Morgunblaðið - 11.08.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.08.2002, Qupperneq 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 27 EUROPE V I Ð K Y N N U M Hillusamtæður og einingar Margir röðunarmöguleikar Framúrstefnuleg ítölsk hönnun Massívar einingar GOTT VERÐ Á HÖFN í Hornafirði hefur verið opnuð fjölþjóðleg listsýning, Camp-Hornafjörður. 25 myndlist- armenn frá Íslandi, Danmörku, Þýskalandi og Englandi sýna verk sín, sem eru unnin sérstaklega fyrir sýninguna. Verkin eru ýmist staðsett utan- eða innandyra vítt og breitt um bæinn. Höfundar verkanna eru Alda Sigurðardóttir, Anna Eyjólfsdóttir, Anna Líndal, Dieter Kunz, Finna Birna Steins- son, Finnbogi Pétursson, Fjölnir Hlynsson, Gunnhildur Jónsdóttir, Hanne Godtfeldt, Hannes Lár- usson, Helga Erlendsdóttir, Hlyn- ur Hallsson, Inga Jónsdóttir, John Krogh, Mette Dalsgård, Morten Tillitz, Nanna Gro Henningsen, Ósk Vilhjálmsdóttir, Pétur Krist- jánsson, Richard Annely, Sigurður Mar Halldórsson, Steinunn H. Sig- urðardóttir, Þorvaldur Þorsteins- son, Þór Vigfússon og Þuríður Elfa Jónsdóttir. Skipuleggjendur sýningarinnar eru Inga Jóns- dóttir, Sigurður Mar Halldórsson og Helga Erlendsdóttir. Camp er alþjóðlegt heiti fyrir búðir í merkingunni bráðabirgða- dvalarstaður, en getur einnig ver- ið skammstöfun fyrir Contempor- ary Artist Meeting Place, sem þýða má: Fundarstaður nútíma myndlistarmanna. Camp- Hornafjörður er sjálfstætt fram- hald af Camp-Lejre-sýningunni sem haldin var í Danmörku sl. sumar og lögð hafa verið drög að næstu Camp-sýningu í Þýskalandi að ári. Sýningin á Höfn mun standa til 1. september og á staðnum eru greinargóðar upplýsingar um staðsetningu hinna ýmsu verka. Hægt er að fylgjast með sýning- unni á slóðinni www.camp2.is. Morgunblaðið/Sigurður Mar Ósk Vilhjálmsdóttir ásamt hornfirskum börnum koma fyrir verki í Miðbæ á Höfn í Hornafirði. Fjölþjóðleg listsýning á Höfn í Hornafirði Óperusöngur og píanó á sumartónleikum í Hömrum saman, en þeim til fulltingis er Daníel Þorsteinsson píanóleikari. Á efnisskránni verða Söngvar förusveinsins eftir Gustav Mahl- er, Þrjú ljóð Ófelíu og fleiri lög eftir Richard Strauss og dúettar eftir Johannes Brahms. SÖNGUR og píanó eru í aðalhlut- verki á tónleikum sem haldnir verða þriðjudagskvöld kl. 20.30 í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísa- fjarðar. Hulda Björk Garðars- dóttir og Sigríður Aðalsteinsdótt- ir syngja hvor í sínu lagi og einnig Mánudagur Eden, Hveragerði Örvar Árdal Árnason opnar sína fjórðu einkasýn- ingu í dag. Á sýningunni verða olíu- málverk og teikningar, fantasíu- og landslagsmyndir. Örvar er sjálf- menntaður listamaður og býr í Hveragerði. Sýningin stendur til 26. ágúst. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.