Morgunblaðið - 11.08.2002, Side 38

Morgunblaðið - 11.08.2002, Side 38
FRÉTTIR 38 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNASALAN GIMLI, GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - 570 4810 Skólavörðustíg 13 101 Rvk Sími: 510-3800 FAX: 510 3801 Opið hús hjá fasteignasölunum Gimli og Húsavík sunnudaginn 11.ágúst 2002 Um er að ræða glæsileg og vel staðsett raðhús á einni hæð á þessum skemmtilega stað í Graf- arholtinu. Húsin eru 120 fm, auk 30 fm bílskúrs. Þrjú rúmgóð svefnherbergi, stór og björt stofa með útgangi í suðurgarð, upptekin loft í öllum rýmum. Húsin verða seld rúmlega fok- held, þ.e. fullbúin að að utan sléttmúruð og einangruð, lóð grófjöfnuð, lagnir að ofnum komnar, útveggir tilbúnir til sands- pörtlunar og gólf vélslípuð. Húsunum verður skilað með mal- bikuðum botnlanga og stæði fyrir framan bílskúra. Frábær staðsetning og suðurgarður. Sölumenn okkar og Ragnar Ólafsson, byggingaverktaki, verða á staðnum með teikningar og veita allar nánari upplýsingar. Skipti möguleg. Verð 13,4 millj. Verið velkomin frá kl. 14.00-16.00. MARÍUBAUGUR 33 OG 37 GI LIMBjarni Sigurðssonlögfræðingur og lögg. fasteignasali Kristinn R. Kjartansson sölustjóri atvhúsnæðis Atvinnuhúsnæðis- og fyrirtækjasala Holt Fasteignasala hefur nú enn bætt við þjónustu sína. Undirritaðir starfsmenn Holts Fasteignasölu eru sér- hæfðir í sölu atvinnuhúsnæðis og fyrirtækja og bjóða einnig upp á sérþekkingu og milligöngu í allri fjár- mögnun. Á söluskrá á okkur höfum við iðnaðar-, verslunar- og skrif- stofuhúsnæði af öllum gerðum og stærðum, svo og ýmsa góða fjár- festingarkosti fyrir rétta aðila. Innan raða Holts Fasteignasölu starf- ar einnig rekstrarráðgjafi sem býður fram þjónustu sína varðandi ráðgjöf og verðmat á fyrirtækjum. Hafðu samband eða líttu við og sjáðu hvað við höfum upp á að bjóða. HÆÐIR Gautavík - glæsihæð með bílskúr Vorum að fá í sölu ákaflega glæsilega sérhæð með sérinngangi í vönduðu þrí- býlishúsi. Íbúðin er 136,2 fm og er á 3. hæð (efstu) og henni fylgir góður 23 fm bílskúr. Glæsilegar innréttingar og vönd- uð tæki og gólfefni. Stórar svalir með út- sýni. Toppeign sem getur verið afhent fljótlega. V. 18,9 m. 5082 Suðurgata - hæð í tvíbýli Um er að ræða 134 fm hæð og kjallara á besta stað við Suðurgötuna í Reykjavík. Húsið hefur mikið verið endurnýjað að utan. Íbúðin hefur verið notuð sem skrif- stofuhúsnæði. Lofthæð á hæðinni er um 2,9 m. Sérbílastæði á lóð. Teikningar að innra skipulagi fylgja. Laus strax. V. 12,9 m. 2545 3JA HERB. Austurberg Góð 91 fm endaíbúð á 2. hæð í litlu fjöl- býli. Íbúðin skiptist í tvö góð svefnherb., stofu með stórum svölum, eldhús og bað með t.f. þvottavél. Áhv. 9,4 m. í hús- bréfum og viðbótarláni. V. 10,5 m. 5081 Flyðrugrandi Falleg 68 fm 3ja herbergja íbúð í blokk á eftirsóttum stað. Eignin skiptist m.a. í hol, tvö herbergi, stofu, eldhús og bað- herbergi. Íbúðin er nýlega máluð og eld- hús hefur verið mikið endurnýjað. Stórar svalir. Góð íbúð. V. 10,5 m. 2582 2JA HERB. Álfaskeið - m. bílskúr Erum með í einkasölu snyrtilega og bjarta u.þ.b. 57 fm íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli ásamt 23,7 fm bílskúr. Suðursval- ir. Hús og sameign í mjög góðu ástandi. Íbúðin er laus. V. 8,9 m. 2555 Glæsileg 60 fm 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í þríbýlishúsi með sér- garði og sérinng. Íbúðin hefur öll verið endurnýjuð, s.s. parket, bað, eldhús og herbergi. Útsýni. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, milli kl. 13 og 15. V. 8,7 m. 2401 Sogavegur 216 - jarðhæð t.h. - OPIÐ HÚS Ás fasteignasala Fjarðargötu 17 - Sími 520 2600 Falleg og vönduð 201 fm RAÐHÚS á tveimur hæðum, ásamt inn- byggðum 30 fm BÍLSKÚR. Húsin skilast fullbúin að utan og fokeld að innan eða lengra komin. FALLEGT ÚTSÝNI. GUÐMUNDUR MUN SJÁ UM AÐ SÝNA HÚSIN. HANN ER Í SÍMA 893 9777. VERIÐ VELKOMIN OPIÐ HÚS Í ÞESSUM GLÆSILEGU EIGNUM Í DAG MILLI KL. 14.00 OG 17.00 GAUKSÁS NR. 15 og 17 TILBÚIN TIL AFHENDINGAR NETVEITAN ehf. hefur tekið yfir rekstur Viðskipta- og tölvuskólans og Tölvuskóla Reykjavíkur af Rafiðnað- arskólanum. Eigendur Netveitunnar ehf. eru Hilmar Þór Hafsteinsson, Jónas Yngvi Ásgrímsson og Magnús Már Magnússon, en þeir hafa meðal annars starfað við