Morgunblaðið - 28.08.2002, Síða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 17
Heimsferðir kynna nú glæsilega vetraráætlun sína
með spennandi ferðatilboðum í vetur og allt að
10% verðlækkun á ferðum frá því í fyrra.
Beint vikulegt flug alla fimmtudaga í allan vetur
frá 19. desember. Þú getur valið um þá ferðalengd
sem þér best hentar, 1, 2, 3, 4 vikur eða lengur, og
nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra meðan á
dvölinni stendur. Heimsferðir bjóða nú meira úrval
gististaða á Kanarí en nokkru sinni fyrr, hvort sem
þú vilt íbúðir á Ensku ströndinni eða glæsihótel í
Maspalomas. Beint flug með glæsilegum vélum
Iberworld flugfélagsins án millilendingar.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verðtrygging Heimsferða
Ef þú færð sömu ferð annars staðar á lægra verði,
endurgreiðum við þér mismuninn*
Kanarí-
veisla
Heimsferða
í vetur
frá kr. 45.365
Við tryggjum þér
lægsta verðið
Verð frá 45.365
7 nætur, 9. janúar, m.v. hjón með
tvö börn .
Verð kr. 49.765
14 nætur, 9. janúar, m.v. hjón með
tvö börn
Verð kr. 58.550
7 nætur, 2. janúar, Tanife, m.v. tvo
í íbúð
Brottfarardagar
Vikuleg flug alla
fimmtudaga
Einn vinsælasti gististaðurinn Paraiso Maspalomas
Verðtrygging
Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið á Íslandi til Kanaríeyja.
Ef þú færð sömu ferð annars staðar, m.v. sömu dagsetningar,
ferðalengd og gististaði, endurgreiðum við þér mismuninn.
Gildir ekki um sértilboð.
Mesta úrvalið af
gistingu á Kanarí
FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ
Gaumur ehf., sem er í eigu Jóhann-
esar Jónssonar kaupmanns og fjöl-
skyldu hans, er nú annar stærsti
hluthafi Flugleiða eftir kaup á 8,71%
eignarhlut, eða 201 milljón króna að
nafnverði, í félaginu á föstudag.
Burðarás, sem er fjárfestingarfélag
Eimskipafélagsins, á enn lang-
stærstan hlut í félaginu, eða 31,4%
og er það næstum ferfaldur hlutur
Gaums.
Á hluthafalista Flugleiða frá í gær
er Kaupþing-fjárfestingaverðbréf
skráð fyrir hlut Gaums en það mun
breytast á næstu dögum, samkvæmt
upplýsingum frá Flugleiðum.
Þriðji stærsti hluthafinn er Sjóvá-
Almennar tryggingar, sem eiga tæp-
ar 140 milljónir að nafnverði eða 6%.
Samstarfsaðili
Baugs á 5,8%
Þá á Eignarhaldsfélagið Fengur,
sem áður hét Bananasalan hf., 134
milljónir króna en framkvæmda-
stjóri félagsins er Pálmi Haraldsson,
sem jafnframt er framkvæmdastjóri
Sölufélags garðyrkjumanna og
stjórnarmaður hjá Flugleiðum.
Fengur á helming hlutafjár í Ávaxta-
húsinu/Nýju og fersku ehf. á móti
Baugi hf., sem Gaums-fjölskyldan á
stóran eignarhlut í.
Breytingar á eigin hlut Flugleiða,
sem keypti eigin bréf fyrir tæpar 30
milljónir að nafnverði sl. mánudag,
hafa nú þegar verið færðar á listann
og félagið er sjötti stærsti hluthaf-
inn.
Gunnar Andrés Jóhannsson, fyrr-
verandi forstjóri Fóðurblöndunnar
hf., á stærstan hlut einstaklinga á
listanum. Hann á 46,6 milljónir að
nafnverði og er sjöundi stærsti hlut-
hafinn í félaginu. Kristjana Milla
Thorsteinsson, ekkja Alfreðs Elías-
sonar eins stofnenda og fyrrum for-
stjóra Loftleiða, á rúmar 34 milljónir
að nafnverði. Þá eiga Anna og Grétar
Kristjánsbörn 30 og 25 milljónir að
nafnverði, en þau eru börn Kristjáns
Guðlaugssonar fyrrum stjórnarfor-
manns Loftleiða. Vogun, félag Árna
Vilhjálmssonar, stjórnarformanns í
Granda, á 20 milljónir króna að nafn-
verði.
Kaup á eigin bréfum vekja athygli
Í morgunkorni Íslandsbanka í
gær kemur fram að kaup Flugleiða á
eigin bréfum á þessum tíma komi á
óvart en ekki kemur fram í tilkynn-
ingu í hvaða skyni kaupin eru gerð.
„Ólíklegt verður þó að telja að þau
hafi verið gerð í því skyni að fækka
útgefnum hlutum en bókfært eigin-
fjárhlutfall félagsins í lok júní var
15,8%. Jafnframt verður að telja
ólíklegt að til standi að nota bréfin
sem gagngjald við kaup á öðru félagi.
Í þriðja lagi gætu stjórnendur fé-
lagsins litið svo á að kaup á eigin
bréfum séu til þess fallin að skila fé-
laginu betri arðsemi en aðrir fjár-
festingarkostir,“ að því er segir í
morgunkorni Íslandsbanka.
Núverandi stjórn Flugleiða skipa:
Hörður Sigurgestsson formaður,
Grétar B. Kristjánsson, Benedikt
Sveinsson, Jón Ingvarsson, Haukur
Alfreðsson, Garðar Halldórsson,
Birgir Rafn Jónsson, Ingimundur
Sigurpálsson og Pálmi Haraldsson.
Viðskipti með bréf Flugleiða
fyrir 46,5 milljónir í gær
Verð hlutabréfa í Flugleiðum
hækkaði um 2,6% í gær en það lækk-
aði um 5,1% á mánudag eftir tæplega
30% hækkun á föstudag þegar
Gaumur keypti hlut sinn. Þá var
lokagengi dagsins 3,7 en var í lok
dags í gær 3,6. Viðskipti gærdagsins
voru alls 48 talsins og námu 46,5
milljónum króna.
Gaumur annar stærsti
hluthafi Flugleiða
&
'6)
!5=
;
! " # $
% &" '() ! *
+ (,$( -
./* & " ( )
-((
0 ', $1& 2
!.3)#2 %'
! 452 !2
' ! ,&!!
6 & $( 7( ,
0 $! ! 2
%8(
92
./* & - ):
' (!
%'45'.%
Verð hlutabréfa í Flugleiðum hækkaði um 2,6% í gær
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Antik er fjárfesting
Antik er lífsstíll