Morgunblaðið - 28.08.2002, Side 14
SUÐURNES
14 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA hefur
verið rekin við Bláa lónið frá árinu
1994. Nú er svo komið að göngu-
deildin annar ekki lengur þeirri eft-
irspurn sem er á þjónustu. Um er að
ræða psoriasis-sjúklinga en Bláa
lónið reynist vel við að hindra
virkni sjúkdómsins, ásamt öðrum
þáttum sem beitt er við meðferð á
göngudeildinni, að sögn Sólveigar
Bjarkar Gränz hjúkrunarforstjóra.
Hún sagði í samtali við Morgun-
blaðið að fyrirhugaðar væru breyt-
ingar á starfseminni.
„Það þarf að stækka aðstöðuna
hér svo við getum tekið á móti þeim
fjölda fólks sem sækir í að koma
hingað í meðferð. Málið er í skoðun
og verið að vinna að breytingum,“
sagði Sólveig Björk í samtali við
blaðamann.
Meðferðaraðili á heimsvísu
Í þau átta ár sem göngudeildin
hefur verið starfrækt hafa sjúkling-
ar frá 16 þjóðlöndum komið í með-
ferð, auk þeirra fjölmörgu Íslend-
inga sem hafa leitað sér hjálpar í
lóninu. Flestir sjúklinganna koma
frá Norðurlöndunum en einnig er
farið að bera á fólki lengra að og
ekki síst hafa fyrirspurnir frá fram-
andi löndum aukist til muna. „Það
hefur orðið mikil aukning á að
psoriasis-sjúklingar leiti að nátt-
úrulegri meðferð við sjúkdómnum
og Bláa lónið hefur komið til móts
við óskir þessa fólks. Við erum
komin á kortið sem meðferðaraðili
á heimsvísu,“ sagði Sólveig Björk.
Sólveig segir fullan meðferð-
artíma vera fjórar vikur en að mis-
jafnt sé hversu langan tíma fólk
dvelur við meðferð. „Hér spilar
m.a. inn í heilbrigðisþjónusta þess
lands sem sjúklingurinn er frá.
Danir og Færeyingar hafa sams-
konar heilbrigðiskerfi og við þann-
ig að meðferð sjúklinganna þaðan
er greidd meðan sjúklingar frá öðr-
um löndum þurfa að borga allt
sjálfir. Það gefur augaleið að slíkt
er mjög kostnaðarsamt og þeir
sjúklingar dvelja yfirleitt skemur
en hinir.“
Í meðferð síðari
hluta ferðarinnar
Slík var raunin með taílensk
feðgin sem dvöldu við meðferð hjá
heilbrigðisþjónustunni í liðinni
viku. Íslandsferð þeirra stóð í tvær
vikur, fyrri vikunni eyddi fjöl-
skyldan í ferðalög en síðari vikunni
við meðferð á göngudeildinni.
Þetta er jafnframt fyrstu Taílend-
ingarnir sem koma í meðferð í Bláa
lóninu. Blaðamaður settist niður
með feðginunum í lok síðasta með-
ferðardagsins og ræddi við þau um
dvölina á göngudeildinni og Ís-
landsförina.
Apichai Sivayathorn og dóttir
hans Navachatr eru bæði psoriasis-
sjúklingar og þegar kom að því að
velja sér áfangastað fyrir sumarfríi
þessa árs ákvað fjölskyldan að slá
tvær flugur í einu höggi. „Þegar við
mamma fórum á Netið til þess að
skoða hvaða möguleikar væru í
boði fyrir næsta sumarfrí var Ís-
land eitt þeirra landa sem komu
upp. Þegar við komumst svo að því
að okkur stæði þessi meðferð til
boða ákvað fjölskyldan að slá til,“
sagði Navachatr. Þau feðginin
sögðust ekki hafa vitað meira um
Ísland en að það væri til land með
þessu nafni, en fóru í kjölfarið og
keyptu sér veglega ferðabók til að
kynnast landinu lítillega áður en
ferðalagið hæfist. „Við eyddum
fyrri vikunni í að ferðast um Suður-
land en keyrðum einnig til Akur-
eyrar. Við vorum mjög heppin með
veður alla dagana sem gerði ferð-
ina enn ánægjulegri. Landslagið
hér er ákaflega sérstakt en mjög
fallegt. Við höfum ekki verið eins
heppin með veður þessa vikuna og
höfum því haldið kyrru fyrir, enda
fer mestur tíminn í meðferðina,“
sagði Apichai.
