Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 38
FRÉTTIR 38 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNASALAN GIMLI, GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - 570 4810 Skólavörðustíg 13 101 Rvk Sími: 510-3800 FAX: 510 3801 Opið hús hjá fasteignasölunum Gimli og Húsavík sunnudaginn 11.ágúst 2002 Um er að ræða glæsileg og vel staðsett raðhús á einni hæð á þessum skemmtilega stað í Graf- arholtinu. Húsin eru 120 fm, auk 30 fm bílskúrs. Þrjú rúmgóð svefnherbergi, stór og björt stofa með útgangi í suðurgarð, upptekin loft í öllum rýmum. Húsin verða seld rúmlega fok- held, þ.e. fullbúin að að utan sléttmúruð og einangruð, lóð grófjöfnuð, lagnir að ofnum komnar, útveggir tilbúnir til sands- pörtlunar og gólf vélslípuð. Húsunum verður skilað með mal- bikuðum botnlanga og stæði fyrir framan bílskúra. Frábær staðsetning og suðurgarður. Sölumenn okkar og Ragnar Ólafsson, byggingaverktaki, verða á staðnum með teikningar og veita allar nánari upplýsingar. Skipti möguleg. Verð 13,4 millj. Verið velkomin frá kl. 14.00-16.00. MARÍUBAUGUR 33 OG 37 GI LIMBjarni Sigurðssonlögfræðingur og lögg. fasteignasali Kristinn R. Kjartansson sölustjóri atvhúsnæðis Atvinnuhúsnæðis- og fyrirtækjasala Holt Fasteignasala hefur nú enn bætt við þjónustu sína. Undirritaðir starfsmenn Holts Fasteignasölu eru sér- hæfðir í sölu atvinnuhúsnæðis og fyrirtækja og bjóða einnig upp á sérþekkingu og milligöngu í allri fjár- mögnun. Á söluskrá á okkur höfum við iðnaðar-, verslunar- og skrif- stofuhúsnæði af öllum gerðum og stærðum, svo og ýmsa góða fjár- festingarkosti fyrir rétta aðila. Innan raða Holts Fasteignasölu starf- ar einnig rekstrarráðgjafi sem býður fram þjónustu sína varðandi ráðgjöf og verðmat á fyrirtækjum. Hafðu samband eða líttu við og sjáðu hvað við höfum upp á að bjóða. HÆÐIR Gautavík - glæsihæð með bílskúr Vorum að fá í sölu ákaflega glæsilega sérhæð með sérinngangi í vönduðu þrí- býlishúsi. Íbúðin er 136,2 fm og er á 3. hæð (efstu) og henni fylgir góður 23 fm bílskúr. Glæsilegar innréttingar og vönd- uð tæki og gólfefni. Stórar svalir með út- sýni. Toppeign sem getur verið afhent fljótlega. V. 18,9 m. 5082 Suðurgata - hæð í tvíbýli Um er að ræða 134 fm hæð og kjallara á besta stað við Suðurgötuna í Reykjavík. Húsið hefur mikið verið endurnýjað að utan. Íbúðin hefur verið notuð sem skrif- stofuhúsnæði. Lofthæð á hæðinni er um 2,9 m. Sérbílastæði á lóð. Teikningar að innra skipulagi fylgja. Laus strax. V. 12,9 m. 2545 3JA HERB. Austurberg Góð 91 fm endaíbúð á 2. hæð í litlu fjöl- býli. Íbúðin skiptist í tvö góð svefnherb., stofu með stórum svölum, eldhús og bað með t.f. þvottavél. Áhv. 9,4 m. í hús- bréfum og viðbótarláni. V. 10,5 m. 5081 Flyðrugrandi Falleg 68 fm 3ja herbergja íbúð í blokk á eftirsóttum stað. Eignin skiptist m.a. í hol, tvö herbergi, stofu, eldhús og bað- herbergi. Íbúðin er nýlega máluð og eld- hús hefur verið mikið endurnýjað. Stórar svalir. Góð íbúð. V. 10,5 m. 2582 2JA HERB. Álfaskeið - m. bílskúr Erum með í einkasölu snyrtilega og bjarta u.þ.b. 57 fm íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli ásamt 23,7 fm bílskúr. Suðursval- ir. Hús og sameign í mjög góðu ástandi. Íbúðin er laus. V. 8,9 m. 2555 Glæsileg 60 fm 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í þríbýlishúsi með sér- garði og sérinng. Íbúðin hefur öll verið endurnýjuð, s.s. parket, bað, eldhús og herbergi. Útsýni. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, milli kl. 13 og 15. V. 8,7 m. 2401 Sogavegur 216 - jarðhæð t.h. - OPIÐ HÚS Ás fasteignasala Fjarðargötu 17 - Sími 520 2600 Falleg og vönduð 201 fm RAÐHÚS á tveimur hæðum, ásamt inn- byggðum 30 fm BÍLSKÚR. Húsin skilast fullbúin að utan og fokeld að innan eða lengra komin. FALLEGT ÚTSÝNI. GUÐMUNDUR MUN SJÁ UM AÐ SÝNA HÚSIN. HANN ER Í SÍMA 893 9777. VERIÐ VELKOMIN OPIÐ HÚS Í ÞESSUM GLÆSILEGU EIGNUM Í DAG MILLI KL. 14.00 OG 17.00 GAUKSÁS NR. 15 og 17 TILBÚIN TIL AFHENDINGAR NETVEITAN ehf. hefur tekið yfir rekstur Viðskipta- og tölvuskólans og Tölvuskóla Reykjavíkur af Rafiðnað- arskólanum. Eigendur Netveitunnar ehf. eru Hilmar Þór Hafsteinsson, Jónas Yngvi Ásgrímsson og Magnús Már Magnússon, en þeir hafa meðal annars starfað við bókhalds- og