Morgunblaðið - 05.06.2002, Side 44

Morgunblaðið - 05.06.2002, Side 44
DAGBÓK 44 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss og Goðafoss koma og fara í dag. Ör- firisey og Víðir fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Axios kom í gær til Straumsvíkur, Brúar- foss fer í dag frá Straumsvík. Kleif- arberg og Arnar fara í dag. Andvari, Gemini og Fornax komu í gær. Eldborg kemur í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofa, s. 551 4349, opin mið- vikud. kl. 14–17. Flóa- markaður, fataúthlutun og fatamóttaka s. 552 5277 opin annan og fjórða hvern miðvikud. kl. 14–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 og kl. 13 vinnustofa. Kirkjuferð, farið verður í Grensáskirkju kl. 13.30. Kaffiveitingar í boði sóknarnefndar, verslunarferð í Hag- kaup í Skeifunni kl. 10. Kaffiveitingar í boði Hagkaupa. Ferð á Langjökul: Miðvikud. 10. júlí. Skráning í ferð- ir í afgreiðslu, s. 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofan, kl. 13 spilað, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Bingó er 2. og 4. hvern föstu- dag. Dans hjá Sigvalda byrjar í júní. Púttvöll- urinn er opinn alla daga. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–10.30 banki, kl. 13–16.30 spil- að. Ekið um borgina þriðjudaginn 11. júní. Skráning fyrir kl. 12, föstudaginn 10. júní. Allir velkomnir. Farið verður á Hólmavík fimmtud. 20. júní kl. 8. Sr. Sigríður Óladóttur tekur á móti okkur í Hólmavíkurkirkju. Sýn- ingin Galdrar á Strönd- um og Sauðfé í sögu þjóðar skoðaðar. Kaffi og meðlæti í Sæ- vangi. Kvöldverður í Hreðavatnsskála. Leið- sögumaður: Anna Þrúð- ur Þorkelsdóttir. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- og handa- vinnustofur opnar, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 14.30 banki. Félag eldri borgara íKópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl. 16.30–18. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Miðvikudag- inn 5. júní, ferð í Bláa lónið. Farið frá Kirkju- hvoli kl. 13. Golfnámskeiðið byrjar 10. júní kl. 13. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Línu- dans kl. 11 og pílukast kl. 13.30. Á morgun bingó kl. 13.30. Dags- ferð að Skógum mið- vikudaginn 19. júní, lagt af stað frá Hraun- seli kl. 10. Upplýsingar i Hraunseli, s. 555 0142. Vestmannaeyjaferð 2. til 4. júlí. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Mið- vikudagur: Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Ásgarði kl. 10, línu- danskennsla kl. 19.15. Dagsferð í Krísuvík, Þorlákshöfn, á Eyrar- bakka og Stokkseyri 6. júní. Þeir sem eiga pantað far þurfa að ganga frá farseðlum í dag. Fimmtudagur: Brids kl. 13. Vest- mannaeyjar 11.–13. júní 3 dagar, nokkur sæti laus vegna forfalla. Söguferð í Dali 25. júní, dagsferð, skráning haf- in. Silfurlínan er opin á mánu- og miðviku- dögum frá kl. 10–12 f.h. í s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–16.30 fótaaðgerð, opin vinnu- stofa, postulín, mósaik og gifsafsteypur, kl. 9– 13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun. Opið sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 9.30 sund og leikfimæfingar í Breið- holtslaug, (ath. breyttur tími), frá hádegi spila- salur opinn. Veitingar í Kaffi Bergi. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13 félags- vist FEBK, kl. 15–16 viðtalstími FEBK, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9–17 há- degismatur alla virka daga, heitt á könnunni og heimabakað meðlæti. Handavinnustofan er opin kl. 9.15–16 á þriðju- og miðviku- dögum kl. 13–16 og fimmtudögum kl. 9.15– 16. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, handa- vinna, bútasaumur, kl. 9–12 útskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, kl. 9 og kl. 10 jóga. Fótaaðgerð, hár- snyrting. Allir velkomn- ir. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–16 fótaaðgerðir, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10 sögustund, kl. 13 banki, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl. 9–16 fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 postulínsmálun og mósaik, kl. 13–14 spurt og spjallað. Verslunarferð í Bónus kl. 13.30. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 bókband og handmennt, kl. 10 morgunstund, kl. 12.30 verslunarferð Bónus. Bankaþjónusta 2 fyrstu miðvikudaga í mánuði. Barðstrendingafélagið Félagsvist í Konnakoti, Hverfisgötu 105, kl. 20. 