Morgunblaðið - 21.05.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isEiður Smári Guðjohnsen undir smá-
sjánni hjá Roma og Lazio / B2
Nýliðar Þórs á Akureyri skelltu
meisturum ÍA á Akranesi / B8
8 SÍÐUR48 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
KVEÐIÐ er á um sölu og ráðstöfun
byggingarréttar í samningi sem
Reykjavíkurborg og Rauðhóll ehf.
hafa gert með sér vegna skipulags og
uppbyggingar í Norðlingaholti í
Reykjavík og tekið fram að við útboð
skuli „leitast við að ná sem hæstu
mögulegu endurgjaldi“.
Árni Þór Sigurðsson, formaður
skipulags- og byggingarnefndar
Reykjavíkurborgar, segir um að
ræða samning milli borgarinnar og
einkaaðila og hvor um sig eigi þriðj-
ungs kauprétt að byggingarlóðum á
viðkomandi svæði. „Hér er því um að
ræða þá varúðarráðstöfun gagnvart
samningsaðilum að lóðirnar verði
ekki seldar undir kostnaðarverði,“
segir Árni Þór.
Samningurinn var undirritaður í
febrúar en þar er kveðið svo á í lýs-
ingu á verkefninu í 1. grein að samn-
ingsaðilar muni hafa með sér sam-
starf um „skipulag svæðisins,
gatnagerð og lagnakerfi svo og sölu
byggingarréttar“ samkvæmt nánari
ákvæðum.
Áfanga frestað „náist ekki
fram ásættanleg verð“
Þrettánda grein samningsins lýtur
síðan að sölu og ráðstöfun bygging-
arréttar en þar segir orðrétt: „Þegar
niðurstaða útboðs á byggingarrétti í
hverjum áfanga liggur fyrir skulu
samningsaðilar meta hvort ástæða sé
til að hafna tilboðum og fresta við-
komandi áfanga eða hluta hans, svo
sem ef mikið lóðaframboð leiðir til
þess að ekki nást fram ásættanleg
verð, eða ef eftirspurn eftir lóðum í
viðkomandi áfanga er ekki nægjan-
leg.“
Einnig segir að borgin muni líta á
framboð lóða á svæðinu sem hluta af
því framboði sem þurfi til að mæta
eftirspurn og „mun haga sínu lóða-
framboði á öðrum svæðum með þeim
hætti að það raski ekki framan-
greindum tímasetningum,“ og er þar
vísað til þess að sala geti farið fram
árin 2002 til 2005.
Drög að samningnum voru lögð
fram í borgarráði í janúar og sam-
þykkt með fjórum atkvæðum en
borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins sátu hjá með tilvísun til fyrri
afgreiðslu málsins, eins og segir í
fundargerð. Lögðu sjálfstæðismenn
fram bókun á sama fundi þar sem
segir að þeir styðji ekki samning
Reykjavíkurborgar við Rauðhól ehf.
um uppbyggingu á Norðlingaholti af
eftirfarandi ástæðum:
„1. Efnt er til fjármálalegs sam-
krulls borgarinnar og tveggja bygg-
ingarfyrirtækja, sem ekki getur talist
eðlilegt.
2. Samningurinn grundvallast á
áframhaldandi uppboðsstefnu á lóð-
um sem hefur stórhækkað bygginga-
kostnað og íbúðaverð í Reykjavík.
3. Samráð við aðra lóðaeigendur á
svæðinu um skipulag og uppbyggingu
á Norðlingaholti hefur verið í algjöru
lágmarki.“
„Aldrei staðið til að
niðurgreiða lóðaverð“
Árni Þór segir aðspurður hvort
fyrrgreind varúðarráðstöfun í samn-
ingnum sé einungis hluta samnings-
aðila í vil, að svo sé ekki. „Reykjavík-
urborg á um þriðjung lóða á svæðinu,
Rauðhóll um þriðjung og nokkrir
smærri aðilar þriðjung. Hver um sig
hefur síðan rétt til þess að byggja til-
tekinn fjölda íbúða sem borgin gæti
til að mynda nýtt til þess að byggja fé-
lagslegar íbúðir og þess háttar. Þessi
ákvæði lúta að almennum markaði
enda hefur hugmyndin aldrei verið sú
að niðurgreiða lóðaverð,“ segir hann.
Árni Þór segir sér ekki kunnugt
um hvort fordæmi séu fyrir viðlíka
ákvæðum í samningum um skipulag
og uppbyggingu annarra landsvæða
innan borgarmarkanna. „Samningur-
inn helgast af aðstæðum á þessu
svæði og ég er ekki sammála því að
þess háttar útboð leiði til hærra fast-
eigna- og lóðaverðs. Hér er verið að
tryggja að viðunandi verð fáist og að
lóðirnar beri sig, enda hefur aldrei
staðið til að niðurgreiða lóðir, hvorki
hjá R-listanum né sjálfstæðismönn-
um,“ segir Árni Þór Sigurðsson að
endingu.
Leitast við að ná hæsta
mögulega endurgjaldi
Samningur Rauðhóls og Reykjavíkurborgar um lóðir í Norðlingaholti
BANASLYS varð á Reykjanes-
braut, milli Grænásvegar og
Flugvallarvegar, um þrjúleytið
á laugardag.
Maðurinn, sem lést, hét Guð-
laugur Halldórsson verslunar-
maður, 54 ára, fæddur 2. ágúst
1947, til heimilis í Álfatröð 7 í
Kópavogi. Hann var ókvæntur
og barnlaus.
