Morgunblaðið - 25.07.2002, Page 61

Morgunblaðið - 25.07.2002, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 61 Hverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i 16. Sýnd kl. 5.30. B.i. 10.Sýnd kl. 5.20. B.i. 10. Sýnd kl. 8 og 10.30. B. i. 16.Sýnd kl. 6, 8 og 10.  SV.MBL  HK.DV ...í topp formi. Ótrúleg bardagaatriði. Slagsmál og grín. SÍÐ UST U S ÝNI NGA R SÍÐ UST U S ÝNI NGA R 2 FYRIR EINN2 FYRIR EINN Sýnd kl. 6.30, 8,30 og 10.30. 14.000. MANNS Á 4. DÖGUM Sandra Bullock í spennumynd sem tekur þig heljartaki! Þeir búa til leik sem hún þarf að leysa.. takmarkið er hinn fullkomni glæpur. Einnig sýnd í lúxussal VIP Sýnd í lúxus kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Vit 408 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV 22 þúsund áhorfendur  HL Mbl Sýnd kl. 3.45. Ísl. tal. Vit 389.Sýnd kl. 3.45. Íslenskt tal. Vit 358. SÍMI 587-8900 ÁLFABAKKI www.sambioin.is Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 395. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára Vit 400Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára Vit 408 Sýnd kl. 4. Vit 393. Kvikmyndir.is RICHARD GERE LAURA LINNEYRICHARD GERE Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Vit 393. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 398  kvikmyndir.is Hið yfirnáttúrulega mun gerast. Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. Vit 338 HETJA MUN RÍSA UPP... ...Á AFTURLAPPIRNAR. 1/2 Kvikmyndir.is  DV  HL. MBL  Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is 5 6 5 7 1 0 0 Fja rða rga t a 13 -15 Ha f na r f i r ð i HIPHOPUNNENDUR lifa góða daga; ekki bara að gróskan sé mik- il, íslenskir rímnamenn í hverju horni, heldur eru menn duglegir að gefa út, ýmist á vegum fyrirtækja eða einir síns liðs. Á síðasta ári komu út þrjár meiri háttar íslensk- ar hiphopskífur, með Sesari A, XXX Rottweiler- hundum og Af- kvæmum guðanna, og nokkrar prýði- legar heima- brennslur, til að mynda Skytturnar og Mezzías MC. Á bráðgagnlegum diski, Rímnamíni, sem Ómi gaf út fyrir skemmstu, er allar þessar sveitir og tónlistarmenn að finna en einnig talsvert af öðrum sem færri hafa ef til vill heyrt um: Bent & 7Berg, Forgotten Lores, Móra, Vivid Brain, Bæjarins bestu og Diplomatics, sem flestar/flestir hafa þó verið að býsna lengi og sumir í mörg ár. Upphafslag Rímnamíns er með þeim félögum Bent og 7Berg, bráð- fyndið skens þar sem þeir gera grín að drykkjumonti og almennum gorgeir: „en ef ég drekk of mikið af sterku víni / tapa ég ekki bara orð- heppninni / heldur verður líka meira ælt en baksviðs á Ford mód- elkeppninni.“ Þeir bræður Sesar og Blazrocka eru áberandi á skífunni sem von- legt er, Sesar, sem hefur umsjón með útgáfunni, á eitt lag, Hundarn- ir og Blaz annað og eitt lag eiga þeir bræðurnir undir nafninu Sækópah. Þeir eru mjög ólíkir flytjendur en ná merkilega vel saman í laginu Verbalt, sérstaklega kemur viðlagið skemmtilega út. Rímurnar hjá Sesari eru ramm- pólitískar að vanda og viðkvæmar sálir sem amast við rímunum hjá Blaz, finnst þær of sjálfhverfar og ruddalegar, ættu að sperra eyrun við framlagi hans í Verbalt. Vissu- lega er hann grófur, væri lítið varið í annað, en textinn er með því besta sem hann hefur gert, í mín eyru í það minnsta. Afkvæmi guðanna sendu frá sér fyrirtaks plötu á síðasta ári sem var ekki síst merkileg fyrir það að á henni voru menn í djúpum pæl- ingum, meðal annars að glíma við hinstu rök tilverunnar (sjá til að mynda lagið frábæra Bréf frá guði). Þeir félagar geta þó brugðið á leik líkt og í laginu Upp með hendur og komast býsna vel frá því, hakka í sig þá rappara sem leggja höfuðáherslu á