Morgunblaðið - 21.05.2002, Blaðsíða 18
LISTIR
18 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Á GÓÐUM stað í sandinum
liggja níu egg. Það er risaeðlu-
mamman sem geymir þau þar og
bíður eftir að þau klekjist út. Allt
í einu er eitt egg horfið og
mamman leitar örvæntingarfull
að elsku litla unganum sínum.
Litli unginn sem er nýskriðinn úr
egginu sínu er alveg týndur og
ákveður að fara af stað að leita að
mömmu sinni. En að hverju á
hann að leita? Hann veit ekki
einu sinni hvernig hún lítur út!
Þannig hljómar upphaf leik-
sýningarinnar Týndar mömmur
og talandi beinagrindur sem
verður frumsýnd á morgun í
Gerðubergi.
Á ferð sinni hittir hann fljúg-
andi dreka sem hefur nýlokið við
að sporðrenna 17 risaeðlum og
hefur ekki lyst á svo mikið sem
einni í viðbót fyrr en í næstu viku.
Drekinn og risaeðluunginn ná
samt ekki verulega vel saman
fyrr en drekinn hefur dottið í
stóra fljótið og blotnað svo ræki-
lega að hann hleypur saman eins-
og íslensk lopapeysa og verður
ennþá minni en risaeðluunginn.
Einnig verður á vegi ungans
gamansöm beinagrind sem vísar
honum veginn áleiðis til mömmu.
Þetta er sýning sem hefur not-
ið gríðarlegra vinsælda í Svíþjóð
frá því hún var frumsýnd í Pero-leik-
húsinu í Stokkhólmi í september 2000
og eru sýningar orðnar nær 300 síðan
og farið vítt og breitt um Svíþjóð.
Höfundur og leikari sýningarinnar
er íslenska leikkonan Bára Lyngdal
Magnúsdóttir en hún hefur verið í
búsett í Svíþjóð um árabil og starfað
með Pero-leikhúsinu, Borgarleikhús-
inu í Uppsölum og Konunglega leik-
húsinu í Stokkhólmi. Síðast sáu Ís-
lendingar hana í kvikmyndinni
Mávahlátri.
Pero-leikhúsið er eitt þekktasta
leikhús Svíþjóðar af svokölluðum
frjálsum leikhúsum og aðalleikstjóri
þess og stjórnandi er Peter Engkvist.
Hann er Íslendingum að góðu kunn-
ur en síðasta leikstjórnarverk-
efni hans hér var Beðið eftir God-
ot í Borgarleikhúsinu á liðnum
vetri. Áður hafði hann leikstýrt
Ormstungu – Ástarsögu og
barnaleiksýningunni Loft-
hrædda erninum Örvari í Þjóð-
leikhúsinu.
Bára segir að Týndar
mömmur... sé fyrsta leiksýning
Pero fyrir svo ung börn, 3–5 ára,
en það hafi lengi verið á dagskrá
að vinna sýningu fyrir þennan
aldurshóp.
„Við beitum leikhúsaðferð sem
Pero er þekktast fyrir, sam-
blandi af látbragði, tónlist og tali.
Lykillinn að svona sýningu er að
finna rétta frásagnaraðferð, svo
börnin treysti sögumanninum.
Þá er allt í lagi þó illa gangi fyrir
risaeðluunganum á leiðinni því
börnin treysta því að allt fari vel
að lokum.“
Auk Báru tekur sellóleikarinn
Katrin Forsmo þátt í sýningunni
en þess má geta að önnur íslensk
leikkona Anna Elísabet Borg,
hefur leikið Týndar mömmur og
talandi beinagrindur á vegum
Pero-leikhússins að undanförnu.
Leikstjóri sýningarinnar er
Magnus Lundblad en Peter
Engkvist var listrænn ráðunaut-
ur. Helga Arnalds brúðugerðar-
kona gerði drekann og tónlistin er
eftir Ulf Eriksson.
Um næstu helgi verða fjórar sýn-
ingar, laugardag og sunnudag kl. 14
og 15 og er ástæða til að geta þess að
laugardaginn 25. maí kl. 14.00 verður
boðið upp á táknmálstúlkun. Þá er
ókeypis inn fyrir fullorðna í fylgd
með barni.