tölvu- kennslu hjá Nýja tölvu- og viðskipta- skólanum undanfarin ár. Aðspurður hvort einhverjar breyt- ingar verði með tilkomu nýrra aðila segir Hilmar Þór að Viðskipta- og tölvuskólinn hafi þegar flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði á jarðhæð í Faxa- feni 10. Þar sé öll aðstaða til fyrir- myndar. Hann leggur áherslu á að tölvukostur hafi verið bættur og nú séu til dæmis 19 tölvuskjáir í hverri stofu. „Við erum einnig með tvær nýjar námsbrautir í mótun og er áformað að hefja innritun í febrúar. Þetta verða grunnbrautir, margmiðl- unarbraut og iðnfræðslubraut,“ bæt- ir hann við. Tveggja anna heildstætt nám „Viðskipta- og tölvuskólinn var stofnaður 1974 og á töluvert lengri sögu heldur en Tölvuskóli Reykjavík- ur. Í dag er um að ræða heildstætt tveggja anna nám í Viðskipta- og tölvuskólanum,“ segir Hilmar Þór. Fjórar námsbrautir eru í boði í skólanum. Annars vegar eru tvær grunnbrautir, almennt skrifstofunám og alhliða tölvunám. Hins vegar eru framhaldsbrautir í markaðs- og sölu- námi og fjármála- og rekstrarnámi. „Þeir sem koma inn á grunnnáms- braut þurfa ekki að hafa stúdentspróf en þess er krafist á framhaldsbraut- um að viðkomandi hafi stúdentspróf eða ígildi þess. Það hafa margir, sem hafa útskrifast héðan af grunnbraut- um, einnig klárað framhaldsbrautirn- ar og þá tekur námið fjórar annir allt í allt,“ lýsir hann. Námið endar á starfsþjálfun Að sögn Hilmars stofnaði Einar Pálsson Einkaritaraskólann 1974 en Stjórnunarfélagið keypti síðan skól- ann 1984 og þá varð hann að Ritara- skólanum og síðan að Skrifstofu- og ritaraskólanum. Hilmar Þór kenndi einmitt við Skrifstofu- og ritaraskól- ann 1989 og 1990 þegar hann var til húsa í Ánanaustum. „Síðan gerðist það 1993 að Stjórnunarfélagið og Ný- herji fóru í samstarf um rekstur á skóla. Þá komu tölvurnar af auknum þunga inn í þetta. Rafiðnaðarsam- bandið keypti þann rekstur 1997 og þá varð til Viðskipta- og tölvuskólinn í þeirri mynd sem hann er í núna,“ bætir hann við. Hilmar Þór segir að almenna skrif- stofubrautin hafi þróast allar götur síðan skólinn var stofnaður en hinar brautirnar hafi síðar bæst við. Hann leggur áherslu á að í almennu skrif- stofunámi sé kennd blanda af við- skiptagreinum og tölvunotkun, auk íslensku og ensku. Námið endar á tveggja vikna starfsþjálfun hjá hin- um ýmsu fyrirtækjum. „Í dag koma nemendur sjálfir með hugmyndir um fyrirtæki. Þetta er tveggja vikna þjálfun og markmiðið er að nemend- ur kynnist atvinnulífinu. Þessu er af- ar vel tekið hjá atvinnurekendum og oft ílengjast nemendur í starfi hjá viðkomandi fyrirtæki eftir námið,“ undirstrikar Hilmar Þór. Viðurkennt nám Í Viðskipta- og tölvuskólanum eru 33 nemendur að klára sitt nám í lok október, en þeir innrituðust í febrúar. Hann bendir á að innritun fari fram tvisvar á ári og nám hefjist hjá fimm nýjum hópum í byrjun september. Skólinn býður upp á nám á morgn- ana, eftir hádegið og á kvöldin. Að sögn Hilmars Þórs er námið í Viðskipta- og tölvuskólanum viður- kennt af menntamálaráðuneytinu. Hann segir það einnig hafa öðlast við- urkenningu á markaðnum, bæði af ráðningarstofum og fyrirtækjum. „Það hefur sýnt sig að nemendur sem hafa verið hérna í námi hafa þótt gjaldgengir og fengið ýmiskonar bókara- og skrifstofustörf innan fyr- irtækja. Námið hér er mjög gjarnan skref yfir í áframhaldandi nám,“ seg- ir hann. Netveitan ehf. tók einnig yfir rekstur Tölvuskóla Reykjavíkur eins og fyrr segir og segir Hilmar Þór að skólinn sé 12 ára og þar með einn elsti starfandi tölvuskólinn á höfuð- borgarsvæðinu. Hann segir að kennsla hefjist þar líka í byrjun sept- ember. Í Tölvuskólanum er boðið upp á ýmiskonar stutt tölvunámskeið, grunnnám í helstu tölvuforritum og sérstök námskeið fyrir eldri borgara, svo fátt eitt sé nefnt. Hilmar Þór bæt- ir við að þau námskeið hafi notið mik- illa vinsælda. Nýir aðilar taka yfir rekstur Viðskipta- og tölvuskólans og Tölvuskóla Reykjavíkur Morgunblaðið/Jim Smart Nýir rekstraraðilar Viðskipta- og tölvuskólans og Tölvuskóla Reykjavíkur innan um tölvurnar. Frá vinstri: Magnús Már Magnússon, Hilmar Þór Hafsteinsson og Jónas Yngvi Ásgrímsson. Keypti skólann af Rafiðnaðarskólanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.