Morgunblaðið - 28.08.2002, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
GENGIÐ hefur verið frásamkomulagi milli Ís-landsbanka og sex hlut-hafa, sem samtals eiga
21,78% hlut í bankanum, um að
bankinn sölutryggi alla eignarhluti
hluthafanna í Íslandsbanka. Um-
samið gengi við söluna er 5,175 og
nemur umfang viðskiptanna um
11,3 milljörðum króna. Seljendur
hlutafjárins eru FBA Holding SA,
Sjöfn hf., Ovalla Trading Ltd.,
Eignarhaldsfélagið ISP ehf., Fjár-
festingarfélagið Krossanes ehf. og
Oddeyri ehf.
Þá hefur Íslandsbanki einnig
gert samkomulag við fimm félög
um kaup bankans á öllum eign-
arhlutum félaganna í Fjárfesting-
arfélaginu Straumi hf., eða um
21,9% af heildarhlutafénu. Um-
fang þeirra viðskipta nemur um
tveim milljörðum króna. Seljendur
eru Fjárfar ehf., Kaldbakur hf.,
Eignarhaldsfélagið ISP ehf., Fjár-
festingarfélagið Krossanes ehf. og
Dúkur hf.
Enginn verði með yfir
10% eignarhlut
Fram kemur í tilkynningu frá
Íslandsbanka til Kauphallar Ís-
lands í gær, að seljendur hlutafjár-
ins í Íslandsbanka hafa veitt bank-
anum óafturkræft umboð til sölu á
eignarhlutum sínum og að bankinn
mun bjóða hlutaféð til sölu í kjöl-
farið. Í því sambandi muni bank-
inn leita til innlendra og erlendra
fagfjárfesta, auk þess sem stefnt
sé að því að gefa almenningi kost á
kaupum á hluta bréfanna í útboði í
haust. Þá segir í tilkynningunni að
bankinn muni í endursölu miða við
að enginn einstakur hluthafi ráði
yfir eignarhlut sem svarar til
meira en 10% af heildarhlutafé í
bankanum að sölu lokinni.
Gjaldeyrisviðskiptum
að fullu lokið
Hlutafjáreign hluthafanna sex í
Íslandsbanka nemur um 2.177,9
milljónum króna að nafnvirði, sem
eru 21,78% af skráðu h
bankanum. Þar af á FBA
SA um 1.555,3 milljónir
virði, Sjöfn hf. 300,0 m
Ovalla Trading Ltd. 130,0
ir, Eignarhaldsfélagið IS
119,4 milljónir, Fjárf
félagið Krossanes ehf.
milljónir og Oddeyri ehf
milljónir.
Fram kemur í tilkynn
FBA Holding og fimm önnur félög se
Íslandsbanki
tryggir hlut
ÍSLANDSBANKI er með viðskipt-
unum í gær að greiða fyrir eigenda-
skiptum á bankanum, að sögn
Bjarna Ármannssonar, forstjóra Ís-
landsbanka. Hann segir að bankinn
muni nýta þessa stöðu til að auka
breiddina í hluthafahópi bankans. Í
því sambandi sé horft til þess að
bankinn muni í endursölu á hluta-
bréfunum miða við að enginn ein-
stakur hluthafi ráði yfir eignarhlut
sem svari til meira en 10% af heild-
arhlutafé í bankanum að sölu lok-
inni.
„Það er okkar mat að fyrir fjár-
málafyrirtæki, sem byggir sína
starfsemi á trausti, sé mikilvægt að
hafa djúpar rætur í samfélaginu og
marga aðila, bæði einstaklinga og
fagfjárfesta, sem eru hluhafar og
hafa hagsmuni af því að bankanum
gangi vel. Og að það sé samstaða
um fyrirtækið og rekstur þess í
samfélaginu.“
Rætt við fagfjárfesta
Að sögn Bjarna hefur verið rætt
við nokkra fulltrúa fagfjárfesta á
undanförnum dögum og verður leit-
ast við að ná fram samningum um
endursölu á hlutabréfunum á næstu
vikum. Bæði hafi verið rætt við inn-
lenda og erlenda fagfjárfesta í
þessu sambandi. Hann segir þetta
mjög umfangsmikil viðskipti, sem
sjáist best á því að um sé
sölutryggingu en ekki bein
beina sölu í framhaldinu.
Varðandi Fjárfesting
Straum segir Bjarni að
stefni að því að halda sín
eignarhlut í félaginu og
sem hann hefur eignast
yfir.Bjarni Ármannsson
Breiddin í hlut-
hafahópnum
verði aukin
Þorsteinn Már
Baldvinsson
ÞORSTEINN Már Baldvinsson,
forstjóri Samherja og einn eig-
enda FBA Holding, segir að bor-
ist hafi gott tilboð í hlutabréf fé-
lagsins í Íslandsbanka og því hafi
verið ákveðið að ganga að því.
