Morgunblaðið - 28.08.2002, Síða 24
UMRÆÐAN
24 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÉG UNDIRRITAÐUR hef lengi
ætlað að setjast niður og setja á blað
hugleiðingar mínar um rjúpuna, ef
það gæti stuðlað að því að rjúpunni
yrði ekki útrýmt úr íslenskri náttúru,
ég hef fylgst nokkuð með þróun
dýralífs í nágrenni mínu þ.e. heima-
lands Bakka í Víðidal, Víðidalstungu-
heiði og Víðidalsfjalls í rúma hálfa
öld og hafa þar orðið töluverðar
breytingar en það sem stingur mest í
augun er hvað rjúpunni hefur fækk-
að geigvænlega hún er nú með sjald-
gæfari fuglum, frá því að vera með
þeim fjölliðustu.
Ég hef þvælst nokkuð upp til heiða
í sumar, eina rjúpu hef ég séð með
unga og tvo karra í þessum ferðum
mínum, þrjá karra sá ég í vor í
ónefndu heimalandi og fannst manni
mikið til um.
Ýmsum tegundum hefur fjölgað á
þessum árum má þar nefna stelk,
skógarþresti, hettumáf fjölgaði mik-
ið og var orðinn algengur fram til
dala en hefur nú fækkað aftur, þá má
nefna álftina sem hefur fjölgað gríð-
arlega hún var frekar sjaldgæf í
mínu ungdæmi en er nú í tugatali t.d.
í túnum bænda í nokkrar vikur á vor-
in og oft er varla til sú tjörn á Víði-
dalstunguheiði þegar verið er í göng-
um að ekki sé þar álftafjölskylda.
Dæmigert fannst mér að ég fór um
heimaland Bakka í byrjun júlí í sum-
ar þar voru álftahjón með unga það
hef ég aldrei séð fyrr, enda engin
tjörn þar til staðar bara venjulegt
mýrlendi.
Gæs hefur fjölgað töluvert bæði
grágæs og heiðargæs, algengt er að
grágæs verpi nú hér í heimalöndum
þar sem ekki var hér fyrr.
Nokkrum tegundum fugla hefur
fækkað má þar nefna lóu, spóa og
fálka. Fálki verpti árlega í Kolu-
gljúfrum og einnig fram í Víðidals-
árgili framan byggðar, nú hefur fálki
ekki verpt þarna á annan áratug.
Ekki finnst mér ólíklegt að þarna sé
samhengi á milli hruns rjúpnastofns-
ins, en rjúpa virtist vera oft á mat-
seðli fálkans meðan nægð var af
henni. Einnig hafa endur nánast
horfið af þeim heiðarvötnum sem ég
þekki best, gerðist það mjög ört eftir
að minkurinn flæddi yfir.
Ástæða fyrir hruni
rjúpnastofnsins
Ég stundaði rjúpnaveiðar nokkuð
frá 1959 og fram yfir 1970 í Víðidals-
fjalli og í heimalandi Bakka þá stund-
uðu nokkrir menn í sveitinni rjúpna-
veiði og fór hver ekki nema nokkra
daga yfir veiðitímabilið í Víðidalsfjall
enda töluverður gangur að fara á
rjúpnaslóðir frá bæjum sem stóðu
allir niðri við Víðidalsá og fyrstu
ferðir mínar þurfti að
byrja á að vaða Víði-
dalsá í klofstígvélum og
leggja síðan á brattan
oft í 6–800m hæð.
Mikið var yfirleitt af
rjúpu og veiði góð, 30
rjúpur á dag voru talin
léleg veiði. Ekki var
skotið á rjúpu á flugi og
ekki var skotið á eina
rjúpu en reynt að hafa
minnst tvær í skoti, þar
sem fyrst þegar ég
byrjaði að skjóta var lít-
ill munur á verði eins
haglaskots og rjúpu.
Mikið var lagt uppúr að
ná særðum fugli og fór
oft talsverður tími í að ná þeim.
Alltaf voru nokkrar sveiflur í
rjúpnastofninum, gengu þær yfir á
tíu ára fresti milli hámarks og lág-
marks, ekki voru þessar sveiflur
djúpar og get ég fullyrt að þegar
stofninn var í lágmarki á þessum ár-
um var stofninn margfalt stærri en
hann hefur verið nú á annan áratug á
því svæði sem ég þekki til.
Á áttunda áratugnum fara að
koma aðkomumenn til veiða, þeir
fyrstu stunduðu veiðarnar á svipað-
an hátt og heimamenn, síðar kemur
flokkur manna árlega með talstöðvar
sjálfvirkar magasínbyssur og hunda.
Keyrt er á „blöðrujeppum“ eins
langt upp í fjallið og hægt er að kom-
ast, skotið er á hópana á flugi í þeirri
von að ein eða tvær rjúpur falli til
jarðar en þá sest víst oft hópurinn.
