Morgunblaðið - 05.06.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.06.2002, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 41 Traust menntun í framsæknum skóla Á listnámsbraut, almennri hönnun, í Iðnskólanum í Reykjavík fá nemendur undirstöðumenntun í teikningu, grafík, efnisfræði, lita- og formfræði og listasögu. Þannig fæst undirbúningsnám fyrir hönnun og arkitektúr. Unnið er út frá óljósum hugmyndum upp í fullhannaðan og teiknaðan hlut. Kennarar deildarinnar eru viðurkenndir fagmenn á sínu sviði, útskrifaðir frá skólum víða um lönd. Ef þú stefnir á skapandi starfsvettvang er listnámsbrautin kjörinn upphafsreitur IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500 www.ir.is • ir@ir.is Hönnunarsvið Blundar í þér snillingur? Sumarbústaður til sölu Sumarbústaður til sölu í landi Minni-Borgar, Oddsholt 54, Grímsnesi, byggður 1993, með nýrri sólstofu. Alls um 50 fm. Eignarlóð. Verð 6,5 millj. Upplýsingar í síma 421 1240 og 894 1240. Fasteignasalan Stuðlaberg, sími 420 4000. STUÐNINGSHÓPUR um krabba- mein í blöðruhálskirtli efnir til gönguferðar í Öskjuhlíðina í dag mið- vikudag í staðinn fyrir hefðbundinn rabbfund. Gengið verður frá húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík, kl. 17. Séð verður fyrir akstri fyrir þá sem treysta sér ekki til að ganga, segir í fréttatilkynningu. Gönguferð í Öskjuhlíð FERÐAFÉLAG Íslands hefur um margra ára skeið ræktað og viðhald- ið skógarreit í Heiðmörk, með aðstoð félagsmanna. Farið verður í skógræktarferð í dag, miðvikudaginn 5. júní, og mið- vikudaginn 12. júní. Fararstjóri er umsjónarmaður FÍ-reitsins, Eiríkur Þormóðsson. Brottför er frá BSÍ kl. 19.30 og komið við í Mörkinni 6. Allir eru velkomnir. Skógræktarferð í Heiðmörk UNGMENNADEILD Reykjavík- urdeildar og Kópavogsdeild Rauða kross Íslands standa í sumar fyrir námskeiðum sem eru ætluð börnum á aldrinum 9–11 ára. Námskeiðin eru þemaskipt og er áhersla lögð á fjölmenningarlegt samfélag og mannleg samskipti. Fjallað er um ólíka menningu og líf fólks í fjarlægum löndum þar sem þátttakendur bragða meðal annars mat frá Afríku. Undirstöðuatriði skyndihjálpar verða kennd og þátt- takendur fá að skoða og prófa búnað sjúkrabíls. Krakkarnir gróðursetja, fara í leiki og ýmis önnur verkefni standa til boða. Sagt verður frá sögu og starfi Rauða krossins þar sem þátttakendur vinna leikþætti og mála myndir upp úr efninu. Loks verður uppskeruhátíð haldin í Viðey. Hvert námskeið er ein vika, frá mánudegi til föstudags, kl. 9–16. Nánari upplýsingar og skráning er í Sjálfboðamiðstöð Reykjavíkur- deildar Rauða kross Íslands, Hverf- isgötu 105, Reykjavík, netfang urkir- @deild.redcross.is. Námskeið um mannúð og menningu STJÓRN Læknafélags Íslands hef- ur sent frá sér eftirfarandi yfirlýs- ingu vegna frétta af unglingageð- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss: „Margvísleg starfsemi á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi er sú eina sinnar tegundar í landinu. Samein- ing stóru sjúkrahúsanna tveggja í Reykjavík í þessu eina sjúkrahúsi hefur leitt til þess, að landsmenn eiga ekki aðra kosti varðandi ýmsa sérhæfða meðferð, en að njóta þeirr- ar þjónustu, sem þar er boðin. Því eru málefni sjúkrahússins viðkvæm þjóðinni allri