Morgunblaðið - 28.08.2002, Page 21
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 21
LÚIN bein er í stórum dráttum
gamansaga með ívafi af þjóðfélags-
ádeilu. Að hætti slíkra er alvarlegu
söguefni oftar en ekki snúið upp í
glens og grín. Söguhetjurnar eru
lærðir menn í ábyrgðarstörfum en
einnig fáeinir rónar. Prófgráður og
myndugleiki hinna lærðu dugir þó
hvergi til að þeim takist að standa
fyrir sínu né fyrirætlanir þeirra
gangi að óskum. Þetta eru hrakfalla-
bálkar í orðsins fyllsta skilningi.
Upphaf sögunnar minnir t.d. á
rjómatertuatriðin sem skemmtu
áhorfendum undir gömlu góðu grín-
myndunum. Börnin á fyrri tíð, sem
nú eru komin á gamals aldur, hlógu
þá dátt sem aldrei fyrr né síðar! Hér
er það fornleifafræðingurinn Jafet
Jasonarson sem hrekkur upp með
andfælum að morgni fertugasta af-
mælisdags síns þegar börnin færa
honum í rúmið forláta súkku-
laðitertu, ljósum prýdda. Ósköp þau
sem tertan veldur – eða réttara sagt
logandi kertin – verða síðan fyrir-
boði annars konar vandræða sem yf-
ir hann dynja.
Fjölskylda Jafets mun vera dæmi-
gerð nú um stundir. Skilinn er hann
við konu númer eitt fyrir nokkrum
árum; reis ekki undir svæsnum jafn-
réttiskröfum hennar. Þrjú síðastliðin
ár hefur hann verið í sambúð með
Hugrúnu sem einnig var fráskilin
þegar sambúð þeirra hófst. Þar af
leiðir að börnin, sem færa honum
tertuna, eru ekki hans heldur kon-
unnar. Og það er hún sem ræður!
Sjálfur starfar hann sem forstöðu-
maður uppgraftardeildar á Lands-
minjasafninu. En stofnunin er und-
irmönnuð eins og fleiri slíkar og því
verður hann að ganga í fleiri störf
eftir þörfum svo sem að taka á móti
hópi skólabarna sem heimsækja
safnið í fylgd með kennara sínum,
eldri konu. Hvorugt þeirra ræður við
blessuð börnin. Safnvörðurinn miss-
ir að lokum þolinmæðina og hreytir í
versta óþekktarorminn að »það ætti
að taka í rassinn« á honum. Tíðar-
andanum samkvæmt misskiljast þau
orð hrapallega.
Þá er hafist handa við verkefnið
mikla, fornleifagröft í Þykkvabæ.
Jafet má útskýra viðfangsefnið – að
grafa eftir beinum Þorláks biskups
helga – fyrir hópi fyrirmanna, þar á
meðal forsvarsmönn-
um fjárveitingavalds-
ins og síðan hefja verk-
ið á staðnum undir
fránum augum stór-
menna og myndavéla
og ferst það bærilega.
En hrakfallasaga hans
er ekki á enda. Raunar
er hún öll með ódæm-
um.
Þarna er á ferðinni
opinskátt – en jafn-
framt harla beinskeytt
grín og glens – sem les-
andinn getur hvort
heldur meðtekið
áreynslulaust eða lagt í
það margræðari skiln-
ing. Víða eru söguhetjunum t.d. lagð-
ar í munn ambögur sem ætlað mun
að lýsa seinheppni þeirra og kátleg-
um aflagishætti. Eiginkona Jafets
segir t.d. »síldveiði en ekki gefin […]
sérhver hálfvita maður […] að æxla
ábyrgð« og eru þá aðeins tekin þrjú
dæmi af ótal slíkum. Og embættis-
maður kunngerir að nú eigi að
»grafa upp Þorvald helga«. Rang-
mæli og vitleysur af þessu tagi koma
líka fyrir hér og þar í textanum,
hvort heldur þeim er í sama máta
ætlað að skemmta lesandanum eður
ei, t.d. að »gera hlutina á hunda-
vaði«.
Þótt ýmislegt megi að sögu þess-
ari finna – sérstaklega útúrdúrum
frá meginefni sem sumir hverjir
hljóta að teljast óþarfir – er ekki þar
með sagt að sagan búi ekki yfir áleit-
inni skírskotun. Ljóst er að höfund-
urinn er að sneiða að yfirborðs-
mennskunni í þjóðfélaginu, snupra
»skrumþjóðfélagið« eins og hann
kallar það. En þar er vitanlega af
nógu að taka. Ósvikin er tilfinning
hans fyrir kúnstum þeim og kækjum
sem öðru fremur einkenna daglegt
líf hins dæmigerða nútímamanns.