Íslendingar heppnir
Feðginin sögðust fá meðferð-
arþjónustu við psoriasis í sínu
heimalandi og að þar sem þau hafa
aðeins dvalist við meðferð í viku
hér á landi gætu þau enn sem kom-
ið er sagt lítið um árangurinn. Með-
ferðin felst í böðum í lóninu tvisvar
á dag, UVB-ljósum og notkun húð-
vara frá Bláa lóninu. „Við höfum
keypt okkur fullt af kremum til að
taka með okkur heim og halda þeim
þætti meðferðarinnar áfram. Við
höfum verið mjög ánægð hér og
starfsfólk göngudeildarinnar er
sérstaklega viðkunnanlegt. Með-
ferðin og vörurnar eru frábærar og
mér finnst þið Íslendingar vera
mjög heppnir að hafa þessa nátt-
úruauðlind hér. Ég vona bara að
þetta, ásamt víðtækum rann-
sóknum, leiði til þess að á endanum
verði orsök psoriasis fundin. Það
yrði svo mikill léttir fyrir okkur
psoriasis-sjúklinga, bæði andlega
og líkamlega,“ sagði Apichai að
lokum.
Eftirspurn heilbrigðisþjónustu í meðferðarstöðinni við Bláa lónið eykst frá framandi löndum
Meðferð og
sumarfrí í
sömu ferð
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Feðginin Navachatr og Apichai Sivayathorn frá Taílandi voru mjög ánægð með meðferðina í Bláa lóninu. Hér
eru þau ásamt Margréti Sigurðardóttur aðstoðarmanni (lengst til vinstri) og Sólveigu Björk Gränz, hjúkr-
unarforstjóra meðferðarstöðvarinnar, við laugina þar sem þau hafa leitað sér lækninga í sumarfríinu.
Grindavík
BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar
samþykkti á dögunum tillögu for-
stöðumanns umhverfis- og tækni-
sviðs bæjarins, Viðars Más Aðal-
steinssonar, um hringtorg við
Hafnargötu og Víkurbraut í Kefla-
vík.
Bæjarráð samþykkti einnig
tengdar framkvæmdir á gatnamót-
um Víkurbrautar og Bryggjuvegar.
Heildarkostnaðaráætlun er kr. 6
milljónir sem ákveðið var að vísa til
endurskoðunar fjárhagsáætlunar
ársins.
Íbúar við Hafnargötu hafa lagt
fyrir bæjarráð mótmæli vegna
skipulags umferðarmála við götuna.
Telja þeir umferðina of hraða og
framúrakstur tíðan. Mun hringtorg-
ið, að sögn Árna Sigfússonar bæj-
arstjóra, draga úr umferðarþunga
um götuna.
Hringtorg á mótum Hafnargötu og Víkurvegar er lengst til vinstri á
myndinni. Til hægri má sjá tengdar gatnaframkvæmdir á Víkurbraut.
Kostnaður um sex
milljónir króna
Keflavík
Hringtorg kemur á Hafnargötu
UNDIRBÚNINGUR framkvæmda
við stálröraverksmiðju í Helguvík
gengur samkvæmt áætlun, að sögn
Ólafs Kjartanssonar, framkvæmda-
stjóra Markaðs- og atvinnumála-
skrifstofu Reykjanesbæjar. Útlit er
fyrir að verksmiðjan muni kosta 5,5
milljarða króna sem er talsvert
hærri fjárhæð en talað var um í upp-
hafi.