og brýn nauðsyn, að umræður um vöxt þess og viðgang séu opnar og byggðar á bestu fáan- legu upplýsingum á hverjum tíma. Mikilvægi þess, að læknar sjúkra- hússins taki þátt í þessari umræðu, miðli af reynslu sinni og veiti tafar- laust upplýsingar um þjónustu, sem á undir högg að sækja, hlýtur að liggja í augum uppi. Þar standa al- mannahagsmunir sérsjónarmiðum framkvæmdastjórnar spítalans langtum framar. Þau sjónarmið, sem sett eru fram af yfirlækni barna- og unglingageðdeildarinnar í Morgun- blaðsgrein í dag, styðja það svo ekki verður um villst. Ítrekað hefur það gerst, að læknar eru snupraðir fyrir að tjá sig um málefni sjúkrahússins og raunar heilbrigðisþjónustunnar undir því yfirskini, að það sé annarra hlutverk. Virðast þær snuprur byggjast á þeim djúpa og hættulega misskiln- ingi, að aðfinnslur lækna m.a. í yf- irlæknisstöðum séu framkvæmda- stjórn sjúkrahússins til óþurftar og trufli störf hennar. Þessu mótmælir stjórn Lækna- félags Íslands af ástæðum, sem að ofan eru tilgreindar. Framkvæmdastjórn Landspítala –háskólasjúkrahúss og yfirlæknar sjúkrahússins eiga miklu fremur samleið, þegar til almannahagsmuna er litið. Mikilvægt er, að fram- kvæmdastjórnin og læknar sjúkra- hússins sýni háttvísi og varúð í öllum ummælum sínum og skapi ekki óþarfa efasemdir um góða stjórn- sýslu á sjúkrahúsinu. Stjórn Læknafélags Íslands ítrek- ar þá skoðun sína, sem áður hefur komið fram, að réttur lækna til að tjá sig um þróun heilbrigðisþjónustunn- ar og brotalamir á henni, hvort sem er á eigin vinnustað eða annars stað- ar, eigi að vera óheftur. Skiptir þá ekki máli, hvort læknar eru í stöðum yfirmanna eður ei. Það er farsælt þegar til lengri tíma er litið. Um þetta sjónarmið mun stjórn Læknafélags Íslands standa dyggan vörð.“ Yfirlýsing stjórnar Lækna- félags Íslands vegna BUGL MENNTASKÓLINN við Hamrahlíð brautskráði 140 stúdenta við hátíð- lega athöfn laugardaginn 25. maí síðastliðinn og eru flestir af nátt- úrufræðibraut eða 45. Ragnar Guð- mundsson og Sólrún Birna Snæ- björnsdóttir ávörpuðu samkomuna fyrir hönd nýstúdenta, stóðu bæði í pontu og fluttu mál sitt til skiptis. Sólrún Birna er heyrnarlaus og notar táknmál og í þessu tilfelli var sérstakur raddtúlkur í salnum sem túlkaði mál hennar jafnóðum. Dúx skólans að þessu sinni er Margrét Björk Þór, stúdent af nátt- úrufræðibraut og eðlisfræðibraut, með meðaleinkunn 9,5, en semidúx er Steinar Yan Wang, stúdent af náttúrufræðibraut og eðl- isfræðibraut, einnig með ágæt- iseinkunn. Jafnframt var Steinar sá stúdent sem flestum einingum lauk. Við athöfnina lék kvintett nem- enda MH á hljóðfæri og kór MH söng. Þá flutti konrektor MH, Sig- urborg Matthíasdóttir, ræðu um skólastarfið í vetur. Í kveðjuorðum Lárusar H. Bjarnasonar, rektors, til stúdenta benti hann á að fátt væri mikilvæg- ara lýðræðinu en góðir skólar, al- menn menntun og þátttaka almenn- ings í stjórnmálum, meðal annars kosningum. Það væri á allra ábyrgð að takast á við þann vanda að við- halda sjálfstæði Íslands, ríki sem áfram yrði mótað í anda réttlætis, velferðar og lýðræðis. Ljósmynd/Gunnar G.Vigfússon 140 stúdentar brautskráðir frá MH Morgunblaðið/Árni Sæberg ÖNNUR skógarganga sumarsins, í röð gangna á vegum skógræktar- félaganna í