Morgunblaðið - 05.06.2002, Side 16
LANDIÐ
16 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Taktu þátt í
Tölvufræðibraut Iðnskólans í Reykjavík hefur verið í fararbroddi á sínu sviði.
Og nemendur þaðan gegna víða ábyrgðarstöðum. Kennt er allt um tölvuna;
stýrikerfi og notkun algengasta hugbúnaðar, forritun, gagnasafnsfræði
og tölvutækni, allt eftir áhuga nemenda á sérhæfingu.
Upplýsinga- og fjölmiðlabraut Iðnskólans í Reykjavík menntar fólk til
starfa við allar helstu hliðar nútíma fjölmiðlunar, svo sem bókaútgáfu,
blaðaútgáfu, ljósvakamiðlun og netmiðlun, allt eftir því sérsviði sem
nemendur velja sér eftir grunnnám. Sérsviðin eru; grafísk miðlun, prentun,
ljósmyndun og veftækni. Tekið er mið af nýjum tímum og nýrri tækni
við framsetningu og miðlun upplýsinga.
IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK
Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500
www.ir.is • ir@ir.is
Upplýsinga- og tölvusvið
upplýsingabyltingunni!
Traust menntun í framsæknum skóla
EINS og ævinlega var mikið að gera
hjá verktökum og iðnaðarmönnum á
lokasprettinum svo opnun Hótel Sel-
foss mætti vera með þeim brag á
laugardag sem til er ætlast. Þeir
gáfu sér þó tíma síðdegis föstudag-
inn 31. maí til þess að hittast og
höfðu á orði að það væri allt klárt
enda vanir menn á ferð eins og einn
þeirra sagði um leið og hópurinn
stillti sér upp fyrir myndatöku.
Á myndinni eru starfsmenn verk-
taka við Hótel Selfoss. Það voru JÁ-
verktakar sem sáu um uppsteypu
hússins og byggingarstjórn. Aðrir
einstakir verkliðir voru í höndum
eftirtalinna aðila: Fossraf ehf. með
raflagnir, Verklag með málun utan-
húss, Múr og smíði ehf. með múr-
verk, Málningarþjónustan ehf. með
málun innanhúss, ÞH blikk ehf. með
blikksmíði og loftræstingu, Vatns-
verk ehf. með pípulagnir, Lagna-
þjónustan ehf. með stofnlagnir, Vél-
smiðja KÁ og Vélsmiðja Valdimars
Friðrikssonar með járnsmíði, HM-
lyftur annaðist lyftusmíði, Víkurás
sá um innihurðir, Áleiningar um
glugga og útihurðir. Gólfefnaval og
Álfaborg sáu um gólfefnin með sín-
um verktökum, Tengi seldi tæki á
böð, Baðstofan baðkerin og Húsgögn
og innréttingar ehf. sá um smíði inn-
réttinga í anddyri hótelsins. Rækt-
unarsamband Flóa og Skeiða sá síð-
an um lóðafrágang en auk þessara
hefur fjöldi aðila komið að þessu
verki.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Hótel Selfoss var opnað með viðhöfn 1. júní
Verktakar voru
með allt klárt
daginn áður
Selfoss
DAGSKRÁ sjómannadagsins á
Húsavík fór vel fram að venju, veð-
ur með þokkalegasta móti og há-
tíðarhöldin vel sótt. Að venju voru
húsvískir sjómenn heiðraðir fyrir
störf sín, var það
gert í Félags-
heimili Húsavík-
ur þar sem kaffi-
sala slysavarna-
deildar kvenna
fór fram. Að
þessu sinni voru
heiðraðir af sjó-
mannadagsráði
þeir Halldór
Bjarnason og
Sigurbjörn
Sörensson.
Halldór
Bjarnason er
fæddur á Húsa-
vík 1929, hann
byrjaði til sjós
14 ára eins og
algengt var hjá
ungum mönnum
á þeim tíma. 16
ára fór hann á
vertíð suður
með sjó og var á
bátum frá Húsa-
vík á vertíðum til ársins 1962. Jafn-
framt á síldveiðum fyrir Norður-
landi á sumrin og reknetum fyrir
Norður- og Suðurlandi á haustin.
Halldór var háseti og vélstjóri á
bátum undir stjórn vel þekktra
húsvískra skipstjóra, þeirra Þór-
halls Karlssonar, Þórarins Vigfús-
sonar, Stefáns Péturssonar og síð-
ast Sigurðar Sigurðarsonar.
Halldór hætti til sjós 1963 og réðst
til Olíufélagsins þar sem hann
starfaði til 1971 er hann réðst til
Gagnfræðaskóla Húsavíkur sem
síðar varð Framhaldsskólinn á
Húsavík. Þar starfaði hann sem
umsjónarmaður í 26 ár. Eftir að
hann hætti störfum vegna aldurs
hefur hann látið Sjóminjasafnið á
Húsavík njóta starfskrafta sinna
svo um munar. Eiginkona Halldórs
er Brynhildur Gísladóttir.
