Morgunblaðið - 28.08.2002, Page 10

Morgunblaðið - 28.08.2002, Page 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMKVÆMT tillögu að deiliskipu- lagi fyrir nýtt atvinnu- og íbúðar- hverfi í Norðlingaholti er gert ráð fyr- ir að á svæðinu byggist nýtt hverfi með um 1.100 íbúðum ásamt grunn- skóla, 2–3 leikskólum og sambýli, auk 43.000 m² af atvinnuhúsnæði. Gert er ráð fyrir að í hverfinu muni búa um 3.000 manns. Frestur til athuga- semda vegna skipulagstillagnanna rennur út í dag. Á borgarafundi sem haldinn var í fyrrakvöld til kynningar á skipulag- inu tók Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingar- nefndar Reykjavíkur, fyrst til máls. Hún gerði grein fyrir aðstæðum á svæðinu, náttúru- og veðurfræði og grunni skipulagsins og forsendum þess. Hún sagði að allt frá árinu 1984 hefði verið gert ráð fyrir að byggð risi í Norðlingaholti. Í þeirri umræðu hefðu meðal annars komið fram hug- myndir um að þarna yrði eingöngu byggt atvinnusvæði en nú væri hins vegar gert ráð fyrir blandaðri byggð. Steinunn ræddi einnig um skipu- lagstillögu fyrir svæðið frá árinu 1993, en ýmsir hafa nefnt hana og borið saman við nýju tillöguna. Stein- unn sagði að í skipulaginu frá 1993 væri gert ráð fyrir því að fjarlægð svæðisins frá ánni Bugðu væri 50 metrar en nú væri gert ráð fyrir að hún væri 100 metrar. Í tillögunni frá 1993 væri einnig gert ráð fyrir minna atvinnusvæði en nú, eða 5 hekturum á móti 10 núna. Þá gerði núverandi tillaga ráð fyrir fjölbreyttari íbúðarmöguleikum. Meira yrði um tví- og þríbýlishús, auk klasahúsa. „Staðan er þannig á höf- uðborgarsvæðinu að það er mikil þörf fyrir minni íbúðir og mikil eftirspurn eftir þeim. Við erum því að koma til móts við þau sjónarmið sem þar eru uppi,“ sagði Steinunn. Hún sagði að þegar orðið fjölbýlishús væri nefnt dyttu mönnum helst í hug blokkir en fjölbýlishús væru einnig tví- og þrí- býlishús sem fólk þekkti vel úr Hlíðunum og Teigunum og í skipulaginu væru þess konar hús líka skilgreind sem fjölbýlishús. Fyrirhugaðar bensínstöðvar utan vatnsverndarsvæða Steinunn sagði að þegar skipulag á nýjum hverfum væri unnið lægi að baki mikil könnun á náttúrufari, veð- urfari og öðru. Hún benti sérstaklega á að fyrirhugaðar bensínstöðvarnar í Norðlingaholti myndu liggja utan vatnsverndarsvæðis. Vatnsverndar- lína lægi eftir skipulagssvæðinu og bensínstöðvarnar væru klárlega utan línunnar. Sagði Steinunn einnig að mat sérfræðinga, meðal annars hjá Orkuveitunni, benti til þess að engin hætta væri á að mengun bærist í Bugðu eða Elliðavatn. Steinunn sagði öll hús í Norðlinga- holti yrðu byggð ofar hæstu flóða- mörkum og allt ofanvatn yrði leitt í sérstaka settjörn. Steinunn benti á að Orkustofnun hefði unnið kort af svæðinu með tilliti til sprungna. Sérstök sprunguleit hefði farið fram, meðal annars á því svæði þar sem bygging bensínstöðva væri ráðgerð. Sagði Steinunn að borgaryfirvöld teldu að tillit hefði ver- ið tekið til sprungna við skipulagið. Steinunn sagði að það sem skipti mestu máli varðandi skipulagið væri sú hugsun og hugmyndafræði sem lægi að baki skipulaginu. Reykjavík- urborg stefndi að þéttingu byggðar og sú stefna hefði verið mótuð í að- alskipulagi Reykjavíkur. „Þétting byggðar þýðir auðvitað ekki bara þéttingu í eldri hverfum borgarinnar eins og sumir vilja halda fram