Morgunblaðið - 28.08.2002, Qupperneq 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 11
ÁTTA japanskir þingmenn úr vin-
áttufélagi Japans og Íslands á jap-
anska þjóðþinginu eru staddir hér
á landi í boði utanríkisráðuneyt-
isins. Þingmennirnir áttu meðal
annars fund með Halldóri Ás-
grímssyni, utanríkisráðherra, í
gærmorgun.
Akihiro Ohata, formaður félags-
ins, sagði að rætt hefði verið um
samvinnu þjóðanna á hinum ýmsu
sviðum, jafnt stjórnmálasamskipti
sem viðskiptatengsl.
Hann sagði það mikilvægt að
auka samskipti þjóðanna ekki síst í
ljósi þess að Íslendingar opnuðu
sendiráð í Tókýó á síðasta ári.
Ohata benti á að hvalveiðar
hefðu borið á góma á fundinum og
lagði hann áherslu á að Japanir
teldu það mikilvægt að halda
áfram veiðum í tilraunaskyni til að
sjá hvort hvalveiðistofninn hefði
vaxið. Hann undirstrikaði að Jap-
anir væru aðilar að Alþjóða hval-
veiðiráðinu og styddu þeir að Ís-
lendingar gerðust einnig aðilar.
Japanir hafa óskað eftir föstu
sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna og að sögn Ohata var ræddur
stuðningur Íslands við fasta aðild
Japans að ráðinu. „Utanrík-
isráðherra óskaði einnig eftir
stuðningi okkar við framboð Ís-
lands að ráðinu. Við, meðlimir í
vináttufélagi Íslands og Japans,
styðjum að sjálfsögðu aðild Íslands
og munum beita okkur fyrir því
þegar til Japans verður komið,“
sagði hann en kosningin fer fram
árið 2008.
Á fundinum var einnig komið
inn á ferðamál og bætti Ohata við
að straumur japanskra ferða-
manna til Íslands færi sívaxandi.
Hann taldi mögulegt að auka þann
straum með því að kynna nátt-
úrufegurð Íslands fyrir Japönum.
Hann sagði að einnig hefðu um-
hverfismál verið lítillega rædd.
Íslendingar komnir
langt í þróun líftækni
Japanska nefndin skoðaði líf-
tæknifyrirtækið deCODE á mánu-
dag og sagði Ohata að engin svip-
uð fyrirtæki væru starfrækt í
Japan. „Mér fannst það einkar
áhugavert að sjá hversu langt Ís-
lendingar eru komnir í þróun á
slíkri tækni. Áhyggjuefni mitt er
hins vegar persónuvernd. Um allan
heim harðnar samkeppnin um
framfarir í DNA og genarann-
sóknum. Ég held að það henti Jap-
önum vel að bíða og sjá útkom-
una,“ sagði hann og lagði áherslu á
að Japanir væru áhugasamir um
þennan vettvang. „Ég var undr-
andi að sjá hversu tækniþróaðir Ís-
lendingar almennt eru. Við í Japan
lítum gjarnan svo á að það svið
sem Íslendingar standi einna
fremst í á sviði tæknimála sé fisk-
vinnsluiðnaðurinn,“ bætti hann við.
Spurður um mikilvægi heim-
sóknar sem þessarar sagði Ohata
að félagið trúði því staðfastlega að
þjóðirnar tvær gætu unnið saman
á mörgum sviðum og ekki síst stutt
hver aðra á alþjóðavettvangi. Þær
ættu eftir allt saman margt sam-
eiginlegt.
Viðskiptatengsl
þjóðanna tveggja rædd
Halldór Ásgrímsson, utanrík-
isráðherra, sagði að báðir aðilar
hefðu verið mjög ánægðir með
þennan fund. Hann sagði að marg-
vísleg samskipti þjóðanna hefðu
verið rædd. Hann tók undir að
þjóðirnar hefðu óskað eftir stuðn-
ingi hvor annarrar við setu í ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þá
hefði verið komið inn á ýmis við-
skiptatengsl þjóðanna, til dæmis
ferðamannaiðnaðinn og loks hefðu
hvalveiðar borið á góma.
Halldór lagði áherslu á að Jap-
anir styddu Íslendinga mjög
ákveðið í þessu máli sem ætti ekki
að koma neinum á óvart. Hann
sagði íslensk stjórnvöld vera að
vinna að því að fá aðild að ráðinu.
„Við teljum okkur vera aðila að
ráðinu en eins og kunnugt er hefur
meirihluti ráðsins staðið gegn okk-
ur í því sambandi en við erum enn
að leita lausna eftir diplómatískum
leiðum,“ undirstrikaði Halldór
Hann sagði að fundurinn með
þingmönnunum hefði staðfest góð
samskipti og vináttu þjóðanna.
