Morgunblaðið - 05.06.2002, Page 25

Morgunblaðið - 05.06.2002, Page 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 25 Þátttaka í happdrætti Krabbameinsfélagsins er stuðningur við mikilvægt forvarnastarf Dregið 17. júní Veittu stuðning - vertu með! HLUTI þáttanna um Tyrkjaránið fjallar um þau fjölskrúðugu áhrif sem atburðurinn hefur haft á list- sköpun hérlendis á síðari árum. Þar er fyrirferðarmestur kafli Guðríðar Símonardóttur, eða Tyrkja Guddu einsog hún var jafnan nefnd eftir heimkomuna. Ævintýralegt og há- dramatískt lífshlaup hennar hefur veitt myndhöggvurum, dansahöf- undum, tónlistarmönnum og rithöf- undum ómældan innblástur. Þ.á m. Steinunni Jóhannesdóttur, Guðna Franzsyni, Lindu Stefánsdóttur, Ragnheiði Stefánsdóttur og séra Jakobi Jónssyni. Guðríður var í hópi Vestmannaeyinganna sem lentu í greipum ræningjanna. Var seld í ánauð í Algeirsborg og ein þeirra lán- sömu 36 þræla sem keyptir voru úr haldi árið 1636. Fyrir ránið var Guð- ríður gift kona í Eyjum en taldi mann sinn látinn er hún varð þunguð eftir séra Hallgrím Pétursson sálmaskáld í Kaupmannahöfn, níu árum síðar. Bóndi hennar lést hinsvegar um svip- að leyti, annars hefði illa getað farið. Guðríður fylgdi séra Hallgrími til Ís- lands 1637 og giftust þau skömmu síðar. Listamenn teldust ekki merki- legir sem slíkir ef þá skorti ímyndunarafl og áræði til að sjá hlutina í nýju ljósi og láta blása um þá ferska vinda. Því verður þó ekki mót- mælt að forvitnilegt væri að vita hvað Gudda hefði til málanna að leggja um „fegurðina í ljótleikanum“. Raunasaga Eyja- klerksins Ólafs Egils- sonar er rakin um álf- una þvera og endilanga. Hann var, ásamt konu og börnum, fluttur í ánauð til Algeirsborgar þar sem hann sá fjöl- skyldu sinni tvístrað. Yngsti sonur- inn seldur hæstbjóðanda í þrældóm, beint frammi fyrir augum hans, en skömmu síðar var Ólafur skipaður sendimaður serkneskra yfirvalda til að beiðast lausnargjalds fyrir hópinn í Danaveldi. Kvikmyndagerðar- mennirnir rekja þá grýttu og krók- óttu slóð, því á þessum tíma var Evr- ópa undirlögð af Þrjátíu ára stríðinu. Tókust þar á kristnir menn, klofnir í fylkingar mótmælenda og kaþólskra. Aukinheldur moraði álfan af ræn- ingjum til sjós og lands og skæðar drepsóttir herjuðu á múginn. Ólafur sótti ekki gull í greipar konungs er hann náði að lokum fundi hans, enda Danmörk fátækt land þá um stundir, farið halloka í styrjöldum. Um síðir komst hann heilu og höldnu til Ís- lands og ritaði hina ómetanlegu heimild um atburðina; Reisubók séra Ólafs Egilssonar. Í beinu framhaldi er dustað rykið af útikaupmanni frá Álaborg sem lagði líf sitt og eignir að veði til að bjarga þegnum Danakonungs úr barbaríinu. Þessi fróðlegi og stór- merki kafli upplaukst er opnað var bréfasafn á Ríkis- skjalasafninu í Kaup- mannahöfn fyrir fáein- um árum. Undir lokin eru skýrðar ástæð- urnar fyrir því, hvers- vegna þær tilraunir sem þekktar eru til frelsunar bandingj- anna norrænu, voru unnar fyrir gýg. Þorsteinn og hans fólk leggja mikla vinnu í að kanna huga ráns- mannanna, pólitískan bakgrunn þessara óróatíma, stríðs- ástandið sem ríkti í arabalöndum og í Norðurálfu. Þeirri margflóknu mannlífsdeiglu sem sat borgirnar er gerði út á sjórán og stundaði líflega þrælasölu. Til marks um þræla- mergð serkja er talið að á þessum tíma hafi fjórðungur íbúa Algeirs- borgar verið ánauðugt fólk. Í þessari ófélegu iðju voru „Hund-Tyrkjarnir“ fremstir meðal jafningja. Talsverð- um tíma eytt í sögu Mára, arabakyn- bálks sem lagði undir sig Suður- Spán, en var hrakinn aftur til síns heima röskri öld fyrir Tyrkjaránið. Þá hefur kvikmyndargerðarmönnum