Morgunblaðið - 05.06.2002, Síða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 37
á stuttum starfstíma áunnið sér að
verða trúnaðarmaður þeirra, sem
segir sína sögu um hvern mann Grét-
ar hafði að geyma, og tel ég að eft-
irfarandi vísa eigi vel við:
Ég hugsa ekki um bernskubrek
né brostnar vonir upp mér vek.
Að lifa í nútíð mér nauðsyn er
og taka því sem að höndum ber.
(Benedikt Bogason.)
Innilegar samúðarkveðjur til Ollu,
barna og barnabarna sem sjá á eftir
hjartahlýjum manni sem skilur eftir
góðar minningar.
Hjörtur Aðalsteinsson.
Okkur hjónin langar til þess að
minnast góðs vinar með fáeinum orð-
um nú þegar hann er látinn. Við fjöl-
skyldan erum harmi slegin yfir því að
Grétar, sem var svo frísklegur og
glaðvær, skuli vera farinn frá okkur.
Við kynntumst Grétari og Ollu fyrst
þegar til stóð að við fjölskyldan flytt-
umst til Namibíu til starfa. Það var á
fundi hjá Þróunarsamvinnustofnun
Íslands. Verið var að kynna land og
þjóð og þar fengum við tækifæri til
þess að kynnast því fólki sem var í
sömu sporum og við. Okkur leist
strax vel á þessi hjón sem sýndu svo
hlýlegt viðmót og gamansemi Grét-
ars vakti strax athygli. Sá kvíði sem
hafði læðst að yfir að flytja með tvö
lítil börn til svo fjarlægs lands fjarri
fjölskyldu og vinum varð strax minni.
Úti í Namibíu voru Olla og Grétar
okkar bestu vinir og þau urðu fljótt
eins og amma og afi dætra okkar. Við
fórum saman í ferðalög og ófá voru
matarboðin hjá Ollu og Grétari þar
sem við nutum gestrisni þeirra og
umhyggju. Grétar var sérlega laginn
við börn og urðu Sigurbjörg og Anna
María fljótt hændar að honum. Hann
var svo skemmtilegur og alltaf með
eitthvert sprell og fjör. Eftir að við
fluttum heim til Íslands eftir fjögur
ár í Namibíu héldum við sambandi
við Grétar og Ollu og munu þau bönd
sem við bundumst þar aldrei slitna.
Minningin um Grétar mun búa í
hjarta okkar um ókomna tíð. Að lok-
um viljum við senda innilegar sam-
úðarkveðjur til allra aðstandenda
Grétars og Ollu á þessum erfiðu tím-
um.
Nína, Kristján, Sigurbjörg
Ósk og Anna María.
Grétar Hjartarson samstarfsmað-
ur okkar til margra ára hefur kvatt
okkur að sinni. Grétar hóf störf hjá
flutningadeild og síðar útkeyrslu-
deild Íslandspósts. Hann var sá sem
við litum til og treystum vegna
reynslu sinnar, kímni og ljúfrar
framkomu. Grétar var vel liðinn af
eldri sem yngri starfsmönnum. Sér-
staklega átti hann gott með að fá
yngra fólkið til að vinna með sér og
hann var fús að kenna og leiðbeina.
Grétar vildi gera vel þau verk sem
hann tók að sér og vann þau af sam-
viskusemi. Hann var kosinn trúnað-
armaður og fylgdi málum eftir sem
hann var beðinn um að skoða. Grét-
ars minnumst við sem samstarfs-
félagans sem við gátum leitað til og
fengið ráð hjá.
Við vottum eiginkonu, börnum og
ættingjum samúð okkar.
Samstarfsfólk hjá Íslandspósti.
Kveðja frá Póstmannafélagi
Íslands
Í dag kveðjum við góðan sam-
starfsmann Póstmannafélagsins,
Grétar Hjartarson.
Grétar kom til starfa hjá Íslands-
pósti í júní 1999. Hann var einn af
þeim mönnum sem hafði víðtæka
stafsreynslu víðs vegar að úr heim-
inum bæði við hjálparstörf í þróun-
arlöndum sem skipstjóri á flaggskipi
okkar, Gullfossi, auk þess að hafa
rekið eitt af stærri kvikmyndahúsum
borgarinnar. Grétar starfaði við að
keyra út póstsendingar á vegum Ís-
landspósts í útkeyrsludeild fyrirtæk-
isins sem þá var ný og í mótun. Þann-
ig háttaði til að í deildinni starfaði
mikið af ungu fólki og var Grétar því
einn af aldursforsetunum. Það kom
þó ekki í veg fyrir það að hann átti
mikla samleið með vinnufélögunum
þótt hann hefði getað verið afi sumra.