„Við erum afskaplega ánægð með
það að þingmennirnir áttu þess
kost að koma hingað. Ég átti þess
kost að eiga náin samskipti við þá í
opinberri heimsókn minni til Jap-
ans á síðasta ári og fann hversu
mikilvægt það var að eiga þá að í
skipulagningu þeirrar ferðar. Þeir
hafa sýnt okkur mikinn stuðning
við fyrstu skrefin hjá sendiráði
okkar í Japan,“ bætti hann við og
sagðist sannfærður að sendi-
nefndin ætti eftir að fylgja mál-
efnum Íslendinga eftir í Japan.
Hann sagði að þingmennirnir
mundu gera skrifstofu utanrík-
isráðherra og forsætisráðherra
grein fyrir þessum fundi.
Ingimundur Sigfússon, sendi-
herra Íslands í Japan, sagði að vin-
áttufélag þingmannanna hefði ver-
ið stofnað árið 1984 af Tsuchiya,
sem núna er fylkisstjóri í Saitama,
og er faðir Sinako Tsuchiya, sem
nú er með í för. „Þá var hann for-
seti efri deildar þingsins og var
mikill Íslandsvinur. Hann kom
hingað þegar þrír japanskir vís-
indamenn, sem voru hér að störf-
um, létust þegar þeir keyrðu út af
og lentu í á. Þá kom hann til að
sýna Íslendingum þakklæti við leit-
ina,“ sagði Ingimundur, Hann seg-
ir að mikill vinskapur hefði meðal
annars myndast á milli Tsuchiya
og Vigdísar Finnbogadóttur.
Hann benti á að Tsuchiya væri
mikill þungavigtarmaður í jap-
önskum stjórnmálum og því heppi-
legt fyrir Íslendinga að eiga hann
að. Að sögn Ingimundar eru með-
limir í félaginu nú um 50. „Mér
finnst heimsóknir af þessu tagi
mjög mikilvægar. Það er nýbúið að
stofna sendiráð í Tókýó og fjár-
festa fyrir mikla fjármuni. Það
kostar sitt að reka sendiráð þarna
úti en ég er mjög bjartsýnn á að
það eigi eftir að skila sér,“ lagði
hann áherslu á.
Japanskir þingmenn úr vináttufélagi Japans og Íslands eru staddir hér á landi
Munu styðja framboð
Íslands til öryggisráðs SÞ
Ljósmynd/Lárus Karl Ingason
Japanska sendinefndin ásamt Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra, Ingimari Sigfússyni, sendiherra Íslands
í Japan, og Eyjólfi Eyjólfssyni, ræðismanni Íslands í Japan. Akihiro Ohata stendur fremst til vinstri.
TUTTUGU manns sóttu um
stöðu framkvæmdastjóra
flugöryggissviðs Flugmála-
þjónustunnar sem var auglýst
laus 28. júlí síðastliðinn. Nöfn
umsækjenda eru birt á vef
samgönguráðuneytisins.
Umsækjendur eru: Arnar
Pálsson, rekstrar- og mark-
aðsráðgjafi, Árni Birgisson,
aðstoðarmaður rekstrarstjóra
hjá Samskipum, Ársæll Þor-
steinsson, aðstoðarforstjóri
Löggildingarstofu, Bragi
Baldursson, verkfræðingur
hjá Landssímanum, Dofri
Þórðarson, umsjón flutninga
hjá ÍE, Einar Örn Héðinsson,
verkfræðingur á flugöryggis-
sviði, Elísabet Pálmadóttir,
framkvæmdasjtóri hjá Eski
ehf., Guðbjörn Guðmundsson,
innheimtustörf hjá Orkuveitu
Reykjavíkur, Guðmundur
Valtýsson bryti, Jónas
Tryggvason markaðsstjóri,
Kjartan Emil Sigurðsson,
starfsþjálfun hjá EFTA,
Kristófer E. Ragnarsson ráð-
gjafi, Magnús Sigurðsson bíl-
stjóri, Njáll Gunnar Sigurðs-
son, sérverkefni hjá
Útflutningsráði, Páll Gíslason,
stjórnunarstörf hjá Netverki,
Páll Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Rauðhóls ehf.,
Pétur K. Maack, fram-
kvæmdastjóri flugöryggis-
sviðs, Sveinn Þór Hallgríms-
son, framkvæmdastjóri
Malarvinnslunnar hf., Valgeir
Kristinsson lögfræðingur og
Örn Valdimarsson, sölu- og
markaðsstjóri hjá Netskilum
hf.