Skemmtilegust og ef til vill raun-
sönnust er frásögn af borðhaldi fjöl-
skyldunnar að kvöldi áðurnefnds af-
mælisdags. Þótt familían sameinist
þarna kringum matarborðið fer
minna en ekki fyrir samkenndinni.
Áhugamálin vísa út og
suður og hver og einn
talar úr sínu horni.
Þáttur rónanna í síðari
hluta sögunnar er
sömuleiðis eftirminni-
legur. Raunar tekst
höfundinum hvergi
betur upp þegar á
heildina er litið. Eink-
um er tilfyndið hvernig
þeir eru leiddir inn í
söguna og síðan tengd-
ir við óhappasögu forn-
leifafræðinganna. Að
sönnu er þá ótalin sú
persónan sem leikur
stóra hlutverkið, en
það er hundurinn Sám-
ur. Þetta er gæðaskepna sem snertir
streng í brjósti viðsjárverðustu
harðjaxla hvað þá annarra. En það
er leikur í hvutta. Og hundsvit hans
nær því miður ekki til að skilja al-
vöru málanna í mannheimi, það er nú
meinið.
Lúin bein er ósvikin gamansaga,
mestan part laus við kaldhæðni og
græsku. Sagan fer hægt af stað. En
spennan stígur eftir því sem á líður.
Samtöl og tilsvör eru víða mögnuð.
Hitt er miður hversu þau eru langt
um of menguð enskuslettum sem rit-
aðar eru samkvæmt alþýðlegum
framburði.
Bókarheitið er tvírætt. Lúin bein
merkir málvenju samkvæmt þreyttir
fætur samanber orðtakið að sitja
flötum beinum. Og víst er að vand-
ræðin reyna meira en orð fá lýst á
sálar- og líkamsþrek Jafets forn-
leifafræðings. En þarna er líka mið-
að til hinna fornu beina sem grafin
eru úr jörðu og verða síðan örlaga-
valdur í lífi söguhetjanna.
Útlit og frágangur bókar þessarar
er með ágætum ef undan eru skilin
smávegis mistök við umbrot. Þetta
er kilja, fráleitlega ætluð sem hillu-
skraut á vegg heldur til lestrar.
Kápumynd Margrétar E. Laxness
er og bæði vel unnin og prýðilega
kómísk.
Hálærður hrakfallabálkur
BÆKUR
Skáldsaga
Eftir Helga Ingólfsson. 222 bls. Mál og
menning. Prentun: Nørhaven Paperback
A/S, Viborg, Danmörk. Reykjavík, 2002.
LÚIN BEIN
Erlendur Jónsson
Helgi
Ingólfsson
Hafréttur er eftir
Gunnar G.
Schram og fjallar
um það hvaða
lög og reglur
gilda á hafinu.
Í fréttatilkynn-
ingu segir m.a.:
„Höfin þekja 70%
af yfirborði jarðar
og þaðan fær mannkynið mikinn
hluta fæðu sinnar. Nær helmingur
heimshafanna er frjálst svæði þar
sem öllum þjóðum er jafn heimilt að
veiða og athafna sig. Hvernig á að
koma í veg fyrir deilur á þessu gríð-
arstóra hafsvæði, þar sem miklar
auðlindir er að finna svo sem fjöl-
marga fiskistofna og gas og olíu í
hafsbotni? Hafrétturinn nær allt upp
að ströndum ríkja, Íslands sem ann-
arra, og hefur að geyma nýleg
ákvæði um efnahagslögsöguna sem
nær út að 200 mílum frá ströndinni.
Skipting hennar milli ríkja hefur
valdið mörgum deilum síðustu árin.
Loks þarf að koma í veg fyrir að
hafið verði ein allsherjar ruslakista
og þar verði ekki varpað eitruðum
úrgangi frá verksmiðjum og leifum
kjarnorkuvinnslu. Hvernig hafa þjóð-
ir heims brugðist við því? Hér er sér-
staklega fjallað um rétt Íslendinga
til fiskistofna út að 200 sjómílunum
og um fiskveiðisamninga okkar og
deilur við Noreg og önnur ríki
(Smugan).“
Gunnar G. Schram prófessor hef-
ur kennt hafrétt, þjóðarétt og stjórn-
skipunarrétt við lagadeild Háskóla
Íslands um aldarfjórðungs skeið.