heldur einnig í nýjum hverfum. Í nánast öll- um borgum sem við þekkjum til leggja menn mesta áherslu á þéttingu og blöndun byggðar, en það er talið hagkvæmt út frá umhverfissjónar- miði,“ sagði Steinunn. Hún bætti við að umræða um þéttleika gæti verið ákaflega ruglingsleg. „Nettóþéttleiki í Norðlingaholti er svipaður Hlíðun- um og Neðra-Breiðholti. Þó er þétt- leikinn í Hlíðum og Neðra-Breiðholti nokkuð meiri en í Norðlingaholti ef miðað er við allt hverfislandið. Brúttóþéttleikinn, sem við miðum oft- ast við, er 26 íbúðir á hektara í Norð- lingaholti en 18 eru á hektara í Árbæ og Selási.“ Steinunn sagði þær at- hugasemdir sem komið hefðu fram, meðal annars frá Kópavogsbæ, um að farið yrði nær ánni Bugðu en sem nemur 100 metrum, ekki rétt- ar. Alls staðar yrði 100 metra lína frá Bugðu að byggð en það ruglaði málið að Kópavogsbær miðaði við gamlan árfarveg Bugðu í suðurhluta svæðis- ins í sínum athugasemdum. Fjölmargar fyrirspurnir bárust Að loknu erindi Steinunnar Valdís- ar svaraði hún fyrirspurnum fundar- manna, en auk hennar sátu fyrir svör- um þau Helga Bragadóttir skipulagsfulltrúi, Ágústa Svein- björnsdóttir, hverfisstjóri hjá skipu- lagsfulltrúa, Ólafur Bjarnason, for- stöðumaður Verkfræðistofu, og Stefán Hermannsson borgarverk- fræðingur. Meðal þeirra sem kvöddu sér hljóðs voru íbúar í Þingási og Þverási sem spurðu hvort viðunandi væri að í framtíðinni yrði útsýni úr húsum þeirra yfir í iðnaðarhverfi, en fólk hefði á sínum tíma greitt fyrir hið góða útsýni í hverfinu. Þeir sögðust einnig telja að hæð húsa í Norðlinga- holti yrði of mikil og var því varpað fram að um skipulagsslys væri að ræða. Nokkrir ræddu umferðarhá- vaða á svæðinu og sögðu mikla um- ferð um innri götur í Seláshverfi. Fram kom sú skoðun að þétting byggðar ætti að þýða að byggt yrði á svæðum inni í borginni sem væru óbyggð, í stað þess að þétta hana í nýju hverfi í útjaðri borgarinnar. Þá benti fundarmaður á að þegar deilur stóðu um skipulag íbúðarbyggðar við Elliðavatn í Kópavogi fyrir tveimur árum, hefði Stefán Jón Hafstein borið upp þá tillögu að skipulag færi í mat á umhverfisáhrifum en nú hefði slíkt ekki borið á góma. Stefán sagði að þegar Alþingi samdi lög um mat á umhverfisáhrif- um framkvæmda hefði þróun borga verið undanskilin með tilvísun til þess að eðlilegra væri að í slíkum málum væri farið að skipulags- og bygging- arlögum. Í þeim lögum væri enda gert ráð fyrir því að í greinargerð með deiliskipulagi væri grein gerð fyrir áhrifum á umhverfið. Með deiliskipu- lagi Norðlingaholts hefði verið gerð rækileg grein fyrir langflestum þátt- um sem yrði gert í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum einstakra fram- kvæmda. Helga Bragadóttir svaraði því til að vegna umferðarþunga um stofnbraut- ir hefði meðal annars verið ákveðið að gera að tillöguna þannig úr garði að atvinnusvæði í Norðlingaholti væri í jaðri hverfisins og veitti skjól fyrir umferðarhávaða. Helga sagði rétt að töluverð umferð lægi um innri götur á Selássvæðinu en Breiðholtsbrautin hefði verið á aðalskipulagi í áratugi, sem og Norðlingaholt. „Við vitum af því að töluverð umferð hafi verið um innri götur í Seláshverfi og vonumst til að nýjar stofnbrautir létti nokkuð á því.