Morgunblaðið - 25.07.2002, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 25.07.2002, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 61 Hverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i 16. Sýnd kl. 5.30. B.i. 10.Sýnd kl. 5.20. B.i. 10. Sýnd kl. 8 og 10.30. B. i. 16.Sýnd kl. 6, 8 og 10.  SV.MBL  HK.DV ...í topp formi. Ótrúleg bardagaatriði. Slagsmál og grín. SÍÐ UST U S ÝNI NGA R SÍÐ UST U S ÝNI NGA R 2 FYRIR EINN2 FYRIR EINN Sýnd kl. 6.30, 8,30 og 10.30. 14.000. MANNS Á 4. DÖGUM Sandra Bullock í spennumynd sem tekur þig heljartaki! Þeir búa til leik sem hún þarf að leysa.. takmarkið er hinn fullkomni glæpur. Einnig sýnd í lúxussal VIP Sýnd í lúxus kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Vit 408 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV 22 þúsund áhorfendur  HL Mbl Sýnd kl. 3.45. Ísl. tal. Vit 389.Sýnd kl. 3.45. Íslenskt tal. Vit 358. SÍMI 587-8900 ÁLFABAKKI www.sambioin.is Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 395. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára Vit 400Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára Vit 408 Sýnd kl. 4. Vit 393. Kvikmyndir.is RICHARD GERE LAURA LINNEYRICHARD GERE Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Vit 393. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 398  kvikmyndir.is Hið yfirnáttúrulega mun gerast. Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. Vit 338 HETJA MUN RÍSA UPP... ...Á AFTURLAPPIRNAR. 1/2 Kvikmyndir.is  DV  HL. MBL  Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is 5 6 5 7 1 0 0 Fja rða rga t a 13 -15 Ha f na r f i r ð i HIPHOPUNNENDUR lifa góða daga; ekki bara að gróskan sé mik- il, íslenskir rímnamenn í hverju horni, heldur eru menn duglegir að gefa út, ýmist á vegum fyrirtækja eða einir síns liðs. Á síðasta ári komu út þrjár meiri háttar íslensk- ar hiphopskífur, með Sesari A, XXX Rottweiler- hundum og Af- kvæmum guðanna, og nokkrar prýði- legar heima- brennslur, til að mynda Skytturnar og Mezzías MC. Á bráðgagnlegum diski, Rímnamíni, sem Ómi gaf út fyrir skemmstu, er allar þessar sveitir og tónlistarmenn að finna en einnig talsvert af öðrum sem færri hafa ef til vill heyrt um: Bent & 7Berg, Forgotten Lores, Móra, Vivid Brain, Bæjarins bestu og Diplomatics, sem flestar/flestir hafa þó verið að býsna lengi og sumir í mörg ár. Upphafslag Rímnamíns er með þeim félögum Bent og 7Berg, bráð- fyndið skens þar sem þeir gera grín að drykkjumonti og almennum gorgeir: „en ef ég drekk of mikið af sterku víni / tapa ég ekki bara orð- heppninni / heldur verður líka meira ælt en baksviðs á Ford mód- elkeppninni.“ Þeir bræður Sesar og Blazrocka eru áberandi á skífunni sem von- legt er, Sesar, sem hefur umsjón með útgáfunni, á eitt lag, Hundarn- ir og Blaz annað og eitt lag eiga þeir bræðurnir undir nafninu Sækópah. Þeir eru mjög ólíkir flytjendur en ná merkilega vel saman í laginu Verbalt, sérstaklega kemur viðlagið skemmtilega út. Rímurnar hjá Sesari eru ramm- pólitískar að vanda og viðkvæmar sálir sem amast við rímunum hjá Blaz, finnst þær of sjálfhverfar og ruddalegar, ættu að sperra eyrun við framlagi hans í Verbalt. Vissu- lega er hann grófur, væri lítið varið í annað, en textinn er með því besta sem hann hefur gert, í mín eyru í það minnsta. Afkvæmi guðanna sendu frá sér fyrirtaks plötu á síðasta ári sem var ekki síst merkileg fyrir það að á henni voru menn í djúpum pæl- ingum, meðal annars að glíma við hinstu rök tilverunnar (sjá til að mynda lagið frábæra Bréf frá guði). Þeir félagar geta þó brugðið á leik líkt og í laginu Upp með hendur og komast býsna vel frá því, hakka í sig þá rappara sem leggja höfuðáherslu