Morgunblaðið - 21.05.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.05.2002, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 33 vissu um að hann sé kominn á betri stað. Helga Jónsdóttir. Á stríðsárunum lokaðist fyrir öll viðskipti til Evrópu önnur en til Eng- lands. Íslendingar juku þá mjög við- skipti sín við Ameríku. En vegna skömmtunar stríðsins settu Banda- ríkin útflutningskvóta á ýmsar vöru- tegundir til hinna ýmsu viðskipta- landa. Þetta varð til þess að fyrir hvert land þurfti að gera sameiginleg innkaup á mörgum vörum. Til að sjá um þessi innkaup voru íslenskar sendinefndir gerðar út af örkinni til dvalar í Bandaríkjunum á meðan stríðið varði. Feður okkar Þórs voru báðir í þannig nefndum og fluttu vestur með fjölskyldur sínar. Þetta var upphafið að vináttu okkar Þórs og má segja að það sé stríðinu að þakka að við kynntumst sem ungir drengir. Reyndar var hann skírður Þorsteinn en kallaður Thor vestanhafs og fest- ist það nafn við hann ævilangt. Móðir hans var skosk og enska var almennt töluð á heimili þeirra fyrir vestan en sjálfur talaði ég litla ensku í fyrstu. En smátt og smátt jókst málakunn- áttan og tjáskiptin þar með og vin- skapurinn í réttu hlutfalli við það. Þegar stríðinu lauk hurfu menn aftur til Íslands og bjuggum við nú miklu nær hvor öðrum en við höfðum gert í New York og hittumst oftar. Nú var komið að mér að hjálpa Þór með íslenskuna og brátt skipti engu á hvoru málinu við töluðum saman. Síð- an liðu árin á sinn venjulega hátt, oft var ýmislegt brallað saman, fleiri vin- ir bættust í hópinn, við uxum úr grasi, fórum í menntaskóla, fengum bílpróf og lukum stúdentsprófi. Skugga bar þó á unglingsár Þórs er hann varð fyrir móðurmissi fimmtán ára gam- all. Að loknu menntaskólanámi skildu leiðir, báðir fórum við í verkfræði, ég fór vestur um haf en Þór til Dan- merkur að loknu fyrrihlutanámi hér heima. Hann var þá líka orðinn fjöl- skyldufaðir, giftur ágætri konu og faðir tveggja indælla barna. Þó varð það samt svo að hjónabandið endaði með skilnaði. Þór vann svo í Dan- mörku um skeið en kom síðan heim og vann hjá Íslenskum aðalverktök- um í fyrstu, en síðar og lengst af hjá verkfræðistofunni Hönnun og var hann einn af eigendum hennar. Í og með vegna hversu snúin lögfræðileg enska getur verið og einnig vegna þess hve enskan var Þór töm tunga, en ekki síður vegna þess hve kræfur samningamaður hann var, þá beind- ust störf hans hjá Hönnun fljótt inn á það svið að vinna við samninga við er- lenda verktaka. Þá starfaði hann og um skeið í Sviss hjá Electrowatt Engineering og vann víða á þeirra vegum, t.d. í Taílandi. Öll árin sem við vorum hvor í sinni heimsálfunni héld- um við sambandi og hittumst af og til og er við vorum báðir fluttir heim var sem við héldum áfram þeim tengslum sem við höfðum sem smástrákar. Þór var traustur vinur vina sinna og var tilbúinn að leggja mikið á sig fyrir þá, væri þess þörf. Hann hafði góða kímnigáfu, sá oft kaldhæðnu hliðina á hlutunum og gerði oftar grín að sjálfum sér en öðrum. Sem ungur maður var hann í íþróttafélagi og keppti í sundi. Hann var myndarleg- ur á velli, enda kvennagull á þeim ár- um. Það fór því miður svo að hann háði harða glímu við Bakkus á seinni árum. Önnu konu sinni reyndist Þór ein- staklega vel er heilsa hennar fór að bila. Þegar hún lést fyrir nokkrum árum grunaði mann ekki að Þór myndi fylgja henni innan fárra ára. Öll kveðjum við þetta líf, sumir fljótt og aðrir seint. Með fráfalli Þórs er genginn góður vinur. Ágúst Valfells. Þorsteinn Þór Gregor Þorsteins- son er allur. Okkur félögum hans fannst kallið koma nokkuð óvænt og fyrir aldur fram. Vekur það okkur til umhugsunar um hverfulleika lífsins. Þór eins og hann var oftast kallaður varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1955 og hélt út í lífið ásamt þeim