“ Verðum stundum að sæta því að byggðin þróist Fundargestur lagði til að Norð- lingaholt fengi áfram að vera það úti- vistarsvæði sem það væri í dag. Stein- unn Valdís sagðist sannfærð um það að fleiri kæmu til með að nýta sér þetta svæði þegar byggð yrði risin en í dag færu ekki ýkja margir um svæð- ið og helst þeir sem ættu þarna lönd eða bústaði. „Auðvitað skil ég sjón- armið fólks sem um langa hríð hefur haft útsýni úr sínum húsum um tiltek- inn fjallahring en við búum í borg og verðum stundum að sæta því að byggðin þróist.“ Steinunn sagðist við- urkenna að hæð húsa á þessum stað sem og öðrum væri matsatriði. „Við munum taka tillit til þeirra sem við teljum að færi fram góð rök fyrir máli sínu,“ sagði Steinunn og undirstrikaði að samráðs- og kynn- ingarferli fæli ekki í sér framsal á skipulagsvaldi því sem lægi hjá borg- aryfirvöldum. Borgin býður verð sem talið er sanngjarnt Það verð sem borgin kaupir eign- irnar í Norðlingaholti á var gagnrýnt. Stefán sagði ljóst að landið í Norð- lingaholti væri í eigu mjög margra að- ila. Starfsmanni borgarinnar væri gert að bjóða þeim verð sem borgin teldi sanngjarnt en land í Norðlinga- holti væri keypt á nokkru hærra verði en yfirleitt væri gert. Metið væri hjá hverjum og einum hvaða eignir væru á landinu og tekið tillit til þess. Eigendur hesthúsa í Norðlinga- holti lýstu yfir áhyggjum af framtíð sinni og sögðu enga lausn vera fyrir hendi. Stefán sagði rétt að ekki væri komin góð lausn í hesthúsamál eins og væri, en samið hefði verið við þá að þeir ættu forgangsrétt að stað fyrir hesthús á því næsta svæði sem yrði sett í uppbygg- ingu fyrir hestamenn. Fundarmenn ræddu um skipulagstillögur þær sem fram komu um bygg- ingu á Vatnsendasvæði í Kópavogi fyrir nokkrum árum og mættu miklum mótmælum, meðal annars hvað varðaði fyrirhugaða hæð húsa. Hefði Kópavogsbær tekið tillit til mótmæla og spurt var hvort Reykjavíkurborg myndi ekki gera slíkt hið sama í þessu tilfelli. Steinunn sagði varðandi skipulagið á Vatnsenda í Kópavogi að mikilvægt væri að fram kæmi að í raun og veru hefði Reykjavíkurborg aðeins gagn- rýnt eitt atriði varðandi það skipulag. Sú gagnrýni hefði tengst verulega mikilli uppbyggingu iðnaðar- og at- hafnasvæðis suður af Elliðaárdalnum sem Kópavogur hefði fyrirhugað þar. Einnig hefði Kópavogur á sínum tíma haft miklu afdráttarlausari hugmynd- ir um háa og mikla byggð á Vatns- endasvæðinu. Fram kom í máli fundarmanna að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði í fréttum á sínum tíma fyrst og fremst gagnrýnt Kópavog fyrir að ætla að byggja svo nálægt Elliðavatni og hefði hún talað um vatnið sem sam- eign alls höfuðborgarsvæðisins. Steinunn svaraði því til að í skipulag- inu væri tekið mið af því að Elliðavatn væri sameign alls höfuðborgarsvæð- isins og gætt yrði að því að hlúð yrði að vatninu. Margir nýta sér Norðlingaholtið Fundarmaður benti á að hugmynd- ir um þétta byggð í Norðlingaholti hefðu verið rökstuddar með hugtak- inu sjálfbær þróun, en slíkt væri fá- ránleg notkun á þessu hugtaki. Sjálf- bær þróun fæli í sér að almenningur fengi að taka þátt í ákvörðunum frá upphafi, en hvað Norðlingaholt varð- aði, hefði skipulaginu verið slengt framan í íbúana á síðustu stundu. Steinunn Valdís ræddi nánar notk- un á hugtakinu sjálfbærri þróun. „Ég get alveg viðurkennt það að það sem haft var eftir mér í Morgunblaðinu þar sem notað var hugtakið sjálfbær þróun var algerlega slitið úr sam- hengi og óskiljanlegt fyrir alla þá sem til þekkja. Ég hef hvergi, hvorki í Kastljósi, á þessum fundi né annars staðar notað einmitt þetta orðalag. Ég hef notað það hugtak að hverfið eigi að vera sjálfu sér nægt, sjálf- bærni, og að hverfið ætti að byggjast upp sem heildstætt hverfi sjálfu sér nægt um þjónustu og annað.