Morgunblaðið - 05.06.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
1,1 lítra. Ver› á›ur: 1.035 kr.
Ver› á›ur: 219 kr.
Ver› á›ur: 89 kr.
Tilvalið
í sumarbústaðinn
Glerskálar 1.750 kr.
3 í pakka
Ver› á›ur: 2.199 kr.
Eldhúsrúllustandur 180 kr.
Steikarhnífur 99 kr. (áður 112)
Steikargaffall 99 kr. (áður 112)
Hitakanna 890 kr.
Vatnsglas 22cl 69 kr.
Pottasett 2.450 kr.
Ver› á›ur: 2.990 kr.
Málþing lögmanna og dómara
Viðurlög í
brennidepli
Lögmannafélag Ís-lands og Dómara-félag Íslands gang-
ast fyrir málþingi nk.
föstudag. Ingimar Ingason
framkvæmdastjóri Lög-
mannafélags Íslands svar-
aði nokkrum spurningum
Morgunblaðsins.
Hver er yfirskrift mál-
þingsins, hvar verður það
haldið og hvenær?
„Yfirskrift málþingsins
er Glæpur og refsing – við-
urlög við glæpum á Íslandi
– er breytinga þörf? Mál-
þingið verður haldið í Eld-
borg, húsi Hitaveitu Suð-
urnesja við Svartengi,
Bláa lóninu, föstudaginn 7.
júní nk.“
Hver er tilurð og til-
gangur málþingsins?
„Málþingið er á vegum Lög-
mannafélags Íslands og Dómara-
félags Íslands, en þessi félög hafa
um langt árabil haldið málþing
fyrir félagsmenn sína og aðra lög-
fræðinga, í byrjun júní ár hvert,
þar sem tekin hafa verið fyrir lög-
fræðileg álitaefni sem hæst hafa
borið hverju sinni. Ástæða þess að
efnið glæpir og viðurlög við þeim
varð fyrir valinu að þessu sinni, er
sú mikla umræða sem átt hefur
sér stað í þjóðfélaginu undanfarin
misseri um þessi mál, þar sem
m.a. hafa komið fram háværar
kröfur um verulega hertar refs-
ingar við tilteknum afbrotum, svo
sem fíkniefnabrotum, kynferðis-
brotum og reyndar einnig öðrum
ofbeldisbrotum.“
Helstu áherslurnar…
„Meðal þess sem rætt verður á
málþinginu er samanburður á
þyngd refsinga frá einu tímabili til
annars, milli landa og um þau
vandamál sem við er að glíma við
samanburð á refsingum fyrir mis-
munandi tegundir brota. Reynt
verður að varpa ljósi á þá þætti
sem vega þyngst við ákvörðun
refsinga fyrir einstakar tegundir
brota, farið verður ofan í eðli og
þróun refsinga, svigrúm dómstóla
við ákvörðun refsinga með hlið-
sjón af jafnræðissjónarmiðum,
hlutverk refsinga og áhrif almenn-
ingsálitsins þegar kemur að refs-
ingum í afmörkuðum brotaflokk-
um. Leitast verður við að fá
sjónarmið fagaðila úr ólíkum átt-
um og koma frummælendur ekki
aðeins úr hópi lögmanna og dóm-
ara, heldur úr breiðum hópi sér-
fræðinga, sem um þennan mála-
flokk fjalla með einum eða öðrum
hætti, m.a. afbrotafræðingur og
fulltrúi fjölmiðla, sem ræða mun
um álit almennings á dómstólum,
skilning á dómskerfinu og afstöðu
almennings til dóma í málum, sem
vakin er athygli á í fjölmiðlum,
einkum manndráps- og kynferðis-
brotamálum. Að loknum fram-
söguerindum fara svo fram pall-
borðsumræður, þar sem búast má
við líflegum skoðanaskiptum þátt-
takenda.“
Er málþingið aðeins fyrir lög-
menn og dómara?
