Vísir - 08.09.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 08.09.1980, Blaðsíða 31
VlSIR Mánudagur 8. september I98n Umsjón: Asta Björnsdóttir. útvarp . Mánudagur 8. september 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. Séra Frank M. Halldórsson flytur. 7.25 Tónleikar.Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. Forustugr. landsmálabl. (Utdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund bamanna: „Kolur og Kolskeggur” eftir Barböru Sleigh. Ragnar Þorsteinsson þýddi. Margrét Helga Jdhanns- dóttir les (20). 9.20 Tónleikar. 9.30. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Landbúnaöarmái. Umsómarmaöur: Óttar Geirsson. Rætt um haust- fóörun mjólkurkúa. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Michael Ponti og Sinfóniu- hljómsveitin í Berlin leika Planókonsert I a-moll op. 7 eftir Klöru Schumann, Volker Schmidt-Gertenbach stj. / Suisse Romande- hljómsveitin leikur „Þrihyrnda hattinn”, ballettsvltu eftir Manuel de Falla, Ernest Ansermet stj. 10.25 islenskir einsöngvarar og kórar syngja 11.00 Morguntónteikar 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilky nningar. Tónleikasyrpa Leikin létt- klassisk lög, svo og dans- og dægurlög. 14.30 Miödegissagan: „Móri” eftir Einar H. KvaranÆvar R. Kvaran byrjar lesturinn. 15.00 Popp.Þorgeir Astvalds- son kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Siödegistónleikar Vil- helm og Ib Lanzky-Otto leika meö Kammersveit •Reykjavikur 17.20 Sagan „Barnaeyjan” eftir P.C. Jersild Guörún Bachmann þýddi. Leifur Hauksson les (19). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Þórhallur Guttormsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn 20.00 af ungu fólki og ööru. Hjálmar Arnason stjórnar þættinum. 20.40 Lög unga fólksins Hildur Eiriksdóttir kynnir. 21.45 Ctvarpssagan: „Hamr- aöu járniö” eftir Saul BelIowArni Blandon byrjar lestur þýöingar sinnar. Jóhann S. Hannesson menntaskólakennari flytur formálsorö um söguna og höfundinn. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Raddir af Vesturlandi Umsjónarmaöurinn, Arni Emilsson I Grundarfiröi, fjallar um mannlíf undir Jökli og talar viö Kristinn Kristjánsson á Hellnum. 23.00 Kvöldtónleikar: 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. siónvarp Mánudagur 8. september 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskfá 20.35 Tommi og Jenni 20.40 tþróttir Umsjónarmaöur Jón B. Stefánsson. 21.15 Helförin. Þriöji þáttur. Hinsta lausnin.Efni annars þáttar: Muller hefur lengi gimst Ingu, en hann er vöröur I Buchenwald-fanga- búöum, þar sem Karl, eigin- maöur Ingu er I þrælkunar- vinnu. Hann býöst til aö smygla bréfum til Karls, og gengur honum annaö til en greiövikni. Berta Weiss fer til Varsjár til eiginmanns slns, Jósefs, sem stundar lækningar viö erfiö skilyröi. Þau leggja andspyrnu- hreyfingunni í borginni liö sitt. Rudi og Helena lenda I hvers kyns hrakningum I Rússlandi og eru nær dauöa en lifi þegar hópur skæru- liöa finnur þau. Þýöandi Kristmann Eiösson. 22.45 Dagskrárlok „Þaö má eiginlega skipta þessum þætti mlnum I tvennt” sagöi Hjálmar Arnason en hann sérum þáttinn „Af ungu fólki og ööm” sem er á dagskrá útvarps- ins á mánudagskvöld. „Ég fæ til min Magnús Kjart- ansson núverandi Brimklóar- mann og fööur hans. Þeir ætla aö ræöa um þaö slna á milli hvernig „bltlaæöiö” svokallaöa kom þeim fyrir sjónir. Magnús var einn af þeim fyrstu sem þoröu aö safna hári og hneyksluöust margir á drengnum fyrir þaö uppátæki. Viö fáum aö heyra álit fööur hans á þeim ósköpum.” „Þá kemur hinn vinsæli Bubbi og einn af utangarösmönnum hans og þeir ætla aö segja okkur hvers konar tónlist þaö er sem þeir flytja og einnig ætla þeir aö svara gagnrýni sem þeir hafa sætt.” „Þá ætla ég aö fá nokkra tón- listarspekinga til min og biöja þá aö segja hvaö sé aö gerast I tón- listarheiminum þessa dagana og viö hverju megi búast i vetur. Þetta veröa einhverjir sem starfa viö og I tónlist og geta sagt okkur um þróunina. Bubbi Morthens er meðal þeirra sem koma fram I þætti Hjálmars Árnasonar „Af ungu fólki og ööru” I kvöid. Siöast en ekki sist ætla ég aö reyna aö fá einn af vietnömsku unglingunum sem komu tillands- ins i fýrra til aö segja okkur hverskonar tónlist hann hlusti aöallega á og hvaö honum finnist um islenska tónlist. Hjálmar sagöist ekki geta sagt hvaö þessir þættir hans yröu margir, en nú væri eins konar millibilsástand 1 útvarpinu þar sem þátturinn púkk væri -hættur en ekki búiö aö ákveöa vetrardagskrána. Uivarp ki. 14.3G: DRAUGASAGA ÚR SVEITINNI „Þetta er draugasaga sem birt- ist í sögusafni Einars „Sveita- sögur”, sem gefiö var út áriö 1923, sagöi Ævar R. Kvaran, en á mánudag byrjar hann aö lesa söguna „Móri” eftir Einar H. Kvaran. Sagan fjallar um kaupsýslu- mann úr Reykjavík sem kemur i smáþorp þar sem skólabróöir hans er þjónandi prestur. Hann fer aö segja honum frá vand- ræöum sinum. 