tekist að komast á ævintýralega blóðslóð skipstjórnarmanns tveggja ræningjaskipanna, Hollendingsins Jans Janssonar. Hann var fangaður af serkjum, tók múslimatrú, breytti um nafn og gerðist konunglegur sjó- ræningjakapteinn. Nafn hans sting- ur upp kollinum á ólíklegustu stöðum í heimildum, m.a. í íslensku ljóði þar sem hann er réttnefndur „morðeng- illinn“. Þrátt fyrir hálf rómantískan blæ, eykur lokakaflinn áhorfandanum skilning á villimannslegu framferði hinna óvelkomnu gesta sem rufu náðarkjör kotþjóðarinnar norður í Dumbshafi. Takmarkað myndmál er meginvandi heimildarmyndagerðar- manna sem fást við liðna tíð. Þá reyn- ir á hugkvæmnina að nýta sem best tiltækt efni og á það ekki síður við textann. Þá mæðir á ímyndunaraflið því fjölmargt þarf að gera sér í hug- arlund og fiska í eyðurnar. Afrakst- urinn er höfundum til sóma, við blas- ir yfir höfuð forvitnileg og vönduð mynd þar sem hvergi er kastað til höndum. Flókin og tímafrek ná- kvæmnisvinna á söfnum og söguslóð- um fjölda landa í þremur álfum skilar sér með ágætum á skjáinn. Textinn er oftast magnþrunginn, á fallegu máli og skýrt og skelegglega fram borinn. Tónlistin á ríkan þátt í að skapa réttan tón í framvinduna, þar skipar þróttmikill Tröllaslagurinn veigamikinn sess, fluttur af sannri snilld af Voces Thules. Höfundarnir ráða viðhorfinu og tóninum og hann skilar sér sem frið- samlegur og græðandi þegar á heild- ina er litið. Tíminn græðir öll sár, Tyrkjaránið og fleiri eftirtektarverð samtímaverk stuðla að því að okkur gefst tækifæri að sjá og velta fyrir okkur þessum válegu atburðum í nýju og jákvæðara ljósi en áður. Á hinn bóginn hefði að ósekju mátt beina meira ljósi að hrikalegum ör- lögum flestallra fórnarlambanna í þessu viðamikla ágætisverki. Gott og vel, einhver komst í pell og purpura og neytti hinna suðrænu ávaxta. Yf- irgnæfandi hluta hinna 400 ánauðugu landa okkar beið hinsvegar helvíti á jörðu. Þar voru engin fíkjutré að finna né fagurlegt mósaík. Það er vafalaust „svakalegt“ að vera þræll. Margir hafa dáið á fyrsta áratugnum, en vonandi má enn sjá meðal serkja einn og einn bláeygan og ljóshærðan, ef vel er gáð. SJÓNVARP Heimildarmynd II. þáttur: Fegurð þjáningarinnar og III. þáttur: Morðengill sá. Höfundur og stjórnandi: Þorsteinn Helgason. Kvik- myndataka: Guðmundur Bjartmarsson, Jón Hjörtur Finnbjörnsson, Hjálmtýr Heið- dal. Klipping: Guðmundur Bjartmarsson. Hljóðsetning: Gunnar Árnason. Tónlist: Sverrir Guðjónsson. Slagverk: Eggert Pálsson. Þulir: Hjalti Rögnvaldsson, Er- lingur Gíslason, Helga E. Jónsdóttir, Þor- steinn Helgason. Sýningartími: 2 x 45 mín. Íslensk heimildarmynd í 3 þáttum. Fjármögnuð af Menningarsjóði útvarps- stöðva, Kvikmyndasjóði Íslands og Sjón- varpinu. Seylan kvikmyndagerð. Sjón- varpið, maí 2002. TYRKJARÁNIÐ Tíminn græðir öll sár Sæbjörn Valdimarsson Þorsteinn Helgason SÝNINGU Dieter Roth akadem- íunnar í gömlu Álafossverksmiðj- unni og veitingahúsinu Álafoss Föt Bezt lýkur á sunnudag. Bókabúðin Boekie Woekie frá Amsterdam er starfrækt á sýning- unni og selur bókverk eftir mynd- listamenn. Sýningin er opin virka daga frá kl. 18–20 og um helgar frá kl. 14–20. Sýningu lýkur TRÍÓIÐ Jazzandi er að hefja þriggja daga ferð um suðvesturhorn landsins. Leikar hefjast á Vídalín við Ingólfs- torg í Reykjavík í kvöld kl. 22:30, á fimmtudag verður tríóið á Kaffi Duus í Keflavík, þeir tónleikar hefjast kl. 22:00, og að lokum verða Borgfirðing- ar heimsóttir á föstudaginn og mun tríóið leika á Vivaldi. Jazzanda skipa: Sigurjón Alexand- ersson gítarleikari, Sigurdór Guð- mundsson, Borgnesingur og bassa- leikari, og George Claassen trymbill. Á efniskrá þeirra má finna fjölbreytt efni, m.a. lög eftir Miles Davis, John Coltrane, Kenny Wheeler, Duke Ell- ington auk frumsamins efnis. Miða- verð er kr. 600 á alla tónleikana. Jazzandi á þrennum tónleikum TMM, 2. tbl. 2002, er komið út. Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræð- ingur fjallar um átök Ísraela og Palestíumanna, upphaf þeirra og framvindu í grein sem hún kallar Hernaður, hryðjuverk og hernumið fólk. Kristján B. Jónasson skrifar um nýj- ustu bók Günters Grass, Krabbagang. Árni Óskarsson fjallar um Óvinafagnað Einars Kárasonar. Sigurður A. Magnússon skrifar gagn- rýna grein um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Ármann Jakobsson hefur greinaflokk sinn um Agöthu Christie og Þorfinnur Skúlason lítur í bækur um viðskipti og vinnusemi undir yfirskriftinni Frá Kaupþingi til Casa- blanca. Tvær smásögur eru í tmm, Sitji Guðs englar eftir Hlyn Níels Grímsson og Mannabein eftir Óla Jón Jónsson en sú saga er byggð á raunverulegum at- burðum þótt fáir vilji kannast við að slíkir atburðir hafi tengst Íslandi. Harold Pinter ræðir alþjóðastjórn- málin – Milosevic, Afganistan o.fl. og Hallgrímur Helgason útskýrir ástandið í íslenskri pólitík fyrir Jóni Baldvini Hannibalssyni í greininni Vinstramegin við Washington. Kápumynd tmm er nærmynd af verki Margrétar Blöndal á sýningunni Mynd – íslensk samtímalist á Listahátíð. Rit- stjóri tmm er Brynhildur Þórarinsdóttir. Tímarit ÞRENN verðlaun voru veitt fyrir framúrskarandi hönnun á vorsýn- ingu Iðnskólans í Hafnarfirði á dög- unum. Hafdís Perla Hafsteinsdóttir fékk verðlaun fyrir lampa og segir m.a. í umsögn dómnefndar: „Frum- leg hugsun með klára skírskotun til náttúrunnar, ásamt breytilegu formi og skemmtilegu efnisvali.“ Edda Ívarsdóttir fékk verðlaun fyrir ílát úr krossviði. Dómnefnd sagði að verkið sýndi „áhugaverða Hafdís Perla Hafsteinsdóttir við verðlaunaverk sitt. Iðnskólinn í Hafnarfirði Þrír hlutu hönn- unarverðlaun hugmynd og fallegt form sem hefði margvíslegt notagildi“. Þá fékk Guðrún Gísladóttir verð- laun fyrir skartgripi. „Nýstárleg lausn, einfalt armband úr málmi sem klæða má mismunandi skarti eftir smekk notandans,“ var mat dóm- nefndar sem samanstóð af Dóru Hansen innanhússarkítekt, Eyjólfi Pálssyni innanhússarkitekt og eig- anda Epal og Pétri Lútherssyni stólahönnuði. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ KÓR, sem skipaður er söngfólki í kirkjukór Fella- og Hólakirkju og kallar sig Kammerkór Fella- og Hólakirkju, er að undirbúa söng- ferð til Tékklands og Ungverja- lands 20. júní til 4. júlí nk. Kamm- erkórinn mun syngja á tvennum kvöldtónleikum í Tékklandi í St. Moritz-kirkjunni í Olomouc og í St. Vavrinec-kirkjunni í Prerov. Í Ungverjalandi syngur kórinn við hámessu í Basilikunni í Eger. Kammerkór Fella- og Hóla- kirkju skipa 17 reyndir söngv- arar, en stjórnandi kórsins er Lenka Mátéova, organisti Fella- og Hólakirkju. Hún er fædd og uppalin í Tékklandi og var út- skrifuð frá Tónlistarakadem- íunni í Prag árið 1990. Ári síðar fluttist hún ásamt fjölskyldu sinni til Íslands og hefur starfað þar síðan. Á söngskránni er kirkjuleg tónlist frá Þýskalandi, Englandi og Norðurlöndunum en aðallega íslensk kirkjutónlist, m.a. eftir Hjálmar Ragnarsson, Þorkel Sig- urbjörnsson, Sigvalda Kaldalóns og Hildigunni Rúnarsdóttur. Undirleikari á tónleikunum verð- ur Peter Máté, píanóleikari. Kórinn heldur tónleika í Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 19. júní nk. kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Söngferð til Austur-Evrópu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.