Pero-leikhúsið í Gerðubergi á Listahátíð
Týndar mömmur og
talandi beinagrindur
Bára Lyngdal með drekann
og risaeðluungann.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„AGNDOFA og orðlaus“ var eina
rétta lýsingin á hugarástandi und-
irritaðs eftir magnaða tónleika
bandarísku sópransöngkonunnar
June Anderson fyrir troðfullu Há-
skólabíói í gær. Og það gilti ábyggi-
lega um fleiri. Alltjent hafa hér-
lendir söngfíklar margoft klappað
sig máttlausa af minna tilefni en nú,
og stundum svo maður kreppti tær
í laumi. En hér var sannarlega eng-
in ástæða til þess. Þvert á móti
læddist að manni smá efi um hvort
svona mikil list – sem eins og kunn-
ugt er gengur æðst út á að fela
sjálfa sig – næði nú örugglega til
allra viðstaddra. Eða hvort allsherj-
arblekkjandi fyrirhafnarleysi söng-
konunnar kæmi ekki ýmsum til að
halda að allt væri jafn fis-auðvelt og
það leit út fyrir. En sennilega hafa
flestir eftir allt saman hugsað ná-
kvæmlega eins. Því June Anderson
hafði þennan fágæta hæfileika að
höfða til hvers áheyranda líkt og
hann væri eini útvaldi hlustandinn í
salnum.
Annars er sá er hér ritar varla
hæfasti maður til að meta frammi-
stöðu söngkonunnar þetta kvöld
miðað við fyrri afrek, því hann hafði
enga undangengna reynslu af henni
aðra en í hlutverki Cunegonde af
hljómdiskaupptöku Birtings (Cand-
ide) eftir Leonard Bernstein frá
1991, þar sem hún toppaði alleftir-
minnilega í sýningarstanzinum
Glitter And Be Gay. Glansmeðferð
Andersons á þeirri frægu fjögurra
stíla aríu dugði reyndar ein sér til
að búa hann undir óvenjumikla fjöl-
breytni, og kom því síður á óvart en
ætla mætti fyrir fram að óperu-
söngkonan skyldi handleika ekki
aðeins ljóðasöngslög frá sex löndum
á jafnmörgum tungumálum jafn-
lauflétt og raun bar vitni, heldur
einnig Broadway-söngleikjahefðina
í síðasta hluta, líkt og hún hefði
aldrei gert annað.
En vandræði undirritaðs hófust
fyrst fyrir alvöru þegar upp rann
sú erfiða skylda að reyna að finna
eitthvað aðfinnsluhæft við flutning
stjörnunnar og hins fyrsta flokks
undirleikara hennar, Jeffs Cohens.
Maður nærri kinokar sér við að
nefna sparðatíninginn, en sá væri
helzt hvað kringdu þýzku sérhljóðin
í Liszt-söngvunum fjórum voru full-
gleið, líkt og enskumælandi fólki er
títt. Vitanlega þarf vart að taka
fram, að hjá þvílíkum tjáningar-
krafti, yfirburða stílkennd og lýta-
lausri fjölhliða raddbeitingartækni
sem Anderson jós úr af ómældri
rausn þetta kvöld, verður slík að-
finnsla nánast að hjómi.
Eftirtektarvert var að einnig ein
mesta „díva“ óperuheimsins í dag
skyldi hita upp á ítölskum „antík“-
aríum, og vafðist hvorki einfaldur
innileiki laga Scarlattis, Cestis og
Paisiellos né kröfumeiri innri
dramatík þýzku laganna fjögurra,
hvað þá ungmeyjarsmælkið í aríu
Marguerite úr Faust Gounods (Il
était un roi de Thule / L’air des
bijoux), fyrir June Anderson, sem
virtist endalaust geta slegið nýja
strengi á hörpu sinni.
Dramatíkin færðist sem vænta
mátti smám saman í aukana eftir
hlé. Rússneskur tregi og söknuður
komst frábærlega vel til skila í
tveim rómönsum Tsjækovskíjs og
ekki síður í tveim blæðandi mel-
ódískum sönglögum eftir Rakhman-
inoff, hvar söngkonan vakti ekki
minnsta athygli með algerri stjórn
sinni á háttliggjandi en samt of-
urveikum tónum, ýmist upp, niður
eða hvort tveggja í styrk. Jafn-
meistaralega var farið með gjör-
ólíka tónlist hins spænska Rodrigos
í Cuatro Madrigales Amatorios
(Fjórum ástarmadrigölum), sem
eins og heitið ber með sér voru
undir áhrifum endurreisnarstíls.
Kristaltær suðræn melódík í hreint
út skínandi velupplagðri túlkun,
einnig hjá hinum fantagóða og
ljónfylgna undirleikara, er virtist
alltaf ná fullum hljómi, sama hvað
farið var niður í styrk.
