Morgunblaðið - 21.05.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GENGIÐ verður endanlega frá
sameiningu Tetra Ísland, dóttur-
félags Orkuveitu Reykjavíkur, og
Stiklu ehf., á hluthafafundum hjá
félögunum sem haldnir verða á
næstu dögum eða vikum, að sögn
Guðmundar Þóroddssonar, for-
stjóra Orkuveitunnar.
Guðlaugur Þór Þórðarson, borg-
arfulltrúi sjálfstæðismanna, gerði
málefni Tetra Ísland að umtalsefni
á borgarstjórnarfundi sl. fimmtu-
dag og spurði hvort búið væri að
sameina Tetra Ísland og Stiklu. Al-
freð Þorsteinsson, stjórnarformað-
ur Orkuveitu Reykjavíkur og borg-
arfulltrúi, sagðist á fundinum ekki
vita hvernig málið stæði og þyrfti
ráðrúm til að gefa borgarfulltrúan-
um svör.
Guðlaugur Þór sagðist hafa leit-
að að fyrirtækinu í hlutafélagaskrá
en ekki fundið heldur Tetra.-
Línu.Net hf. og í ársreikningi fyrir
2001 komi fram hjá endurskoðend-
um að sameining félagsins við
Stiklu hafi ekki verið samþykkt af
hluthafafundi og samruninn því
ekki endanlega frágenginn. Árs-
reikningurinn sé hins vegar settur
fram miðað við að samruninn nái
fram að ganga. Hann notaði tæki-
færið og gagnrýndi að Orkuveitan
stæði í rekstri eins og Tetra Ís-
land.
Áreiðanleikakönnun lokið
Guðmundur Þóroddsson segir að
áreiðanleikakönnun vegna samein-
ingarinnar sé nú lokið og ársreikn-
ingar liggi fyrir og því sé ekkert í
veginum fyrir því að hægt verði að
ganga frá sameiningu félaganna.
Sameining af þessu tagi sé flókið
ferli sem taki sinn tíma.
Samruni Tetra Ísland og Stiklu
var samþykktur á hluthafafundum
í lok desember 2001. Markmið fyr-
irtækisins er að byggja upp og
reka Tetra-fjarskiptakerfi á lands-
vísu. Tetrakerfi er talstöðvarkerfi
með símaviðmóti og þjónar lög-
reglu, slökkviliði, flutnings- og
ferðaþjónustuaðilum, orkufyrir-
tækjum, verktökum og öðrum sem
þurfa á hópfjarskiptum og annarri
fjarskiptaþjónustu að halda. Tetra-
kerfið nær til helstu þéttbýlisstaða
landsins og þjóðvega.
Stikla var í eigu Landssímans,
TölvuMynda og Landsvirkjunar.
Orkuveitan keypti hlut Landssím-
ans í fyrirtækinu. Um síðustu ára-
mót skiptust eignarhlutföllin í
Tetra Ísland þannig að Orkuveitan
átti um 67%, Landsvirkjun um 19%
og TölvuMyndir um 14%. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Gunnari
Sigurðssyni, fjármálastjóra Tetra
Ísland, hafa eignarhlutföllin breyst
frá áramótum. Hann segir að hinn
1. apríl síðastliðinn hafi Orkuveitan
átt 60,5%, Landsvirkjun 31,5% og
TölvuMyndir 8,0%.
Á það er bent í áliti endurskoð-
enda með ársreikningi Reykjavík-
urborgar fyrir árið 2001, þar sem
fjallað er um Tetra Ísland og dag-
sett er 17. apríl 2002, að sameining
félagsins við Stiklu hafi ekki verið
endanlega frágengin á hluthafa-
fundi. Tekið er fram að endurskoð-
endur geri ekki fyrirvara við árs-
reikning félagsins vegna þessa.
Spurt um sameiningu Tetra-fyrirtækja á borgarstjórnarfundi
Formleg sameining Tetra
Ísland og Stiklu á næstunni
HÚMANISTAFLOKKURINN hef-
ur krafist þess að sveitastjórnar-
kosningum í Reykjavík verði frestað
„þar til öllum framboðum í Reykja-
vík hafi verið gert jafnt undir höfði í
fjölmiðlum landsins. Sérstaklega á
þetta við RÚV sem rekið er af al-
mannafé,“ segir í frétt frá Húm-
anistaflokknum. Erindi þessa efnis
hefur flokkurinn kynnt yfirkjör-
skjórn í Reykjavík, sýslumanninum
í Reykjavík og útvarpsréttarnefnd
og telur flokkurinn að um sé að
ræða brot á stjórnarskrá, lögum um
kosningar til sveitastjórna og út-
varpslögum.
