Morgunblaðið - 05.06.2002, Síða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 19
ÖRN Pálsson, framkvæmdastjóri
Landsambands smábátaeigenda,
segir að afleiðing laga um kvóta-
setningu aukategunda hjá króka-
bátum séu verulegir rekrstarerfið-
leikar fjölmargra smábátaútgerða.
Hann segir að stjórnvöld þurfi að
koma til móts við þessar útgerðir
þannig að þær fái að skuldbreyta
óhagstæðum lánum. Hann hefur
þegar rætt við iðnaðar- og við-
skiptaráðherra um að Byggðastofn-
un komi að málinu.
Breytingar á lögum um stjórn
fiskveiða, sem fólu í sér kvótasetn-
ingu á ýsu, ufsa og steinbít hjá
krókabátum, tóku gildi við upphaf
yfirstandandi fiskveiðiárs, en fram
að því höfðu smábátar sótt frjálst í
þessar tegundir. Frá því að fisk-
veiðiárið hófst hinn 1. september og
til aprílloka hafa krókabátar veitt
alls um 3.619 tonn af ýsu, en ýsuafli
þeirra á sama tíma síðasta fisk-
veiðiárs var 6.765 tonn og hefur afl-
inn þannig dregist saman um 3.146
tonn eða 46,5%. Steinbítsafli króka-
bátanna hefur dregist saman um
42,5% á sama tímabili, eða úr 5.563
tonnum í 3.198 tonn.
„Margir smábátaeigendur eru
komnir í miklar hremmningar
vegna kvótasetningar á aukateg-
undum,“ segir Örn, en hann telur
að sennilega þurfi um 150 útgerðir
á skuldbreytingum að halda. „Ótal
smábátaeigendur fjárfestu með það
fyrir augum að þessar tegundir
yrðu ekki settar í kvóta. Núna hef-
ur skerðingin orðið svo mikil að
þeir eiga í erfiðleikum með að
standa í skilum. Mörg þessara lána
eru mjög óhagstæð, okurlán frá
bönkunum, og til þess að létta
mönnum róðurinn sé ég ekki aðra
leið færa en að stjórnvöld bjóði
þessum aðilum upp á hagkvæmari
lán til að greiða þessi skammtíma-
lán hjá bönkunum.“
Umsvif kringum
útgerðirnar dragast saman
Örn segir að lögin hafi líka í för
með sér að verðmæti smábáta hafi
rýrnað verulega. „Við bentum á
þessar afleiðingar lagasetningarinn-
ar og að mörgum myndi ekki takast
að láta enda ná saman.
Smábátaeigendur hafa reynt að
hagræða á ýmsan hátt. Margir hafa
neyðst til að leigja frá sér eða selja
þær litlu heimildir sem þeir hafa í
aukategundum og veiða þorskkvóta
sinn á handfæri. Þá eru menn í
flestum tilfellum einir um borð, auk
þess sem öll umsvif í kringum út-
gerðina dragast saman. Til dæmis
missa beitningamenn þar spón úr
aski sínum. Við höfum oft bent á að
beitning er tiltölulega vel launað
verkamannastarf og vegur því
þungt hjá mörgum í litlum sjáv-
arplássum.“
Í kjölfar breytinga á lögum um
veiðar krókabáta var sjávarútvegs-
ráðherra falið að ráðstafa árlega
samtals 2.300 tonnum af ýsu, stein-
bít og ufsa til báta sem gerðir eru
út frá byggðum sem að verulegu
leyti eru háðar veiðum krókaafla-
marksbáta. Þá var aflahlutdeild
krókaaflamarksbáts í ýsu, steinbít
og ufsa hækkuð með sérstakri út-
hlutun, sem miðaðist við samtals
3.600 tonn af áðurgreindum teg-
undum, og tók mið að skerðingu
sem varð á veiðimöguleikum
bátanna við lagabreytingarnar.
Ennfremur fengu bátarnir 800
tonna uppbót á krókaaflamark yf-
irstandandi fiskveiðiárs. „Aukaút-
hlutanirnar skiluðu sér seint og illa
og nægja engan veginn til að vega
upp þann mikla samdrátt sem nú er
orðinn,“ segir Örn.
!
"
# $ "
!
"
##%
&'%
( (
!"#$% #
&##
'(##"
)** *#'(#
# #(
+
+
,+
&
- +
- - -+
.
/(01*" '#
)# $ "
)# #%
&'%
( (
!"#$% #
&##
'(##"
)** *#'(#
# #(
++
+,
&
- ,+
,+
- +
/(01*" '#
Mikill samdráttur
í ýsu- og steinbíts-
afla krókabáta
Landsamband
smábátaeigenda
vill að stjórnvöld
komi til móts við
smábátaútgerðir
● MÁR Wolfgang Mixa, sérfræðingur
hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar, sendir
viðskiptatímaritinu Business Week
tóninn í lesendabréfi í nýjasta hefti
blaðsins. Már segir þar að BW skuldi
e.t.v. áskrifendum sínum afsök-
unarbeiðni þar sem skrif blaðsins
hafi ekki verið nægilega gagnrýnin
hvað varðar áhættu sem fylgir hluta-
bréfaviðskiptum.
Már vitnar í grein BW sem birtist
13. maí sl. undir yfirskriftinni „How
corrupt is Wall Street“ eða „Hversu
spillt er Wall Street“ þar sem grein-
ingarsérfræðingar á Wall Street eru
gagnrýndir fyrir vafasama ráðgjöf til
viðskiptavina. Már tekur undir slíka
gagnrýni en vekur jafnframt athygli á
að skort hafi á viðvaranir vegna
áhættufjárfestinga.
Má þykir sem BW hafi gefið í skyn í
greininni að blaðið hafi varað við
þessu í tíma þar sem með greininni
hafi birst myndir af tveimur forsíðum
blaðsins frá 1998 og 2000 þar sem
viðvörunarmerki eru gefin. „Þetta er
rangtúlkun. Nóg var af forsíðu-
greinum sem boðuðu nýja tíma, en
greinar sem settu spurningarmerki
við ótrúlega áhættuaukningu voru
sjaldgæfar. Grein ykkar endar á þeim
orðum að það væri varla nóg fyrir Wall
Street að biðjast fyrirgefningar og
það væri of seint á þessu stigi. Þar
sem ekki hefur verið mikið um viðvar-
anir, ætti Business Week þá ekki að
biðja áskrifendur sína einhvers konar
fyrirgefningar?“ eru lokaorð les-
endabréfs Más Wolfgangs Mixa.
Business Week lét bréfinu ósvar-
að.
Business Week
gagnrýnt
RANGLEGA var greint frá því á
dögunum að hugbúnaðar- og þjón-
ustufyrirtækið Betware hefði samið
við Íslenska getspá um þróun á nýju
sölukerfi þess síðarnefnda á Netinu.
Hið rétta er að samningurinn var
gerður á milli Betware og Íslenskra
getrauna en hann gerir Íslenskri
getspá einnig kleift að selja lottó í
gegnum kerfi Íslenskra getrauna á
Netinu.
Hlutaðeigandi eru beðnir velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Leiðrétting
Samningur
Betware og
Íslenskra
getrauna