glaðværa hópi sem þá út- skrifaðist. Þór var orðinn fjölskyldu- maður þegar þetta var og því kominn að þessu leyti nokkuð á undan flest- um skólasystkinum sínum í reynslu og þroska. Hann valdi sér verkfræði sem framtíðar starfsvettvang og urðum við félagarnir samferða í verkfræði- nám við Háskóla Íslands og Tækniháskólann í Kaupmannahöfn. Á Kaupmannahafnarárunum mynd- aðist alveg einstök samkennd á milli okkar félaganna og héldum við hóp- inn bæði í námi og við flestar uppá- komur í samkvæmislífi Kaupmanna- hafnarstúdenta. Þóttum við nokkuð fyrirferðarmiklir, átta saman, og ein- hverra orsaka vegna hlaut þessi hóp- ur samheitið „groddarnir“. Þetta þótti okkur einkennilegt þótt liðið gæti orðið harðsnúið, þegar við átti, eins og fram kemur í bókun eins fundar í stúdentafélaginu en þar var ritað „komu groddar og hleyptu upp fundi“. Sannleikurinn er hins vegar sá að liðsmenn hópsins voru hver öðr- um ljúfari, raunbetri og viðmótsþýð- ari. Þótt okkur fyndist nafngiftin óréttmæt í fyrstu fannst okkur hún vera kankvíslega skemmtileg og svo fór að við gerðum hana að heiðurs- nafnbót sem við félagarnir berum með stolti. Þór hélt heimili í Vanløse í Kaup- mannahöfn með fyrstu konu sinni Jó- hönnu Guðrúnu Rósinkranz. Voru groddar þar tíðir gestir og voru þar haldin mörg skemmtileg groddap- artí. Það var dásamlegt að koma á heimili þeirra hjóna. Við, sem ekki vorum komnir með fjölskyldur þá, nutum þess í ríkum mæli að fá að blandast í fjölskyldulífið þar sem hús- freyjan, glaðlynd og glæsileg, ásamt tveimur mannvænlegum börnum og eiginmanni tóku á móti okkur opnum örmum. Að loknu námi í verkfræðinni árið 1962 skildust leiðir groddanna. Margir fengu sér vinnu hjá ýmsum fyrirtækjum í Danmörku, þar á með- al Þór, en aðrir fóru heim til Íslands. Þór fór að vinna hjá fyrirtækinu O.H. Brødsgaard í Kaupmannahöfn og fékk þar mörg vandasöm verkefni til úrlausnar sem hann leysti af mikilli þrautseigju og nákvæmni eins og hans var von og vísa. Þar bar e.t.v. einna hæst hönnun á 200 metra háum skorsteini sem krafðist þekkingar á ysta jaðri verkfræðinnar. Þór hófst þegar handa við að afla sér þekkingar á þessu sviði með því að spyrja alla helstu verkfræðinga í Danmörku og víðar spjörunum úr og tókst að skila verkinu frá sér með sóma. Það var ekki laust við að við hinir groddarnir yrðum dálítið öfundsjúkir yfir því að hafa ekki lent í jafn mikilvægu verk- efni og ekki síst sá okkar sem hafði unnið við að hanna 35 metra háan skorstein og hafði verið býsna stoltur af þar til risaskorsteinn Þórs kom til sögunnar. Á þessu tímabili ævi sinnar var Þór jafnan kallaður herra Skor- steinsson meðal okkar groddanna. Þór og Jóhanna skildu og fluttist hann til Íslands árið 1966. Hann tók upp sambúð með Olgu Beck, aðlað- andi og myndarlegri flugfreyju. Þau giftust en skildu nokkrum árum síð- ar. Árið 1974 kvæntist Þór Önnu Helgu Kristinsdóttur Olsson. Þeirra samband var mjög ástríkt. Anna lést að áliðnu sumri árið 1995 langt um aldur fram. Á Íslandi sinnti Þór margvíslegum verkfræðilegum verkefnum. Árið 1966 þegar hann kom til Íslands hóf hann störf hjá Íslenskum aðalverk- tökum en árið 1970 gekk hann til liðs við verkfræðistofuna Hönnun og gerðist þar meðeigandi. Hjá Hönnun komst Þór í kynni við svissneska verkfræðifyrirtækið Electrowatt sem var náinn samstarfsaðili Hönn- unar við verkefni á Íslandi og ber Sig- ölduvirkjun þar hæst. Þór tileinkaði sér einkum sérfræðikunnáttu í út- boðsgagnagerð, sem hann hefur ef- laust fundið að átti mjög vel við hann. Í þessu starfi nýttust hæfileikar hans í hugkvæmni, nákvæmni og nostri til hins ýtrasta. Í gegnum samstarf Hönnunar og Electrowatt komst Þór m.a. í stöðu við stjórnunardeild Electrowatt og dvaldi ásamt Önnu í Sviss í rúm tvö ár og þar af nokkra mánuði í Tælandi. Að þessum tíma liðnum hvarf hann