Morgunblaðið - 21.05.2002, Blaðsíða 25
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
ggja hæða húsi í Jenín en ekkert er eftir af því nú. Þau hafast við í þessu tjaldi. Þau misstu allar eigur sínar, ef frá eru talin
fötin sem þau stóðu í, pottur, ketill og rifið teppi, sem þau björguðu úr rústunum.
EYÐILEGGINGIN eftir aðgerðir
Ísraela í flóttamannabúðunum í
Jenín á Vesturbakkanum í mars
blasir alls staðar við. Víða má sjá
börn róta í rústunum og fólk, sem
missti heimili sín, hefur hróflað
upp hreysum úr spýtum og tepp-
um. Þótt Ísraelar hafi nú kvatt
her sinn brott gerir ísraelski her-
inn enn vart við sig, nú síðast á
föstudag þegar hermenn fylktu
þar liði með skriðdreka sér til
fulltingis í leit að grunuðum
hryðjuverkamönnum. Yasser
Arafat, leiðtogi Palestínumanna,
ávann sér hins vegar enga hylli
fyrr í liðinni viku þegar hann
sniðgekk flóttamannabúðirnar í
fyrstu ferð sinni út fyrir Ramall-
ah, þar sem hann er loks laus úr
herkví Ísraela. Hópur manna beið
eftir leiðtoganum, sem ávarpaði
mannfjölda í nálægum kirkju-
garði, en ók fram hjá búðunum.
Flóttamannabúðirnar í Jenín,
þar sem búa um 14 þúsund
manns, hafa ekki aðeins verið
þyrnir í augum Ísraela, sem halda
því fram að þær séu gróðrarstía
hryðjuverkamanna og þaðan hafi
komið 28 menn, sem hafi gert
sjálfsmorðssprengjuárásir. Þær
hafa einnig valdið Arafat vand-
ræðum og ýmsir Palestínumenn
halda því fram að hann hafi fallist
á árás Ísraela til að kveða niður
andstöðu gegn sér. Íbúar í Jenín
segja að Arafat hafi ekki komið
þangað síðan Ísraelar afhentu
bæinn palestínsku heimastjórn-
inni í nóvember árið 1995 og haft
var eftir íbúa í flóttamannabúð-
unum að hann hefði ekki komið
þangað síðan hann heimsótti þær
á laun á sjöunda áratugnum.
Samsæriskenningum af þessum
toga verður að taka með miklum
fyrirvara, en hitt er ljóst að
Bandaríkjamenn hafa sett mikinn
þrýsting á Arafat um að stöðva
ofbeldisverk af hálfu Palest-
ínumanna og setja aðgerðir gegn
palestínskum hryðjuverkamönn-
um sem skilyrði fyrir því að unnið
verði að stofnun sjálfstæðs ríkis
Palestínu. Slíkar aðgerðir myndu
vekja mikla reiði meðal íbúa í
Jenín, fyrir utan það að íbúar í
búðunum eru orðnir langþreyttir
á að bíða eftir pólitískum og efna-
hagslegum umbótum. Aðstoð eft-
ir árásirnar lætur á sér standa og
ekkert bólar á enduruppbygg-
ingu.
Lofar hugrekki
íbúanna í „Jeníngrad“
Arafat hefur í ræðum lofað
hugrekki íbúanna í flótta-
mannabúðunum í Jenín meðan á
aðgerðum Ísraela stóð. Hann hef-
ur kallað búðirnar „Jeníngrad“
og vísar þar til umsátursins um
Leníngrad í heimsstyrjöldinni
síðari.
Miklar deilur hafa staðið um
það hvað í raun hafi gerst í Jenín.
Í upphafi mátti ætla að þar hefðu
verið framin fjöldamorð, en sú
virðist ekki hafa verið raunin.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, hugðist
senda nefnd til að rannsaka at-
burðina, en þegar Ísraelar þráuð-
ust við var látið af þeim áform-
um. Óháðir aðilar hafa hins vegar
farið á vettvang og hefur mest
verið fjallað um niðurstöður
óháðu samtakanna Mannréttinda-
vaktin (Human Rights Watch)
þess efnis að ekkert bendi til þess
að mörg hundruð óbreyttir borg-
arar hafi fallið í aðgerðum Ísr-
aelshers, en hins vegar séu marg-
ar áreiðanlegar vísbendingar um
að framin hafi verið „alvarleg
brot á Genfarsáttmálanum eða
stríðsglæpir“.
