Morgunblaðið - 21.05.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.05.2002, Blaðsíða 20
UMRÆÐAN 20 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SPENNANDI at- vinnutækifæri er grundvallaratriði þeg- ar fólk velur sér sama- stað í veröldinni. Öfl- ugt atvinnulíf er jafnframt undirstaða velferðar og góðra lífs- kjara. Á verksviði borgarstjórnar er eitt mest spennandi verk- efnið á þessu sviði; að standa að því að í Vatnsmýrinni rísi þekkingarþorp, aflstöð fyrir hagkerfi framtíð- arinnar. Í því þarf ekki aðeins að leiða saman vísindamenn, frum- kvöðla, fjárfesta og sprotafyrir- tæki. Hlúa þarf að nýsköpunarum- hverfinu og styðja góðar hug- myndir fyrstu skrefin. Þetta á við um ráðgjöf við gerð rekstraráætl- ana, umsóknir í er- lenda vísindasjóði og aðild að samstarfs- verkefnum. Jafnframt þarf að vera fyrir hendi aðstoð við um- sókn um einkaleyfi og önnur slík sérhæfð og tæknileg viðfangsefni sem lítil sprotafyrir- tæki hafa sjaldan á sínu valdi. Skemmtilegt mannlíf Starfsemi Íslenskr- ar erfðagreiningar í Vatnsmýri er kjörin kjölfesta á svæðinu auk Vís- indagarða sem Háskóli Íslands er albúinn að hefja framkvæmdir við. Flutningur Landspítala – háskóla- sjúkrahúss úr Fossvogi á Vatns- mýrarsvæðið býður jafnframt heim nýjum möguleikum á sviði líftækni og lífvísinda. Mikilvægt er að hugsa skipulag alls Vatnsmýrarsvæðisins í heild. Á mörkum háskóla og at- vinnulífs þarf jafnframt að huga vel að því að mannlífið blómstri, að gott rými sé ætlað til samskipta fólks úr ólíkum áttum, mismunandi fyrir- tækjum, rannsóknarstofum og vís- indagreinum. Það er segin saga, hvort heldur í vísindum eða fyrir- tækjarekstri, að bestu hugmynd- irnar kvikna ekki síður á kaffistof- um en rannsóknarstofum og á vinafundum frekar en stjórnar- fundum. Það er að mörgu að hyggja og augljóst að þar þurfa að koma að fulltrúar ríkisvaldsins og samtaka í atvinnulífi auk fjárfesta og fulltrúa fyrirtækja á þessu sviði. Sýna þarf töluverða snerpu við að leiða þessa krafta saman, skipuleggja Vatns- mýrarsvæðið og ýta verkefninu úr vör. Borgaryfirvöld munu gegna lykilhlutverki við skipulag og kynn- ingu Vatnsmýrarinnar innan lands og utan. Á það á að leggja allt kapp á næstu misserum. Þekkingarþorp í Vatnsmýri snýst þó alls ekki aðeins um skipulag, lóðir og arkitektúr. Hið almenna fyrirtækja- og frum- kvöðlaumhverfi þarf allt að koma til skoðunar, hvort sem rætt er um skatta og önnur opinber gjöld, óþarflega flóknar reglur eða skrif- ræði sem full ástæða getur verið að gera uppskurð á. Reykjavík á að skipa sér í hóp þeirra svæða í heim- inum þar sem hvað best er að stofna og reka fyrirtæki. Í þeim efnum verður öflugt þekkingarþorp í Vatnsmýrinni til marks um það sem koma skal. Reykjavíkurlistinn vill þekkingarþorp í Vatnsmýri Dagur B. Eggertsson Reykjavík Reykjavík á að skipa sér í hóp þeirra svæða, segir Dagur B. Eggertsson, þar sem best er að stofna og reka fyrirtæki. Höfundur er læknir og skipar 7. sæti Reykjavíkurlista. T-LISTINN býður fram til sameinaðs sveitarfélags Þingvalla- hrepps, Laugardals- hrepps og Biskups- tungnahrepps. Hvatinn að framboð- inu var að núverandi valdhafar í Biskups- tungnahreppi og Laug- ardalshreppi settu fram lista sem gerði vægi Biskupstungnahrepps yfirgnæfandi, Laugar- dalshreppur fékk að vera með en Þingvalla- sveitin er alveg sett hjá. Þingvallamaðurinn er í 7. sæti listans þeirra. Okkar