Morgunblaðið - 28.08.2002, Side 25
aukast, þ.e. hlutfallið milli greiðandi
sjóðfélaga og lífeyrisþega breytist,
þeim síðarnefndu fer hratt fjölgandi
og þar með þurfa sjóðirnir í vaxandi
mæli að losa fé sem bundið er í verð-
bréfum af ýmsum toga. Það væri af-
ar hættulegt okkar litla og viðkvæma
efnahagskerfi ef fé sjóðanna væri
eingöngu eða nær eingöngu bundið í
innlendum pappírum, því á tiltölu-
lega skömmum tíma þurfa allir sjóð-
irnir að losa verulegt fé. Kæmi það fé
eingöngu frá sölu innlendra verð-
bréfa, gæti orðið mikið verðfall hér
innanlands á öllum þeim tegundum
verðbréfa, sem sjóðirnir ættu, auk
annarrar röskunar sem af þessu gæti
leitt. Ef sjóðirnir ættu aftur á móti á
þeim tíma umtalsvert fjármagn í er-
lendum pappírum, sem þeir gætu
selt, yrðu innlendu áhrifin allt önnur.
Um þetta má hafa meira og lengra
mál, en þetta látið nægja að sinni.
Hinsvegar er ástæða til að óska eftir
því að með þennan mikilvæga þátt
efnahagslífsins og afkomu almenn-
ings fari menn orðum án þess að
beita sleggjudómum og hæpnum
fullyrðingum. Of mikið er í húfi til
taka ákvarðanir í fljótræði.
Höfundur er í stjórn
Samvinnulífeyrissjóðsins.
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 25
SÍÐASTLIÐIN þrjú ár hefur
Stúdentaráð Háskóla Íslands gert
þjónustusamninga við Háskólann.
Um er að ræða þrjá samninga, í
fyrsta lagi samning vegna þjónustu
við nemendafélög og erlenda stúd-
enta, í öðru lagi samning vegna
rekstrar miðlana stúdentaráðs (hús-
næðismiðlun, kennslumiðlun, barna-
gæslumiðlun og tungumálamiðlun)
og í þriðja lagi samning um rekstur
réttindaskrifstofu stúdentaráðs.
Samningar þessir hafa tryggt SHÍ
nægilegt fjármagn til að standa und-
ir rekstri sínum og reka öfluga rétt-
indabaráttu í nafni stúdenta.
Lítið að gerast
Í gegnum árin hefur mikill styr
staðið um samninginn um réttinda-
skrifstofu og hafa meðlimir Vöku,
núverandi meirihluta, oftar en ekki
verið yfirlýsingaglaðir í þeim efnum.
Of langt mál væri að rekja hér þann
ágreining sem verið hefur milli fylk-
inganna um samninginn en Vökulið-
ar hafa æ ofan í æ lýst því yfir að það
yrði þeirra fyrsta verk, næðu þeir
meirihluta í stúdentaráði, að segja
upp umræddum samningi.
Vaka tryggði sér meirihluta í stúd-
entaráði í kosningunum í febrúar sl.
og tók við stjórn ráðsins um miðjan
mars. Þrátt fyrir það er fyrst nú,
þegar starfsárið er nær hálfnað,
kominn einhver skriður á málið, þó
ekki meiri en svo að á fundi stúd-
entaráðs 14. ágúst sl. fóru formaður
og framkvæmdastjóri SHÍ einungis
fram á umboð til að hefja viðræður
við háskólayfirvöld um samningana.
Miklar umræður fóru fram um málið
og viðruðu Vökuliðar þær hugmynd-
ir sem þeir hafa í þessum efnum. Ég
hyggst láta Vökuliðum eftir að op-
inbera hugmyndir sínar varðandi
þessar breytingar en vil þó upplýsa
stúdenta um það að núverandi meiri-
hluti stúdentaráðs hyggst ekki leita
eftir endurnýjun á samningnum um
réttindaskrifstofuna, sem þó hefur
tryggt ráðinu tæpar 3 milljónir á ári
til rekstrarins. Jafnframt er áætlað
að gera töluverðar breytingar á
samningnum um miðlanir ráðsins,
sem hefur verið ein mest notaða
þjónusta skrifstofunnar í áraraðir.
Fjárhagsleg staða
Röskva hefur ætíð talið gerð þjón-
ustusamninganna vera farsæla leið
til að tryggja rekstrargrundvöll
stúdentaráðs. Það hefur ótvírætt
sýnt sig að gagnrýnisraddir um
skert sjálfstæði ráðsins vegna
tengsla við HÍ eiga ekki við rök að
styðjast. Undir forystu Röskvu var
stúdentaráð öflugur og sýnilegur
þjónustu- og hagsmunaaðili stúd-
enta við Háskóla Íslands. Fjárhags-
legur rekstur skrifstofunnar var
ávallt tryggður og gátu starfsmenn
hennar því snúið sér heilshugar að
þjónustu við stúdenta og því að sinna
hagsmunabaráttu þeirra. En nú lítur
út fyrir að núverandi meirihluti ráðs-
ins sé búinn að missa sjónar á þess-
um tveimur grundvallarmarkmiðum
stúdentaráðs. Það er ábyrgðarleysi
að segja upp samningi sem tryggt
hefur rekstur réttindaskrifstofu SHÍ
án þess að hafa sett fram aðrar raun-
hæfar fjáröflunarleiðir sem tryggja
reksturinn.
Fjárhagsleg staða
stúdentaráðs í hættu
Kolbrún
Benediktsdóttir
HÍ
Fulltrúar Röskvu, segir
Kolbrún Benedikts-
dóttir, hafa áhyggjur
af ótryggri fjárhags-
stöðu stúdentaráðs.
Höfundur er oddviti Röskvu
í stúdentaráði HÍ.
Toppárangur
með
þakrennukerfi
þakrennukerfi
Fagm
enns
ka
í
fyrir
rúmi
BLIKKÁS EHF.
SKEMMUVEGUR 36
200 KÓPAVOGUR
SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111
Söluaðilar um land allt
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
TO
Y
18
31
3
07
/2
00
2
ÉG ER Í GÓÐU SAMBANDI
Fyrsti smábíllinn með handfrjálsan búnað að staðalbúnaði.
ÉG ER YARIS MOBILE - NÁÐU MÉR NÚNA! Ég er
fáanlegur í takmarkaðan tíma með handfrjálsum búnaði, 14" álfelgum, vindskeið að aftan og skyggðum
rúðum sem staðalbúnað. Ég er alltaf í sambandi, alltaf hreyfanlegur og kosta frá aðeins 1.129.000 kr. sem
er sama verð og þegar ég er venjulegur. www.toyota.is
Handfrjáls búnaður Álfelgur Vindskeið Skyggðar rúður