fræðslusamstarfi þeirra við Búnaðarbanka Íslands, verður fimmtudaginn 6. júní kl. 20. Skóg- argöngurnar eru skipulagðar í sam- vinnu við Ferðafélag Íslands og eru ókeypis og öllum opnar. Þessi skóg- arganga er í umsjá Skógræktar- félags Kjalarness. Gengið verður frá Rannsóknar- stöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, á svokölluðum „Skógarstíg“ í hlíð- inni fyrir ofan stöðina. Gangan tekur um eina klukkustund og er við allra hæfi. Í lok göngunnar verður boðið upp á léttar veitingar. Með í för verða staðkunnugir, þ. á m. forstöðu- maður Rannsóknarstöðvarinnar á Mógilsá, dr. Aðalsteinn Sigurgeirs- son. Þátttakendur verða að koma sér sjálfir á upphafsstað göngunnar. Skógarganga við Mógilsá KRABBAMEINSFÉLAGIÐ efnir í fimmtánda sinn til heilsuhlaups fimmtudaginn 6. júní. Í Reykjavík verður hlaupið frá húsi félagsins í Skógarhlíð 8 kl. 19. Kristján Þ. Ár- sælsson þolfimimeistari annast upphitun og hljómsveitin Írafár leikur nokkur lög. Haraldur Örn Ólafsson afreksmaður ræsir hlaup- arana. Hægt er að velja um 3 kílómetra skokk eða göngu frá Skógarhlíð að Öskjuhlíð og til baka eða 10 kíló- metra hlaup umhverfis Reykjavík- urflugvöll. Tími verður mældur hjá öllum og úrslit birt eftir aldurs- flokkum, en þeir eru sex: 14 ára og yngri, 15–18 ára, 19–39 ára, 40–49 ára, 50–59 ára og 60 ára og eldri. Fyrsti karl og fyrsta kona í öllum aldursflokkum í 3 km og 10 km hlaupum fá verðlaunagripi. Sigur- vegarar karla og kvenna í báðum vegalengdum fá körfur með Lepp- in-vörum. Vegleg útdráttarverð- laun eru í boði, segir í fréttatil- kynningu. Búnaðarbankinn er aðalstyrktaraðili hlaupsins. Bylgj- an og Tóbaksvarnanefnd eru sam- starfsaðilar. Forskráning verður á Hlaupas- íðunni (www.hlaup.is). Skráning er hjá Krabbameinsfélaginu í Skóg- arhlíð 8 fimmtudaginn 6. júní kl. 8–18. Þátttökugjald er 500 krónur fyrir 14 ára og yngri en 700 krón- ur fyrir 15 ára og eldri. Bolur er innifalinn í gjaldinu. Allir sem ljúka hlaupinu fá viðurkenningar- pening. Hlaupið á sex stöðum utan Reykjavíkur Utan Reykjavíkur verður hlaup- ið á sex stöðum. Víðast hvar er vegalengdin 2–3 km. Í Borgarnesi verður hlaupið frá Íþróttamiðstöð- inni kl. 19. Í Stykkishólmi verður hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni kl. 19. Á Húsavík verður hlaupið frá Skrúðgarðinum kl. 19. Á Egils- stöðum verður hlaupið frá Íþrótta- miðstöðinni kl. 19. Á Hellu verður hlaupið frá Lundi kl. 19. Í Keflavík verður hlaupið frá nýju sundlaug- inni kl. 19. Þar verður skráning á skrifstofu Krabbameinsfélags Suð- urnesja að Hringbraut 99, efri hæð, fimmtudaginn 6. júní kl. 13– 17. Heilsuhlaup Krabba- meinsfélagsins FÉLAGIÐ Afríka stendur fyrir mál- stofu, „Afríka í íslenskum fjölmiðl- um“, fimmtudaginn 6. júní kl. 20 í Al- þjóðahúsinu, Hverfisgötu 18. Málstofan er opin öllum. Hjálmar Sveinsson fréttamaður hjá RÚV ræðir um umfjöllun ís- lenskra fjölmiðla á málefnum Afríku og Magnfríður Júlíusdóttir land- fræðingur segir frá könnun nema í námskeiði um þróunarlönd við Há- skóla Íslands á umfjöllun um Afríku í stærstu íslensku fjölmiðlunum í febrúarmánuði 2002. Á eftir verða umræður, segir í fréttatilkynningu. Umfjöllun í íslenskum fjöl- miðlum um Afríku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.