Í fréttinni segir ennfremur:
„Húmanistaflokkurinn telur að
RÚV hafi með framferði sínu á und-
anförnum vikum brotið gegn
ákvæðum stjórnarskrár Íslenska
lýðveldisins en þar segir: 65. gr. All-
ir skulu vera jafnir fyrir lögum og
njóta mannréttinda án tillits til kyn-
ferðis, trúarbragða, skoðana, þjóð-
ernisuppruna, kynþáttar, litarhátt-
ar, efnahags, ætternis og stöðu að
öðru leyti. Tjáningarfrelsi má að-
eins setja skorður með lögum í þágu
allsherjarreglu eða öryggis ríkisins,
til verndar heilsu eða siðgæði
manna eða vegna réttinda eða
mannorðs annarra, enda teljist þær
nauðsynlegar og samrýmist lýðræð-
ishefðum.
Húmanistaflokkurinn telur það
skerðingu á mannréttindum og tján-
ingarfrelsi að fá ekki tækifæri til að
kynna framboð sitt til sveitarstjórn-
arkosninga í Reykjavík í útvarpi og
sjónvarpi RÚV til jafns við framboð
D- og R-lista. Húmanistum hefur
t.d. verið neitað um aðgang að hin-
um vinsæla umræðuþætti „Kastljós-
ið“ á meðan RÚV hefur þar hampað
öðrum framboðum. Þetta er skýrt
brot á útvarpslögum en þar segir: 9.
gr. Lýðræðislegar grundvallarregl-
ur. Útvarpsstöðvar skulu í öllu starfi
sínu halda í heiðri lýðræðislegar
grundvallarreglur. Þeim ber að
virða tjáningarfrelsi og stuðla að því
að fram komi í dagskrá rök fyrir
mismunandi skoðunum í umdeildum
málum.
Þá er framferði Morgunblaðsins
þessa helgi einnig áhyggjuefni, en í
þessu stærsta blaði landsins, sunnu-
dagsútgáfunni, fá stórir auglýsend-
ur Morgunblaðsins D- og R-listi
tvær heilsíður til að koma skoðun-
um sínum á framfæri en ekkert er
minnst á framboð Húmanista í því
blaði. Þrátt fyrir að Morgunblaðið
sé ekki rekið fyrir almannafé, verð-
ur að teljast að þessi fjölmiðill sé
það útbreiddur og áhrifamikill, að
hér sé viljandi og vísvitandi verið að
reyna að hafa áhrif á úrslit kosninga
og er þetta brot á 92. gr laga um
kosningar til sveitarstjórna.
Verði kosningum ekki frestað þar
til Húmanistar hafa fengið samsvar-
andi tíma úthlutað hjá RÚV til að
kynna sinn málstað fyrir þjóðinni og
áður tilgreindir listar, munu Húm-
anistar kæra úrslit kosninganna, og
íhuga að taka slíkt mál fyrir mann-
réttindadómstól Evrópu fáist ekki
viðunandi úrlausn íslenskra dóms-
stóla.“
Aths. ritstj.
Vegna þess sem að Morgun-
blaðinu snýr í fréttatilkynningu
Húmanistaflokksins, skal eftirfar-
andi tekið fram:
Það er út í hött að halda því fram
að Morgunblaðið aðhafist nokkuð
það, sem telja megi óleyfilegan
kosningaáróður og kosningaspjöll,
skv. 92. grein laga um kosningar til
sveitarstjórna.
Morgunblaðið hefur staðið opið
fyrir sjónarmiðum allra framboða
við borgarstjórnarkosningarnar.
Þannig birtist viðtal við Methúsal-
em Þórisson, efsta mann H-listans, í
Morgunblaðinu á laugardag þar
sem hann kynnti stefnumál fram-
boðsins. Frambjóðendur og stuðn-
ingsmenn H-listans geta jafnframt
greiðlega komið sjónarmiðum sínum
á framfæri í aðsendum greinum í
Morgunblaðinu eins og stuðnings-
menn annarra framboða fyrir borg-
arstjórnarkosningarnar.
Húmanistaflokkurinn sendir yfirkjörstjórn og sýslumanni í Reykjavík erindi
Krefst frestunar
kosninga – ella
verði úrslit kærð
Staðfestir farbann
yfir Albana
Með barna-
og kvenfatnað
meðferðis
ALBANINN sem handtekinn var á
Keflavíkurflugvelli, grunaður um
aðild að smygli á fólki, var með um-
talsverða fjármuni meðferðis auk
falsaðra vegabréfa og í farangri
hans fannst einnig nýr og notaður
kven- og barnafatnaður sem virðist
hafa verið keyptur skv. innkaupa-
lista. Hæstiréttur hefur staðfest að
honum væri bannað að fara úr landi
meðan mál hans eru til rannsóknar,
eigi lengur en til þriðjudagsins 28.
maí.
Fölsuðu vegabréfin sem Albaninn
kom með voru ætluð albönskum
hjónum og tveimur börnum þeirra
sem hafa sótt um pólitískt hæli hér
á landi. Þá umsókn lögðu þau fram
eftir að Albaninn var handtekinn á
Keflavíkurflugvelli. Myndir af alb-
önsku hjónunum höfðu verið settar
inn í slóvensk vegabréf sem hann
kom með til landsins og nöfnum
barna þeirra bætt við. Vegabréfin
hafa verið tilkynnt glötuð í Slóven-
íu.
