Morgunblaðið - 21.05.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.05.2002, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. TVEIR karlmenn létust í umferðar- slysum um hvítasunnuhelgina og a.m.k. 15 manns voru fluttir á slysa- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss eftir árekstra og bílveltur. Það sem af er þessu ári hafa 11 manns lát- ist í bílslysum. Um þrjúleytið á laugardag beið karlmaður á sextugsaldri bana þegar bifreið sem hann ók lenti á ljósastaur við Reykjanesbraut. Maðurinn var einn í bílnum og var látinn þegar að var komið. Sólarhring síðar lést rúm- lega fimmtugur maður eftir að jeppi, sem hann var farþegi í, valt í Eld- hrauni, vestan við Kirkjubæjar- klaustur. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir honum en hann lést áð- ur en komið var á sjúkrahús. Sex manns voru fluttir á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi á sunnudag eftir harðan árekstur við Rauðhóla. Að sögn lög- reglunnar í Reykjavík var bifreið ekið á mikilli ferð aftan á bíl sem hafði hægt á sér til að beygja til vinstri af Suðurlandsvegi og upp afleggjarann að Fjárborgum. Við áreksturinn kast- aðist fremri bíllinn áfram um 20 metra. Fjórir voru í bílnum og voru þeir allir taldir tognaðir á hálsi og baki. Þeir voru fluttir á slysadeild auk þeirra tveggja sem voru í hinum bíln- um. Verulegar umferðartafir urðu á Suðurlandsvegi vegna slyssins. Hvítasunnuhelgin er jafnan mikil ferðahelgi en lögreglumenn, sem Morgunblaðið ræddi við, sögðu að umferð hafi ekki verið tiltakanlega þung framan af. Á sunnudag og í gær jókst umferðin til muna og var þung- ur straumur í átt að höfuðborgar- svæðinu fram undir kvöld í gær. Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Umferðarráðs, segir fórnina, sem færð er í umferðinni, vera alltof mikla. Sum slys verði vissulega vegna utanaðkomandi aðstæðna, sem lítið sé hægt að ráða við. Í vel flestum til- fellum sé það hins vegar á valdi öku- manna að koma í veg fyrir þau. Hann kvaðst ekki þekkja ástæður slysanna um helgina en í flestum tilfellum megi kenna of miklum hraða um. Ellefu látn- ir í umferð- arslysum ÁRSFUNDUR Alþjóðahvalveiði- ráðsins, sem haldinn er í Japan, hafn- aði aðild Íslands að hvalveiðiráðinu. Tillaga formanns ráðsins um að ekki bæri að líta á aðildarskjal Íslendinga, sem Ísland lagði fram í síðustu viku, sem nýtt aðildarskjal var samþykkt með 25 atkvæðum gegn 20. Stefán Ásmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar á ársfundinum, segir að á fundinum hafi verið brotið gróflega gegn þjóðréttarlegum reglum, stofnsáttmála og fundarsköp- um ráðsins þegar samþykkt var að hafna aðild Íslendinga að ráðinu. Ísland hugðist gerast aðili að hval- veiðiráðinu í fyrra með þeim fyrirvara að mótmæla banni á hvalveiðum í at- vinnuskyni sem samþykkt var 1986. Hvalveiðiráðið tók sér hins vegar það vald að hafna fyrirvörunum og þar með aðild Íslands. Í síðustu viku lagði Ísland fram nýtt aðildarskjal þar sem Íslendingar lýstu því yfir að þeir skuldbyndu sig til að hefja ekki at- vinnuveiðar fyrr en lokið væri vinnu við svokallaðar endurskoðaðar veiði- reglur sem unnið hefur verið að um árabil. Formaður ráðsins taldi hins vegar að ekki bæri að líta á þetta skjal sem nýtt aðildarskjal og var það sam- þykkt. Ekki var því tekin efnisleg af- staða til þeirrar spurningar hvort hvalveiðiráðið hefði vald til að úr- skurða um lögmæti fyrirvara Íslands, en Stefán segir að meirihluti þeirra þjóða sem