Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LÖGÐ hefur verið fram beiðni hjá efnahags-
brotadeild Ríkislögreglustjóra um að fram fari
opinber rannsókn á hvað orðið hefur um fjár-
muni í eigu manns sem lést fyrir nokkru, en
þessar eignir mannsins komu ekki fram þegar
dánarbú hans var tekið til opinberra skipta.
Fór lögmaður fram á rannsókn málsins í sein-
asta mánuði fyrir hönd tveggja barna hins
látna, sem telja að mikil verðmæti hafi horfið úr
eigu föður síns og ekki komið til skipta. Alls
megi ætla að heildareignir hins látna hafi numið
mörgum tugum milljóna kr. en skv. skiptagerð
komu eingöngu rúmlega sex milljónir kr. til
skipta við uppgjör á dánarbúi hans.
Engin merki um 50 millj. kr.
eftirlaun við búskipti
Meðal þess sem bent er á í greinargerð barna
hins látna og lögmanns þeirra er að eftirlauna-
greiðslur mannsins síðustu sex ár ævi hans
námu samtals rúmlega 50 milljónum kr., en
engin merki sáust um þessi eftirlaun í dánar-
búinu.
Telja börn mannsins útilokað að faðir þeirra
hafi notað alla þessa fjármuni í eigin þágu eða
ráðstafað þeim sjálfur. Benda þau einnig á í
greinargerð með beiðni um opinbera rannsókn
málsins að faðir þeirra hafi ekki gengið heill til
skógar síðustu ár ævinnar.
Eiginkona mannsins lést fyrir nokkrum árum
og í greinargerð er vísað til þess að við skipti á
dánarbúi hennar hafi hrein eign sem kom til
skipta numið um 67 milljónum kr. Þar af komu
14,5 milljónir kr. í hlut föðurins en 52,5 milljónir
komu í hlut tveggja barna konunnar, sem voru
fósturbörn mannsins. Bent er á að þessi arfs-
hlutur föðurins hafi rýrnað mikið og svo virðist
sem ríkisverðbréf í eigu hans hafi horfið af
framtölum án skýringa um hugsanlega ráðstöf-
un þeirra.
Börn mannsins fara m.a. fram á að kannað
verði við lögreglurannsókn hvort hugsanlegt sé
að skert andleg heilsa mannsins á síðustu ævi-
árum hans hafi verið misnotuð í þeim tilgangi að
hafa af honum eignir.
Eignir rýrnuðu þrátt fyrir
háar eftirlaunagreiðslur
Athugun á skattframtölum leiddi í ljós að eft-
irlaunagreiðslur hins látna námu rúmlega 50
milljónum kr. á tímabilinu 1995–2000, eins og
áður segir, og voru þær lagðar inn á banka-
reikning mannsins. Í bréfi lögmannsins til Rík-
islögreglustjóra segir: „Umbjóðendur mínir
fengu upplýsingar um það við dánarbússkiptin
og afhent gögn til staðfestingar að teknar voru
út mánaðarlega um það bil sömu fjárhæðir og
komu inn. Fram kom að allar þær úttektir höfðu
verið peningaúttektir, þ.e. teknir voru út pen-
ingar, yfirleitt í kringum 400.000,00 kr. á mán-
uði, á tilgreindu tímabili. Samtals virðast því út-
tektir hvers árs vera um 4.800.000,00 kr. eða
samtals tæpar þrjátíu milljónir fyrir tímabilið.
Þrátt fyrir hinar háu eftirlaunagreiðslur og
úttektir [...] föður umbjóðenda minna varð ekki
eignaaukning á þessu tímabili heldur rýrnuðu
eignir hans þvert á móti verulega frá því að
skiptum á dánarbúi skammlífari maka lauk eins
og að framan greinir.
Engin grein er gerð fyrir í skattframtölum
hvernig spariskírteinum, öndvegisbréfum eða
húsbréfum var ráðstafað.
Umbjóðendur mínir kveða útilokað að faðir
þeirra hafi notað alla þessa fjármuni til eigin
þarfa og hljóti þeir því að hafa runnið til ann-
arra. Ekki liggi fyrir hvort um gjafir hafi verið
að ræða eða lánveitingar en hvorugt kemur
fram í skattframtölum fyrir tilgreint tímabil.
Fyrir liggur að verulegum fjármunum hefur
verið ráðstafað án þess að unnt sé að gera grein
fyrir afdrifum þeirra.“
Auk þessa er á það bent að komið hafi í ljós
við skipti dánarbúsins að verðmætt sumarhús
og veiðiréttur hafi skýringalaust horfið úr eigu
hins látna.