Samningar um aðstöðu fyrir bygg-
ingu og rekstur stálröraverksmiðju í
Helguvík voru undirritaðir í vor. Á
vegum International Pipe & Tube á
Íslandi ehf. og eigenda félagsins hef-
ur síðan verið unnið að undirbúningi
framkvæmdanna. Ólafur segist hafa
þær upplýsingar frá eiganda fyrir-
tækisins að tilboð um heildarlausn
við byggingu verksmiðjunnar hafi
borist frá fjórum löndum, meðal ann-
ars frá íslensku fyrirtæki.
Kostar meira
Reiknað sé með að samið verði við
evrópska banka um fjármögnun
verksmiðjunnar en útlit sé fyrir að
kostnaður nemi 65 milljónum
Bandaríkjadala, sem samsvarar um
5,5 milljörðum króna á núgildandi
gengi. Er þetta talsvert meiri fjár-
festing en gert var ráð fyrir í upphafi
þegar talað var um 40 milljónir dala.
Áætlað er að 240 menn fái vinnu við
fyrirtækið.Á vegum Hafnasamlags
Suðurnesja hefst vinna við að gera
lóðina í Helguvík byggingarhæfa
þegar eigandi fyrirtækisins hefur
lagt fram nauðsynlegar tryggingar.
Vonast er til að framkvæmdir við að
sprengja lóðina niður geti hafist um
áramót en sú framkvæmd er þó háð
því hvernig undirbúningur gengur
hjá eiganda fyrirtæksins.
Ólafur Kjartansson lætur þess
getið að erlenda fyrirtækið sé með
áform um frekari fjárfestingar hér á
landi, hann tali um fleiri verksmiðjur
á lóðinni í Helguvík.
Undirbúningur stálröraverksmiðju gengur eftir áætlun
Tilboð um heildarlausn
frá fjórum löndum
Helguvík
SANDGERÐISDAGAR hefj-
ast næstkomandi föstudags-
kvöld og standa fram á nótt á
laugardag.
Sandgerðisdagarnir verða
settir í Safnaðarheimilinu
klukkan 20 á föstudag með tón-
listardagskrá listafólks úr
Sandgerði. Ýmsir atburðir
verða þá um kvöldið, meðal
annars sagna- og hagyrðinga-
kvöld og trúbadúrakeppni, og
dansleikur um kvöldið.
Heimafólk með myndlist-
arsýningar í Fræðasetri
Allan laugardaginn gera
Sandgerðingar sér ýmislegt til
skemmtunar og menningar-
auka. Meðal annars verða
nokkrar myndlistarsýningar í
Fræðasetrinu og sterkustu
menn landsins keppa um titil-
inn Suðurnesjatröllið á Vita-
torgi. Hátíðinni lýkur á laugar-
dagskvöldið með dansleikjum á
veitingastöðunum og flugelda-
sýningu klukkan 23.20 en hún
markar lok formlegrar dag-
skrár. Hluti hátíðarhaldanna
fer fram utandyra nema veður
verði leiðinlegt, þá verða öll at-
riði flutt í hús.
Ferða- og menningarráð
Sandgerðisbæjar stendur fyrir
dagskránni. Það hvetur bæjar-
búa til að draga fána að húni og
setja upp sparibrosið.
Hagyrð-
ingar,
trúbadúrar
og krafta-
jötnar
Sandgerði
UMRÁÐAMENN tíu flutningabif-
reiða hafa verið kærðir fyrir að
leggja í íbúðahverfum Reykjanes-
bæjar í fyrrinótt. Lögreglan kom
fyrir tilkynningu þessa efnis á rúður
bílanna.
Samkvæmt lögreglusamþykkt
Reykjanesbæjar er ekki heimilt að
leggja bílum sem eru umfram 3,5
tonn að þyngd í íbúðahverfum. Lög-
reglumenn segja að talsvert hafi
borist af kvörtunum vegna þess að
atvinnubílstjórar hafi lagt bílum sín-
um þar.
Auk þess að skrifa upp númer
bílanna tók lögreglan stafrænar
ljósmyndir af bifreiðunum til sönn-
unar og þurfa bílstjórarnir að greiða
sekt fyrir að hafa lagt bílunum ólög-
lega.
Kærðir fyrir
að leggja í
íbúðahverfum
Reykjanesbær