Sigurbjörn Sörensson er fæddur
á Kvíslarhóli á Tjörnesi 1931, hann
byrjaði til sjós 16 ára gamall á 14
tonna þilfarsbáti sem bar nafnið
Sævaldur. Eftir það var hann á
hinum ýmsu bátum, m.a á síldveið-
um á sumrin. Árið 1961 hóf Sig-
urbjörn útgerð ásamt fleirum með
kaupum á 16 tonna báti sem bar
nafnið Andvari. Árið 1967 keyptu
þeir félagar 40 tonna bát sem bar
nafnið Glaður, Sigurbjörn var skip-
stjóri á þessum bátum og þótti fisk-
inn og farsæll í starfi. Árið 1971
seldu þeir félagar útgerð sína og
Sigurbjörn hætti til sjós og réðst til
starfa hjá Kísiliðjunni í Mývatns-
sveit. Sumarið 1995 hóf hann aftur
að stunda sjóinn, reyndar ekki til
fiskveiða heldur til að sigla með
farþega í hvalaskoðunarferðir á 20
tonna eikarbáti sem heitir Knörr-
inn og starfar við hann enn í dag.
Eiginkona Sigurbjarnar er Hildur
Jónasdóttir.
Sjómenn heiðraðir
fyrir störf sín
Húsavík
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Halldór Bjarnason t.v. og Sigurbjörn Sörensson sem
heiðraðir voru á sjómannadaginn, myndin er tekin á
Sjóminjasafninu á Húsavík.
FERMING úti á landsbyggðinni og
ferming í borginni getur verið svolít-
ið ólík nema hvað grunntónninn er sá
hinn sami, nefnilega ákvörðunin um
að hafa Jesú Krist sem leiðtoga lífs-
ins. Hér í Grímsey var á þessu vori
eitt fermingarbarn, Þorleifur Hjalti
Alfreðsson, Gerðubergi. Dalvíkur-
presturinn séra Magnús G. Gunn-
arsson þjónar Grímsey og kom hing-
að siglandi ásamt organista og
ættingjum Þorleifs, því ekki var
flugfært. Séra Magnús þjónaði fyrst
í Dalvíkurkirkju þennan dag, þannig
að ferming hófst í Miðgarðakirkju
klukkan 17.Yngsti Grímseyingurinn,
lítill drengur, var skírður í messunni
og fékk nafn föðurafa síns, Henning.
Þegar fermt er í Grímsey er kirkj-
an ævinlega troðfull, setið og staðið
hvar sem pláss er. Sá skemmtilegi
siður fylgir fermingum hér að allir
sem í eyjunni dvelja, skyldir sem
óskyldir, eru velkomnir í félagsheim-
ilið Múla til að samfagna ferming-
arbarninu. Að þessu sinni mættu yfir
100 manns í veislumat og kaffi sem
þrjár myndarfrúr í Grímsey sáu um.
Morgunblaðið/Helga Mattína
Sr. Magnús G. Gunnarsson með
fermingarbarninu Þorleifi
Hjalta Alfreðssyni.
Eitt ferm-
ingarbarn
Grímsey
EINN helsti hátíðisdagur ársins í
Stykkishólmi er sjómannadagur-
inn. Hann var haldinn hátíðlegur á
hefðbundinn hátt. Um morguninn
var sjómannamessa þar sem sókn-
arpresturinn, Gunnar Eiríkur
Hauksson, messaði. Í messunni var
heiðraður aldraður sjómaður og að
þessu sinni var það Sigurjón
Helgason.
Hann stundaði sjóinn frá unga
aldri, fyrst frá Keflavík, svo frá
Flatey á Breiðafirði. Til Stykkis-
hólms fluttist hann fyrir um 40 ár-
um og gerðist hér umsvifamikill at-
vinnurekandi, með skelvinnslu og
útgerð fjölda báta.
Eftir hádegi var safnast saman
við höfnina þar sem fjölbreytt
skemmtiatriði fóru fram. Ekki
komust allir þurrir frá þeim atrið-
um, enda gerir það mesta lukku
þegar menn detta í sjóinn. Björg-
unarsveitarmenn voru með kaffi-
sölu í sínu nýja húsnæði og um
kvöldið var skemmtun á hótelinu
þar sem sjómannadeginum var
fagnað fram á nótt.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Fjölmenni var saman komið við höfnina í Stykkishólmi á sjómannadag-
inn. Þar fóru fram fjölbreytt skemmtiatriði.
Fjölbreytt
skemmtiatriði í
Stykkishólmi
Stykkishólmur
TELJA má mikla mildi að ekki fór
verr er byggingakrani frá Loftorku í
Borgarnesi fór á hliðina fyrir helgi,
en verið var að nota kranann við nýtt
skrifstofuhús Borgarfjarðarsveitar á
Hvanneyri. Kraninn er búinn að
vera þarna í notkun síðustu daga við
að hífa forsteypta sökkla inn í grunn-
inn. Engin slys urðu á fólki en eigna-
tjón Loftorku er mikið, kraninn
skemmdur og skotbóman stór-
skemmd ef ekki ónýtt. Kraninn er
um 20 ára gamall og var í mjög góðu
ásigkomulagi.
Morgunblaðið/Davíð Péturss
Byggingakrani fór á
hliðina á Hvanneyri
Skorradalur