framboð er sett fram til þess að fulltrúar hreppanna sem sameinaðir verða fái allir mikil áhrif á stjórnun nýs sameinaðs sveitarfé- lags. Við röðuðum fulltrúum hvers sveit- arfélags í fyrstu þrjú sætin og héld- um sömu röð frambjóðenda niður all- an listann. Þingvallasveit er með 4 frambjóðendur á T-listanum, Laug- ardalshreppur og Biskupstungna- hreppur 5 frambjóðendur hvor. Framboð Þ-listans sýnir að núver- andi hreppsnefndarmenn virðast ekki hafa trú á eigin gjörðum og þeir treysta ekki íbúum Þingvallasveitar til að vera með og hafa áhrif. Við í T- listanum ætlum að nýta og tækifærið sem skapast við sameininguna, ólíkt því sem séð verður að andstæðingar okkar ætli að gera. Strax og við náum kjöri munum við þrýsta á stjórnvöld að flýta vega- framkvæmdum milli Þingvalla og Laugardals. Heilsársvegur yfir Lyngdalsheiðina hefur lengi verið á dagskrá en sameiningin gerir hann nauðsynlegan. Forsenda fyrir því að hægt sé að reka einn grunnskóla í sveitarfélaginu er, að unnt sé að koma nemendum á milli staða hratt og örugglega og stystu leið. Bættar samgöngu milli Þingvalla og Laugardals myndu auka vetrar- umferð mikið. Á sumrin fara daglega samkvæmt upplýsingum Vegagerð- arinnar, 11-1200 bílar að eða frá Þingvöllum en á veturna aðeins rúm- lega 120 bílar. Þessar tölur segja okk- ur, að allar líkur eru á að heilsárs- vegur frá Gjábakka um Lyng- dalsheiðina að Laugarvatni myndi auka umferð á veturna. Það þýddi minni umferð um Hellisheiði og Suð- urlandsveg sem yki umferðaröryggið þar umtalsvert. Einnig er bætt vega- tenging gríðarlega mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna þar sem hálft árið er tenging gullna hringsins rofin yfir Gjábakkaveg vegna færðar og dagsferðum frá Reykjavík, um upp- sveitirnar, fækkar. Skólamálin ættu að vera metnaðarmál hvers sveitarfélags og til að efla skólann vilj- um við setja stjórnun grunnskólans undir einn hatt, vera með eina fræðslunefnd fyrir allt sveitarfélagið og fljót- lega einnig einn skóla- stjóra yfir öllum skól- unum. Með því fengjum við samhæfða stjórnun á öllum skólastofnunun- um, samvinna kennara yrði meiri en nú er og hagsmunir nemenda væru ávallt í fyrirrúmi. Við sjáum ekki fyrir okkur að skól- inn yrði allur færður á einn stað held- ur yrðu tvær eða fleiri deildir, e.t.v. aldursskiptar. Nauðsynlegt er, barnanna vegna, félagseiningarnar stækka félagseiningarnar. Sérstak- lega á þetta við í efri bekkjum grunn- skólans. Samruni grunnskólans verður fyrst og fremst að taka mið af hag nemenda en ekki sértækum hags- munum íhaldsseminnar. Þetta þýðir að við verðum að skoða kosti og galla þeirra breytinga sem verða gerðar og hafa fagmennsku að leiðarljósi. Fyrir nokkrum árum gerði Kennaraháskóli Íslands úttekt á grunnskólunum og munum við horfa til þeirrar úttektar og láta færa hana til nútíðar þannig að fagfólk, nær og fjær, komi að um- ræðunni um framtíðarfyrirkomulag á rekstri grunnskólans. Við viljum bjóða aðliggjandi sveitarfélögum, m.a. Grímsnesingum, að taka þátt í umfjöllun og stefnumótun um skóla- málin ef þeir vilja, þar sem jafnvel mætti ná fram meiri hagræðingu í stærri einingu. Laugdælingar sjá fyrir sér mikil tækifæri á þessum tímamótum til efl- ingar atvinnu hjá sér. Með bættum samgöngum gefst tækifæri til að byggja upp afþreyingu og viðveru fyrir ferðamenn. Með komu Íþrótta- kennaraháskólins að Laugarvatni hafa möguleikar til að efla þjónustu