Hann kom fram við alla sem jafn-
ingja, var góður félagi á vinnustað og
sýndi sjónarmiðum allra skilning
þótt hann léti menn stundum heyra
að með auknum aldri og þroska
myndu viðhorf þeirra til hinna ýmsu
hluta breytast.
Grétar gegndi mörgum trúnaðar-
störfum fyrir Póstmannafélagið. Við
kosningar til stjórnar og trúnaðar-
ráðs Póstmannafélagsins í mars 2000
var hann kjörinn trúnaðarmaður fyr-
ir starfsmenn í Póstmiðstöðinni, í
kjörstjórn félagsins og hann var í
samninganefnd fyrir félagið við gerð
kjarasamnings 2001. Hann sinnti
þessum störfum af mikilli trú-
mennsku og taldi aldrei eftir sér að
leggja hönd á plóginn þótt til þess
þyrfti að eyða frítíma. Það voru því
heldur dapurlegar fréttir sem bárust
í janúar um að Grétar hefði greinst
með illkynja sjúkdóm. Eins og alltaf
vonast menn til að sigur vinnist í
slíkri baráttu og fylgdust vinnufélag-
ar og samstarfsmenn hjá Póst-
mannafélaginu með í þeirri von að
þeir fengju að sjá hann koma aftur til
starfa en því miður, svo varð ekki.
Póstmannafélagið þakkar Grétari
góð störf í þágu félagsins og sendir
fjöskyldu hans hlýjar kveðjur.
Þuríður Einarsdóttir.
Kveðja frá Sjómannadagsráði
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar
Árið 1961 var ég háseti á ms. Gull-
fossi þar sem Grétar Hjartarson var
nýbyrjaður sem 3. stýrimaður,
áhugasamur og kappsfullur. Þó að
„Fossarnir“ væru fleiri þá en nú liðu
árin frá því ungir menn komu út-
skrifaðir frá farmannadeild Stýri-
mannaskólans þar til þeir fengu
stýrimannsstöðu. Af tólf manna há-
setaliði á Gullfossi voru sex með far-
mannapróf og var því ekki að furða
þótt litið væri upp til Grétars sem nú
hafði fengið stöðu stýrimanns, og það
á flaggskipi Íslendinga.
Þótt dimmar vetrarnætur á sigl-
ingu í Atlantshafinu til og frá Íslandi
væru lengi að líða fannst okkur há-
setunum vaktin með Grétari líða
fljótt í umræðunni um málefni líðandi
stundar.
Grétar hætti sjómennsku 1975 og
kom þá til starfa hjá sjómannasam-
tökunum sem forstjóri Laugarásbíós
og Bæjarbíós, sem samtökin ráku um
árabil. Grétar var forstjóri Laug-
arásbíós til 1994 eða í 18 ár. Hann var
fulltrúi Stýrimannafélags Íslands í
Sjómannadagsráði frá 1975 til 1988
og sat í stjórn þess sem meðstjórn-
andi árin 1987 og 1988.
Um leið og Grétari Hjartarsyni
eru þökkuð góð störf í þágu sjó-
mannasamtakanna sendum við fjöl-
skyldu hans samúðarkveðjur.
Guðmundur Hallvarðsson,
formaður Sjómannadags-
ráðs.
AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R
Grindavík
Tónlistarkennarar
Tónlistarskólinn í Grindavík óskar eftir kennur-
um í eftirtaldar stöður:
■ Fiðlukennari u.þ.b. 50%
■ Píanókennari u.þ.b. 50%
Möguleiki á kennslu á morgnana. Róterandi
stundatafla.
Upplýsingar í símum 426 7767 og 823 3721.
Skólastjóri.
Sveitarfélagið Skagafjörður
Kennarar
Kennara vantar að Grunnskólanum á Hofsósi
næsta skólaár.
Æskilegar kennslugreinar eru tungumál,
kennsla yngri barna, íþróttir og hannyrðir.
Ódýrt húsnæði í boði og flutningsstyrkur.
Fjöldi nemenda í skólanu er um 60 í 1. til 10. bekk.
