Morgunblaðið - 05.06.2002, Side 30

Morgunblaðið - 05.06.2002, Side 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ H vernig er fljótlegast að sameina Evr- ópu? Með því að beita þolinmæði, leiða fólki í lönd- unum fyrir sjónir að samstarf sé betra en að hver sé að hokra í sínu horni, gjótandi tortryggnu horn- auga yfir til hinna. Benda á að ekkert sé eðlilegra en að ræða í friði og spekt við granna sína, rífa niður gamlar og óþarfar girðingar og nota hugmyndaflugið við leit að málamiðlunum þegar skoðanir eru skiptar. En leggja um leið áherslu á að hver þjóð fái að ráða sem mestu í eigin málum, fái að halda fast við skaðlausar hefðir og sérvisku sem gera mósaík- myndina lit- ríka og fjör- lega. Kannski er hér dregin upp allt of mikil glassúrmynd. En varla skaðar að gera sér einhverja hugmynd um skynsamlega þróun þar sem þolinmæði, tillitssemi og raunsæi verða leiðarljósið. Sumir vilja hins vegar nýtt risaveldi, helst á morgun og segja að ella bíði okkar allra eymd og volæði vegna þess að Bandaríkjamenn ætli að gleypa okkur og allan heiminn. Sameiginlegi óvinurinn, sem á að fá okkur til að fylkja liði og flýta fyrir fæðingu risaveld- isins Evrópu, er því fundinn og býr í Vesturheimi. Ofstækisfullir, evrópskir þjóð- ernissinnar á fyrri hluta 20. aldar áttu það sameiginlegt að vera tor- tryggnir í garð Bandaríkjanna og sumir þeirra hötuðu þessa evr- ópsku afurð jafnvel enn meira en Sovétríki bolsévikkanna. Banda- rísk menning, Hollywood, tyggjó og kók en einnig tækni, afburða háskólar og listamenn, ruddist með látum inn í samfélög sem áð- ur þóttust ekki standa neinum að baki. Margir menntamenn, jafnt til hægri sem vinstri, fóru að líta á það sem skyldu sína að amast við þessum áhrifum – jafnvel þótt þau væru að mestu leyti evrópsk að langfeðgatali. Gamalgróin ólundin er enn við lýði, þykir oft fín og sönnun þess að maður hafi fágaðan smekk. Menningin, ég er hún. Mestur er hljómgrunnurinn meðal nokkurra örvasa heimsvaldasinna og and- stæðinga hnattvæðingar. Hins vegar gekk og gengur enn illa að fá almenning í löndum Evrópu til að taka fullan þátt í leiknum. Hann heldur áfram að þybbast við og læra af frændfólkinu handan hafsins, hvergi í álfunni rísa nú jafnmargir McDonalds- skyndibitastaðir og í sjálfu Frakk- landi, kórónu heimsmenning- arinnar. Og hvergi er jafnmikið um amerísk-ættaðar enskuslettur og í Þýskalandi. Amerískar kvik- myndir laða fleiri að kvikmynda- húsunum en innlendar og evr- ópskar minnipokastælingar á sápunum forheimska okkur öll. En andspyrnuhreyfingin tygg- ur það ofan í okkur að gjá sé á milli „okkar“ og „hinna“, þessara ódönnuðu fyrir vestan. Stundum er talað um að kjafta upp eða nið- ur gengi gjaldmiðils og átt við að hægt sé að hafa áhrif á gengið með því einu að endurtaka nógu oft að ekkert sé að. Eða allt að hrynja. Sé haldið nógu lengi áfram að ýkja allan raunveruleg- an mun, ýta undir alla hugsanlega árekstra tekst ef til vill að breikka mjóa sprungu og breyta í gjá. Hreyfingin fær oft stuðning úr óvæntri átt. Margir vel meinandi Bandaríkjamenn líta á það sem heilaga skyldu að finna að öllu sem gerist og gert er í landinu og þá ekki síður því sem ógert er lát- ið. Þeir halda ekki að ráðamenn séu allir sem einn illgjarnir og spilltir, þeir vita það. Aðhald er auðvitað nauðsynlegt en getur orðið þreytandi þegar það breyt- ist í meðvitundarlausan kæk, nöldur sem hætt er að byggjast á