Rannsakað verði hvort greiddur hafi
verið tekjuskattur af gjöfum
Fer lögmaðurinn fram á að rannsakað verði
hvernig þessum fjármunum var ráðstafað,
bankareikningar verði skoðaðir og eftir atvik-
um kannað hvort óeðlileg eignamyndun hefur
orðið hjá einhverjum sem hinn látni var í sam-
skiptum við. Er jafnframt farið fram á að ef í
ljós kemur að um gjafir hafi verið að ræða verði
rannsakað hvort greiddur hafi verið af þeim
tekjuskattur lögum samkvæmt.
Þá er þess krafist að ef rannsókn leiðir í ljós
að um refsiverða háttsemi geti verið að ræða
verði þeir sem grunur beinist að ákærðir. Er
jafnframt áskilinn réttur til að hafa uppi bóta-
kröfur.
Óskað opinberrar rannsóknar á ráðstöfun eigna í tengslum við uppgjör á dánarbúi
Telja tugi millj-
óna hafa horfið
fyrir búskiptin
BISKUP Íslands, Karl Sig-
urbjörnsson, er á yfirreið um
Þingeyjarprófastsdæmi. Hann
vísiteraði m.a. Skútustaða-
prestakali, en þar undir heyra
þrjár sóknir, Víðirhóls-, Skútu-
staða- og Reykjahlíðarkirkjusókn-
ir. Fjöldi sóknarbarna er samtals
457. Í fylgdarliði biskups voru
meðal annarra prófasturinn, séra
Pétur Þórarinsson í Laufási, séra
Guðmundur Guðmundsson héraðs-
prestur á Akureyri og sókn-
arpresturinn á Skútustöðum, séra
Örnólfur Ólafsson.
Venja mun vera að biskupar
vísiteri allar sóknir einu sinni á
starfstíma sínum. Við slíkar heim-
sóknir er rætt við sóknarprest og
sóknarnefndir um hvaðeina sem
varðar safnaðarstarfið. Eignir
kirknanna eru athugaðar og
skráðar og ástand metið. Að þessu
sinni var helgistund í Víðirhóls-
kirkju og einnig í Skútustaða-
kirkju en messa með altarisgöngu
í Reykjahlíð. Fundur var með
sóknarnefndum á heimili sókn-
arprests þar sem mál voru rædd
og skipst á skoðunum. Biskup
lýsti mikilli ánægju með allt
ástand allra kirknanna utan sem
innan og þakkaði söfnuðunum um-
hyggju sem þeir sýndu kirkjunum.
Tólf ár eru nú síðan biskup vísi-
teraði hér um slóðir og því eru
slíkar heimsóknir nokkur ný-
lunda. Sérlega athygli vakti að
biskup sneri sér sérstaklega til
æskunnar og talaði við börnin
sem fjölmenntu til þessara helgi-
athafna.
Vísiterað í há-
sveitum landsins
Mývantssveit. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/BFH
Fjöldi barna kom til guðsþjónustu, sem fram fór í Reykjahlíð í
Mývatnssveit, og þáði gjöf úr hendi Karls Sigurbjörnssonar biskups.
DANSKA lögreglan leitar nú
tveggja málverkaþjófa sem brutust
inn hjá Ejler Bille, einum þekktasta
listmálara Dana, sem kominn er á
tíræðisaldur, og stálu frá honum
málverki eftir Þorvald Skúlason
ásamt þremur myndum eftir Bille
sjálfan og einni litógrafíu eftir
Chagall.
Þjófnaðurinn var framinn um há-
bjartan dag 21. ágúst og beittu þjóf-
arnir blekkingum til að komast inn í
hús Bille. Segir lögreglan í Hillerød
að þjófarnir hafi bankað upp á hjá
Bille um hádegisbil til að fá lánaðan
stiga hjá honum til að fara upp á
þakið hjá honum og dytta eitthvað
að því. Bille áttaði sig ekki fyllilega
á því hvað mönnunum gekk til, enda
voru ekki nema fáein ár síðan gert
hafði verið við þakið. Stigann fengu
mennirnir engu að síður lánaðan og
skömmu seinna fékk Bille sér mið-
degislúr. Þegar hann vaknaði um kl.
13.30 voru málverkin á bak og burt
og ljóst að þjófarnir höfðu notað
stigann til annarra hluta, en þeir
sögðu hinum aldna listamanni.