Ekki eru skotin spöruð enda verðlag
á milli rjúpu og skota mikið breytt.
Fljótt flýgur fiskisagan af þessari
miklu rjúpnaveiði í Víðidalsfjalli og
menn fóru að þyrpast hvaðanæva á
rjúpnaveiðar í fjallið og farið var að
selja rjúpnaveiðileyfi.
Fyrstu dagana eftir 15. okt. var
eins og væri komin stór styrjöld í
fjallinu skothríðin var látlaus sjaldan
eitt skot í einu heldur 4–5 í röð (sjálf-
virkar byssur)
Nú síðustu ár hefur mjög dregið
úr þessari skothríð, enda rjúpan orð-
in einn sjaldgæfasti
fugl hér um slóðir.
Sjálfsagt hafa þessir
skotglöðu menn farið
eitthvert annað að
hreinsa ný svæði.
Þess skal geti að
heimamenn þ.e. Víð-
dælingar eru löngu
hættir rjúpnaveiðum,
þeirra sport er að leita
að tíndum rjúpnaskytt-
um í sjálfboðavinnu.
Nú tala yngri menn
um að þeir hafi séð
mikið af rjúpu ef þeir
sjá eina fjölskyldu sam-
an í hóp.
Annað gerði það að
verkum að gengið var á rjúpnastofn-
inn hér um slóðir, gerður var vega-
slóði fram á Víðidalstunguheiði til
hagræðingar fyrir gangnamenn,
hann var notaður af rjúpnaskyttum
en þar var algjört griðland fyrir rjúp-
una áður, á heiðinni er rjúpan gæfari
og auðveldara að ganga til hennar.
Kringum 1990 fór ég í mína síð-
ustu ferð til rjúpna, en þangað til frá
þeim tíma að ég stundaði rjúpnaveið-
ar, hafði ég þá flest haust skotið
rjúpu í jólamatin fyrir eina fjöl-
skyldu.
Ég valdi mér gott veður og snjólag
þegar mesta örtröðin var liðin hjá
(fyrstu dagar veiðitímans)og labbaði
upp í Víðidalsfjall. Þegar liðið var á
dag var ég búinn að finna 4 rjúpur og
tvær af þeim voru helsærðar, mig
hefur ekki langað á rjúpnaveiðar eft-
ir þessa ferð.
Nú halda fuglafræðingar því fram
að alveg sé sama hvað skotið sé mikið
af rjúpu, það hafi engin áhrif á stofn-
stærð, mér sýnist reynslan segja allt
annað enda merkilegur stofn sem
þolir slíkt veiðiálag sem nú er á
rjúpustofninn.
Ég vil skora á náttúruverndarfólk
að taka þetta mál upp áður en rjúp-
unni verðu nær útrýmt, ég sakna
hennar úr íslenskri náttúru.
Össur Skarphéðinsson stytti nokk-
uð veiðitímann þegar hann var um-
hverfisráðherra, að minnsta kosti í
einn vetur. Þá hélt maður að menn
væru að vakna til vitundar um hvað
er að koma fyrir rjúpnastofninn en
sú von varð að engu.
Að mínu áliti er það meira slys að
nær útrýma rjúpunni heldur en að
ræsa fram drullumýrar og breyta
þeim í grösugt land með víði og blóm-
jurtum því skurðirnir eru að mér
sýnist kjörlendi fyrir vaðfugla en of
mikið má af öllu gera.
Hvers á rjúpan að gjalda
í íslenskri náttúru?
Ragnar
Gunnlaugsson
Veiðar
Reynslan segir mér,
segir Ragnar Gunn-
laugsson, að það sé
merkilegur stofn sem
þolir slíkt veiðiálag sem
nú er á rjúpustofninn.
Höfundur er fv. bóndi á Bakka,
Hvammstanga.
ÞAÐ ER nú svo þegar skrifað er
um dægurmál, að vísast verður það
sem skrifað er um orðið minna
áhugavert þegar það kemur fyrir
sjónir manna á prenti, en þegar
skrifað er. Það er þó ástæða til að
ætla að það sem hér fer á eftir, úreld-
ist ekki að marki þótt nokkur tími
kunni að líða þar til að birtingu kem-
ur.
