Morgunblaðið - 05.06.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Birkir og Gylfi bætast
í landsliðshópinn / B2
Heimaliðin sýndu styrk
sinn á HM / B2, B3
4 SÍÐUR
Morgunblaðinu í
dag fylgir auglýs-
ingablaðið Kaup-
hlaup frá Smára-
lind.
Blaðinu verður
dreift utan höf-
uðborgarsvæð-
isins.
Morgunblaðinu í
dag fylgir auglýs-
ingablað, „Hóla-
skólablaðið“.
Blaðinu verður
dreift um allt
land.
Sérblöð í dag www.mb l . i s
MAÐURINN sem framseldur var
nýlega frá Hollandi vegna gruns
um aðild að hvarfi Valgeirs Víð-
issonar í Reykjavík fyrir tæpum
átta árum neitaði alfarið sök í yf-
irheyrslum lögreglunnar og var
sleppt úr gæsluvarðhaldi síðdegis í
gær.
Að sögn Sigurbjörns Víðis Egg-
ertssonar, aðstoðaryfirlögreglu-
þjóns í Reykjavík, er búið að yf-
irheyra um tug manna vegna þessa
máls en eftir að manninum var
sleppt í gær liggja ekki fleiri undir
grun. Verður gögnum málsins safn-
að saman og þeim komið til rík-
issaksóknara sem mun taka ákvörð-
un um hvert framhaldið verður.
Maðurinn, sem er á fertugsaldri,
kom til landsins þriðjudaginn 21.
maí síðastliðinn eftir að hafa verið
framseldur frá Hollandi að kröfu
lögreglunnar í Reykjavík. Var hann
þá nýbúinn að afplána dóm í Hol-
landi fyrir smygl á fíkniefnum. Fyr-
ir Héraðsdómi Reykjavíkur 22. maí
sl. var hann úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 3. júní vegna gruns um
að hafa orðið Valgeiri að bana.
Fékkst varðhaldið svo framlengt til
föstudagsins 7. júní án þess að sá
úrskurður væri kærður til Hæsta-
réttar. Þurfti lögreglan aðeins sól-
arhring af þeirri framlengingu.
„Við gátum ekki haldið mannin-
um lengur. Við vorum búnir að
vinna það sem við töldum okkur
geta og því þótti ekki ástæða til að
halda honum lengur inni. Hann er
frjáls ferða sinna. Málið telst enn
óleyst og við munum taka saman
gögn þess til að senda ríkissaksókn-
ara til skoðunar,“ sagði Sigurbjörn
Víðir.
Málið erfitt rannsóknar
Valgeir Víðisson yfirgaf heimili
sitt á Laugavegi um miðnætti 19.
júní árið 1994 og hefur ekki spurst
til hans síðan. Fljótlega eftir hvarf-
ið fóru lögreglunni í Reykjavík að
berast vísbendingar um að ekki
hefði verið allt með felldu. Ýmsar
sögur hafa verið á kreiki sem lög-
reglu hefur ekki tekist að staðfesta.
Fyrir fjórum árum úrskurðaði Hér-
aðsdómur Reykjavíkur að Valgeir
skyldi teljast látinn, enda hefði ekk-
ert komið fram sem benti til ann-
ars. Miðað var við að andlát hans
hefði borið að höndum daginn sem
hann hvarf.
Sigurbjörn Víðir sagði að eftir
því sem lengri tími liði frá hvarfinu
yrði málið æ erfiðara rannsóknar.
Búið væri að hnýta nokkra lausa
enda og framhaldið væri í höndum
ríkissaksóknara.
Maðurinn sem grunaður var um aðild að hvarfi Valgeirs Víðissonar
Neitaði alfarið sök og var
sleppt að loknum yfirheyrslum
UMFERÐ um Gullinbrú gekk greiðlega fyrir sig í
gær og engar tilkynningar bárust vegna umferð-
arteppu á leiðunum út úr Grafarvogi, að sögn lög-
reglunnar í Reykjavík.
Á mánudag var allri umferð úr Grafarvogi
beint um Gullinbrú vegna framkvæmda við mis-
læg gatnamót við Víkurveg og myndaðist umferð-
arteppa á háannatímum sökum þessa. Að sögn
lögreglu var gripið til þess ráðs í gær að opna leið
út á Vesturlandsveg frá Grafarvogi norðan við
Víkurveg sem létti nokkuð á umferðarálagi við
Gullinbrú. Framkvæmdum á að ljúka 10. júní.
Morgunblaðið/RAX
Framkvæmdir standa nú yfir við Víkurveg og verður m.a. tekin í notkun ný brú yfir Vesturlandsveg sem tengja á Grafarvog og Grafarholtshverfi.