Fjögur söngleikjalög eftir hinn
fjölhæfa Kurt Weill luku prentaðri
dagskrá, tvö á ensku og tvö á
frönsku, og umturnuðu þau And-
erson beinlínis húsinu með því síð-
asta, „Youkali“. Rakin snilldartúlk-
un, þar sem nafntogað nefkveðið
„chalumeau“-regístur Maríu Callas
kvað við á neðra sviði í seinni hluta.
Aukalögin, Vals Juliettes (Gounod)
og Can’t Help Lovin’ dat Man úr
Showboat Kerns, urðu aðeins til að
renna frekari stoðum undir það
sem þegar var lýðum ljóst. June
Anderson hafði komið, sungið og
sigrað.
Komin til
að syngja
og sigra
TÓNLIST
Listahátíð
Háskólabíó
Lög eftir A. Scarlatti, Cesti, Paisiello,
Liszt, Gounod, Tsjækovskíj, Rodrigo og
Weill. June Anderson sópran, Jeff Cohen,
píanó. Mánudaginn 20. maí kl.16.
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/Ómar
June Anderson ásamt undirleikara sínum Jeff Cohen í lok tónleikanna í Háskólabíói í gær.
Listahátíð í Reykjavík
Dagskráin í dag
Þriðjudagur 21. maí
Kl. 12.30 Ráðhús Reykjavíkur
Fyrir augu og eyru. Í tengslum við mynd-
listarsýninguna Listamaðurinn á horninu
flytur Dean Ferrell kontrabassaleikari
glettna efnisskrá með verkum eftir sig og
aðra. Meðal verka á efnisskránni eru Wel-
come to Contrabass Land eftir Barney
Childs, Contra-banda eftir Dean Ferrell,
Reflections on Ives and Whittier eftir
Bertram Turetzky, Failing: a very difficult
piece for solo contrabass eftir Tom John-
son.
Ókeypis aðgangur.
Kl. 15.00 Gerðuberg
Týndar mömmur og talandi beinagrindur.
Barnasýning frá Pero-leikhúsinu í Stokk-
hólmi.
Kl. 17.05 Hótel Borg
Má bjóða þér eitthvað annað? Örleikverk
í matsal Hótel Borgar eftir Völu Þórs-
dóttur og Birtu Guðjónsdóttur í leikstjórn
Ásdísar Thoroddsen.
ÍRSKU Impac-
bókmenntaverð-
launin voru til-
kynnt í Dublin-
kastala á Írlandi
á þriðjudag.
Verðlaunahafinn
að þessu sinni er
franski rithöf-
undurinn Michel
Houellebecq sem
hlaut verðlaunin
fyrir skáldsögu sína Öreindirnar.
Verðlaunin verða afhent í Dublin
þann 15. júní.
Sagan er niðurrifsádeila sem tek-
ur á kynferði, samböndum, þjóð-
félaginu og í raun mannkyninu í
heild. Houellebecq þykir nokkuð
umdeildur vinningshafi þar sem
verkið er talið skipta lesendum í tvo
hópa – þá sem hafa virkilega gam-
an af því og hina sem engan veginn
þola það.
„Þetta á eftir að raska ró sumra
og valda óróa, sumir munu líka
hneykslast,“ sagði breski rithöf-
undurinn og einn dómnefndar-
manna, Michael Holroyd, er hann
tilkynnti um verðlaunahafann.
Auk Holroyd sátu fjórir aðrir rit-
höfundar í dómnefnd, m.a. íslenski
rithöfundurinn Steinunn Sigurð-
ardóttir. Steinunn kvaðst mjög
ánægð með niðurstöðuna og dóm-
nefndin hefði verið sammála í nið-
urstöðu sinni. „Það voru vissulega
fleiri mjög góðar skáldsögur sem
komu til greina en Öreindirnar er
sú bók sem vakið hefur hvað mesta
athygli og umtal í Evrópu frá því
hún kom út,“ segir Steinunn.
Þetta er í sjöunda skipti sem
Impac-verðlaunin eru veitt, en
verðlaunaupphæðin er sú hæsta
sem veitt er fyrir eitt bókmennta-
verk og nemur 100.000 evrum, eða
um 8,3 milljónum króna. Þær skáld-
sögur sem keppa um verðlaunin
verða að hafa birst á enskri tungu,
en verðlaunin skera sig einnig úr að
því leyti að ef um þýtt skáldverk er
að ræða þá rennur fjórðungur verð-
launaupphæðarinnar til þýðandans.
Öreindir hljóta
Impac-verðlaunin
Michel
Houellebecq