Lögreglan segir engan hafa verið
handtekinn vegna málsins en þjóf-
arnir munu vera á þrítugs- og fer-
tugsaldri.
Myndin eftir Þorvald Skúlason er
olíumálverk, 30x30 cm og sagði Bille
að hún hafi verið máluð í kringum
1939. Hann sagðist í samtali við
Morgunblaðið ekki vita verðmæti
hennar en lögreglan telur að verð-
mæti verkanna allra sé um 480 þús-
und danskar krónur, eða sem nem-
ur á sjöttu milljón íslenskra króna.
Bille er 92 ára gamall og var einn
af hugmyndafræðingum COBRA
listastefnunnar, en Cobra voru al-
þjóðleg listamannasamtök stofnuð
árið 1949 í Amsterdam. Íslenski
listamaðurinn Svavar Guðnason að-
hylltist sjónarmið COBRA-hópsins
og metur Bille verk hans mikils.
Innbrot hjá dönskum listmálara
Málverki eftir Þor-
vald Skúlason stolið
Verkið eftir Þorvald Skúlason
sem stolið var í innbrotinu.
TALSMENN þeirra kjötvinnslna
sem Morgunblaðið ræddi við báru sig
vel þegar þeir voru spurðir hvernig
sala á grillkjöti hefði gengið í sumar.
Tíðarfar hefur víðast hvar á landinu
verið rysjótt, einkum norðanlands, og
sólskinsstundir verið vel undir með-
allagi, samkvæmt veðurfarslýsingum
á vef Veðurstofunnar. Undanskilja
má þó fyrri hluta júnímánaðar sunn-
an- og vestanlands, enda rokseldist
grillkjötið á þeim tíma. Þá hafa Aust-
firðingar notið sólar vel yfir meðaltali.
Guðmundur Svavarsson, fram-
leiðslustjóri Sláturfélags Suðurlands
á Hvolsvelli, sagðist í samtali við
Morgunblaðið ekki merkja samdrátt í
framleiðslu grillkjöts og að hið sama
væri að segja um söluna. Vissulega
hefðu komið kippir í söluna þegar vel
viðraði en á heildina litið væri staðan
svipuð og fyrri ár, bæði hvað varðar
lamba- og svínakjöt. „Það eru sveiflur
í þessu. Við þurfum alltaf að fylgjast
með veðurspánni í byrjun hverrar
viku. Ef það er útlit fyrir sól helgina á
eftir setjum við aukinn kraft í fram-
leiðsluna,“ sagði Guðmundur og benti
á að grillvertíðin væri lengri nú en áð-
ur vegna þess að Íslendingar ættu
fleiri gasgrill. Salan hæfist í kringum
páska og stæði langt fram á haust.
Geir Eiríksson, sölustjóri Ferskra
kjötvara í Reykjavík, sagði sumarið
hafa komið mjög vel út.
„Salan hjá okkur hefur farið fram
úr björtustu vonum. Þetta byrjaði
líka mjög vel og bestu mánuðirnir
voru maí og júní. Salan náði hámarki
fyrstu helgina í júlí en eftir verslunar-
mannahelgina dettur botninn yfirleitt
úr þessu. Þannig hefur það verið und-
anfarin ár. Veðrið í ágúst hefur ekki
verið til að hrópa húrra fyrir en þegar
einn og einn dagur kemur með rjóma-
blíðu tekur salan kipp upp á við.“
Erik Jensen, framkvæmdastjóri B.
Jensen, sem starfrækir kjötvinnslu,
verslun og sláturhús á Akureyri, auk
sláturhúsa á Hvammstanga og í Búð-
ardal fyrir Ferskar afurðir, sagði tíð-
arfarið norðan heiða vissulega hafa
verið dapurt í sumar en að sala á grill-
kjöti hefði gengið ágætlega þrátt fyrir
það. Hún hefði tekið kipp síðastliðna
daga þegar Eyfirðingar og nær-
sveitamenn sáu til sólar á ný. „Annars
er grilltíminn að verða búinn, salan
snarminnkar strax eftir verslunar-
mannahelgi,“ sagði Erik.
Hann sagði svínakjötið hafa selst
mun betur en lambakjötið í sumar og
sú staða virtist viðvarandi.
Kjötvinnslur láta vel af sölu á grillkjöti í sumar
Merkja ekki samdrátt
þrátt fyrir rysjótt tíðarfar