Segir á vef samgönguráðu-
neytis að unnið verði úr þeim
upplýsingum sem borist hafa
og að stefnt sé að því að ráða í
stöðuna innan skamms.
Tuttugu
sóttu um
Staða framkvæmda-
stjóra flug-
öryggissviðs
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi fréttatilkynning:
Í framhaldi af bréfi sem Samtök
verslunarinnar sendu Landspítala –
háskólasjúkrahúsi í síðustu viku
vegna vanskila spítalans við ýmis að-
ildarfyrirtæki samtakanna, hafa að-
ilar hist í því skyni að sannreyna
hvert umfangið er.
Skuldir Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss við birgja reyndust tals-
vert minni en Samtök verslunarinn-
ar gáfu upp í bréfi sínu til spítalans
frá 22. ágúst 2002. Samtökin biðjast
velvirðingar á mistökum sem urðu
við söfnun upplýsinga frá birgjum og
leiddu til rangrar niðurstöðu. Hins
vegar er ekki ágreiningur með að-
ilum um að umrædd vanskil eru
veruleg. Samkvæmt upplýsingum
frá umræddum aðildarfyrirtækjum
samtakanna frá því í dag er heild-
arskuld LSH og Sjúkrahúsapóteks-
ins ehf. vegna júní og eldra rúmar
400 m.kr. en vegna júlí og eldra er
skuldin rúmar 700 m.kr.
Landspítali – háskólasjúkrahús
harmar að skuldir við birgja eru eins
miklar og raun ber vitni um. Leitast
verður við að greiða skuldirnar eins
hratt og mögulegt er. Um næstu
mánaðamót verða elstu skuldir
greiddar en spítalinn vonast til þess
að varanlegar úrbætur fáist með af-
greiðslu fjáraukalaga.
F.h. LSH, Anna Lilja Gunnars-
dóttir framkvæmdastjóri, f.h. Sam-
taka verslunarinnar Andrés Magn-
ússon framkvæmdastjóri.
Skuldir LSH
við birgja
700 milljónir
SKÝRSLA um hagkvæmni járn-
brautar milli Reykjavíkur og Kefla-
víkurflugvallar var kynnt í borgar-
ráði í gær. Meiri- og minnihluti
bókuðu á víxl um málið þar sem
fram komu öndverðar skoðanir á
því.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
minnihluta ráðsins, þau Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, Guðlaugur Þór
Þórðarson og Hanna Birna Krist-
jánsdóttir, lögðu fyrst fram eftirfar-
andi bókun:
„Hagkvæmnisathugunin, sem
kostað hefur um það bil 16 milljónir
króna, sýnir að miðað við núverandi
aðstæður, og í næstu framtíð, yrði
stofnkostnaður á rekstri járnbraut-
ar milli Reykjavíkur og Keflavíkur
algjörlega óraunhæfur kostur.
Stofnkostnaður við járnbrautina er
álíka mikill og við gerð fimm Hval-
fjarðarganga, eða 33 milljarðar, og
gert er ráð fyrir að hreint rekstr-
artap verði 250 milljónir króna ár-
lega. Því er ljóst að ef til flutnings
innanlandsflugs kemur frá Reykja-
vík til Keflavíkur verður að leita
annarra leiða til að stytta ferðatíma
milli Reykjavíkur og Keflavíkur.“
Fulltrúar Reykjavíkurlista í
meirihluta borgarráðs, þau Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri, Stefán Jón Hafstein, Alfreð
Þorsteinsson og Björk Vilhelms-
dóttir lögðu þá fram stutta bókun:
„Vegna bókunar Sjálfstæðis-
flokksins vilja fulltrúar Reykjavík-
urlistans lýsa yfir ánægju sinni með
gerð hagkvæmniskönnunar og vilja
undirstrika gildi þess að hafa áfram
til athugunar alla þá kosti sem bæta
samgöngur á suðvesturhluta lands-
ins og stórhöfuðborgarsvæðinu.“
Næst fyrir samgöngunefnd
Skýrslan verður næst kynnt í
samgöngunefnd borgarinnar, sem
fundar í næstu viku, og að sögn Al-
freðs Þorsteinssonar má reikna með
að um hana verði einnig fjallað í
samvinnunefnd um svæðisskipulag
á höfuðborgarsvæðinu. Lagt sé til í
skýrslunni að fella járnbraut inn í
skipulagið þannig að leggja megi
hana síðar.
Bókað á víxl í borgarráði
um járnbrautarskýrslu