aftur til starfa hjá Hönnun á Íslandi og vann þar í nokk- ur ár við margvísleg verkfræðileg verkefni, þar á meðal kennslu við Tækniskóla Íslands. Hann hætti störfum hjá Hönnun og vann sjálf- stætt um skeið en réð sig síðan til starfa hjá Brunamálastofnun. Þar vann hann í nokkur ár en hætti til þess að geta helgað sig alfarið umönnun konu sinnar, Önnu, sem átti við alvarleg veikindi að stríða. Eftir lát Önnu bilaði heilsa Þórs og átti hann ekki afturkvæmt til starfa utan heimilis. Við félagar hans grodd- arnir og makar okkar kveðjum hann nú og vottum börnum hans þeim El- ísabetu Láru og Guðlaugi Erni og þeirra fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Bergsteinn Gizurarson, Hilmar Sigurðsson, Jóhann Már Maríusson, Jón Birgir Jónsson, Jónas Elíasson, Ólafur Gíslason, Sigfús Thorarensen. Mottó: „Í vöggu voru ævi minni ör- lög sköpuð.“ Hann hét Þorsteinn Gregor Þor- steinsson fullu nafni. Gregor nafnið stafar af því, að hann var af skozku bergi brotinn í móðurætt. Í vina- og kunningjahópi var hann jafnan kall- aður Þór. Kynni okkar hófust í gegnum hina góðu íþrótt, sundið. Þór var þá til- tölulega nýfluttur heim til Íslands frá New York. Þar hafði fjölskyldan búið og faðir hans, Helgi Þorsteinsson, starfað á vegum Sambands íslenzkra samvinnufélaga í allmörg ár. Á þessum tíma átti Þór í nokkrum erfiðleikum með íslenzkuna og leið- beindi ég honum eftir beztu getu. Hann kenndi mér ensku í staðinn. Þá kom strax í ljós nákvæmni hans og þrasgirni. En hann má eiga það, að hann erfði það aldrei við mann, þótt stór orð féllu á stundum. Þannig var hann alla ævi. Við urðum brátt góðir vinir og trúnaðarmenn. Kom ég á þessum árum oft á heimili foreldra hans á Háteigsvegi 32 hér í borg. Man ég enn hve mér þótti þetta heimili glæsilegt og óvenjulegt að allri gerð. Húsgögnin voru allt öðru vísi en tíðk- aðist á landi hér á þessum tíma og heimilið hafði yfirbragð bandarískra efnaheimila. Þar var jafnan gott að koma. Foreldrum hans kynnist ég þó lítið á þessum tíma, en Helga Þor- steinssyni betur síðar. Hann var merkismaður. Það kom fljótlega í ljós, að Þór var mikið sundmannsefni. Hann lagði stund á skriðsundið og kynnti sér af nákvæmni það helzta sem þá hafði verið ritað í amerískum bókum um þá glæsilegu íþróttagrein. Grandskoðaði hann hvert smáatriði í því efni. Sund- stíll hans varð því einstaklega stíl- hreinn, hnitmiðaður skólabókarstíll. Hann náði brátt miklum hraða á sprettinum og var með fljótustu mönnum við tímatökur á æfingum. Hins vegar gekk honum verr í keppni. Hann komst því aldrei í fremstu röð. Til þess skorti hann metnaðinn og keppnisskapið. Talent- ið eitt er aldrei nóg. Þór var vel vaxinn að líkamsbygg- ingu, herðabreiður, niðurmjór og hinn spengilegasti. Hann var og fríð- ur sýnum. Því er ekki að furða, að hann var mikið kvennagull. En jafn- undarlega og það kann að hljóma, þá er ég sannfærður um, að þetta hafi ekki orðið honum til gæfu í lífinu. Að loknu menntaskólanámi lagði Þór stund á verkfræði. Á þeim árum var aðeins unnt að ljúka fyrrihlutan- um á Íslandi. Síðari hlutann varð að taka erlendis. Þór valdi Kaupmanna- höfn, sem þá var enn höfuðstaður Ís- lands á vissan hátt, þótt eigi væri hún það lengur formlega. Við urðum samskipa með Gullfossi til Hafnar. Aldrei hefir Carlsberg smakkast eins vel og þessa fáu daga um borð í Gullfossi haustið 1959. Við vorum síðan saman við nám í Kaup- mannahöfn í eitt ár og vorum með fjölskyldurnar með okkur. Þetta var yndislegur tími við störf og leik. Þá var mikill samgangur okkar í milli og fjölskyldnanna. Þau bjuggu í Vanlöse en við í Lyngby og var ferðast á milli í S-toget. Íslendingum þótti ekkert fínt að hjóla í þá daga. Er ég lít til baka, held ég að þetta tímabil hafi verið hið hamingjurík- asta í ævi míns gamla vinar. Þá var hann enn kvæntur sinni ágætu