Morgunblaðið - 05.06.2002, Page 31

Morgunblaðið - 05.06.2002, Page 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 31 Í laugardagsblaði Morgunblaðsins (1. júní) er viðtal við Þor- vald Gylfason prófessor í tilefni af ritgerð sem hann hefur skrifað ásamt Martin Weitz- man, einum virtasta prófessor í hagfræði við Harvard-háskólann í Bandaríkjunum. Í upp- hafi viðtalsins segir blaðamaðurinn að tvenns konar nýmæli sé að finna í ritgerðinni. Í fyrsta lagi sé stungið upp á að fiskveiðum sé stjórnað með auðlinda- gjaldi og að gjaldið sé ákvarðað af nefnd sem hafi sams konar sjálfstæði gagnvart stjórnvöldum og seðla- bankar hafa. Í öðru lagi sé fjallað um umhverfisóvissu og sýnt fram á yf- irburði stjórnunar með auðlinda- gjaldi við þær aðstæður. Fyrrnefnda atriðið var eitt af aðalatriðunum í skýrslu sem Weitzman skrifaði á árinu 1999. Skýrslan, sem var í formi lagafrumvarps, var upphaflega hugs- uð fyrir auðlindanefnd sem þá starf- aði. Weitzman sendi skýrsluna til nokkurs hóps hagfræðinga hér á landi og fékk heilmikið af athuga- semdum. Hann skrifaðist á við nokkra menn um þessi mál. Að end- ingu ákvað hann að skila ekki skýrslu til nefndarinnar og þáði ekki laun fyrir vinnu sína. Auðlindagjald og óvissa Í viðtalinu segir: „Þorvaldur segir að í ritgerðinni sé kynnt til sögunnar umhverfisóvissa.“ Þetta hljómar eins og þeir Weitzman hafi verið fyrstir til að fjalla um fiskveiðistjórnun við skilyrði umhverfisóvissu, en það er alrangt. Rögnvaldur Hannesson, prófessor í Bergen, hefur t.d. fjallað ítarlega um þessi mál, m.a. í grein í Fjármálatíðindum árið 1989. Þorvaldur getur þess í viðtalinu að Weitzman hafi sýnt fram á kosti auð- lindagjalds við fiskveiðistjórnun þeg- ar umhverfisóvissa er til staðar „með tölvert flóknum reikningum annars staðar“. Forsaga þess máls er sú að þegar Weitzman var hér á landi árið 1999 taldi hann sig geta sýnt fram á tiltekna kosti auðlindagjalds við fisk- veiðistjórnun. Hann hafði áhyggjur af því að fiskihagfræðingar virtust hunsa þann möguleika að stjórna fiskveiðum með auðlindagjaldi og lýsti áhuga sínum á að halda fyrir- lestur um málið. Ég stakk þá upp á því að hann mætti á alþjóðaráðstefnu fiskihagfræðinga sem haldin er á tveggja ára fresti á vegum IIFET (International Institute of Fisheries Economics and Trade). Weitzman samþykkti að ég stingi upp á honum við skipuleggjendur ráðstefnunnar. Auðsótt var að fá skipuleggjendurna til að bjóða Weitzman að halda fyr- irlestur á ráðstefnu IIFET í Oregon, Bandaríkjunum, árið 2000. Stjórn- andi málstofunnar var Rögnvaldur Hannesson og einn af þrem andmæl- endum Weitzmans var Ragnar Árna- son prófessor. Þessi fyrirlestur birt- ist nýverið í tímariti Félags bandarískra umhverfishagfræðinga, Journal of Environmental Econom- ics and Management (nr. 2, 2002). Þetta tímarit er til á Lands- bókasafninu. Í fyrirlestrinum hef- ur Weitzman eftirfar- andi fyrirvara á varð- andi niðurstöður sínar: „Ég held að þessi teg- und líkana af fiskveiði- stjórnun veiti gagnlegt og jafnvel mikilvægt innsæi. Ég er hins veg- ar ekki þeirrar skoðun- ar að niðurstöður lík- ansins séu einhvers konar lokaniðurstöður um þessi mál og að ekki sé hægt að draga réttmæti þeirra í efa með annars konar líkani. Þeim sem stjórna fiskveiðum dugar ekkert eitt líkan.“ (bls. 330) Varkárni Weitzmans er skiljanleg þegar haft er í huga að niðurstöður hans byggj- ast á líkani þar sem eina umhverf- isóvissan er óvissa varðandi stærð (vöxt) fiskistofnsins, en engin óvissa er varðandi veiðanleika (þ.e. þá óvissu sem Hafró telur að hafi valdið ofmatinu á stofninum 1998–2000), þar sem verð breytist ekki með breytingum í framboði og engin óvissa er um verð eða kostnað, og þar sem fyrirtæki fara út úr greininni og inn í hana fyrirhafnarlaust og ein- ungis út frá breytingum jaðarhagn- aðar við veiðarnar. (Samkvæmt for- sendum líkansins er hátt kvótaverð, eins og við þekkjum hér á landi, óhugsandi.) Ef þessi atriði eru höfð með í líkaninu verður ólíklegra að fiskveiðistjórn með auðlindagjaldi sé hagkvæmari en fiskveiðistjórn með kvótum. Ég benti á sum þessara at- riða í ritgerð um þessi mál sem birt- ist nýverið í Journal of Environment- al Economics and Management (nr. 1, 2002). Hinn varkári fyrirvari Weitzmans stingur nokkuð í stúf við eftirfarandi fullyrðingu Þorvaldar í viðtalinu: „Það kemur í ljós að þegar hún („þ.e. óvissa um atburðarás í vistkerfi hafs- ins, sem setur mark sitt á sjávarút- veginn“) er tekin með í reikninginn hefur sóknarstýring með gjaldi ótví- ræða hagkvæmnisyfirburði yfir kvótastýringu eins og hún tíðkast hér.“ Ég held að flestir sanngjarnir hag- fræðingar geti fallist á að Weitzman bendi í fyrirlestri sínum á tiltekna kosti auðlindagjalds við skilyrði óvissu. Kannski mun honum einnig takast að koma auðlindagjaldi aftur inn í umræðuna um fiskveiðistjórn- un, en fram á 8. áratuginn töldu nær allir fiskihagfræðingar að auðlinda- gjald væri hin eina rétta leið til að stjórna fiskveiðum. Það er hins vegar langt því frá að þessi mál séu end- anlega útkljáð. Um Weitzman og hag- kvæmni auðlindagjalds Ásgeir Daníelsson Auðlindagjald Flestir sanngjarnir hagfræðingar, segir Ásgeir Daníelsson, geta fallist á að Weitzman bendi í fyrirlestri sínum á tiltekna kosti auðlindagjalds við skilyrði óvissu. Höfundur er hagfræðingur. Á góðum bíl í Danmörku Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Pantaðu AVIS bílinn þinn áður en þú ferðast – Það borgar sig Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. Flokkur A Opel Corsa kr. 3.500,- á dag (miðað við lágmarksleigu 7 daga) Flokkur A Opel Corsa kr. 4.700,- á dag (miðað við lágmarksleigu 3 daga) Einnig tilboð á öðrum tegundum bíla. Ef þú ert með farseðil til Kaupmanna- hafnar áttu möguleika á glaðningi. www.avis.is Við reynum betur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.