ekki skyrinu, sem eiga þaö ekki, .Ostur er veislukostur' tók ekki nema tvö ár og hófst vinnsla þar um miðjan april 1939. Þó aö nokkrum sinnum hafi verið byggt viö þaö hús, haföi starf- semin löngu sprengt þaö utan af sér, enda gólfflöturinn ekki nema 2.960 fermetrar. Einnig var mjólkurvinnsla i tveim nærliggj- andi húsum á 530 fermetra gólf- fleti. Ariö 1958 var þvi þegar fariö aö huga aö nýrri mjólkurstöö. Var hugmyndin, aö hún yröi reist viö Glerá, noröan Tryggvabraut- ar. Af þvi varö þó ekki. 17. febrú- ar 1964 fékk samlagiö slöan út- hlutaö lóö efst á Lundstúni, sunn- an Súluvegar. • Fimm ár frá bví að framkvæmdir hófust Framkvæmdir hófust viö jarö- vinnu sumariö 1965 og áriö eftir var steyptur upp kjallarinn. Eftir þaö lágu framkvæmdir niöri um árabil. 1973 er hafist handa að nýju og byggingin endurhönnuö samkvæmt kröfum timans og nýrrar tækni, jafnframt þvi sem húsið var stækkað. 1974 hófust framkvæmdir af fullum krafti og hafa staðiö sleitulaust siöan, þótt stundum hafi verið dregiö úr framkvæmdahraöa. Það eru þvi fimmtán ár siöan hafist var handa viö bygginguna og nú er henni lokið. Ber hún höf- undum sinum gott vitni, ekki slst er þaö eftirtektarvert og til fyrir- myndar, aö frágangur lóöar er vel á veg kominn. Ostagerö var fyrst prófuö i nýju stööinni 4. desember 1979 og fyrsta smjörið var strokkaö 29. janúar. Neyslumjólk var byrjaö aö framleiöa 21. aprtl og nú er öll mjólkurvinnsla samlagsins I nýju stööinni, önnur en mysuostagerö. Stööin getur tekiö á móti 28 m. litra á ári, en á sl. ári var innveg- iö mjólkurmagn 24 m. litrar. Um sl. áramót var kostnaðar- veröstöövarinnar 2.147 m. kr. og I ár veröur fjárfest fyrir 300 m. kr. til viöbótar. Framreiknaö kostn- aöarverö, I samræmi viö reglur skattalaga, var um sl. áramót 3.686 m. kr. Nær helmingur af þvi fjármagni — framreiknað á sama hátt — hefur verið fenginn aö lán i úr f járfestingarlánasjóöum. Afgangurinn er eigiö fé samlags- ins og kaupfélagsins. M.a. lögöu bændur fram ákveðna upphæö andviröi hvers innlagös mjólkur- litra. • Jónas samiagsstjóri. brautryðjandi og hugsiónamaður Ekki veröur minnst svo sögu Mjólkursamlags KEA, aö Jónas- ar heitins Kristjánssonar veröi ekki getiö, „brautryöjandans og hugsjónamannsins”, eins og Hjörtur frá Tjörn orðaði þaö 1 ræöu sinni viö vigsluna. Þaö var ekki einungis, aö hann kæmi sam- laginu á legg og stýröi þvi af myndarbrag, heldur lét hann kynbætur mjólkurkúnna einnig til sin taka. Spor hans i eyfirskum landbúnaði eru svo sjúp og skýrt mörkuö, aö þau veröa ekki máö. Jónas var oröinn nokkurskonar „þjóösagnapersóna” þegar i lif- anda lifi og mikils virtur, sérstak- lega meöal bænda. Allir þekkja gráðostinn, „þennan myglaöa”, frá Mjólkursamlagi KEA. Sagan segir, aö Jónas hafi smyglaö gerl- inum I ostinn frá Danmörku undir einni nöglinni. Atti Jónas aö hafa náö gerlinum I einu mjólkurbú- anna, sem hann heimsótti, svo aö litiö bar á. Var þetta sagt til marks um baráttumanninn Jónas „samlagsstjórá”. • Voldugt hjarta Eyfírskrar hyggðar Hjörtur frá Tjörn sagöi I ávarpi sinu viö vigsluna, aö þaö væri ekki ofætlaö aö 3/4 hlutar af tekj-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.