Alvarleg brot á
Genfarsáttmálanum
Samtökin fundu sannanir fyrir
því að Ísraelsher hefði notað al-
menna borgara sem skildi og lát-
ið þá ganga á undan hermönnum
þegar ráðist var inn í búðirnar.
Fleiri hús hefðu verið eyðilögð en
með nokkru móti mætti réttlæta
með hernaðarlegum rökum. Að
auki hefði í 11 daga verið komið í
veg fyrir ferðir sjúkrabíla og
hjálparstarfsmanna inn á svæðið.
Skýrsla samtakanna var byggð á
rúmlega 100 viðtölum og var
hvatt til þess að frekari rann-
sóknir færu fram á atburðunum í
flóttamannabúðunum. Í skýrsl-
unni lýsa Palestínumenn því
hvernig þeir voru látnir ganga á
undan hermönnum þegar þeir
sóttu inn í búðirnar. Einnig kom
fram að Palestínumenn hefðu
verið sendir inn í byggingar og
látnir opna skápa og skúffur
vegna þess að Ísraelsmenn hefðu
óttast launsátur eða faldar
sprengjur. Einnig lýstu Palest-
ínumenn því hvernig bundið hefði
verið fyrir augu þeirra og þeir
látnir standa í gluggum á meðan
skotið var yfir axlir þeirra.
Peter Bouckaert stjórnaði
rannsókninni og sagði að það
væri enginn vafi á því að mjög al-
varleg brot hefðu verið framin á
lögunum: „Vísbendingarnar eru
nógu sterkar til að réttlæta
stríðsglæparannsókn.“
Ísraelskir embættismenn hafa
hafnað öllum gagnrýnum nið-
urstöðum Mannréttinda-
vaktarinnar. Þeir segja að ísr-
aelskir hermenn hafi aldrei notað
óbreytta borgara til að skýla sér
á bak við. Herinn hafi verið
neyddur til að jafna heimili við
jörðu vegna þess að sprengjum
hafi verið komið fyrir í þeim. Pal-
estínskir sjúkrabílar hafi verið
notaðir til að lauma mönnum út
úr búðunum og því hafi ferðir
þeirra ekki verið leyfðar. Þeir
sögðu að Ísraelsher hefði tekið
mikla áhættu til þess eins að
stofna ekki lífi óbreyttra borgara
í hættu.
Engar vísbendingar
um fjöldagrafir
Skýrslan var byggð á tölum frá
því þremur vikum eftir að að-
gerðunum í Jenín lauk. Í henni
segir að 23 Ísraelar og 48 Palest-
ínumenn hafi dáið í árásinni. Að
minnsta kosti 18 Palestínumann-
anna hafi verið óbreyttir borg-
arar, þ.m.t. konur, börn, aldraðir
og fatlaðir. Að minnsta kosti 27
hafi verið herskáir Palest-
ínumenn.
Bouckaert gagnrýndi Ísraels-
her og sagði að hann hefði látið
undir höfuð leggjast að aga her-
menn á fyrri stigum átakanna við
Palestínumenn og það hafi bein-
línis átt þátt í að skapa það hug-
arfar í röðum hermanna að glæp-
samlegt athæfi sé leyfilegt.
Taldi rannsóknarnefndin ólík-
legt að mikið fleiri lík myndu
finnast og kvaðst hún engar vís-
bendingar hafa fundið um að Ísr-
aelsher hefði fjarlægt lík úr búð-
unum og grafið í fjöldagröfum.
Í rústum
Jenín
eftir hernaðaraðgerðir Ísraela. Íbúar flóttamannabúðanna líta svo á að þeir séu afskiptir og hafi litla
nar. Þar er kveikiþráðurinn stuttur og tortryggnin nær ekki aðeins til Ísraela heldur einnig Yassers
ljósmyndari fór til Jenín og Karl Blöndal tók saman frásögn um atburðina í flóttamannabúðunum.
Fólkið á Þessi drengur, Allea, er tíu ára. Hann varð fyrir miklu sálrænu áfalli meðan á aðgerðum ísraelska hersins
stóð og hefur unnið sleitulaust við að grafa í rústum hússins sem hann áður bjó í.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 25