„Málþingið er ekki
eingöngu opið lög-
mönnum og dómurum,
heldur einnig öðrum
lögfræðingum. Auk
þess geta fulltrúar annarra starfs-
stétta, sem með þessi mál fara,
fengið að sitja málþingið, en nán-
ari upplýsingar veitir skrifstofa
Lögmannafélags Íslands.“
Hver eru annars helstu við-
fangsefni LMFÍ?
„Starfsemi Lögmannafélags Ís-
lands er margþætt og byggist á
stórum hluta á lögkveðnum skyld-
um þess samkvæmt lögmannalög-
um nr. 77/1998. Lögmannafélagið
hefur reyndar þá sérstöðu að öll-
um lögmönnum er skylt að vera
félagsmenn, enda hefur félagið
með höndum eftirlits- og agavald
yfir lögmönnum. Sérstök nefnd,
úrskurðarnefnd lögmanna, sem í
sitja lögmenn, dómarar og lög-
fræðingar, úrskurðar í kærumál-
um á hendur lögmönnum vegna
meintra brota þeirra á lögum eða
siðareglum lögmanna, en siða-
reglum félagsins er ætlað að setja
ramma utan um það hvað má og
má ekki í lögmennsku. Þá kemur
Lögmannafélag Íslands fram fyrir
hönd lögmanna gagnvart dómstól-
um og stjórnvöldum um þau mál-
efni sem stéttina varða og heldur
reglulega fundi með fulltrúum
dómsmálaráðuneytisins, Dómara-
félags Íslands og Dómstólaráðs. Á
vegum félagsins starfar sérstök
laganefnd sem hefur það hlutverk
að fara yfir lagafrumvörp og veita
umsagnir um þau til nefnda Al-
þingis. Laganefndin kemur einnig
að vinnu ráðuneyta fyrir og við
smíði lagafrumvarpa á fjölmörg-
um sviðum. Hefur félagið þannig
mikilvægu hlutverki að gegna við
þróun löggjafar og mótun réttar-
reglna í landinu.
Félagið heldur úti öflugri
heimasíðu með aðgengilegum
upplýsingum um lögmenn og
þjónustu þeirra, auk þess sem
Lögmannablaðið kemur reglulega
út, ásamt fréttabréfum
með hagnýtum upplýs-
ingum og fróðleik fyrir
félagsmenn. Félagið
skipuleggur einnig
endurmenntun félags-
manna, rekur bókasafn með lög-
fræðilegu efni og stendur fyrir
fundum og málþingum á sviði lög-
fræði. Þá er starfrækt sérstök lög-
mannavakt alla þriðjudagseftir-
miðdaga nema í júlí og ágúst þar
sem fólki gefst kostur á að ræða
við lögmann um réttarstöðu sína
endurgjaldslaust og fá leiðbein-
ingar um hver séu næstu skref í
máli þeirra.“
Ingimar Ingason
Ingimar Ingason fæddist í
Borgarnesi 23. ágúst 1964. Stúd-
ent frá MS 1984. Embættispróf í
lögfræði frá HÍ 1990 og masters-
gráða, LLM, í flutninga-, sjó- og
sjótryggingarétti frá Tulane
University í New Orleans 1999.
Starfaði sem fulltrúi og síðar
deildarstjóri trygginga- og
innraeftirlits hjá Eimskipafélagi
Íslands 1990-98. Framkvæmda-
stjóri Lögmannafélags Íslands
frá 1999. Giftur Guðrúnu Mar-
gréti Hannesdóttur sérfræðingi í
starfsþróunardeild Eimskipa-
félagsins. Börn eru Stefanía
Hanna, 8 ára, og Nína Margrét, 7
mánaða.
Starfsemi
LMFÍ er
margþætt
Nú geta Mjallhvít og dvergarnir haldið áfram að mjólka, flytja grjót, safna skuldum,
plata aumingja gamla fólkið, lengja biðlista, og svo frv.