Um er að ræða líflegan vinnustað — samhent
starfslið og — góða nemendur.
Upplýsingar veitir skólastjóri í síma
453 7344 í skóla og 453 5254 heima.
Sveitarstjóri
Starfssvið:
• Rekstur sveitarfélagsins
• Yfirumsjón með bókhaldi
• Gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana
• Áætlanagerð
• Reikningshald
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun kostur
• Reynsla af rekstri æskileg
• Mjög góð bókhaldsþekking
• Sjálfstæði og frumkvæði
• Lipurð í mannlegum samskiptum
Umsjón með starfinu hafa Hilmar
G. Hjaltason (hilmar@mannafl.is)
og Ingibjörg Óðinsdóttir
(inga@mannafl.is) hjá Mannafli.
Umsóknarfrestur er til og með
16. júní n.k. Umsækjendur eru
vinsamlega beðnir um að skrá sig
á heimasíðu Mannafls.
Ath.! Til viðbótar við skráninguna
bendum við þeim umsækjendum
sem ekki eiga ferilskrá hjá
Mannafli á að senda ferilskrá.
Stöðvarfjörður er kauptún við samnefndan fjörð norðanverðan. Þar
myndaðist byggðarkjarni um aldamótin 1900 í kjölfar þess að
verslun hófst þar árið 1896. Aðalatvinnuvegur Stöðfirðinga er
fiskvinnsla og sjósókn. Íbúarfjöldi er í dag um 270 manns.
FRÉTTIR
SUMARKAFFIHÚSIÐ Café Flóra
var opnað að nýju á sunnudag í
Grasagarðinum í Laugardal og
lögðu fjölmargir leið sína þangað af
því tilefni. Garðurinn skartaði sínu
fegursta og boðið var upp á léttan
morgunverð og suðrænt andrúms-
loft sem gestir virtust kunna vel að
meta.
Þessar konur höfðu augljóslega
um margt að spjalla: f.v. Salvör
Jónsdóttir, Petrea Guðmundsson,
Ellý Guðmundsdóttir og Marentza
Poulsen, sem rekur Café Flóru.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Café Flóra opn-
að í Grasagarði
„AÐALFUNDUR SAMFOK 2002,
haldinn í Álftamýrarskóla 28. maí,
lýsir í ályktun þungum áhyggjum yf-
ir því að Kennaraháskóli Íslands hef-
ur ákveðið að leggja niður Lestrar-
miðstöð Kennaraháskólans. Aðal-
fundurinn skorar á ríki og sveitar-
félög að leysa þetta mál strax.
Það er algerlega óásættanlegt að
börnin okkar líði fyrir það að rík-
isvaldið og sveitarfélögin geti ekki
komið sér saman um hver á að greiða
fyrir og sinna þessari nauðsynlegu
þjónustu,“ segir í ályktun SAMFOK.
Áhyggjur vegna
lokunar Lestrar-
miðstöðvar
MAGNÚS Örn Úlfarsson heldur
fyrirlestur um verkefni sitt til meist-
araprófs í rafmagns- og tölvuverk-
fræði í dag, miðvikudaginn 5. júní kl.
12 í stofu 158 í VR-II við Hjarðar-
haga 2-6. Verkefnið heitir Curvelet
vörpun til suðsíunar.
Leiðbeinendur Magnúsar Arnar
eru: Jóhannes R. Sveinsson, dósent
við Háskóla Íslands, sem er aðalleið-
beinandi, Jón Atli Benediktsson,
prófessor við Háskóla Íslands, og
Sven Þ. Sigurðsson, prófessor við
Háskóla Íslands.
Fyrirlestur
um suðsíun
EVGENÍA K. Mikaelsdóttir mun
gangast undir meistarapróf við
læknadeild Háskóla Íslands og halda
fyrirlestur um verkefni sitt fimmtu-
daginn 6. júní kl. 16 í kennslustofu á
3. hæð í Læknagarði.
Verkefni hennar heitir: Tjáning og
virkni BRCA2 999del5.
Umsjónarkennari er Jórunn E.
Eyfjörð dósent en leiðbeinandi Þór-
unn Rafnar fræðimaður. Prófarar
verða Sigurður Ingvarsson forstöðu-
maður og Steinunn Thorlacius fræði-
maður. Prófstjóri: Bjarnheiður Guð-
mundsdóttir vísindamaður.
Meistarapróf
í læknadeild