Að undanförnu hefur talsvert ver-
ið rætt og ritað um lífeyrissjóði
landsmanna og er það eðlilegt, því
bæði skipta þeir þorra landsmanna
miklu máli sem og að afkoma þeirra
er með ýmsu móti og árangur sjóð-
anna misjafn. Hér er ekki ætlunin að
gera upp milli sjóða, enda mál þannig
vaxin að eitt árið gengur sjóði A bet-
ur en B, en næsta ár getur dæmið
snúist við. Munurinn er þó oftast
óverulegur milli sameignarsjóðanna
og ekki tiltökumál þótt svo sé. En
það eiga þeir þó allir sameiginlegt
nú, að afkoma síðasta árs var með
lakasta móti og virðist ekki neitt lát á
því enn. Fjármálaþróun á heimsvísu,
og þá einnig í okkar litla efnahags-
kerfi á Íslandi, var einnig afskaplega
óvenjuleg, svo ekki sé meira sagt. Ís-
lenski hlutabréfamarkaðurinn, sem
er í sjálfu sér grunnur og lítt þróað-
ur, hefur ávaxtað áhættufé fjárfesta
að meðaltali fremur illa, enda ákaf-
lega næmur fyrir efnahagssveiflum.
Erlendis hafa sveiflurnar orðið jafn-
vel enn meiri hvað hlutabréfin varð-
ar og þá einkum í þeim geira, sem
mestar vonir voru bundnar við; há-
tækni- og hugbúnaðarfyrirtækjum.
Íslensku lífeyrissjóðirnir voru
byrjaðir að þreifa fyrir sér með fjár-
festingar erlendis eftir að leyfi
fékkst hjá stjórnvöldum til slíks, en
til skamms tíma var það óleyfilegt
eins og menn þekkja. Af ofangreind-
um ástæðum hefur
ávöxtun þeirra fjárfest-
inga verið afskaplega
léleg í það heila tekið
síðustu mánuði. Hafa
viðbrögð sjóðanna við
því orðið þau, að fjár-
festingum hefur nær
eingöngu verið beint að
innlendum skuldabréf-
um og/eða notkun inn-
lánsreikninga í fjár-
málastofnunum. Vísast
hefur neikvæð umræða
gagnvart fjárfesting-
um á hlutabréfamörk-
uðum, bæði innanlands
og utan, einnig leitt til
þess að sjóðirnir hafa
verið varfærnir í að beina fjárfest-
ingafé sínu inn á þessa markaði.
Það er í hæsta máta varhugavert
fyrir stjórnir og starfsfólk lífeyris-
sjóðanna að hlaupa of mikið eftir lítt
ígrundaðri umræðu fólks, sem litla
þekkingu hefur á fjármálamörkuð-
um og fjárvörslu. Þess utan er nauð-
synlegt fyrir þessa aðila að horfa til
langrar framtíðar hvað varðar fjár-
festingar og ávöxtun fjár. Á þetta
hefur Fjármálaeftirlitið lagt áherslu
í sínum reglum og eftirliti. FME hef-
ur hinsvegar reynt að beina sjónum
stjórna lífeyrissjóð-
anna fremur að því að
varast óskráða pappíra
og önnur bréf með
mikla áhættu, þótt
stundum geti hagnað-
arvonin verið veruleg í
þeim.
Það eru einkum þrjú
atriði, sem orðið hafa
útundan í umræðunni,
en þarf að huga að.
Í fyrsta lagi eru það
langtímasjónarmið.
Lífeyrissjóðirnir þurfa
eðli sínu samkvæmt að
horfa til meðal ávöxtun-
ar yfir lengri tíma.
Reynslan kennir, að af-
farasælast sé að blanda sem mest
verðbréfasafn sjóðanna og óþarfi að
ætla að hlutabréfin sem fjárfesting-
arkostur séu á útleið sem slík, bak-
slag í eitt til tvö ár sannar ekkert í
því efni og algjör óþarfi að fara á
taugum út af því.
Í öðru lagi byggist tilvist lífeyris-
sjóðanna á sjóðfélögunum. Þar af
leiðandi eru þeir lifandi hluti af þjóð-
félaginu og efnahagsmynstri þess.
Efnahagsmynstur þjóðfélagsins
byggist svo á því að atvinnulífið sé sí-
kvikt og skapandi. Grundvöllur þess
er að einhverjir séu tilbúnir til að
leggja fram fjármagn til nýsköpunar
og þróunar í formi hlutafjár. Iðgjöld
koma lítt eða ekki inn í sjóðina nema
iðgjöld séu greidd og þau koma ekki
nema sjóðfélagar hafi atvinnu.
Í þriðja lagi verður að hafa í huga,
að það eru ekki nema rétt rúm þrjá-
tíu ár síðan almenningur átti þess
kost að eignast lífeyrisrétt í lífeyr-
issjóðum, ef undan er skilið starfs-
fólk ríkisins. Heildarfjármagn sjóð-
anna kemur því til með að vaxa í um
það bil rúman áratug enn, en úr því
fer útgreiðsluhlutfall þeirra að
Guðbrandur Þorkell
Guðbrandsson
Fjármál
Það er í hæsta máta
varhugavert fyrir
stjórnir og starfsfólk líf-
eyrissjóðanna, segir
Guðbrandur Þorkell
Guðbrandsson, að
hlaupa of mikið eftir lítt
ígrundaðri umræðu.