Hann hefur skrifað nokkrar bækur
um einstaka þætti hafréttarins en
þetta er fyrsta heildarritið um haf-
rétt sem gefið er út á íslensku.
Útgefandi er Háskólaútgáfan.
Dreifingarmiðstöðin sér um dreif-
ingu. Bókin er 318 bls., prentuð í
Gutenberg. Verð: 4.800 kr. inn-
bundin.
Lög
Draumavél
heimilanna!
Vegleg brúðargjöf!
Ísaumuð svunta
með nöfnum og
brúðkaupsdegi fylgir!
5 gerðir - margir litir
Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900
60 ára frábær reynsla.
Fyrr á þessu ári kom út falleg og
sérstök bók þar sem Þór Sigfússon
segir sögu tveggja laxa í Selá í
Vopnafirði og lýsir uppvexti þeirra í
ánni, ferð um Atlantshafið og heim-
ferð til hrygningar að nýju eftir dvöl
í hafinu.
Að baki þessari sögu hvílir sterk
hugsun um náttúruvernd og sérstak-
lega um verndun villtra laxastofna í
Norður-Atlantshafinu og af sjálfu
leiðir að henni er ætlað að vekja les-
andann til umhugsunar um skaðsemi
netaveiða á laxi í sjó og þess að veiða
með drápstækjum í stað þess að
veiða og sleppa með flugum. Þar
vekur reyndar athygli að á sömu síðu
og því er lýst hversu mildum hönd-
um veiðimaðurinn fer um hrygnuna
Ísísi eftir að hafa náð henni á land
með lítilli flugu-einkrækju er mynd
af flugu-þríkrækju. Það gerir þó
kannski ekki gæfumuninn í þeim
vistvænu veiðum sem bókin heldur
fram.
Fyrir almennan lesanda er saga
laxanna hin fróðlegasta og textinn er
lipurlega saminn og ber vott um dá-
læti höfundar á Selá í Vopnafirði og
umhverfi hennar. Bókin er fljótlesin
og hefur á sér yfirbragð barnabókar
að því leyti að sagan er einföld þar
sem fiskarnir eru persónugerðir og
lífsbaráttu þeirra lýst sem baráttu
milli hins góða og hins illa. Um leið
er þetta svolítil ástarsaga þótt til-
finningalegri tjáningu hængsins
Brennans og hrygnunnar Ísísar sé
stillt mjög í hóf. Lýsingar á tryggð
laxanna við æskustöðvarnar og rat-
vísi þeirra eru upphafnar og lesand-
inn fær rækilega staðfest hverja höf-
undur telur hinar sönnu hetjur
hafsins. Óvættirnir eru gráðugir sel-
irnir í sjónum, sjómennirnir sem
samviskulaust leggja net fyrir lax-
ana, stangveiðimenn sem drepa fisk-
inn og minkar, fuglar og silungar
sem éta litlu laxaseiðin í ánni. Góða
aflið í sögunni er, auk laxanna sjálfra
sem stökkva silfraðir og stæltir um
fossandi flúðir Selárinnar, „veiði-
maðurinn (sem) horfði glaðbeittur á
fenginn. Að því loknu sleppti hann
hrygnunni varfærnislega í ána“.
Myndir Brians Pilkingtons eru
fallegar og undirstrika hlýleikann og
aðdáunina sem umlykur alla frá-
sögnina. Myndirnar eru stórar og lit-
ríkar, á hverri opnu bókarinnar, og
gefa henni enn frekar hið sterka yf-
irbragð barnabókarinnar en þó er
rétt að leggja áherslu á að fræðslu-
gildi bókarinnar um lífshætti ís-
lenska laxins á erindi til allra óháð
aldri. Vel má hugsa sér að foreldrar
lesi og skoði þessa bók með börnum
sínum og væri þá vafalaust tilgang-
inum náð; að ala nýjar kynslóðir upp
með vistvæn viðhorf að leiðarljósi.
Lífsbarátta villta laxins
BÆKUR
Náttúrusaga
Höfundur Þór Sigfússon. Myndskreyt-
ingar: Brian Pilkington 2001. Hönnun og
uppsetning: Matthildur Sigurgeirsdóttir.
Útgefandi: NASF, verndarsjóður villtra
laxastofna. Reykjavík.
BRENNAN OG ÍSÍS
Stefnumót í djúpinu
Hávar Sigurjónsson
Ein af myndum Brians Pilkington í bókinni.