30 í kvöld. Allir vel- komnir. ITC félagar: Farið verður í ferð í Freyju- lundinn í Heiðmörk fimmtud. 6. júní kl. 18. Hlúð verður að gróðri. Félagar beðnir um að taka fjölskylduna með. Upplýsingar veitir Guð- ríður Hannibalsdóttir, s. 566 6500. Indlandsvinafélagið. Sumarhátíðin verður haldin á Fríkirkjuvegi 11 fimmtud. 6. júní og hefst með happamáltíð kl. 20.30. Félagar koma sjálfir með sinn réttinn hver. Að því búnu er aðalfundur félagsins. Harpa Jósefsdóttir Am- in, formaður félagsins, lætur af starfi og nýr formaður verður kos- inn. Félag eldri borgara á Suðurnesjum og tóm- stundastarf eldri borg- ara fara í sameiginlega óvissuferð. Dagsferð verður farin miðviku- daginn 19. júní, farið verður frá SBK kl. 9.30, komið við í Hornbjargi, Hvammi, Hlévangi og Seli. Þátttaka tilkynnist fyrir 15. júní. Ferða- nefndin. Farin verður 4 daga ferð á Vestfirði, Suðurfirðina, 22., 23., 24. og 25. júlí, nánar auglýst í Suðurnesja- fréttum og dagbók Morgunblaðsins. Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrif- stofutíma. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrif- stofu félagsins í Suð- urgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552-2154. Skrif- stofan er opin mið- vikud. og föstud. kl. 16– 18 en utan skrifstofu- tíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Í dag er miðvikudagur 5. júní, 156. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Hann mælti: „Ég elska þig, Drottinn, þú styrkur minn.“ (Sálm. 2, 18.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 roggin, 8 vissi, 9 drukkna, 10 tangi, 11 stúlkan, 13 vætan, 15 heitis, 18 nurla saman, 21 hreysi, 22 jarða, 23 hótar, 24 skuldar ekkert. LÓÐRÉTT: 2 eldstæði, 3 eyddur, 4 hegna, 5 álíti, 6 ryk- hnoðrar, 7 hitti, 12 fag, 14 mánuður, 15 biti, 16 flækingur, 17 brotsjór, 18 sæti, 19 höfðu upp á, 20 siga. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 vomar, 4 sýkil, 7 túlum, 8 rengi, 9 tjá, 11 róar, 13 maka, 14 ýlfra, 15 gróf, 17 tákn, 20 err, 22 ölæði, 23 erjur, 24 totta, 25 síðla. Lóðrétt: 1 votar, 2 molla, 3 rúmt, 4 skrá, 5 kenna, 6 leifa, 10 jöfur, 12 rýf, 13 mat, 15 gjögt, 16 ófært, 18 áfjáð, 19 narra, 20 eira, 21 refs. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJA hefur borizt bréffrá glöggum lesanda, sem hnaut um fréttir í íþróttablaði og á vef Morgunblaðsins sem greindu frá því að áætlað væri að samtals 35 milljarðar manna í 190 löndum myndu fylgjast með heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu í sjón- varpi. „Þar sem fjöldi jarðarbúa er líklega ennþá innan við 6 milljarðar þá hljóta að vera a.m.k. 29 millj- arðar annars staðar í veröldinni. Þetta hlýtur að eiga erindi á forsíð- una á morgun,“ segir lesandinn talnaglöggi. x x x ÞETTA er réttmæt ábending aðmati Víkverja. Réttast hefði verið að geta þess í fréttunum, þannig að ekkert færi á milli mála, að þarna væri um að ræða svokall- að uppsafnað áhorf, þ.e. fjölda þeirra sem áætlað er að horfi á hvern leik, margfaldað með fjölda leikjanna. Leikirnir eru 64 og það er þá talið að tæplega 547 milljónir manna muni horfa á hvern leik. Það er tæplega tíundi hver Jarð- arbúi ef tekið er mið af tölum Sam- einuðu þjóðanna, sem telja að menn séu nú um 6,2 milljarðar. Það er ekki ósennileg tala. Áðurnefnd framsetning, án frekari útskýringa, gat hins vegar verið til þess fallin að valda misskilningi um fjölmenni mannskepnunnar. Gera verður ráð fyrir að hver og einn fótboltaáhugamaður sjái marga leiki, þeir alhörðustu jafnvel alla, en ekki hefur Víkverji séð neitt mat á því hvað margir ein- staklingar á jarðkringlunni saman- lagt séu líklegir til að sjá einn leik eða fleiri í sjónvarpinu. A.m.k. verða þeir áreiðanlega ekki fleiri en 6.199.999.996, því að heima hjá Víkverja eru fjórir í heimili og ekki stendur til að kaupa áskrift að Sýn á næstunni. x x x VÍKVERJA finnst þó að mennmegi virða það Morgun- blaðinu og öðrum fjölmiðlum til vorkunnar, að það gerist æ algeng- ara að hinar og þessar heimildir greini frá uppsöfnuðum aðsóknar-, áhorfs- eða umferðartölum, án þess að þess sé getið sérstaklega að þær séu uppsafnaðar. Þannig sendi Íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkur frá sér fréttatilkynningu á dögunum, þar sem kom fram að metaðsókn hefði verið að sundlaug- unum á síðasta ári; alls hefðu 1,84 milljónir manna sótt sundstaði Reykjavíkur árið 2001. Engum datt í hug að gera athugasemd við þá tölu, enda er þetta í raun viður- kennd aðferð við að telja gesti ofan í sundlaugar, inn í leikhús- og bíó- sali o.s.frv. Hins vegar hefði auðvit- að mátt geta þess, almenningi til glöggvunar og til að forðast mis- skilning, að þetta þýddi að rúmlega 5.100 manns hefðu komið í sund- laugarnar að meðaltali hvern þeirra u.