konu, Jóhönnu Rósinkranz og hafði átt með henni börnin tvö, Betty og Gulla. Eftir að Þór lauk námi í Poli- teknisk, starfaði hann sem verk- fræðingur í nokkur ár í Kaupmanna- höfn, en sneri síðan aftur heim og vann m.a. hjá Hönnun og Lands- virkjun. Síðan fór hann til starfa hjá Electrowatt í Zürich, en kom alkom- inn heim árið 1981, með viðkomu hjá okkur hjónum, þá í Strasbourg. Það voru ánægjulegir endurfundir. Eftir heimkomuna starfaði Þór við ýmis verkfræðistörf, en það mun hafa verið stopult. Á endanum varð hann atvinnulaus. Hallaði þá fljótt undan fæti. Ég hefi stundum velt því fyrir mér, hvort Þór hafi valið rétt, er hann fór í verkfræðina. Hefði hann ekki fundið sínum góðu hæfileikum farsælla við- nám á sviði viðskiptanna, eins og fað- ir hans? Því verður ekki svarað hér eftir. Ungur að árum missti Þór móður sína. Var það honum gríðarlegt áfall, sem ég hygg að hann hafi aldrei kom- izt yfir, enda var einstaklega kært á milli þeirra. Ef til vill hefir allt hans svermerí síðar verið leit að henni. En hana fann hann vitanlega ekki. Hins vegar fann hann annan, er varð hans óvin- ur. Hér var sá á ferð, sem er allra vin en engum trúir. Eftir það einangr- aðist Þór smátt og smátt. Það var hryggilegt til þess að vita og við, vinir hans, gátum lítt að gert. Máltækið segir: „Sitt er hvað gæfa og gjörvuleiki.“ Hitt er einnig sagt: „Hver er sinnar gæfu smiður.“ Vel má það vera, en þegar örlög lífsins berja þungt að dyrum, þá verður mörgum manninum fótaskortur. Þannig fór með Þór. Fyrir nokkrum nóttum dreymdi mig minn gamla vin. Hann leit vel út og það var eins og hann hefði færzt í endurnýjun lífdaganna, en á honum var fararsnið. Morguninn eftir frétti ég, hvert förinni var heitið. Við Sólveig sendum börnum Þórs og öðrum ástvinum innilegar samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu Þorsteins Gregors Þorsteinssonar. Magnús Thoroddsen. Hann Þór er dáinn. Þegar Bettý hringdi í mig og lét mig vita að pabbi hennar væri dáinn, þá reikaði hugurinn til ársins 1980. Þá bjuggu þau Þór og Anna í Sviss. Þetta ár var ég fertug og maðurinn minn, sem kallaður var Bonni, bróðir Önnu, en hann er látinn. Við vorum alltaf í góðu sambandi við Þór og Önnu, og það var ákveðið að við hjónin færum til þeirra og yrðum hjá þeim í mánuð. Þegar út var komið, þá var Þór búinn að skipuleggja ótal ferðir til yndislegra staða og eru þessar ferðir alveg ógleymanlegar. Það yrði of langt að telja alla þessa staði upp, en þetta var svo frábærlega vel skipu- lagt hjá Þór, hótelgistingar og annað, þar sem allt stóðst, enda var Þór þannig maður að hann vildi hafa allt pottþétt. Ég kynnist Þór er hann hóf búskap með Önnu, og þá kom strax í ljós hvað hann vildi hafa allt í röð og reglu; allt varð að vera á sínum stað. Hann var öðlingur heim að sækja og alltaf var tekið mjög vel á móti manni. Við fór- um oft til Þórs og Önnu þegar þau fluttu hingað til landsins aftur, og þá var setið og spjallað um þessar frá- bæru ferðir ásamt ýmsu öðru og mik- ið hlegið. Stuttu eftir að þau komu heim, þá kom í ljós að Anna þyrfti að fara í mjög stóra aðgerð, til London, og Þór fór með henni í allar ferðirnar, en þær urðu mjög margar. Ég man eftir því hvað Þór leið illa yfir að geta ekki gert meira fyrir Önnu sína, en hann gerði allt sem hægt var að gera. Við erum ekki megnug til að stjórna þessu lífi sjálf. Anna lést fyrir fimm árum. Ég veit að Þór leið mjög illa yfir að missa sína konu og náði sér aldrei að fullu eftir það. Það hefur verið tekið vel á móti honum, veit ég, bæði af foreldrum hans og Önnu. Ég sendi börnum og öllum ættingjum Þórs mínar innileg- ustu samúðar- og vinarkveðjur. Hvert sem leiðin liggur nú löngum verður þessi innilegust óskin sú að þig Drottinn blessi. Hanna Halldórsdóttir. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.