rökum en á sér aðallega rætur í einhvers konar sjálfshatri. Stund- um virðist manni að hið síð- arnefnda sé raunin. Bölbænirnar vestanhafs verða oft risaveld- ismönnum Evrópu skotfæri í bar- áttunni gegn ameríkaníseringu. Engir nema draumóramenn halda að til sé samevrópsk vitund sem geti senn orðið jafnsterkt lím í nýju, fjölþjóðlegu risaveldi og ættjarðarástin er í Bandaríkj- unum. Hvenær ætla menn að sætta sig við að Evrópusam- bandið sé fyrst og fremst efna- hags- og friðarbandalag? Sumir heimta að hin nýja og ægilega Evrópa komi sér í snatri upp kjarnorkuherafla sem geti jafnvel hrætt al-Qaeda. Bandaríkjamenn og Evr- ópumenn greinir á um margt, þrátt fyrir skyldleikann og ekkert óeðlilegt við það. Íslendingar og Spánverjar eru Evrópuþjóðir. En munurinn á menningu þjóðanna tveggja er enn langtum meiri en það sem skilur á milli okkar og til dæmis Oregonbúa eða annarra amerískra sambandsríkja þar sem skandínavískar velferð- arhugmyndir hafa náð fótfestu. Samt er sjálfsagt að við störfum með Spánverjum í Evrópu fram- tíðarinnar, leysum með milli- göngu annarra deilur um fisk, Kólumbus og Leif lukkulega. En það er jafnsjálfsagt að Evrópa og Bandaríkin eigi samleið um að reyna að tryggja frið og lýðræði þótt áherslur geti verið ólíkar. Markmiðin beggja vegna hafsins eru í stórum dráttum þau sömu eins og bent var á í leiðara breska blaðsins Independent nýlega. Bandaríkjamenn eru öflugri í heimsmálunum en nokkru sinni fyrr og vafalaust er það ekki að öllu leyti hollt fyrir þá. En ef menn vilja að þeir dragi sig inn í skel og láti umheiminn afskipta- lausan er óhjákvæmilegt að velta fyrir sér hvað tæki við. Valda- pólitík stórveldanna myndi ekki hverfa, önnur ríki fengju meira olnbogarými. Ef menn vilja að Indland eða Kína taki við forystu- hlutverki Bandaríkjanna hljótum við hin að spyrja hvort það muni efla frið, lýðræði og mannréttindi í heiminum. En við gætum líka spurt stéttleysingjana réttlausu á Indlandi og Tíbetana undir hrammi Kínverja. Leitin að óvininum Hann heldur áfram að þybbast við og læra af frændfólkinu handan hafsins, hvergi í álfunni rísa nú jafnmargir McDonalds-skyndibitastaðir og í sjálfu Frakklandi, kórónu heimsmenningarinnar. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is OFBELDI gagnvart konum er alvarlegt fé- lagslegt vandamál bæði hérlendis og er- lendis. Ofbeldi getur verið andlegt, líkam- legt og kynferðislegt. Svo virðist sem ofbeldi gegn konum sé að verða algengara og grófara en áður hér- lendis, þar sem t.d. hópnauðganir virðast vera að aukast. Það er því ánægjulegt að stofnuð hafa veri sam- tök hér á landi sem beita sér gegn ofbeldi. En hvað er til ráða? Velja mætti ýmsar leiðir til að draga úr ofbeldi gegn konum. Sú hugmynd að karlmaður hafi rétt til að beita konu ofbeldi er talin vera sprottin úr svokölluðu feðra- veldi (patriarchy). Samkvæmt fem- ínistum felur feðraveldi þá hugmynd í sér að konur séu óæðri verur en karlar og karlar hafi vald yfir kon- um. Slík valdastaða eigi sér stað inni á heimilum og í samfélaginu, t.d. í skólum og á vinnustöðum. Feðra- veldi endurspeglist í hugmyndum okkar um lífið, t.d. var orð eins og „húsbóndi“ notað mikið áður fyrr sem endurspeglaði stöðu kynjanna á heimilinu. Jafnframt hafi feðraveldi endurspeglast í reglum og lögum, t.d. þegar konur höfðu ekki kosn- ingarétt. Því miður virðist sem feðraveldi sé ennþá til staðar að vissu marki í okkar