1 sveitinni hefur gerst þaö slys aö eina nóttina féll ungur drengur á hnif og lést. Faöir piltsins telur aö þar hafi veriöað verki draugur, sem heitir Móri, en prestur er litt trúaöur á dulræn fyrirbæri og telur þettavit- leysu. Prestur er ekki mikiö vin- sæll I brauöinu vegna þess máls og ekki batnar ástandið viö þaö þegar hann sjálfur kemst I kast við draugsa. Um þessa sögu uröu miklar rit- deilur á milli þeirra Siguröar Nordal og Einars H. Kvaran og voru þær gefnar út i bókinni „Skiptar • skoðanir” áriö 1960. AB Hagkvæmt hjartaáfall Ekki er enn séð fyrir endann á þeim deilum, sem komnar eru upp milli verkamanna I verka- lýðsrikinu Póllandi og stjórn- enda landsins. Strax og samið hafðiverið um frjáls verkalýðs- félög var sjálfur Gierek keyrður á sjökrahús með alvarlegt hjartaáfall. Nú má vel vera, að þetta hjartaáfall sé ekta, en það kemur óneitanlega á skrltnum tima, næstum eins og það hafi verið sett af stað með skeið- klukku. Gierek tók við eins og alkunna er, þegar Gomulka fór frá völdum, án hjartaáfalls, út af óánægju manna vegna kjöt- prlsa. Honum tókst að halda frið við verkamenn um stund, en nú er svo komið að verkamenn i verkalýðsrikinu Póllandi hafa pappir upp á það, að þeir megi hafa frelsi i félagsmálum. Vanalega, þegar forustumað- ur þjóðar fær hjartaáfall, er lát- inn liöa kurteislegur tlmi, þang- aö til annar maöur er settur I hans stað, jafnvel I kommúnistarikjum. En varla hafa þeir veriö búnir aö tengja Gierek við hjartavélina, þegar kjörinn hafði veriö eftirmaður hans, Stanislaw Kinia, sem enginn hafði heyrt tilnefndan i þeim átökum, sem átt höfðu sér stað. Tveir menn höfðu veriö taldir liklegir eftirmenn Giereks, sem var alveg taliö vist að færi frá, þótt enginn hefði reiknað meö sjónarspili á borð við hjartaáfall. Þessir menn voru Pinkowski og Stefan Olszowski, endurbótarmaður I efnahagsmálum. Hvorugur þessara manna bar sigurorð af Kania. Kannski þeir hafi verið veilir fyrir hjarta. Einn maður tók þvi með vel- þóknun, þegar Kania haföi tekiö við völdum og sendi honum hlý- legt heillaóskaskeyti. Það var Brésnef. Fram að þeim tima hafði ekki linnt aðvörunum frá Moskvu út af aiburðunum I Póllandi. Nú virtist, með til- komu Kania, eins og Brésnef andaöi léttar. Það kemur svo i ljós hvaö frelsi verkamanna I verkalýðsrlkinu Póllandi varir lengi. Likur eru á þvi, að Kania hafi veriö sérstakur fulltrúi Rússa I rikisstjórn Giereks. Hann hafði m.a. með kirkjumál aö gera, sem eftir atvikum eru hættulegustu málin i rikjum kommúnista, og þar sem eink- um þarf á að halda ósvifnum ráöherrum, sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Og svo mikið er vlst, aö hvergi var á Kania minnst I blöðum á Vesturlöndum, þangað til hann var tekinn við völdum og búinn að fá Brésnef-skeytið. Vel má vera aö Rússar geti sparað sér vopnuð afskipti af málum Pól- lands með mann eins og Kania I vaidastóli, en það er alveg vist. að samningurinn við verka- menn er ekki lengur pappirsins viröi, enda óhugsandi að hægt sé aö tala um frjálsa verkamenn I verkamannarikjum kommúnista. Svo mikið vitum við þó á Vesturlöndum, hvað sem um hjartaáföll má segja. Vafalaust koma Póllandsmál- in til umræöu i rlkisfjölmiölun- um Islensku. Fólk ætti að veita þvi athygli, að þar veröur ekki drepiö á neitt, sem skiptir máli. Þegar er Ijóst aö af fjórum við- mælendum I sjónvarpi veröa tveir þeir Arni Bergmann og Hjalti Kristgeirsson. Hún helst þvl við lýði fimmtiu prósent regla rikisútvarpsins, þegar kommúnistar eru annars vegar, og þá helst, þegar þarf að ræða ófarir kommúnismans. Rikisút- varpið hefur þvi séð fyrir vörn- unum I PóIIandsmálinu, og mátti auðvitað við þvi búast. Síðan verða fengnir einhverjir guðsgeldingar úr öðrum flokk- um, til að ræða viö þá Arna og Hjalta, enda skiptir máli að siikir fulltrúar þori sem allra minnst að segja. Þannig undir- búa rlkisfjölmiðlarnir nú að hughreysta tslendinga. Furðu- Iegt er, að menn skuli ekki taka sig saman og neita að mæta i þáttum eins og þeim, sem sjón- varpiö boöar nú, fyrst stofnunin heldur að kommúnistar á tslandi séu fimmtiu prósent af þjóðinni. Þess eru dæmi erlendis frá, að menn hafi neit- að að koma fram undir likum kringumstæöum, meðan hér ræður óttinn við verkamanna- böðlana I austri. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.