Morgunblaðið - 05.06.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.06.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HEIMAHÖFN MÁLARANS Domus Medica við SnorrabrautDugguvogi 4 Allt fyrir málarann og myndlistarmanninn í Litalandi, nýrri verslun okkar í Domus Medica. Komdu og fáðu góð ráð þegar þú ætlar að mála. N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 0 6 4 6 5 FUGLALÍFIÐ er fjölskrúðugt á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Ár eft- ir ár dvelja þar fastagestir og þeirra á meðal er álftapar eitt sem íbúar við tjörnina hafa fylgst með koma ungum sínum á legg hvert sumarið á fætur öðru. Fróðir menn á Seltjarnarnesi segja að í ár hafi mikið ungalán leikið við álftahjónin, því menn minnist þess ekki að þeim hafi fyrr tekist að koma sex ungum úr eggi og bíða áhugasamir átekta um hvort þeim tekst að koma þeim öll- um til „svans“. Það getur verið þrautin þyngri að fylgjast með sex unga hópi og til að enginn heltist úr lestinni hafa álftahjónin þann vana að annað þeirra fer í fararbroddi á sundi um tjörnina og hitt rekur lestina. Eitt- hvað virðist sem slest hafi upp á vinskapinn hjá ungunum því einn þeirra syndir heldur hægar og hef- ur dregist aftur úr. Eða vill hann kannski hjálpa til og hafa auga með allri fjöskyldunni líkt og mamma og pabbi? Verður eflaust vel fylgst með fjölskyldunni á Nesinu á næstu vikum enda margir áhugasamir um velferð þeirra. Morgunblaðið/Golli Álftahjónin eiga miklu ungaláni að fagna HÆSTIRÉTTUR féllst í gær á kröfu leigusala um að Café List ehf. verði borið út úr húsnæði við Laugaveg í Reykjavík þar sem nú er rekið veitingahúsið Kaffi List. Þórdís Guðjónsdóttir, annar eig- enda veitingahússins, segir að þetta mál snúist ekki um vanskil heldur uppgjör á kostnaði sem tengist inn- réttingum hússins. Eigendurnir hafi ráðist í mjög dýrar innrétt- ingar sem eigandi hússins muni eignast þegar leigutíminn rennur út árið 2010. Segir Þórdís að nú verði leitað samninga við eiganda hús- næðisins, fyrirtækið Serínu. Töldu húsnæðið ekki í því ástandi sem um var samið Fram kemur í dómi Hæstaréttar að veitingastaðurinn hafi ekki greitt leigu fyrir tiltekið tímabil og því sé leigusalanum heimilt að rifta leigusamningi. Í leigusamningum var tekið fram að Café List myndi innrétta húsnæðið á eigin kostnað. Fastar innréttingar yrðu eign leigusalans að leigutíma loknum en lausar innréttingar eign Cafés List- ar. Mánaðarleg leiga skyldi vera 534.000 krónur auk virðisauka- skatts. Þegar ekki bárust greiðslur fyrir húsaleigu fyrir september til nóvember í fyrra rifti leigusalinn samningnum og fór í framhaldi fram á útburð. Café List krafðist þess að út- burðarkröfu yrði hafnað, sem byggðist í fyrsta lagi á því að leigu- salinn hefði aðeins afhent hluta húsnæðisins á umsömdum tíma og hefði kostnaðar vegna þess orðið rúmlega 1,3 milljónir. Þá hefði hús- næðið ekki verið afhent í því ástandi sem um var samið og hefði kostnaður af þeim sökum numið hátt í eina milljón króna. Þá hefði leigusalinn ekki boðið Café List greiðslu fyrir fastar innréttingar í húsnæðinu samhliða riftun á leigu- samningi. Næði riftun fram að ganga væri um óréttmæta auðgun að ræða en kostnaður við innrétt- ingar hefði numið rúmlega 43 millj- ónum króna. Ekki sýnt fram á rétt á frádrætti frá leigunni Á þetta féllst Hæstiréttur ekki. Segir í dómnum að leigusalanum hafi verið heimilt að rifta samn- ingnum enda hafi leigugreiðslur ekki borist og Café List ekki sýnt fram á að félagið ætti rétt á frá- drætti frá leigunni. Tekið var fram að heimild leigusala til riftunar og til að krefjast umráða yfir húsnæði sínu væri ekki háð því að hann byði leigutaka uppgjör á því sem sá síð- arnefndi gæti átt rétt á við lok leigu. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claes- sen. Agnar Gústafsson hrl. flutti málið fyrir hönd Cafés Listar ehf. en Ingólfur Hjartarson hrl. var til varnar fyrir leigusalann, Serínu ehf. Fallist á að bera út Kaffi List Eigandinn segir málið snúast um uppgjör en ekki vanskil Hæstiréttur dæmir í máli sem höfðað var gegn eigendum veitingahúss við Laugaveg HEKLA, umboðsaðili Volks- wagen bifreiða hér á landi, hefur innkallað 883 bíla af gerðinni Polo vegna hugsanlegra galla í bremsukerfi þeirra. Um er að ræða árgerðirnar 1998, 1999 og 2000. Á heimsvísu hefur Volkswagen innkallað um 1 milljón bíla af gerðinni Polo og Lupo. Ástæða gallans er sögð mögu- leg bilun í sogslöngu, sem getur orsakað vægar gangtruflanir og að ástig á bremsur getur þyngst. Um eina klukkustund tekur að skipta um þessa sogslöngu. Engin hætta á ferðum Að sögn Ríkharðs Sveinssonar, vefstjóra hjá Heklu, hafa þegar verið send út bréf til eigenda þess- ara bíla og þeim boðið að koma með ökutækin í skoðun. Hann sagði þetta fyrst og fremst fyrir- byggjandi aðgerðir, en engin hætta væri á ferðum. Hekla innkallar 883 Polo-bíla MEIRIHLUTI félaga í Frjálsa líf- eyrissjóðnum sem mættu á fund í sjóðnum í gær var samþykkur til- lögu stjórnar sjóðsins um samein- ingu hans og lífeyrissjóðsins Ein- ingar. Til að af sameiningu sjóðanna geti orðið þarf samþykki tveggja þriðju hluta félagsmanna, en það náðist ekki. Af sameiningu sjóðanna verður því ekki í bráð. Áður hafði verið samþykkt á fundi hjá Einingu að sameinast Frjálsa lífeyrissjóðnum að því gefnu að nægjanlegur meirihluti fengist fyrir sameiningunni hjá Frjálsa. 1% félaga mætti á fundinn Sigurður R. Helgason, stjórnar- formaður Frjálsa lífeyrissjóðsins, segir að tillagan um sameiningu sjóðsins og Einingar snúist um breytingar á samþykktum Frjálsa lífeyrissjóðsins til samræmis við samþykktir Einingar. Hann segir að einungis rúmlega 1% fé- lagsmanna hafi mætt á fundinn eða um 23 sjóðsfélagar. Málið verði skoðað á næstunni og væntanlega tekið fyrir aftur síðar. Bæði Frjálsi lífeyrissjóðurinn og lífeyrissjóðurinn Eining eru í vörslu Kaupþings banka. Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Eining ekki sameinuð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.