samfélagi og í okkar hugsunarhætti, sem kemur m.a. fram í því að hefðbundin kvennastörf eru verr launuð en hefð- bundin karlastörf og launakjör kvenna almennt lakari en karla. Jafnframt eru konur í minni hluta í stjórnunarstöðum almennt. Vinna þarf markvisst gegn þeirri hugmynd að konur séu óæðri körlum með því að eyða þessum mun. Einnig þarf að meta hefðbundin kvennastörf að verð- leikum, t.d. umönnun- arstörf og auka jafn- ræði kynjanna á heimilum og í sam- félaginu. Jafnframt er mikilvægt að sporna gegn öflum í samfélag- inu sem gera lítið úr konum og hlutgera þær sem kynverur (objectification). Má þar nefna auglýsingar þar sem hálfnakinn kvenmaður er látinn auglýsa bíl. Einnig má nefna sjónvarpsstöðina Poptíví en hún virðist hafa upp á takmarkað efni að bjóða annað en hálfberar stúlkur sem hreyfa sig á eggjandi hátt um leið og þær syngja, en foreldrar fá jafnvel ekki að velja hvort þeir taka inn á heimili sitt slíkar stöðvar, heldur er þeim beinlínis þröngvað upp á þá. Dæmi um grófari hlutgervingu kvenna eru nektardansstaðir og vændi. Forvarnir í skólum sem miða að því að ná til drengja, efla hjá þeim virðingu gagnvart stúlkum og ábyrgð á gerðum sínum er mikil- vægt mótvægi við slíkum hlutgerv- ingum kvenna. Sú staðreynd að einungis lítill hluti karla sem nauðga konum er kærður og einungis örlítið brot þeirra fá dóm gefur þá mynd að samfélagið leggi blessun sína yfir of- beldi gegn konum. Hið sama á við um sifjaspellsmál. Rannsóknir er- lendis sýna að dómarar eru gjarnan undir áhrifum hugmynda sem eiga rót í feðraveldi þegar þeir dæma í nauðgunarmálum. Gerðir karl- mannsins eru gjarnan réttlættar og konunni jafnvel kennt um, þrátt fyr- ir að um grófar nauðganir sé að ræða. Ekki er ljóst hvort um slíkt er að ræða hér á landi, en ljóst er að gerendur í kynferðisafbrotamálum hér á landi fá væga dóma, þegar á annað borð er dæmt í málum. Þegar karlmenn beita konur eða stúlkur kynferðislegri áreitni eða ofbeldi án þess að verða dæmdir, eða þeir sleppa með væga dóma, fá þeir þau skilaboð frá samfélaginu að það sem þeir gerðu sé ekki svo slæmt. Þessu er nauðsynlegt að breyta, ekki síst vegna þess að það getur haft mikið meðferðarlegt gildi fyrir stúlkur sem verða fyrir kynferðislegu of- beldi og þannig hjálpað þeim að ná bata eftir hið mikla áfall sem kyn- ferðislegt ofbeldi er, ef samfélagið fordæmir það sem gert er á þeirra hlut, í stað þess að gera lítið úr því. Meðferð fyrir gerendur líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis er einnig mikilvægur liður í að draga úr of- beldi, en slík sérhæfð meðferð er til- tölulega ný af nálinni hérlendis. Slík meðferðarúrræði mætti auka og auka tilvísanir stofnana í samfélag- inu í slíka meðferð. Jafnframt mætti hugsa sér að sérhæfð meðferð fyrir gerendur ofbeldis gæti verið hluti af dómi. Að lokum hefur sýnt sig að ýmsir almennir streituþættir, t.d. fátækt og atvinnuleysi, auka líkur á ofbeldi og því er mikilvægt að vinna mark- visst að því að viðhalda velferðar- kerfi okkar og bæta það. Í Banda- ríkjunum er mjög mikið um ofbeldisglæpi, enda ríkir þar gífur- legur tekjumunur ásamt almennri byssueign. Mikilvægt er fyrir okkur Íslendinga sem erum sífellt að verða meira og meira fyrir áhrifum banda- rískrar menningar að taka fremur hinar Norðurlandaþjóðirnar okkur til fyrirmyndar hvað velferðarkerfi varðar. Það er metnaðarfullt markmið hinna nýju samtaka gegn ofbeldi