Vísir - 23.06.1980, Side 21
VISIR Mánudagur 23. júni 1980
i(8í
(a, b, c) Myndir frá liðinni tið. Mjólkurgjafinn borinn I kúna, mjaltakona við mjaitir og lengst til hægri
er verið að taka við mjólk I gamla samlaginu úr brúsum, sem tilheyra liðinni tiö. (Ljósm. G.P.K.)
um bænda við Eyjafjörð væru af
mjólkurframleiðslu líkti hann
samlaginu við voldugt hjarta
eyfirskrar byggðar, sem dragi til
sin mjólkina frá bændunum, gerði
að henni og dreifði henni siðan
sem orkugjafa um byggðina aft-
ur.
Það kom einnig fram hjá Hirti,
að um helmingur af mjólkinni,
sem berst til samlagsins, fer til
neyslu á Eyjafjarðarsvæðinu,
fjórðungurinn er drukkinn og ’
fjórðungsins neytt i formi ýmissa
mjólkurvara. „En hængurinn er
sá, að hér búa ekki nema um 10%
af þjóðinni”, sagði Hjörtur. Þess
vegna fara um 80% af mjólkinni,
sem berst til samlagsins, til
vinnslu. Mikið fer i smjör og sér
samlagið þjóðinni fyrir um þriðj-
ungi þess, sem þarf. Nokkuð
magn fer einnig til útflutnings I
formi osta. Þess vegna er þetta
hérað, sem er allt á lengdina
norður og suður, eitt það mikil-
vægasta i mjólkuriðnaði á land-
inu, sagði Hjörtur.
• Þessa sumardags
verður lengi
minnst af
eyfirskum bændum
Siðan fjallaði Hjörtur um þann
skugga, sem hvíldi yfir þessum
degi, þar sem ljóst sé að draga
þurfi úr mjólkurframleiðslu um
sinn. „Þrátt fyrir það verður
þessa sumardags lengi minnst af
eyfirskum bændum og þessi
skuggi eyöist fyrr en varir”,
sagði Hjörtur.
Stefán Halldórsson, bóndi og
formaður samlagsráðs, flutti
aðalræðuna við vlgsluna. Fjallaði
hann um þróun mjólkurfram-
leiðslu á Eyjafjarðarsvæðinu og
byggingarsögu nýju stöðvarinn-
ar, sem hér hafa verið gerð nokk-
ur skil.
Forseti tsland, dr. Kristján
Eldjárn, gat þess i ávarpi sinu, að
hann væri félagi i KEA, þótt velt-
an á reikningi sinum hafi verið i
minna lagi siðustu ár. Fjallaði
hann um mjólkurkúna og gat
þess, að Davið frá Fagraskógi
hafi talið hana heilagt dýr I einu
kvæða sinna. Ennfremur minntist
forsetinn á það lffsmagn, sem
væri i hinum hvlta drukk og gat
um fleygt likingarmál:
„Þar drýpur smjör af
hverju strái”
Að lokum sagði Kristján, að
þrátt fyrir timabundna erfiðleika
i landbúnaði væri ljóst, að hér
hafi verið byggt atvinnuver, sem
reist væri i trú á landið og það
sem það gæti gefið af sér.
Síðan vigði Kristján stöðina
með þvi að draga islenska fánann
að húni.
Nýja mjólkurstöðin gefur svig-
rúm til að auka fjölbreytni i
framleiðslunni. Verður byrjað á
að auka úrvalið af ostategundum
og bæta og auka fjölbreytni I
jógúrtframleiðslu. Er vonast til
að þessar nýjungar sjái dagsins
ljós á þessu ári. A meöan svo er
ekki, verður ekki amast við þvi,
þótt þær jógúrttegundir, sem ekki
eru framleiddar hjá samlaginu,
verði fluttar frá öðrum samlags-
svæöum, að sögn Vals Arnþórs-
sonar, kaupfélagsstjóra.
Hjá Mjólkursamlagi KEA
vinna að jafnaði 70-80 manns.
Samlagsstjóri er Vernharður
Sveinsson og fulltrúi hans og yfir-
verkstjóri er Arni Jóhannesson.
Framleiðslustjóri er Þórarinn E.
Sveinsson.
G.S./Akureyri
Mjúlk og ostur er kjarngóð fæöa.
Þar drýpur smjör af hverju strái.
Ari Arnason, eftirmaður „Bjössa á mjólkurbflnum”. Og nú gildir ekki
„viö brúsapallinn biður hún enn”, þvi að allt er oröiö tankvætt.
Biaðamönnum var boðið upp á afmæliskringlu I tilefni af 94. afmælis-
degi KEA og það er Arni Jóhannesson sem sker.
