Morgunblaðið - 05.06.2002, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.06.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Slakað á í blíð- viðrinu Ragnar Guðjónsson og Lóa Hermannsdóttir tóku sér hvíld á leiðinni í sumarparadísina í Nauthólsvík. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Þau Edda, Kamma, Bergþóra Linda og Friðrik Már horfðu mót sólu í klifurgrind í Hljómskálagarðinum í gær. Stelpurnar af Laufásborg, þær Laufey Karítas, Júnía, Laufey, Emma Kristína, Rebekka og Sesselja slökuðu á ásamt kennurunum Ásdísi og Eddu í Hljómskálagarðinum. Mæðgurnar Kristjana Björg og Sóley Kristín sleiktu sólina á ylströndinni í Nauthólsvík. hjónin sér hvíld á leiðinni að Naut- hólsvík, en þau sögðust venjulega ganga mikið og alltaf hafa gert. Sumarið leggst vel í þau, og Ragnar sagðist hlakka til að geta snúið sér aftur að vinnu þegar hann hefur jafnað sig eftir aðgerðina. Á ylströndinni í Nauthólsvík flat- möguðu mæðgurnar Kristjana Björg Sveinsdóttir og Sóley Kristín, 5 ára. Aðspurð sagði Kristjana að hinar hressustu en þær Ásdís og Edda sögðust iðulega fara með börnin í garðinn þegar vel viðraði. Í nágrenni Reykjavíkurflugvallar, á veginum sem liggur að ylströnd- inni í Nauthólsvík, nutu hjónin Ragnar Guðjónsson og Lóa Her- mannsdóttir veðurblíðunnar við vegarkantinn. Ragnar sagðist vera nýkominn úr aðgerð þar sem skipt var um hnjálið og því tækju þau BLÍÐAN var einstök víða um land í gær og fór hitinn hæst í 20 stig. Í til- efni góða veðursins fóru blaðamað- ur og ljósmyndari á stjá og hittu fólk sem naut gæsku veðurguðanna. Fyrst lá leiðin í Hljómskálagarð- inn en þar gat að líta fjölda barna og fullorðinna að leik. Í nýstárlegri klifurgrind voru þau Edda MacFarl- ane, Kamma Thordarson, Bergþóra Linda Ægisdóttir og Friðrik Már Ævarsson, nemendur í 9. bekk Álftamýrarskóla, að slaka á að af- loknum prófum. Að sögn Eddu voru þau líka í Hljómskálagarðinum í fyrradag og öll voru þau sammála um að veðurblíðan væri einstök. Það sem nú tekur við hjá krökkunum er misjafnt, þær Edda og Kamma sögð- ust vera á leið til Danmerkur í skemmtiferð, Bergþóra ætlar að starfa á fasteignasölu foreldra sinna í sumar og Friðrik ætlar að sögn að vinna við ýmislegt. Í Hljómskálagarðinum voru einn- ig nokkrar þriggja ára stúlkur af leikskólanum Laufásborg ásamt kennurum sínum, þeim Ásdísi og Eddu. Þær stuttu voru að leik við skjólgóða kletta í garðinum og voru þetta væri þriðja ferðin þeirra í Nauthólsvíkina í sumar en að dag- urinn í gær væri sá besti hingað til. „Það sem er skemmtilegast við að koma hingað er að þetta er eins og að vera á sólarströnd erlendis,“ sagði Kristjana. Sóley Kristín sagði að það skemmtilegasta sem hún gerði á ströndinni væri að liggja í sólbaði og héldu þær mæðgur við svo búið áfram að sóla sig. Á HRAÐAMYNDAVÉL í Hvalfjarðargöngum sást þegar ökumaður ók þar nýlega í gegn á rúmlega tvöföldum hámarks- hraða. Mældist hann á 147 km hraða en ekki má aka hraðar en á 70 um göngin. Segir lögreglan að ekki þurfi að fjölyrða um þá hættu sem stafaði af ökumanninum. Hann má búast við því að missa öku- réttindin og greiða 70.000 krón- ur í sekt. Á heimasíðu Spalar, sem á og rekur göngin, kemur fram að um hvítasunnuhelgina fóru um 12.200 bílar til norðurs um göngin. Af þeim óku 137 of hratt. Flestir óku á 84–98 km hraða en þeir sem óku hraðast fóru um göngin á 125 og 130 km hraða. Ók um Hval- fjarðargöng á 147 km hraða MENNIRNIR tveir sem hafa játað að hafa ráðist að Magnúsi Frey Sveinbjörnssyni í Hafnar- stræti hinn 25. maí sl. voru í gær úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 16. júlí nk. að kröfu lögreglunnar í Reykjavík. Eins og kunnugt er lést Magnús Freyr á sunnudag af áverkum sem hann hlaut við árásina. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð sinn á grund- velli 2. mgr. 103 greinar hegn- ingarlaga en þar segir að úr- skurða megi mann í gæslu- varðhald sé sterkur grunur um að hann hafi framið afbrot sem geti varðað tíu ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Líkamsárásin í Hafnarstræti Gæslu- varðhald framlengt ÍSLENSKUR nýstúdent sem slasaðist alvarlega þegar hann varð fyrir bíl í síðustu viku er á batavegi skv. upplýsingum frá ferðaskrifstofunni Heimsferð- um. Pilturinn hlaut höfuðhögg og fótbrotnaði og var á tímabili haldið sofandi á sjúkrahúsi. Hann hefur komist til meðvit- undar og læknar hafa rætt þann möguleika að flytja hann til Íslands með sjúkraflugi. Pilturinn var í 200 manna hópi útskriftarnemenda frá Verzl- unarskóla Íslands. Nýstúdent á batavegi HARÐUR árekstur varð á Suðurlandsvegi milli Hvera- gerðis og Selfoss skömmu eftir hádegi í gær. Voru þrír fluttir á Heilbrigðisstofnun Selfoss til aðhlynningar en meiðsl þeirra voru ekki alvarleg. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi missti ökumaður fólksbíls stjórn á bíl sínum sem snerist á veginum og fór yfir á rangan vegarhelming. Þar skall á hon- um bíll sem kom úr gagnstæðri átt. Bílarnir eru báðir mikið skemmdir eða ónýtir eftir áreksturinn. Snerist á Suð- urlandsvegi STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.