við íþróttahópa aukist. Við höfum einnig mikinn áhuga á að auka þjónustu við aldraða og ætl- um að reyna að fá heilbrigðisyfirvöld til að koma að rekstri hjúkrunar- heimilis í sveitarfélaginu. Við sjáum þar fyrir okkur mikla möguleika á uppbyggingu ekki síst í tengslum við heilslu- og íþróttatengda þjónustu. Nú er lag að styðja við þá upp- byggingu sem þegar er hafin að Laugarvatni, bæði í Menntaskólan- um og Íþróttakennaraháskólanum. Við sjáum möguleika á að Laugar- vatn verði framtíðarmiðstöð kennslu íþróttamála á Íslandi og mikilvægt er að veita því brautargengi ef hug- myndir ráðamanna lúta í sömu átt. Menningartengd ferðaþjónusta hefur verið mikið til umræðu á síð- ustu misserum. Í nýju sveitarfélagi búum við svo vel að hafa mestu sögu- staði landsins Þingvelli og Skálholt. Þeir tveir staðir eru akkerin í þróun menningartengdrar ferðaþjónustu á svæðinu. Mikilvægt er að skoða gaumgæfilega hvaða tækifæri liggja í nýju sveitarfélagi með tilliti til menn- ingartengdrar ferðaþjónustu til þess að fá ferðamenn til að staldra lengur við á ferð sinni um uppsveitirnar. Á T-listanum er valinn maður í hverju rúmi. T-listi tímamóta Drífa Kristjánsdóttir Höfundur er forstöðumaður Með- ferðarheimilisins Torfastöðum og skipar fyrsta sæti T-listans, í Bisk., Laugard. og Þingvallasveit. Árnessýsla Mikilvægt er að skoða gaumgæfilega, segir Drífa Kristjánsdóttir, hvaða tækifæri liggja í nýju sveitarfélagi. GUNNAR Häsler, formaður Sjálfstæðis- félags Gerðahrepps, ritar grein í Morgun- blaðið 16. maí síðast- liðinn. Formaður fé- lags sem ætti að vera allra sjálfstæðis- manna í Garði, en er það ekki, því miður, fer mikinn. Það er eins og honum hafi skyndilega vaxið ás- megin eftir að hann fékk Sigurð Jónsson núverandi sveitar- stjóra í Garði með sér í stjórn á síðasta aðal- fundi sem haldinn var í vor. Allt í einu hefur formaðurinn skoðanir á flestum málum. Skrif og fundahöld formannsins hafa lít- ið truflað okkur í daglegu lífi hing- að til. En nú er mér sem sjálfstæð- ismanni nóg boðið. Undirritaður var fyrsti formaður Sjálfstæðis- félags Gerðahrepps og hefur starf- að og stuðlað að uppgangi félags- ins um 40 ára skeið. Framganga núverandi formanns félagsins hef- ur því miður sett blett á Sjálfstæð- isfélag Gerðahrepps, sem fram til þessa hefur verið virðulegur fé- lagsskapur, sem erfitt verður að afmá. Þó verður að taka fram að formaðurinn fer ekki fram í um- boði stjórnar sjálfstæðisfélagsins. Stærsti hluti þeirra mála sem hann fjallar um hafa aldrei komið til umræðu eða umfjöllunar á fund- um hjá Sjálfstæðisfélagi Gerða- hrepps. Gunnar tekur sérstaklega fram að framboð H-lista, sem er listi sjálfstæðismanna og annarra frjálslyndra kjósenda í Garði, sé ekki framboð sjálfstæðisfélagsins. Það vitum við nú reyndar öll og höfum lengi vitað, því þetta fram- boð hefur nú boðið fram lista undir þessum bókstaf og nafni í yfir þrjá áratugi. Framboðið hefur aldrei verið á vegum sjálfstæðisfélagsins. Það er kaldhæðnislegt að það voru Gunnar og félagar hans á F-lista sem klufu sig út úr framboði H- listans árið 1998 og eru svo stein- hissa á því að listinn skuli enn vera til og lifandi sem aldrei fyrr. Ef einhver á að skammast sín, þá eru það Gunnar og skoðanabræður hans fyrir óvönduð og ódrengileg vinnubrögð sem stuðla að því að hrekja gott fólk úr röðum sjálfstæðis- manna úr Sjálfstæðis- félagi Gerðahrepps. Enn heldur