HAFNARFJÖRÐUR fær hæsta
framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfé-
laga vegna reksturs grunnskóla á
þessu ári eða rúmlega 206 milljónir.
Reykjavíkurborg er eina sveitarfélag
landsins sem fær ekkert greitt úr
sjóðnum.
Félagsmálaráðherra hefur í sam-
ráði við Samband íslenskra sveitarfé-
laga og að fengnum tillögum frá
nefnd þeirri sem endurskoðar gild-
andi laga- og reglugerðarákvæði um
Jöfnunarsjóð sveitarfélaga gefið út
nýja reglugerð um jöfnunarframlög
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til rekst-
urs grunnskóla. Breytingar á reglu-
gerðinni miða m.a. að því að einfalda
útreikninga framlaganna þannig að
betri yfirsýn skapist og að sameining
sveitarfélaga eða rekstrarhagræðing
í skólahaldi hafi ekki neikvæð áhrif á
framlag viðkomandi sveitarfélags.
Hafnarfjörður fær eins og áður
segir 206 milljónir úr sjóðnum, Ak-
ureyri fær 134 milljónir, sveitarfélag-
ið Skagafjörður fær 78 milljónir, Mos-
fellsfær fær 78 milljónir, Árborg fær
76 milljónir, sveitarfélagið Horna-
fjörður fær 68 milljónir, Reykjanes-
bær 66 milljónir, Ísafjarðarbær 63,
Dalvíkurbyggð fær 54 milljónir og
Borgarbyggð fær 51 milljón.
Hæstu fram-
lög til Hafn-
arfjarðar
Kópavogur
Rekstrar-
afgangur
umfram
væntingar
REKSTRARAFGANGUR bæjar-
sjóðs Kópavogsbæjar á síðasta ári
nam 1.948 milljónum kr. fyrir fjár-
magnsliði að frátalinni hækkun líf-
eyrissjóðsskuldbindingar. Þessi
rekstrarafgangur er um 37% af
skatttekjum sem er með því hæsta
sem gerist meðal sveitarfélaga á Ís-
landi og er nokkru betri árangur en
áætlanir gerðu ráð fyrir, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu frá
Kópavogsbæ.
Ársreikningur Kópavogs verður
lagður fram til fyrri umræðu í bæj-
arstjórn í dag, 21. maí. Rekstraraf-
gangur Kópavogsbæjar var 1.581
milljón kr árið 2000, 1.452 milljónir
árið 1999 og hefur vaxið stöðugt frá
því að vera 295 milljónir árið 1994.
Greiddir og áfallnir vextir reynd-
ust vera 246 milljónir á árinu sem er í
takt við væntingar en þá eru ótalin
áhrif gengis og verðbóta en að þeim
þáttum meðtöldum eru reiknaðir
raunvextir ársins 461 milljón. Hækk-
un lífeyrissjóðsskuldbindinga nemur
194 milljónum. Að teknu tilliti til
fyrrnefndra þátta er rekstraraf-
gangur til ráðstöfunar í framkvæmd-
ir og niðurgreiðslu skulda 1.292
milljónir.
Skuldir lækka sem
hlutfall af skatttekjum
Peningaleg staða samstæðureikn-
ings versnar að raungildi um 604
milljónir að frádreginni fyrrnefndri
lífeyrissjóðsskuldbindingu og nemur
í árslok 5.751 milljón kr. Ástæða
þessarar breytingar er fyrst og
fremst gengislækkun krónunnar og
svo aukinn framkvæmdakostnaðar
vegna flýtingar framkvæmda við
leikskóla og grunnskóla. Þrátt fyrir
þessar miklu framkvæmdir m.a. við
skóla- og íþróttamannvirki og gatna-
gerð höfðu þær tiltölulega lítil áhrif á
skuldir bæjarsjóðs sem lækka úr
123% í 119% í hlutfalli við skatt-
tekjur.
Helstu framkvæmdir á árinu
tengdust skóla- og íþróttamann-
virkjum. Þannig var keyptur nýr
leikskóli við Álfatún, annar byggður
í Salahverfi og sá þriðji stækkaður í
Efstahjalla. Þá var aðaláhersla
grunnskólaframkvæmda bundin við
Þinghólsskóla, Salaskóla og Linda-
skóla. Bygging íþróttamannvirkja
var einna mest í Kópavogsdal þar
sem risið er fjölnota íþrótta- og sýn-
ingarhús.
MARGIR gamlir og glæsilegir bílar hafa verið til sýnis
um helgina í húsnæði B&L við Grjótháls í Reykjavík í
tilefni af 25 ára afmæli Fornbílaklúbbs Íslands. Þar
voru sýndir tæplega 40 fornbílar og hafa margir þeirra
ekki sést áður á götum borgarinnar. Félagar óku um
borgina um helgina og má hér m.a. þekkja gamla Ford,
VW bjöllur og amerískar drossíur eins og þær voru
gjarnan nefndar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sýndu gamla og glæsilega bíla
♦ ♦ ♦