“ Þá var bent á að borgarfulltrúar væru með því að halda í þessar til- lögur að verja hagsmuni byggingar- aðila og fyrirtækja. Stefán sagði að ljóst væri að í samningi sem borgin hefði gert við Rauðhól og borgarráð samþykkti, stæði skýrum stöfum að skipulags- höfundar ynnu undir stjórn skipu- lags- og byggingarsviðs Reykjavíkur- borgar. Gert væri ráð fyrir því að Rauðhóll mundi eiga um 40% af bygg- ingarlóðum og Reykjavíkurborg um 60%. Steinunn Valdís sagði það alls ekki svo að verið væri að hygla bygg- ingaraðilum og að fyrirtæki úti í bæ réðu skipulagi í borginni. „Það eru auðvitað skipulagsyfirvöld sem fara með forræðið,“ sagði Steinunn. Snjóþungt á vetrum Bent var á að í Norðlingaholti væri mjög snjóþungt á vetrum og að þarna væri kaldara en víða annars staðar í borginni. Ágústa sagði að Haraldur Ólafsson veðurfræðingur hefði unnið skýrslu um veðurfar á svæðinu og þar hefði komið í ljós að vetur á þessum slóðum væru frekar mildir og veður- far á svæðinu ylli því ekki áhyggjum. Sveinn Aðalsteinsson, varamaður í skipulags- og byggingarnefnd fyrir F-lista, sagðist hafa verið fylgjandi þéttingu byggðar en aldrei hafa áttað sig á að þétting væri túlkuð með þess- um hætti. Sagði Sveinn að F-listinn myndi berjast fyrir því að þessu skipulagi yrði breytt að grundvelli til og ótækt væri að byggingaraðilar fengju að ráða því hvernig byggt væri í borginni. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, ræddi með- al annars samninginn við Rauðhól og sagði þar efnt til fjárhagslegs sam- krulls milli einkaaðila og borgarinnar, sem væri ekki forsvaranlegt. „Þar er haldið áfram og beinlín- is sagt í samningum að borgin ætli að viðhalda lóðaskortsstefnu svo hægt sé að fá sem hæst verð fyrir þær lóðir sem hér eru í boði. Þetta hefur leitt til stórhækkaðs íbúðaverðs í borginni.“ Steinunn Valdís benti á að sam- hljóða hefði verið samþykkt í skipu- lags- og byggingarnefnd að setja til- löguna í auglýsingu. Hún sagði að það fyrirkomulag sem borgin viðhefði við að selja lóð- irnar væri umdeilanlegt, það væri hugmyndafræðilegur ágreiningur um það á milli meirihluta og minnihluta í borgarstjórn. „Það að selja bygging- arrétt er auðvitað bara ein aðferð. Hún kann að vera umdeild, en það voru þær aðferðir sem áður voru not- aðar einnig.“ Þéttleiki byggðar og hæð húsa harðlega gagnrýnd Samkomusalur Sel- ásskóla var fullur út úr dyrum á borgarafundi sem haldinn var í fyrra- kvöld. Þar fór fram kynning á deiliskipu- lagstillögum vegna nýrrar byggðar í Norð- lingaholti og að henni lokinni var fundarmönn- um gefinn kostur á að spyrja formann skipu- lags- og byggingar- nefndar og embætt- ismenn hjá Reykja- víkurborg nánar um tillögurnar. Morgunblaðið/Golli Fjölmargir kvöddu sér hljóðs á fundinum í Selásskóla í fyrrakvöld og báru fram spurningar og athugasemdir. Þétting byggð- ar ekki bara í eldri hverfum Norðlingaholt er í eigu mjög margra aðila

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.