Ávöxtun fjár
lífeyrissjóða
MARGT má til telja
um nauðsyn þess að
skipta um ríkisstjórn á
Íslandi. Til dæmis
efnahagsstjórn í þágu
einkavina, einokun og
fákeppni á flestum
sviðum, menntakerfi í
niðurníðslu, gamaldags
valdstjórn og fjársvelt
og úrelt heilbrigðis-
kerfi, svo fátt eitt sé
nefnt. Það sem hins
vegar gerir það nauð-
synlegt fyrir samfélag-
ið og lýðræðið í land-
inu að koma helminga-
skiptaflokkunum frá
er sú dæmalausa um-
ræðukúgun sem ríkir og ágerist
með hverju árinu sem líður. Það er
hiklaust veist að mannorði þeirra
sem taldir eru „hættulegir flokkn-
um“ og helst reynt að koma þeim út
á guð og gaddinn, mannorðs- og at-
vinnulausum.
Umræðukúgunin
Dæmin um umræðukúgunina eru
fjöldamörg. Veist er að fjölmiðla-
mönnum og þeim brigslað um und-
anlátssemi við andstæðinga Sjálf-
stæðisflokksins af minnsta tilefni.
Sérstaklega ef tilefnið er sögulegur
ósigur Sjálfstæðisflokksins í kosn-
ingum. Fjölmiðlamennirnir eru upp-
nefndir og hæddir á opinberum
vettvangi af helsta hugmyndafræð-
ingi frjálshyggjunnar og hiklaust
haldið aftur af framgangi þeirra.
Prestum er vikið ef þeim verður á
að gagnrýna og grínast að forsætis-
ráðherranum. Jafnvel með óbeinum
hætti, eins og séra Örn Bárður
Jónsson á að hafa gert í smásögu í
Morgunblaðinu. Fyrir vikið var
hann flæmdur í burtu og rekinn úr
kristnitökunefndinni.
Aðförin að Þorfinni
Grófasta dæmið um gamaldags
stjórnarhætti valdbeitingar er það
nýjasta: aðförin að
Þorfinni Ómarssyni,
framkvæmdastjóra
Kvikmyndasjóðs. Þor-
finnur stóð í veginum
fyrir því að Hrafn
Gunnlaugsson fengi út-
hlutað úr sjóðnum til
að kvikmynda smá-
sögu eftir Davíð Odds-
son forsætisráðherra.
Sagan heitir „Glæpur
skekur Húsnæðis-
stofnun“ og er sjálf-
sagt góðra gjalda verð
og áreiðanlega þess
virði að hún sé fest á
filmu. Það skiptir
minnstu. Kjarni máls-
ins er sá að ljón var í veginum. Í
veginum fyrir því að valdsherrann
fengi sitt fram.
Vilhjálmur pressar
Vilhjálmur Egilsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokkins, er formaður
stjórnar Kvikmyndasjóðs. Vilhjálm-
ur beitti sér harkalega fyrir því að
Þorfinnur léti undan og úthlutunar-
nefndin veitti Hrafni styrkinn. Þor-
finnur gaf sig ekki og góð ráð dýr.
Þorfinni var vikið úr starfi fyrir afar
litlar sakir. Ekki fundust nótur fyrir
ferðakostnaði og Vilhjálmur sá ekki
önnur ráð en að víkja honum úr
starfi! Ástæðan var fundin. Vald-
beitingin var gróf og fyrir allra aug-
um. Skilaboðin út í samfélagið eru
skýr: Ekki standa í veginum fyrir
okkur, þú munt hljóta verra af.
Í vegi valdsins
Aðförin að Þorfinni er bara eitt
dæmi af mörgum um þá harkalegu
valdstjórn sem ríkir hér. Þjóðin er
hins vegar södd og hefur látið þetta
yfir sig ganga. Vonandi þurfa dæm-
in um miskunnarleysi hins íslenska
valds ekki að verða fleiri. Vonandi
þurfa fleiri einstaklingar ekki að
eiga á hættu æru- og atvinnumissi
ef þeir standa í vegi valdsins. Það
kemur í ljós í næstu kosningum
hvort almenningur greiðir jafnaðar-
mönnum leið í stjórnarráðið með at-
kvæði sínu. Einungis þannig bind-
um við enda á tímabil valdhrokans
og tryggjum að stjórnað verði í
þágu almannahagsmuna. Þannig
frelsum við fólk og fyrirtæki frá
þessum miður geðslegu stjórnar-
háttum.
Vilhjálmur
skekur
Kvikmyndasjóð
Björgvin G.
Sigurðsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samfylkingarinnar.
Stjórnmál
Það er lífsnauðsynlegt
fyrir samfélagið, segir
Björgvin G. Sigurðsson,
að koma helminga-
skiptaflokkunum frá.