Vísir - 08.09.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 08.09.1980, Blaðsíða 3
VlSIR Mánudagur 8. september 1980 Tæpur helmingur BSRB-manna kaus: viirgnæf- andl . melrlhluli lylgjandi samn- ingnum Yfirgnæfandi meirihluti rikis- starfsmanna eða um 76% þeirra sem þátt tóku i kosningunum um kjarasamning BSRB og rikisins voru fylgjandi samningum. A kjörskrá voru 10012 rikis- starfsmenn en þar af kusu 4846 eða um.48.2%. Af þeim sem kusu voru 3604fylgjandi samningunum en 1099 voru á móti. Auðir seðlar voru 107 og 5 voru ógildir. — Sv.G. „var að vona að beir myndu fella pp samnmgana - segtr Guömundur J. um sambykkt BSRB „Þessir samningar BSRB og rikisins lengja enn bilið, sem var þó nógu langt fyrir, á milli rikisstarfsmanna og ASl-fólks. Ég var hálft i hvoru að vona að þeir myndu fella þetta þvi þeir hefðu aldrei fengið annað boð jafn hagstætt”, — sagði Guðmundur J. Guðmundsson i samtali við Visi. „Ekki þar fyrir að margt af þessu fólki er ekkert of vel hald- ið af launum sinum og á fullt i fangi meö sitt þannig að þvi veitir ekkert af kjarabótum. Hitt er svo annað mál að mis- réttið eykst stöðugt, ekki bara i kaupgjaldsmálum heldur einnig hvað varðar félagsleg réttindi og atvinnuöryggi og við getum að sjálfsögðu ekki látiö það við- gangast að bilið á milli okkar og annarra launþega aukist stöð- ugt”, — sagði Guðmundur enn- fremur. Um gang mála i samninga- viðræðum ASl við vinnuveitend- ur sagði Guðmundur, að þessi samþykkt félagsmanna BSRB á samningunum viö rikið veikti mjög stööu atvinnurekenda gagnvart Álþýöusambandinu og ljóst væri aö forystumönnum ASÍ væri ekki stætt á öðru en að knýja fram umtalsverðar kjarabætur til að minnka bilið sem orðið væri milli ASl-fólks og rikisstarfsmanna. —Sv.G. A gjör- gæslu- deiid eflir bilvellu Bflvelta varð á veginum við bæ- inn Efstadal i Laugardal um scx- leytið á laugardag með þeim af- leiðingum að ökumaður og tveir farþegar voru fluttir á slysadeild Borgarspitalans. Drengur, sem einnig var far- þegi i bilnum slapp ómeiddur og gerði hann heimilisfólki i Efsta- dal aðvart um slysið. Lögregla og sjúkralið frá Selfossi fór á slys- staðinn og voru hinir slösuðu þeg- ar fluttir til Reykjavikur þar sem gert var að meiöslum þeirra. Farþegarnir tveir fengu að fara heim skömmu eftir læknisaðgerð, en kona, sem ók bllnum, slasaðist alvarlega og var hún flutt á gjör- gæsludeild. — Sv.G. Fjarskipt- in vel heppnuð Almannavarnir rikisins, Al- mannavarnanefndin I Vik og Slysavarnafélag íslands gekkst á laugardag fyrir æfingu austur I Vik, þar sem sett var á svið björgun I skriðufalli. Var æfingin i Reynisfjalli og var fólki komið fyrir viðs vegar um fjallið i skút- um og hellum. Að sögn Hafþórs Jónssonar hjá Almannavörnum gekk þetta mjög vel. Lagði hann áherslu á að fjarskipti heföu tek- ist vel, en það hefðu oft verið þau sem ekki hefðu verið i nógu góöu lagi, bæði á æfingum og þegar slys bæri að höndum. — KÞ Fyrsta loðnan á land Fyrsta loðnan á vertiðinni barst á land i gær en þá landaði Sæ- björg VE um 500lestum afloðnu á Siglufirði. Um 20 skip voru á miðunum um helgina, flest djúpt út af Norðurlandi á milli Scores- bysunds og Jan Mayen. Afli skip- anna mun hafa veriö nokkuð mis- jafn enn sem komiö er. — Sv.G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.