Greiðfært orðið úr Grafarvogi
HÆSTIRÉTTUR hefur fallist á
ósk ríkislögmanns um áfrýjun
dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá
6. mars sl. þar sem íslenska ríkinu
var gert skylt að greiða konu inn-
an Bandalags háskólamanna,
BHM, tæpar 109 þúsund krónur í
vangoldið fæðingarorlof, ásamt
dráttarvöxtum frá hausti 1997.
Á vefsíðu BHM segir Gísli
Tryggvason, framkvæmdastjóri
bandalagsins, að það hafi komið
sér á óvart að Hæstiréttur skyldi
fallast á áfrýjunina. Mun BHM
krefjast frávísunar málsins frá
Hæstarétti.
Að auki telur BHM að Árni Kol-
beinsson hæstaréttardómari hafi
verið vanhæfur við ákvörðun rétt-
arins um áfrýjunarleyfi þar sem
Árni hafi verið ráðuneytisstjóri í
fjármálaráðuneytinu þegar BHM
sótti málið fyrir hönd konunnar
gegn ráðuneytinu fyrir hönd ís-
lenska ríkisins.
Misræmi sagt í
úrskurðum Hæstaréttar
Haft er eftir Gísla á vefsíðunni
að misræmis virðist gæta í úr-
skurðum Hæstaréttar varðandi
áfrýjanir, eftir því hvort ríkið fari
fram á áfrýjun eða stéttarfélög.
Því til stuðnings bendir hann á að
Hæstiréttur hafi ekki fallist á
áfrýjun dóms frá síðasta ári í máli
sem Sjúkraliðafélag Íslands og
BSRB ráku gegn ríkinu varðandi
fyrningu orlofsréttar. Segir Gísli
Tryggvason að dómurinn hafi aug-
ljóslega verið fordæmisgefandi í
svo mikilvægu máli sem orlofsrétt-
ur starfsmanna sé.
BHM telur
hæstarétt-
ardómara
vanhæfan
Hæstiréttur fellst á
áfrýjun í máli gegn
íslenska ríkinu
Hrafnkatli
vísað frá
Ísrael
HRAFNKATLI Brynjarssyni
hefur verið vísað úr landi í Ísr-
ael en gefinn var út úrskurður í
gærkvöldi um að hann ætti að
yfirgefa landið innan þriggja
daga, samkvæmt upplýsingum
frá utanríkisráðuneytinu.
Að sögn Péturs Ásgeirssonar
hjá ráðuneytinu hefur Ethan
Alexander Naschitz, ræðismað-
ur Íslands í Ísrael, hitt Hrafn-
kel, gefið honum góð ráð og
gert honum grein fyrir hvaða
möguleika hann hafi í stöðunni.
Ekki er ljóst til hvaða að-
gerða Hrafnkell hyggst grípa
en ein leiðin er að leita til dóm-
stóla og fá úrskurðinum hnekkt
og við það kann málið að frest-
ast um einhvern tíma.
ÞRÍR keppendur á Íslandsmóti
IFBB í hreysti, sem haldið var um
páskana, hafa verið úrskurðaðir í
keppnisbann eftir að lyfjapróf, sem
tekin voru að keppni lokinni, reynd-
ust jákvæð. Þá missa þeir ennfrem-
ur sæti sín á Íslandsmótinu.
Þrír efstu keppendurnir í karla-
og kvennaflokki gengust undir
lyfjapróf og reyndust þrír þeirra já-
kvæðir. Keppendurnir sem um
ræðir eru Kristján Samúelsson,
sem lenti í 1. sæti í karlaflokki,
Guðni Freyr Sigurðsson, sem lenti í
öðru sæti, og Freyja Sigurðardótt-
ir, sem lenti í fyrsta sæti í kvenna-
flokki. Samkvæmt niðurstöðum
lyfjaprófs mældist efedrín í sýni
Kristjáns og er hann dæmdur í
þriggja mánaða keppnisbann skv.
reglum Alþjóða Ólympíusambands-
ins. Í sýni Guðna Freys mældist
efedrín, Nandrolon, Stanozol og of
hátt hlutfall testosterons. Í sýni
Freyju mældist Stanozol og fara
Guðni og Freyja bæði í 2 ára
keppnisbann.
Í fréttatilkynningu frá IFBB
segir að Stanozol og Nandrolon séu
hvort tveggja þekkt steralyf en
efedrín er örvandi og brennslu-
hvetjandi efni.
Þrír dæmdir
í keppnisbann