á söluvænleika. Rottweilerhundarnir eiga mesta stuðlagið á plötunni eins og þeirra er von og vísa, myljandi stemning og sama hráa keyrslan. Í því lagi á Bent besta sprettinn og línan „það þarf að bjarga hiphopi frá þeim sem rappa um að bjarga hiphopi“ er innblásin snilld. Trúað get ég að lagið Púsl með Sesari A eigi eftir að standa í ein- hverjum enda fer hann ekki troðn- ar slóðir í því, takturinn snúinn og það er ekki fyrr en eftir nokkra hlustun sem menn ná að fylgja þræðinum – ná að leysa raðspilið, púslið. Mjög gott lag sem stingur skemmtilega í stúf, kannski stefnir Sesar í átt að óhlutbundu hiphopi? Áhugamenn um hihop hafa gjarnan nefnt Forgotten Lores þegar spurt er hverjir séu bestir og víst eiga þeir frábært lag á disknum, Þegar ég sé mic, besta lagið. Takturinn er skemmtilega billegur og hikandi í byrjun og rennur síðan af stað í sérdeilis skemmtilega svala taktlykkju. Rím- urnar eru þéttofnar og flæðið frá- bært, hraðabreytingar vel útfærðar og svo má telja; „Ég hef setið við skriftir eins og kaþólikki / síðan Gaui litli var svaka flykki / á papp- írinn skapa stykki / með ritföngum þegar ég sit löngum stundum.“ Við hverja hlustun setjast í hugann nýjar línur – er ekki breiðskífa orð- in tímabær? Móri, sem hefur verið býsna lengi að, hefur náð mjög góðum tökum á tónmálinu, undirleikurinn hjá honum er afbragð og hljómur mjög góður. Spuninn er líka góður og flutningurinn afslappaður og öruggur. Textinn er fullendaslepp- ur, hefði mátt vera tvö til þrjú er- indi til viðbótar; manni finnst eins og sagan sé ekki nema hálfsögð. Skytturnar sendu frá sér brenndan disk á síðasta ári sem fékkst í takmörkuðu upplagi, en lag af honum rataði síðan í bíómynd og á disk með lögum úr þeirri mynd. Það lag, Ég geri það sem ég vil, var spaugilegt en enn fyndnara er lagið Ef ég væri Jesú: „Mínar hug- myndir um leiðtoga eru ekkert ná- lægt þínum / því sjálfur Jesús Kristur er ein af fokking fyrir- myndum mínum.“ Hér er þó ekki verið að hvetja menn til guðsótta og góðra siða eins og kemur í ljós ef grannt er hlustað. Að sama skapi og bjart er yfir þeim félögum í Skyttunum ræður myrkur og örvænting ríkjum í rím- um Vivid Brain í laginu Vont en það versnar þar sem sögumaður er „skopparakringla í leit að horni í kringlóttu herbergi“. Rímurnar virðast sundurlausar við fyrstu sýn en draga upp drungalega mynd sem verður æ skuggalegri þegar á líður. Gott lag og vel flutt með skemmtilega geggjuðum klukkna- hljómi. Bæjarins bestu fara á kostum í lýsingu á pósaranum; „ … ég þekki strák sem þekkir strák sem þekkir Bent í Rottweiler.“ Undirleikur undirstrikar skemmtilega pæl- inguna í textanum með rafgíturum og rokktrommum. Rímurnar hjá Diplomatics eru vel samtengdar og fluttar, en held- ur eru þær innihaldslausar. Undir- leikur er flottur, góður taktur. Mezzias MC á síðan lokaorðið með laginu Viltu með mér vaka, frábæru lagi þar sem hann leikur sér með Þrek og tár. Þetta lag kom út á brenndum disk með honum á síðasta ári og því hefði verið gaman að fá heyra eitthvað nýtt, hann á það sjálfsagt til. Umslagið er mjög vel heppnað, en erfitt fyrir gamla menn að lesa ógreinilegan smáan texta á dökk- um bakgrunni. Ein spurning að lokum: Hvar eru stelpurnar? Tónlist Bráð- gagnlegur diskur Rímnamín, safn af íslensku hiphopi. Lög eiga Bent & 7Berg, Sækópah, Afkvæmi Guðanna, XXX Rottweilerhundar, Sesar A, Forgotten Lores, Móri, Skytturnar, Viv- id Brain, Bæjarins bestu, Diplomatics og Messías MC. Ómi gefur út, en Sesar A hafði umsjón með útgáfunni. 48,30 mín- útur. Árni Matthíasson Morgunblaðið/Jim Smart Sesar A er umsjónarmaður Rímnamíns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.