Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 27 EUROPE V I Ð K Y N N U M Hillusamtæður og einingar Margir röðunarmöguleikar Framúrstefnuleg ítölsk hönnun Massívar einingar GOTT VERÐ Á HÖFN í Hornafirði hefur verið opnuð fjölþjóðleg listsýning, Camp-Hornafjörður. 25 myndlist- armenn frá Íslandi, Danmörku, Þýskalandi og Englandi sýna verk sín, sem eru unnin sérstaklega fyrir sýninguna. Verkin eru ýmist staðsett utan- eða innandyra vítt og breitt um bæinn. Höfundar verkanna eru Alda Sigurðardóttir, Anna Eyjólfsdóttir, Anna Líndal, Dieter Kunz, Finna Birna Steins- son, Finnbogi Pétursson, Fjölnir Hlynsson, Gunnhildur Jónsdóttir, Hanne Godtfeldt, Hannes Lár- usson, Helga Erlendsdóttir, Hlyn- ur Hallsson, Inga Jónsdóttir, John Krogh, Mette Dalsgård, Morten Tillitz, Nanna Gro Henningsen, Ósk Vilhjálmsdóttir, Pétur Krist- jánsson, Richard Annely, Sigurður Mar Halldórsson, Steinunn H. Sig- urðardóttir, Þorvaldur Þorsteins- son, Þór Vigfússon og Þuríður Elfa Jónsdóttir. Skipuleggjendur sýningarinnar eru Inga Jóns- dóttir, Sigurður Mar Halldórsson og Helga Erlendsdóttir. Camp er alþjóðlegt heiti fyrir búðir í merkingunni bráðabirgða- dvalarstaður, en getur einnig ver- ið skammstöfun fyrir Contempor- ary Artist Meeting Place, sem þýða má: Fundarstaður nútíma myndlistarmanna. Camp- Hornafjörður er sjálfstætt fram- hald af Camp-Lejre-sýningunni sem haldin var í Danmörku sl. sumar og lögð hafa verið drög að næstu Camp-sýningu í Þýskalandi að ári. Sýningin á Höfn mun standa til 1. september og á staðnum eru greinargóðar upplýsingar um staðsetningu hinna ýmsu verka. Hægt er að fylgjast með sýning- unni á slóðinni www.camp2.is. Morgunblaðið/Sigurður Mar Ósk Vilhjálmsdóttir ásamt hornfirskum börnum koma fyrir verki í Miðbæ á Höfn í Hornafirði. Fjölþjóðleg listsýning á Höfn í Hornafirði Óperusöngur og píanó á sumartónleikum í Hömrum saman, en þeim til fulltingis er Daníel Þorsteinsson píanóleikari. Á efnisskránni verða Söngvar förusveinsins eftir Gustav Mahl- er, Þrjú ljóð Ófelíu og fleiri lög eftir Richard Strauss og dúettar eftir Johannes Brahms. SÖNGUR og píanó eru í aðalhlut- verki á tónleikum sem haldnir verða þriðjudagskvöld kl. 20.30 í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísa- fjarðar. Hulda Björk Garðars- dóttir og Sigríður Aðalsteinsdótt- ir syngja hvor í sínu lagi og einnig Mánudagur Eden, Hveragerði Örvar Árdal Árnason opnar sína fjórðu einkasýn- ingu í dag. Á sýningunni verða olíu- málverk og teikningar, fantasíu- og landslagsmyndir. Örvar er sjálf- menntaður listamaður og býr í Hveragerði. Sýningin stendur til 26. ágúst. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.