sitji í hvalveiðiráðinu hafi stutt afstöðu Íslands í því máli þó að sum þeirra fylgi ekki sjónarmiðum Ís- lands um nýtingu hvalastofna. Árni Mathiesen sagði að með þessu móti hefði með valdi verið komið í veg fyrir að hvalveiðiráðið greiddi at- kvæði um hvort það væri til þess bært að taka afstöðu til aðildarskjals Ís- lendinga, og þær þjóðir, sem vænt- anlega hefðu greitt atkvæði í slíkri at- kvæðagreiðslu í samræmi við sjónar- mið Íslendinga, þótt þær væru and- vígar hvalveiðum, hefðu hlaupið í skjól með því að greiða tillögu for- manns hvalveiðiráðsins atkvæði. Hann sagði ekki ljóst hvaða skref Ís- land myndi taka næst í þessu máli, en því færi fjarri að öll sund væru lokuð. Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins í Japan Nýju aðildarskjali Íslands var hafnað  Aðild Íslands/4 SVIFFLUG er eitt af þeim áhuga- málum sem menn geta illa sinnt á veturna en þegar vorar hleypur svifflugmönnum kapp í kinn og vilja þeir drífa sig á loft til að leita að almennilegu uppstreymi. Svifflugurnar eru í flestu líkar venjulegum flugvélum nema að engin er vélin og lengd vængj- anna er hlutfallslega talsvert meiri. Svifflugmenn læra fljótt að lesa í veðrið enda háðari aðstæðum í háloftunum en þeir sem fljúga fyrir vélarafli. Við góðar að- stæður komast bestu svifflug- urnar upp í um 280 km hraða á klukkustund og geta haldist á lofti klukkutímum saman. Sandskeið hefur lengi verið höfuðvígi svifflugmanna en þar hefur Svifflugfélag Íslands haft aðstöðu frá 1936. Hér sést þegar kennslusviffluga félagsins er í þann mund að tylla sér á völlinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vængjum þöndum  Ævidella/6 „AGNDOFA og orðlaus var eina rétta lýsingin á hugarástandi und- irritaðs eftir magnaða tónleika bandarísku sópransöngkonunnar June Anderson fyrir troðfullu Há- skólabíói í gær. Hún kom, söng og sigraði,“ segir tónlistargagnrýn- andi Morgunblaðsins um einsöngs- tónleika Anderson og undirleikara hennar, Jeff Cohen, í gær. Söng- konan vann hug og hjörtu áheyr- enda og var klöppuð upp marg- sinnis í lokin með dynjandi lófa- klappi. „Tjáningarkraftur, yfirburða stílkennd og lýtalaus fjölhliða radd- beitingartækni,“ segir ennfremur í umsögn um tónleikana og vafalaust hafa viðstaddir verið sammála þeirri niðurstöðu að aukalögin tvö, „Vals Juliettes (Gounod) og Can’t Help Lovin’ dat Man úr Showboat Kerns, urðu aðeins til að renna frekari stoðum undir það sem þeg- ar var lýðum ljóst. June Anderson hafði komið, sungið og sigrað“. Morgunblaðið/Ómar Tjáningarkraft- ur og yfirburðir  Komin til að syngja/18 Lömpum stolið úr gróðurhúsi BROTIST var inn í gróðurhús í Landbúnaðarháskólanum á Hvann- eyri aðfaranótt sl. laugardags og lömpum, sem notaðir eru til lýsingar við ræktunina, stolið. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lög- reglunni í Borgarnesi í gær hefur ekki tekist að upplýsa hver eða hverjir voru að verki en málið er í rannsókn. Haft er eftir Magnúsi B. Jónssyni, rektor landbúnaðarháskólans, í vef- útgáfu Skessuhorns um helgina að um sé að ræða mjög sérstakan bún- að, sem óvíða sé notaður. Magnús segir að innbrotsþjófarnir hafi geng- ið mjög snyrtilega um og þar hafi greinilega verið á ferð fólk sem hafi vit á gróðri og beri virðingu fyrir honum. Er hann var spurður hvort líklegt væri að þjófarnir hygðu á ein- hverskonar ólöglega ræktun sagði hann, að ljóst væri að þeir ætluðu sér ekki í gúrkurækt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.