Fólksbíllinn sem hann ók
hafnaði á ljósastaur eftir að
hafa runnið utan vegar nokk-
urn spöl. Guðlaugur, sem var
einn í bílnum, var látinn þegar
að var komið.
Guðlaugur
Halldórsson
Lést í bílslysi
á Reykjanes-
braut
KARLMAÐUR sem
var farþegi í framsæti
jeppa lést eftir að
jeppinn valt nokkrar
veltur á veginum um
Eldhraun, um 15 km
vestur af Kirkjubæj-
arklaustri, á sunnu-
dag. TF-SIF, þyrla
Landhelgisgæslunn-
ar, átti að flytja hann
á sjúkrahús í Reykja-
vík en maðurinn lést
um borð í þyrlunni áð-
ur en þangað var
komið.
Maðurinn sem lést
hét Óskar Georg
Jónsson, lyfsali hjá
Lyfju í Kringlunni, til heimilis í
Frostaskjóli 61 í Reykjavík. Óskar
var 51 árs, fæddur 2. janúar 1951.
Hann lætur eftir sig eig-
inkonu og fjögur börn.
Alls voru fjórir í jepp-
anum, tveir karlmenn og
tvær konur. Að sögn lög-
reglunnar á Kirkjubæj-
arklaustri eru tildrög
slyssins í rannsókn en
jeppinn valt á veginum
áður en hann hafnaði ut-
an vegar. Beita þurfti
klippum til að ná tveim-
ur farþeganna í aftur-
sæti út úr jeppanum.
Þyrla Landhelgisgæsl-
unnar var kölluð út og
lenti hún við slysstaðinn
skömmu fyrir klukkan
16. Tveir aðrir sem voru
í jeppanum voru fluttir á sjúkrahús í
Reykjavík með sjúkrabíl en sá þriðji
slapp nánast ómeiddur.
Morgunblaðið/Eiður B. Ingólfsson
Jeppinn hafnaði utan vegar eftir velturnar og er gjörónýtur.
Lést um borð í þyrlu
á leið á sjúkrahús
Óskar Georg
Jónsson
KONA sem varð fyrir árás far-
þega um borð í Flugleiðavél á
leið frá Kaupmannahöfn til
Keflavíkur síðast liðinn sunnu-
dag hyggst í dag leggja fram
kæru á hendur manninum. Hann
mun eiga við andleg veikindi að
stríða.
Ingibjörg Hinriksdóttir, farar-
stjóri íslenska kvennalandsliðs-
ins í knattspyrnu í ferð þess til
Rússlands, varð fyrir árás
ókunnugs manns sem sat fyrir
framan hana í flugvélinni. Ingi-
björg segir manninn hafa ráðist
fyrirvaralaust á sig og slegið sig
og klórað í andlitið þannig að
báðar varir hennar sprungu og
hún hruflaðist og bólgnaði í and-
liti.
Samferðamönnum tókst
að stöðva manninn
Samferðamenn hennar náðu
að stöðva manninn og koma í
veg fyrir að hann réðist aftur á
hana skömmu síðar en Ingibjörg
segir að fólk sem var með mann-
inum hafi ekkert skipt sér af því
þótt hann réðist á hana og hefði
í hótunum við aðra farþega. Eft-
ir þetta var Ingibjörgu úthlutað
sæti annars staðar í flugvélinni.
Lögregla ræddi við manninn
er flugvélin lenti í Keflavík en
hann var ekki handtekinn sam-
kvæmt upplýsingum lögreglu.
Maðurinn mun eiga við andleg
veikindi að stríða.
Árásin átti sér stað í flugtaki
og segir Guðjón Arngrímsson,
upplýsingafulltrúi Flugleiða, að
áhöfn vélarinnar hafi rætt þann
möguleika að snúa við og vísa
manninum frá borði. Meðal ann-
ars í ljósi þess að fleira starfs-
fólk Flugleiða var um borð og
gat haft auga með manninum,
var þess ekki talin þörf. Fylgst
var með manninum sem var ró-
legur það sem eftir var ferð-
arinnar.
Ýmis úrræði
Aðspurður segir Guðjón að
áhafnir flugvéla hafi ýmis úrræði
til að eiga við ofbeldismenn en
það sé hluti af öryggisráðstöf-
unum að greina ekki nákvæm-
lega frá því hverjar þær eru.
Framhald málsins sé í höndum
lögreglu og Flugleiðir hafi ekki
ákveðið til hvaða aðgerða verði
gripið.
Varð fyrir
árás um borð í
Flugleiðavél
STARFSMENN skíðasvæðisins í
Hlíðarfjalli við Akureyri þakka
kærlega fyrir veturinn, eins og seg-
ir á heimasíðu, en hvítasunnudagur
var síðasti skíðadagurinn. Þykk
þoka lá yfir Akureyrarbæ snemma
að morgni en heiðskír himinn og sól
yfir skíðasvæðinu. Hér sést Tómas
Leifsson leika listir sínar í blíðviðr-
inu í Hlíðarfjalli á hvítasunnudag.
Hætt var við að hafa opið í Hlíðar-
fjalli í gær, annan í hvítasunnu,
vegna slæmrar veðurspár og seinni
partinn í gær mátti sjá þoku hvíla
yfir skíðasvæðinu gegnum vef-
myndavélar á heimasíðu Hlíðar-
fjalls.
Ljósmynd/Þórhallur Jónsson
Blíðviðri í
Hlíðarfjalli