Stuðningsmenn
Péturs J. Thorsteinssonar
hafa opnað kosningaskrifstofur
á eftirtöldum stöðum:
Akranes: Heiðarbraut 20, (93) 2245 Opin kl. 17-19.00
isaljörður: Hafnarstræti 12, (94) 4232 Opin kl. 14.00-22.00
Sauðárkrókur: Aðálgötu 24, (96) 71711 Opin kl. 17.00-22.00
Sigluf jörður: Sjálfsbjargarhúsið v/Sæmundargötu (95) 5700 Opin kl. 17.00-19.00 og 20.30-22.00
Akureyri: Hafnarstræti 98 (Amarohúsið) Símar (96 ) 25300 og 25301 Opin kl. 14.00-22.00
Húsavik: Garðarsbraut 15, (96) 41738 Opin kl. 17.00-22.00
Egilsstaðir: Bláskógar 2, (97) 1587 Opin kl. 13.00-19.00
Selfoss: Austurveg 40, (99) 2133 Opin 17.00-19.00 og 20.00-22.00 nema laugard. og sunnud. kl. 14.00-18.00
Vestmannaeyjar Skólavegi 2, (98) 1013 Opin kl. 14.00-21.00
Hafnarf jörður: Sjónarhóll v/ Reykjavikurveg 22 Opin kl. 14.00-21.00 (91) 52311
Kef lavlk: (jafnframt fy.-i. Njarðvík, Sandgerði, Gerðar, Vogar, Vatnsiey.iuströnd, Hafnir og Grindavík) Grundarvegi 23, Njarðvik (92) 2144 Opin kl. 14.00-22.00 nema laugard. og sunnud. kl 14.00-18.00
Eftirfarandi umboðsmenn annast aila
fyrirgreiðslu vegna forsetaframboðs
Péturs J. Thorsteinssonar:
Hellissandur: Hafsteinn Jónsson, (95) 6631
Grundarf jörður: Dóra Haraldsdóttir, (93) 8655
Úlafsvik: Guðmundur Björnsson, forstjóri, (93) 6113
Stykkishólmur: Gréta Sigurðardóttir, hárgr.k., (93) 8347
Búðardalur: Rögnvaldur Ingólfsson, (93) 4122
Patreksfjörður Olafur Guðbjartsson, (94) 1129
Tálknaf jörður: Jón Bjarnason, (94) 2541
Bildudalur: Sigurður Guðmundsson, simstj. (94) 2148
Þingeyri: Gunnar Proppé, (94) 8125
Flateyri: Erla Hauksdóttir og Þórður Júliusson, (94) 7760
Suðureyri: Páll Friöbertsson, (94) 6187
Boiungarvik: Kristján S. Pálsson, (94) 7209
Súðavík: Hálfdán Kristjánsson, (94) 6969 og 6970
Hólmavik: Þorsteinn Þorsteinsson, (95) 3185
Skagaströnd: Pétur Ingjaldsson, (95 ) 4695 Guðm. Rúnar Kristjánsson (95) 4798
ólafsfjörður Guðmundur Þ. Benediktsson, (96) 62266
Dalvík: Kristinn Guðlaugsson, (96) 61192
Hrisey: Elsa Stefánsdóttir, (96) 61704
Þórshöfn: Gyða Þórðardóttir, (96) 81114
Kópasker: Ölafur Friðriksson, (96) 52132 og 52156
Vopnafjörður: Steingrímur Sæmundsson, (97) 3168
Seyðisf jörður: Olafur M. Olafsson, (97) 2235 og 2440
Neskaupstaður: Hrólfur Hraundal, (97) 7535
Eskif jöröur: Helgi Hálfdánarson, (97) 6272
Reyðarf jörður: Gísli Sigurjónsson, (97) 4113
Fáskrúðsfjörður: Hans Aðalsteinsson, (97) 5167
Breiðdalsvik: Rafn Svan Svansson, (97 ) 5640
Djúpivogur: Asbjörn Karlsson (97) 8825
Höfn.Hornafirði Guðmundur Jónsson, Bogaslóð 12, (97) 8134 og Unn- steinn Guðmundsson Fiskhóli 9, (97) 8227
Hella: Svava Arnadóttir, (99) 5851
Garöur: Helga Jóhannesdóttir, (92) 7129
Sandgerði: Nina Sveinsdóttir, (92) 7461
Garðabær: Guðlaug Pálsdóttir, (91) 54084
Kópavogur: Bjarni Sigurðsson, (91) 45644 og 43829
Seltjarnarnes: Kristinn P. Michelsen, (91) 14499.