að útrýma alveg ofbeldi gegn konum. Það að koma í veg fyrir aukningu of- beldis eða að draga verulega úr því gætu verið raunhæf skammtíma- markmið. Leiðir til að draga úr ofbeldi Freydís Jóna Freysteinsdóttir Konur Það er metnaðarfullt markmið, segir Freydís Jóna Freysteinsdóttir, að útrýma alveg ofbeldi gegn konum. Höfundur er lektor í félagsvísindadeild. MERKASTI atburð- ur sveitastjórnakosn- inganna var sigur Ólafs F. Magnússonar í Reykjavík. Hann sýndi að unnt er að kvarna úr fylgi Sjálf- stæðisflokksins af ein- um saman mannúðar- og hugsjónaástæðum og það í sjálfri Reykja- vík. Í tvær til þrjár kyn- slóðir hefur mikill fjöldi velmeinandi fólks glæpst til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í þeirri trú að hann væri ‘flokkur allra stétta’ og stæði vörð um hagsmuni hárra sem lágra. Á allra seinustu árum hafa nokkrir fyrri fulltrúar hans eins og Ólafur og Sverrir Hermannsson reyndar kvartað á fremur broslegan hátt um að gamli flokkurinn þeirra væri ekki eins mannúðlegur og áður. Þeir hafa komist að þeirri merkilegu niður- stöðu að hann sé orðinn auðvalds- flokkur! Það hefur Sjálfstæðisflokkurinn auðvitað alltaf verið. Hann hefur aldrei átt frumkvæði að neinum um- bótum til handa hinum illa settu. Hinsvegar hefur flokkurinn oft neyðst til að gera málamiðlanir við verkalýðshreyfinguna og önnur félagshyggju- öfl til að komast í valdastóla eða halda þeim. Þannig hefur ýmislegt gott náðst fram. Með fjölmiðla- valdi sínu hefur flokkn- um síðan ósjaldan tek- ist að láta líta svo út sem velferðarkerfi nú- tímans sé einna helst honum að þakka! Það er sjálfsblekking að halda að almenn sam- hjálp hafi nokkru sinni verið ofarlega á boð- orðalista flokksins. Hitt er rétt að á seinustu árum hef- ur hið ómennska ‘frelsi fjármagns- ins’ orðið enn æðra boðorð en áður, og er átakanlegt að heyra sæmilega menn prédika þetta. Nokkrum sinnum hafa hópar klof- ið sig frá Sjálfstæðisflokknum og boðið fram lista hliðar við hann í al- þingiskosningum, en þeir náðu aldr- ei árangri fyrr en Albert Guðmunds- son stofnaði Borgaraflokkinn árið 1987. Þar var aftur á móti um hags- munaátök að ræða en engan hug- sjónaágreining, þótt sumir stuðn- ingsmenn Borgaraflokksins hafi litið svo á, enda rann það fólk ýmist aftur inn í gamla flokkinn sinn eða eitt- hvað út í sandinn. Loks stofnaði Sverrir Hermannsson Frjálslynda flokkinn árið 1999 og komst á þing ásamt Guðjóni A. Kristjánssyni. Þar má reyndar segja að hafi vottað fyr- ir hugmyndaágreiningi, einkum út af kvótakerfinu. Aldrei fyrr hefur Sjálfstæðis- flokkurinn klofnað í borgarstjórnar- kosningum, og klofningurinn er að þessu sinni á grundvelli hugsjóna, einkum almennrar velferðar og um- hverfisverndar. Og þessu fólki tókst að koma manni í borgarstjórn. Mað- ur spyr sig hvort hér kunni loks að vera kominn vísir að vettvangi fyrir það heiðarlega sjálfstæðisfólk sem maður þekkir best og vill efla fram- tak einstaklingsins án þess að belgja sig upp í einokandi auðsamsteypur og án þess að troða um leið skóinn niður af þeim sem eru margir aðrir hæfileikar betur gefnir en að pota sjálfum sér áfram. Sannur sjálf- stæðisflokkur? Árni Björnsson Reykjavík Aldrei fyrr hefur Sjálf- stæðisflokkurinn klofn- að í borgarstjórn- arkosningum, segir Árni Björnsson, og klofningurinn er að þessu sinni á grundvelli hugsjóna. Höfundur er þjóðháttafræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.