þ.b. 360 daga, sem þær eru opnar á árinu. Þannig hefði kannski feng- izt gleggri mynd af aðsókninni. En þá ber auðvitað að gæta að því að sumir fara í sund bæði kvölds og morgna og rugla þannig jafnvel slíka tölfræði. Jafnframt hefðu menn ekki verið neinu nær um það hversu margir Íslendingar og út- lendingar fóru í sund í Reykjavík einu sinni eða oftar á síðasta ári – það veit sennilega enginn. Léleg þjónusta VIÐ viljum koma á fram- færi kvörtun um lélega þjónustu hjá Ölgerðinni vegna þess að Ölgerðin aug- lýsir að ef maður safni töpp- um fái maður bolta og treyju. Við fórum með tappana fyrir ca. mánuði og treyj- urnar voru þá ekki komnar og okkur var sagt að það ætti að senda okkur treyj- urnar eftir ca. viku en þær eru ekki enn komnar. Helena og Mjöll, 11 ára. Fyrirspurn ERICA hafði samband við Velvakanda og sagði hún að þar sem hún búi sé mikill gróður og gróðrinum fylgi geitungar. Er hún þess vegna að leita sér að flugna- neti til að setja fyrir svala- dyrnar til að halda geitung- unum frá. Biður hún þá sem vita hvar hún gæti fengið svoleiðis net að hafa sam- band við sig í síma 553 1025. Tapað/fundið Gallajakki týndist GALLAJAKKI með semi- líusteinum týndist á Prikinu laugardagskvöldið 25. maí. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 557 2950 eða 824 6986. Hlaupahjól tapaðist SILFURGRÁTT hlaupa- hjól af gerðinni Kalloy tap- aðist fyrir utan verslunina 10-11 við Hjallabrekku í Kópavogi miðvikudaginn 30. maí síðastliðinn. Hjóls- ins er sárt saknað og er finn- andi vinsamlega beðinn að hringja í síma 554 6757 eða 820 6377. Fundarlaun. Hjól týndist í Þingholtunum 10 ÁRA stúlka varð fyrir því að nýja hjólið hennar hvarf úr garði í Þingholtunum. Það var keypt í BYKO og var blátt og grátt að lit. Ef einhver hefur hugmynd um hjólið er hann vinsamlegast beðinn að hringja í síma 551 8494 eða 860 5566. Dýrahald Perla er týnd PERLA fór út laugardags- kvöldið 1. júní og hefur ekki komið aftur. Hún er tveggja ára læða, falleg og blíð. Perla er ljósgrá, hvít og loð- in á maganum, dökkgrá á bakinu. Hún er hálfur persi. Hennar er sárt saknað. Fólk er beðið um að athuga bíl- skúra og geymslur sem hún gæti hafa farið inn í. Þeir sem geta gefið upplýsingar um Perlu vinsamlega hringi í síma 553 5101 eða 867 7836. Lotta er týnd LOTTA týndist frá heimili sínu, Jakaseli 33, föstudag- inn 31. maí. Hún er grá- brúnbröndótt og hvít, 6 mánaða, frekar lítil, loðin læða. Hún var með hvíta ól með svörtum og gráum flekkjum og gulu merki- spjaldi. Hún á það til að hoppa upp undir bíla og gæti þess vegna verið komin langt að heiman. Hún er einnig mjög forvitin og gæti hafa laumast inn í bílskúra eða geymslur hjá einhverj- um. Þeir sem hafa séð hana eða vita hvar hún er niður- komin vinsamlegast hringi í síma 567 0107, 869 9508 eða 869 9408. Læða fæst gefins LÆÐA, kassavön, fjörug og sæt, fæst gefins. Uppl. í síma 849 0579. Kettlingar fást gefins TVEGGJA mánaða kett- lingar fást gefins. Kassa- vanir. Uppl. í síma 557 7735. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Í VELVAKANDA 28. maí spyr Hulda hvort réttara sé „Þó þú langförull legð- ir“ eða „Þótt þú langför- ull legðir“ í ljóði Steph- ans G. Stephanssonar. Það er von að fólk haldi að „Þótt þú langförull“ sé réttara, enda var það kennt í skólum að annað- hvort ætti að segja „þó að“ eða „þótt“, og „þó að“ á augljóslega ekki við hér. En í kvæði Stephans stendur „Þó þú langförull legðir /sérhvert land undir fót.“ Þannig er kvæðið prentað í vand- aðri, fræðilegri heildar- útgáfu Þorkels Jóhannes- sonar á Andvökum og þannig er það í öllum ljóðaúrvölum. Svo textinn er réttur á minning- arsteininum í Vopnafirði sem er tilefni bréfsins. Gunnar Stefánsson, Kvisthaga 16, Rvík. „Þó þú langförull…“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.