Hann þvertekur fyrir að salan
tengist því að eigendur FBA
Holding fengu ekki að nýta at-
kvæðisrétt sinn á aðalfundi bank-
ans í vor.
„Við höfum aldrei litið á at-
burðina í vor sem neitt stórmál.
Það lá strax ljóst fyrir að við gát-
um fengið þessi atkvæði á tiltölu-
lega einfaldan hátt á sínum tíma.
Það var álit lögfræðinga sem við
leituðum til að aðgerð Fjármála-
eftirlitsins fyrir aðalfundinn í vor
var mjög vafasöm. Við hefðum því
getað endurheimt atkvæðisrétt
okkar lagalega eða á annan hátt.
Við sáum hins vegar ekki ástæðu
til þess að eyða tíma eða orku í að
fara í mál við Fjármálaeftirlitið.“
Veruleg lán liggja að baki
Þorsteinn Már segir frekara
samstarf aðstandenda FBA Hold-
ing ólíklegt á þessari stundu. „Það
liggja veruleg lán á bak við þessar
fjárfestingar og nú verður hugað
að þeim. Menn mynduðu samstarf
um þessa einu fjárfestingu og því
samstarfi er lokið. Ég rek sjálfur
stórt fyrirtæki sem vitanlega tek-
ur allan minn tíma. Þegar við fjár-
festum í Íslandsbanka á sínum
tíma sáum við fyrir okkur breyt-
ingar í fjármálageiranum sem
hafa orðið og nú eru því uppi allt
aðrar aðstæður. Ég gerði mér
hins vegar ekki aðrar væntingar
um þróun mála. Það hefur verið
lærdómsríkt að taka þátt í þessu
og ég hef öðlast þarna reynslu
sem ég hefði ekki viljað vera án.
Ég er því sáttur við málalykt-
irnar,“ segir Þorsteinn Már.
Hefðum getað
endurheimt
atkvæðisrétt
KRISTJÁN Ragnarsson,
formaður Íslandsbanka,
þegar fram kom vilji hjá
unum í bankanum til að s
sína í honum hafi þótt sjá
leita eftir sölu. Niðurstaðan
an verið samkomulag se
segist fagna.
Hann segir að bankinn s
eftir sem hingað til mjög
fótum. Nú verði leitað til
enda hans með að kaupa
stóra hlut og dreifa honum
ast.
Kristján Ragnar
Fagnar
samkomul
um sölu
Valgerður
Sverrisdóttir
VALGERÐUR Sverrisdó
aðar- og viðskiptaráðherra
í samtali við Morgunblað
ekki sjá að viðskiptin með
í Íslandsbanka hefðu áhrif
væðingarferli ríkisbankan
sagðist ekki hafa fleira um
segja.
Hefur ekk
áhrif á ein
væðingarfe
ÞÁTTASKIL
Með þeim viðskiptum, semtilkynnt var um í gær meðhlutabréf í Íslandsbanka
og Fjárfestingarfélaginu Straumi
er komið að ákveðnum þáttaskilum
í viðskipta- og fjármálalífi þjóðar-
innar. Kaup hins svonefnda Orca-
hóps á hlutabréfum í Fjárfesting-
arbanka atvinnulífsins af spari-
sjóðunum og Kaupþingi í
ágústmánuði 1999 fyrir þremur ár-
um leiddu til atburðarásar, sem
leidd var til lykta með viðskipt-
unum, sem sagt var frá í gær.
Á þessum þremur árum samein-
uðust Íslandsbanki og FBA í einn
banka, sem síðan hefur verið
stærsti og öflugasti viðskipta- og
fjárfestingarbanki landsmanna.
En jafnframt var ljóst að Orca-
hópurinn svonefndi og samstarfs-
aðilar stefndu á yfirráð yfir hinum
sameinaða banka. Þetta kom skýrt
í ljós fyrir aðalfund Íslandsbanka
fyrr á þessu ári. Til átaka kom þó
ekki á þeim aðalfundi, þar sem
einn frambjóðenda til bankaráðs
dró framboð sitt til baka, þannig
að bankaráðið varð sjálfkjörið en
jafnframt gerðust þau tíðindi, að
Fjármálaeftirlitið svipti Orca-hóp-
inn atkvæðisrétti fyrir aðalfundinn
af ástæðum, sem ekki hefur verið
greint frá. Þrátt fyrir að ekki
kæmi til átaka á aðalfundi Íslands-
banka sl. vor var ljóst að áfram var
tekizt á um völdin í bankanum,
sem olli ákveðnum ófriði og tog-
streitu um bankann.
Með viðskiptunum í gær voru
þessi deilumál til lykta leidd og
verður ekki annað séð en deiluað-
ilar gangi sáttir frá þeim leik. Fyr-
ir bankann sjálfan, starfsmenn
hans og viðskiptamenn er mikil-
vægt að friður ríki um bankann.