Gunnar áfram og heldur því nú fram að undirrit- aður hafi barist á móti hagsmunum Hitaveitu Suðurnesja og sveit- arfélaganna. Hvaðan skyldi hann hafa þetta? Er nú ekki trú- legt að undirritaður, eftir setu í stjórn Hitaveitu Suðurnesja, með hléum, í nærri 20 ár og fjöl- mörg ár sem formaður, vinni gegn hagsmunum fyrirtækisins og eig- enda. Það er reyndar greinilegt að Gunnar veit ekki um hvað hann er að tala og upplýsingar hans eru ekki áreiðanlegar. Sterk staða Hitaveitu Suðurnesja kemur sér reyndar greinilega vel meðal eign- araðila og er hið besta mál og hef- ur, skv. Gunnari, losað þrjú sveit- arfélög úr gjörgæslu félagsmála- ráðuneytisins. Ég er bara stoltur af því að hafa átt, ásamt öðru dug- legu fólki, góðan þátt í að búa þetta fjármagn til. Gunnar minnist á tillögur að safnahúsi á Garðskaga ofl. Fram- kvæmd þeirra kostar sennilega á milli 300 og 400 mkr. Upp í þetta segir Gunnar að hafi fengist 3 mkr. Það er örlítill vísir, en dugar líklega skammt. Gott að eiga þess- ar teikningar í skúffunni eins og oddvitinn sagði. Þær hafa senni- lega kostað allt að 1 mkr. Og þá komum við að skrifum um íbúðir fyrir aldraða og lóð Garð- vangs, sem Gunnar telur að duga muni í 100 ár. Fínt mál, enda um eignarlóð sveitarfélaganna/Garð- vangs að ræða. Gunnari til fróð- leiks er ég ekki að reyna að eyði- leggja byggingu íbúða fyrir aldraða í Garðinum. Ég er þeim mjög fylgjandi og greiddi þeim at- kvæði sem hreppsnefndarmaður. Gunnar veit greinilega ekki að ef einhver er að eyðileggja málið eru það fulltrúar F-listans, sem virðast ekki skilja að sveitarfélögin vilja ekki ráðstafa lóð Garðvangs til takmarkana fyrir Garðvang nú, sem og framtíðarstarfsemi hjúkr- unarheimilisins. Auk þess vilja fulltrúar F-listans ekki taka tillit til ábendinga um staðsetningu sem gæti nýst íbúum nefndra íbúða mun betur en tillaga arkitekta ger- ir ráð fyrir. Það er frekja að skipu- leggja og auglýsa deiliskipulag á landi hjúkrunarheimilisins Garð- vangs án þess að ræða hið minnsta við eignaraðila lóðarinnar. Byrjað er á vitlausum enda. Þess vegna er málum svo komið sem nú er. Með yfirgangi Gerðahrepps gagnvart öðrum sveitarfélögum og sam- starfsaðilum næst ekkert fram. Gunnar harmar höfnun Reykjanes- bæjar á nýtingu lóðarinnar og get- ur þess að hann og svo margir fleiri hafi verið farnir að linast gagnvart hugmyndum um samein- ingu Gerðahrepps og Reykjanes- bæjar. Þetta hafi nú allt breyst. Hvað fær Gunnar til að halda að Reykjanesbær hafi nokkurn áhuga á að sameinast Gerðahreppi eftir að félagar hans hafa a.m.k. tvisvar hafnað því á liðnu kjörtímabili að eiga svo mikið sem einn fund um slík mál með nágrönnum sínum? Hann hefði átt að snúa sér að fulltrúum F-listans í hreppsnefnd og láta þá vita um allan þennan sameiningaráhuga. Ný og breytt hreppsnefnd tekur bráðlega við og það verður hennar að fara yfir öll þessi mál hvert svo sem þau kunna að leiða okkur. Fulltrúar H-listans, lista sjálfstæð- ismanna og annarra frjálslyndra kjósenda í Garði, munu meta það á ábyrgan hátt sem og annað sem takast þarf á við í sveitarfélaginu. Til sjálfstæðismanna í Garði og víðar Finnbogi Björnsson Höfundur skipar 3. sæti H-listans. Garður Ný og breytt hrepps- nefnd tekur bráðlega við, segir Finnbogi Björnsson, og það verður hennar að fara yfir öll þessi mál hvert svo sem þau kunna að leiða okkur. M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.