bókhalds- og tölvu- kennslu hjá Nýja tölvu- og viðskipta- skólanum undanfarin ár. Aðspurður hvort einhverjar breyt- ingar verði með tilkomu nýrra aðila segir Hilmar Þór að Viðskipta- og tölvuskólinn hafi þegar flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði á jarðhæð í Faxa- feni 10. Þar sé öll aðstaða til fyrir- myndar. Hann leggur áherslu á að tölvukostur hafi verið bættur og nú séu til dæmis 19 tölvuskjáir í hverri stofu. „Við erum einnig með tvær nýjar námsbrautir í mótun og er áformað að hefja innritun í febrúar. Þetta verða grunnbrautir, margmiðl- unarbraut og iðnfræðslubraut,“ bæt- ir hann við. Tveggja anna heildstætt nám „Viðskipta- og tölvuskólinn var stofnaður 1974 og á töluvert lengri sögu heldur en Tölvuskóli Reykjavík- ur. Í dag er um að ræða heildstætt tveggja anna nám í Viðskipta- og tölvuskólanum,“ segir Hilmar Þór. Fjórar námsbrautir eru í boði í skólanum. Annars vegar eru tvær grunnbrautir, almennt skrifstofunám og alhliða tölvunám. Hins vegar eru framhaldsbrautir í markaðs- og sölu- námi og fjármála- og rekstrarnámi. „Þeir sem koma inn á grunnnáms- braut þurfa ekki að hafa stúdentspróf en þess er krafist á framhaldsbraut- um að viðkomandi hafi stúdentspróf eða ígildi þess. Það hafa margir, sem hafa útskrifast héðan af grunnbraut- um, einnig klárað framhaldsbrautirn- ar og þá tekur námið fjórar annir allt í allt,“ lýsir hann. Námið endar á starfsþjálfun Að sögn Hilmars stofnaði Einar Pálsson Einkaritaraskólann 1974 en Stjórnunarfélagið keypti síðan skól- ann 1984 og þá varð hann að Ritara- skólanum og síðan að Skrifstofu- og ritaraskólanum. Hilmar Þór kenndi einmitt við Skrifstofu- og ritaraskól- ann 1989 og 1990 þegar hann var til húsa í Ánanaustum. „Síðan gerðist það 1993 að Stjórnunarfélagið og Ný- herji fóru í samstarf um rekstur á skóla. Þá komu tölvurnar af auknum þunga inn í þetta. Rafiðnaðarsam- bandið keypti þann rekstur 1997 og þá varð til Viðskipta- og tölvuskólinn í þeirri mynd sem hann er í núna,“ bætir hann við. Hilmar Þór segir að almenna skrif- stofubrautin hafi þróast allar götur síðan skólinn var stofnaður en hinar brautirnar hafi síðar bæst við. Hann leggur áherslu á að í almennu skrif- stofunámi sé kennd blanda af við- skiptagreinum og tölvunotkun, auk íslensku og ensku. Námið endar á tveggja vikna starfsþjálfun hjá hin- um ýmsu fyrirtækjum. „Í dag koma nemendur sjálfir með hugmyndir um fyrirtæki. Þetta er tveggja vikna þjálfun og markmiðið er að nemend- ur kynnist atvinnulífinu. Þessu er af- ar vel tekið hjá atvinnurekendum og oft ílengjast nemendur í starfi hjá viðkomandi fyrirtæki eftir námið,“ undirstrikar Hilmar Þór. Viðurkennt nám Í Viðskipta- og tölvuskólanum eru 33 nemendur að klára sitt nám í lok október, en þeir innrituðust í febrúar. Hann bendir á að innritun fari fram tvisvar á ári og nám hefjist hjá fimm nýjum hópum í byrjun september. Skólinn býður upp á nám á morgn- ana, eftir hádegið og á kvöldin. Að sögn Hilmars Þórs er námið í Viðskipta- og tölvuskólanum viður- kennt af menntamálaráðuneytinu. Hann segir það einnig hafa öðlast við- urkenningu á markaðnum, bæði af ráðningarstofum og fyrirtækjum. „Það hefur sýnt sig að nemendur sem hafa verið hérna í námi hafa þótt gjaldgengir og fengið ýmiskonar bókara- og skrifstofustörf innan fyr- irtækja. Námið hér er mjög gjarnan skref yfir í áframhaldandi nám,“ seg- ir hann. Netveitan ehf. tók einnig yfir rekstur Tölvuskóla Reykjavíkur eins og fyrr segir og segir Hilmar Þór að skólinn sé 12 ára og þar með einn elsti starfandi tölvuskólinn á höfuð- borgarsvæðinu. Hann segir að kennsla hefjist þar líka í byrjun sept- ember. Í Tölvuskólanum er boðið upp á ýmiskonar stutt tölvunámskeið, grunnnám í helstu tölvuforritum og sérstök námskeið fyrir eldri borgara, svo fátt eitt sé nefnt. Hilmar Þór bæt- ir við að þau námskeið hafi notið mik- illa vinsælda. Nýir aðilar taka yfir rekstur Viðskipta- og tölvuskólans og Tölvuskóla Reykjavíkur Morgunblaðið/Jim Smart Nýir rekstraraðilar Viðskipta- og tölvuskólans og Tölvuskóla Reykjavíkur innan um tölvurnar. Frá vinstri: Magnús Már Magnússon, Hilmar Þór Hafsteinsson og Jónas Yngvi Ásgrímsson. Keypti skólann af Rafiðnaðarskólanum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.