Þegar sparisjóðirnir og Kaup-
þing seldu Orca-hópnum hlutabréf
sín í FBA fyrir þremur árum gagn-
rýndi Morgunblaðið seljendur fyr-
ir þá sölu. Engin ástæða var til að
gagnrýna kaupendur fyrir að
kaupa enda skiljanlegt að þeir
gripu það tækifæri, sem þeim
gafst. Í forystugrein Morgunblaðs-
ins hinn 5. ágúst árið 1999 sagði
m.a. um þessi viðskipti:
„Mörgum hefði þótt eðli-
legt … að sparisjóðirnir hefðu boð-
ið hlut sinn á opnum markaði og
þar með stuðlað að dreifðri eign-
araðild að þeim hlut, sem er í sam-
ræmi við uppbyggingu þeirra
sjálfra … Það er hins vegar ljóst
að viðræður um sölu hlutabréfa
fyrir um fimm milljarða króna fóru
fram fyrir luktum dyrum og þar
komu einungis tveir aðilar við sögu
fyrir utan seljendur … Ef þessi
hlutabréf hefðu verið boðin á opn-
um markaði hefði það aukið tiltrú
almennings á að skynsamlega yrði
staðið að einkavæðingu ríkisbank-
anna. Þessi viðskipti ýta undir þau
sjónarmið, að eignaraðild að bönk-
unum komist á fárra hendur nema
sérstakar ráðstafanir verði gerðar
til þess að hafa áhrif á þessa þró-
un.“
Framvinda mála næstu misserin
og þar til fyrir skömmu sýndi, að
þessi varnaðarorð Morgunblaðsins
voru ekki sögð að ástæðulausu. Nú
hafa þessi málefni hins vegar tekið
nýja stefnu.
Í tilkynningu frá Íslandsbanka í
gær um þau viðskipti, sem hér eru
til umræðu sagði m.a.:
„Bankinn mun í endursölu miða
við að enginn einstakur hluthafi
ráði yfir eignarhlut, sem svari til
meira en 10% af heildarhlutafé í
bankanum að sölu lokinni.“
Gera má ráð fyrir að það verði
ekki sízt svonefndir fagfjárfestar,
þ.e. lífeyrissjóðir og aðrir áþekkir
aðilar, sem kaupi þessi bréf auk
hins almenna borgara. Þess vegna
má telja líklegt að þessi sjónarmið
bankans verði virt í ríkum mæli.
Morgunblaðið fagnar þessum
þætti í yfirlýsingu Íslandsbanka og
lítur svo á að með þeim sé að
nokkru tekið undir þau sjónarmið,
sem blaðið hefur hvað eftir annað
lýst á undanförnum árum, að mik-
ilvægt sé af þjóðfélagslegum
ástæðum að tryggja dreifða eign-
araðild að bankakerfinu. Ekki er
ósennilegt að forráðamenn Ís-
landsbanka séu reynslunni ríkari
eftir sviptingar undanfarinna ára
og að það eigi þátt í að þeir setja
fram þau markmið að enginn einn
aðili eigi meira en 10% af hlutafé
bankans.
Nú er spurning hvaða ályktanir
einkavæðingarnefnd og ríkisstjórn
draga af þessari þróun mála á vett-
vangi Íslandsbanka. Yfir standa
viðræður einkavæðingarnefndar
við aðila, sem lýst hafa áhuga á að
kaupa hluti ríkisins í Landsbanka
og Búnaðarbanka. Morgunblaðið
hefur ítrekað sett fram þá skoðun
að ríkisstjórnin sé á rangri leið
með þau áform að selja stóra hluti
í ríkisbönkunum tveimur til fá-
menns hóps viðskiptaaðila. Þau
umskipti, sem orðið hafa á vett-
vangi Íslandsbanka, ættu að stuðla
að því að ríkisstjórnin hugsi sinn
gang og doki við áður en lengra er
haldið á þessari braut. Telji rík-
isstjórnin að hún sé komin svo
langt í þessu ferli að ekki verði aft-
ur snúið getur hún a.m.k. tekið
ákvörðun um, að áhugaaðilum
verði seldur mun minni hluti í
bönkunum tveimur en til umræðu
hefur verið.
Með viðskiptunum með hluta-
bréf í Íslandsbanka í gær hefur
málefnum bankans verið beint í
farsælan farveg. Hið sama þarf að
gerast við áframhaldandi sölu á
hlut ríkisins í ríkisbönkunum
tveimur.
Í augum almennings voru átökin
um Spron í sumar afar ógeðfelld
og ýttu undir þá tilfinningu að
græðgi eftir peningum og völdum
væru að setja um of svip sinn á
samfélag okkar.
Það væri afar óheppilegt svo að
ekki sé meira sagt ef sala ríkis-
bankanna yrði til þess að stuðla að
slíkri upplifun fólksins í landinu.