Vísir - 13.09.1980, Qupperneq 31
vlsut
Laugardagur 13. september 1980
Unnib aö þvl aft mæla ummál styrtlunnar. Þær komust aö þvi aö þaö
var hátt I 100 sentimetrar.
Hulda, Oddný Helga og Ragna Soffla skoöa tálknin i hákarlinum
ásamt skólastjóranum slnum ólafi Óskarssyni.
Nemendur í Valhúsaskóla:
MÆLDU HAKARLINN
HATT OG LAGT
Þaö var mikiö um aö vera hjá
nemendum 7. og 9. bekkjar Val-
húsaskóla eftir kennslu á föstu-
daginn. bá fóru þau ásamt
skólastjóranum sinum, Ólafi
Óskarssyni,niöur i fjöru og unnu
verkefni, sem þau höföu fengið
til að vinna aö i fritima sinum.
Verkefniö var að mæla og
teikna upp hákarlinn, sem rak
þar á land á fimmtudaginn.
Þegar blaöamaöur og ljós-
myndari Visis komu á staöinn
var þar margt um manninn.
Nemendurnir voru meö mál-
bönd, tommustokka og garn-
hnykla til að mæla skepnuna
sem lá þarna i fjörunni.
Meöal annarra sem viö hitt-
um voru þrjár stelpur úr niunda
bekk, þær Hulda, Oddný Helga
og Ragna Soffia. Þær voru i óöa
önn aö mæla og sögöust vera
búnar aö komast aö lengd fisks-
ins og mörgu öðru. Allt þetta
skrifuöu þær niöur á blaö og
siöan á aö skila verkefninu, sem
samanstendur af 15 spurning-
um, i skólanum eftir helgina.
— AB
„HAKARLINN HUGSAN-
LEGA DAIB OR ELLI“
Erling Ólafsson hjá Náttúru-
fræöistofnun íslands sagöi að
þetta væri beinhákarl. Hákarlar
yrðu þetta frá átta til tiu metrar
á lengd og þessi væri um átta
metrar. Ekki gat hann sagt til
um aldurinn, nema aö þetta
væri fulloröiö dýr.
„Beinhákarl er algengur far-
fiskur hér á sumrin. Hann lifir á
svifátu og er alveg meinlaus
mönnum, enda eru tennur hans
mjög litlar og veikbyggöar.”
Erling sagöi, aö fiskurinn
kæmi upp aö suöur- og suövest-
urströnd landsins i júli og ágúst
en hyrii út á mitt Atlantshaf á
veturna. Hákarlinn notar
sumarið til aö fita sig, þvi að á
veturna er hann ekki fær um aö
afla sér fæöu. Það er vegna þess
að i tálknopunum eru sigti sem
sigta fæöuna frá sjónum og
þessi sigti falla á haustin og
vaxa svo aftur á veturna.
Erling gat ekki sagt ákveðið
um dánarorsök þessa hákarls.
Hann sagöi aö á skrokk dýrsins
væri mikiö af örum og gömlum
sárum, en þaö væri algengt á
þessum skepnum. Sárin fengju
þær meöal annars þegar þær
syntu i gegn um net. Ekkert af
þeim örum sem hann sá á þessu
dýri voru þannig aö þau bentu á
dánarorsökina. Hélt hann helst
aö siglt heföi verið á hákarlinn.
Þá gæti einnig veriö aö dýriö
hafi drepist úr elli.
Til gamans má geta þess aö
þyngd hákarla var oftast miöuö
viö þaö, hvaö margar tunnur af
lýsi fengust úr lifur þeirra og
sagöi Erling, aö algengt hafi
verið aö úr einum hákarli fengj-
ust 6—14 tunnur, en vitaö sé um
dæmi þess aö úr einum hákarli
hafi fengist 24 tunnur af lýsi.
Erling ólafsson gat ekki sagt til
um dánarorsök hákarlsins, þar
sem hann haföi ekki séö neina
alvarlega áverka á skrokk dýrs-
31
Tvennt á
slvsadeíld
Ekiö var á fimm ára telpu
við Hjallabraut i Hafnarfirði
um eittleytiö i gærdag. Slysið
varö með þeim hætti, að vöru-
bifreiö stoppaði á götunni,
ekki þó viö gangbraut, til aö
hleypa telpunni yfir er annar
bill ók framhjá og lenti á telp-
unni. Var hún þegar flutt á
slysadeild Borgarspitalans en
mun ekki hafa meiðst að ráði.
Þá lenti ungur drengur á
reiöhjóli utan i bil á Alftanes-
vegi meö þeim afleiöingum að
bæöi hjól og bill skemmdust
nokkuð. Drengurinn var flutt-
ur á slysadeild en meiðsli hans
eru ekki talin alvarleg.
— Sv.G.
„Við styðj-
um
Kjaptan“
„Við munum vinna af ein-
hug meö nýráönum fram-
kvæmdástjóra flokksins”,
segir i samþykkt stjórnar
ungra sjálfstæöismanna frá
þvi i gærkvöldi.
Þessi samþykkt var gerö
eftir aö miðstjórn haföi sam-
þykkt mótatkvæðalaust aö
ráða Kjartan Gunnarsson og
Ingu Jónu Þóröardóttur sem
framkvæmdastjóra Sjálf-
stæöisflokksins. Fyrir þann
fund haföi framkvæmdastjórn
SUS lýst yfir þeirri skoðun
sinni aö Kjartan væri ekki
„heppilegur maður i þetta
vandasama starf á þeim erfiö-
leikatimum, sem flokkurinn á
nú viö aö stríöa”.
Ungir sjálfstæöismenn
skora á forystumenn Sjálf-
stæöisflokksins aö reyna sem
fyrst af öllum mætti aö ná
sáttum i þeim deilum sem nú
rikja innan flokksins.
Kafflsöludagur og
basar Eyllrðlnga
lélagslns
Arlegur kaffisöludagur Ey-
firðingafélagsins i Reykjavlk
veröur á sunnudaginn 4.
september. Kaffisala verður
aö Hótel Sögu og verður hald-
inn basar um leiö. Allur ágóöi
af kaffisölunni og basarnum
rennur til menningar- og góö-
gerðamála I Eyjafiröi. Ey-
firðingum 67 ára og eldri er
sérstaklega boöiö i þessa
kaffiveislu.
Eyfiröingafélagið hélt upp á
40 ára afmæli félagsins fyrr á
þessu ári meö myndarlegu
samkvæmi á Hótel Sögu.
Kaffisalan og basarinn hef j-
ast klukkan 14.00.
FyriröO mínútum
varhúnglerhartdeis
í frystikistunni
Nú skaí hún etin upp tfl agna
5 t«gundlr. Fést f flestum verzlunum.
Brauögerð Gfsla M. Jóhannssonar,
Laugavegl 32.
Sfmar 30693 og 22025.