Morgunblaðið - 05.06.2002, Page 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
18 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
meistar inn. is
GULL ER GJÖFINTraust menntun í framsæknum skóla
Spennandi tækifæri
Byggingasvið Iðnskólans í Reykjavík er fjölbreytt og gefur mikla möguleika.
Í húsasmíði vinna nemendur fjölbreytileg smíðaverkefni.
Í húsgagnasmíði ljúka nemendur námi með smíði húsgagna sem þeir
hanna, teikna og smíða. Í málun læra nemendur bæði húsamálun og
skrautmálun, auk t.d. leturmálunar. Í múrsmíð læra nemendur að múra hús,
hlaða veggi og leggja flísar. Í veggfóðrun læra nemendur meðferð hvers konar
gólfefna, flísalagnir og teppalagnir. Í tækniteiknun er kennt á öll helstu
flatar- og þrívíddarforrit; mikil áhersla er lögð á fagteikningar, t.d. húsa-,
innréttinga-, véla- og raflagnateikningar;.
IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK
Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500
www.ir.is • ir@ir.is
Byggingasvið
til að skapa
LANDSBANKINN hefur lokið
fyrri hluta erlendrar endurfjár-
mögnunar sinnar á árinu með 200
milljóna láni í evrum til tveggja
ára, sem er jafnvirði um 17 millj-
arða króna, að því er fram kom í
fréttatilkynningu frá bankanum í
gær. Lánið var greitt út í lok síð-
asta mánaðar og var fjármögnunin
í formi skuldabréfaútboðs innan
EMTN-fjármögnunaramma bank-
ans og var í umsjá Bank of Am-
erica. Samstarfsbankar Bank of
America í fjármögnunarverkefn-
inu voru Caboto Holding Sim (dótt-
urfyrirtæki Intesa-BCI, stærsta
banka Ítalíu), franski fjárfesting-
arbankinn CDC IXIS, Dresdner
Kleinwort Benson, franski bankinn
Natexis Banque Populaires og
Svenska Handelsbanken.
Í tilkynningunni segir að til-
gangur lántökunnar sé endur-
greiðsla á sambankaláni á gjald-
daga í júlí á þessu ári og
fjármögnun nýrra verkefna, meðal
annars aukin fjármögnun vegna
Heritable Bank í London. Meðal
annarra markmiða nýafstaðinnar
lántöku hafi verið lækkun meðal-
fjármögnunarkostnaðar bankans
og útvíkkun landfræðilegrar dreif-
ingar fjárfesta. Báðum þessum
markmiðum hafi verið náð. Um-
framáskrift hafi verið um 10% og
lánskjörin með þeim allra hag-
stæðustu sem Landsbankinn hafi
fengið á undanförnum árum. Þátt-
taka franskra fjárfesta hafi verið
25%, finnskra fjárfesta 24% og
sænskra fjárfesta 10% auk þátt-
töku fjárfesta frá Suður-Evrópu og
fleiri löndum.
„Sterkt lánshæfimat Lands-
bankans frá bæði Moody’s og Fitch
sem og nýleg hækkun á horfum í
lánshæfimati frá Moody’s áttu
einnig mikinn þátt í því að vel tókst
til í endurfjármögnun Landsbank-
ans,“ segir í fréttatilkynningu
bankans.
Landsbankinn gengur
frá lántöku erlendis
BANDARÍSKA verðbréfafyrir-
tækið Vanguard afhenti Íslands-
banka nýlega viðurkenningu fyrir
góðan árangur við kynningu og
sölu á sjóðum fyrirtækisins.
Vanguard er annað stærsta
eignastýringarfyrirtæki heims
með um 600 milljarða dala í stýr-
ingu, að því er segir í tilkynningu.
Samstarf Vanguard og Íslands-
banka hófst árið 1998 þegar VÍB,
nú eignastýring Íslandsbanka, varð
fyrsti samstarfsaðili Vanguard í
Evrópu og er viðurkenningin m.a.
til komin vegna þess. Íslandsbanki
býður hér á landi til sölu vísitölu-
sjóði Vanguard. Kostir slíkra sjóða
eru sagðir mikil áhættudreifing og
lágur kostnaður.
Á myndinni afhendir John J.
Brennan, forstjóri Vanguard,
Gunnari Baldvinssyni hjá eigna-
stýringu Íslandsbanka, viðurkenn-
ingargripinn.
Vanguard verð-
launar Íslandsbanka