söluvænleika. Rottweilerhundarnir eiga mesta stuðlagið á plötunni eins og þeirra er von og vísa, myljandi stemning og sama hráa keyrslan. Í því lagi á Bent besta sprettinn og línan „það þarf að bjarga hiphopi frá þeim sem rappa um að bjarga hiphopi“ er innblásin snilld. Trúað get ég að lagið Púsl með Sesari A eigi eftir að standa í ein- hverjum enda fer hann ekki troðn- ar slóðir í því, takturinn snúinn og það er ekki fyrr en eftir nokkra hlustun sem menn ná að fylgja þræðinum – ná að leysa raðspilið, púslið. Mjög gott lag sem stingur skemmtilega í stúf, kannski stefnir Sesar í átt að óhlutbundu hiphopi? Áhugamenn um hihop hafa gjarnan nefnt Forgotten Lores þegar spurt er hverjir séu bestir og víst eiga þeir frábært lag á disknum, Þegar ég sé mic, besta lagið. Takturinn er skemmtilega billegur og hikandi í byrjun og rennur síðan af stað í sérdeilis skemmtilega svala taktlykkju. Rím- urnar eru þéttofnar og flæðið frá- bært, hraðabreytingar vel útfærðar og svo má telja; „Ég hef setið við skriftir eins og kaþólikki / síðan Gaui litli var svaka flykki / á papp- írinn skapa stykki / með ritföngum þegar ég sit löngum stundum.“ Við hverja hlustun setjast í hugann nýjar línur – er ekki breiðskífa orð- in tímabær? Móri, sem hefur verið býsna lengi að, hefur náð mjög góðum tökum á tónmálinu, undirleikurinn hjá honum er afbragð og hljómur mjög góður. Spuninn er líka góður og flutningurinn afslappaður og öruggur. Textinn er fullendaslepp- ur, hefði mátt vera tvö til þrjú er- indi til viðbótar; manni finnst eins og sagan sé ekki nema hálfsögð. Skytturnar sendu frá sér brenndan disk á síðasta ári sem fékkst í takmörkuðu upplagi, en lag af honum rataði síðan í bíómynd og á disk með lögum úr þeirri mynd. Það lag, Ég geri það sem ég vil, var spaugilegt en enn fyndnara er lagið Ef ég væri Jesú: „Mínar hug- myndir um leiðtoga eru ekkert ná- lægt þínum / því sjálfur Jesús Kristur er ein af fokking fyrir- myndum mínum.“ Hér er þó ekki verið að hvetja menn til guðsótta og góðra siða eins og kemur í ljós ef grannt er hlustað. Að sama skapi og bjart er yfir þeim félögum í Skyttunum ræður myrkur og örvænting ríkjum í rím- um Vivid Brain í laginu Vont en það versnar þar sem sögumaður er „skopparakringla í leit að horni í kringlóttu herbergi“. Rímurnar virðast sundurlausar við fyrstu sýn en draga upp drungalega mynd sem verður æ skuggalegri þegar á líður. Gott lag og vel flutt með skemmtilega geggjuðum klukkna- hljómi. Bæjarins bestu fara á kostum í lýsingu á pósaranum; „ … ég þekki strák sem þekkir strák sem þekkir Bent í Rottweiler.“ Undirleikur undirstrikar skemmtilega pæl- inguna í textanum með rafgíturum og rokktrommum. Rímurnar hjá Diplomatics eru vel samtengdar og fluttar, en held- ur eru þær innihaldslausar. Undir- leikur er flottur, góður taktur. Mezzias MC á síðan lokaorðið með laginu Viltu með mér vaka, frábæru lagi þar sem hann leikur sér með Þrek og tár. Þetta lag kom út á brenndum disk með honum á síðasta ári og því hefði verið gaman að fá heyra eitthvað nýtt, hann á það sjálfsagt til. Umslagið er mjög vel heppnað, en erfitt fyrir gamla menn að lesa ógreinilegan smáan texta á dökk- um bakgrunni. Ein spurning að lokum: Hvar eru stelpurnar? Tónlist Bráð- gagnlegur diskur Rímnamín, safn af íslensku hiphopi. Lög eiga Bent & 7Berg, Sækópah, Afkvæmi Guðanna, XXX Rottweilerhundar, Sesar A, Forgotten Lores, Móri, Skytturnar, Viv- id Brain, Bæjarins bestu, Diplomatics og Messías MC. Ómi gefur út, en Sesar A hafði umsjón með útgáfunni. 48,30 mín- útur. Árni Matthíasson Morgunblaðið/Jim Smart Sesar A er umsjónarmaður Rímnamíns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.