Morgunblaðið - 28.08.2002, Side 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 31
FYRIR tæpum fjór-
um árum hóf Orkuveita
Reykjavíkur (þá Raf-
magnsveita Reykjavík-
ur) rekstur Rafheima,
fræðsluseturs um
orkumál. Þar gefst
grunnskólanemum
kostur á að fræðast um
hina ýmsu þætti raf-
magnsins, með aðal-
áherslu á eðlisfræðina
og tilraunir sem henni
tengjast. Markmið
Orkuveitunnar með
rekstri Rafheima er að
auka áhuga og skilning
nemenda á raun- og
tæknigreinum, enda hlýtur það að
vera áhyggjuefni fyrir íslensk orku-
fyrirtæki hversu fáir nemendur
leggja stund á framhaldsnám í slík-
um greinum. Sérstaklega er þó
brýnt að auka hlut kvenna á þessu
sviði.
Minnkandi áhugi á raungreinum
er ekki séríslenskt vandamál, heldur
verður þessarar þróunar vart um
mestalla Vestur-Evrópu. Ef svo fer
sem horfir verður drjúgur hluti
starfandi verkfræðinga og tækni-
fræðinga í þessum ríkjum erlent
vinnuafl og hafa margir af því
áhyggjur sem vonlegt er.
Sérfræðingum ber saman um að
til að vekja áhuga ungmenna á raun-
greinum sé best að byrja nógu
snemma. Þess vegna er miðað við að
nemendur sem heimsæki Rafheima
séu á bilinu tíu til tólf ára. Engu að
síður hafa umsjónarmenn leitast við
að taka á móti öðrum aldurshópum,
s.s. nemendum elstu bekkja grunn-
skólans eða framhaldsskólanemum.
2.000 nemendur á ári
Rafheimar eru opnir nemendum
allra grunnskóla á veitusvæði Orku-
veitunnar og raunar víðar af landinu
ef þess er óskað. Reynslan sýnir að
happadrýgst er að ein bekkjardeild
heimsæki svæðið í einu og verji þar á
bilinu einni til tveimur
og hálfri klukkustund –
þar sem hlýtt er á
stutta fyrirlestra, glímt
við margvísleg texta-
verkefni og tekist á við
tilraunir í sérútbúnum
tilraunabásum. Gert er
ráð fyrir að kennarar
geti haldið áfram að
vinna úr efni heimsókn-
arinnar eftir að heim í
kennslustofu er komið.
Í höfuðáherslum
Orkuveitu Reykjavíkur
kemur fram að fyrir-
tækið kappkosti að
vera góður þjóðfélags-
þegn sem styðji við bakið á mennta-
stofnunum og menningarlífi í land-
inu. Ein leið að þessu marki er að
gefa sem flestum nemendum kost á
fræðslu í Rafheimum, skólunum að
kostnaðarlausu.
Nærri liggur að 2.000 nemendur
heimsæki Rafheima ár hvert í fylgd
með kennurum sínum. Því til viðbót-
ar eru nokkrum sinnum á ári aug-
lýstir sérstaklega opnir dagar, þar
sem foreldrar geta komið með börn-
um sínum í heimsókn. Rafheimar eru
reknir í sama húsi og í tengslum við
Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur í
Elliðaárdal, þar sem fjallað er um
sögu rafmagnsmála frá öndverðu til
okkar daga.
Hlúð að raun-
greinakennslu
Stefán Pálsson
Orkuveitan
Um 2.000 nemendur,
segir Stefán Pálsson,
heimsækja Rafheima ár
hvert í fylgd með kenn-
urum sínum.
Höfundur er forstöðumaður Minja-
safns Orkuveitu Reykjavíkur.
ÞAÐ ÞEKKJA flest-
ir söguna af því hvernig
Davíð Oddsson varð
borgarfulltrúi. Hann
var í rólegheitum
heima hjá sér snemma
árs 1974 þegar hann
fékk símhringingu frá
manni úr kjörnefnd
Sjálfstæðisflokksins
sem tjáði Davíð að þörf
væri á ungu fólki í próf-
kjör fyrir borgar-
stjórnarkosningar
sama ár og spurði
hvort Davíð hefði
áhuga á því að taka
þátt í því. Þegar símtal-
ið barst var Þorsteinn sonur Davíðs
að leika sér á þríhjóli úr plasti á
ganginum. Davíð lagði frá sér sím-
tólið og spurði Þorstein, sem þá var
þriggja ára, hvort hann ætti að fara í
prófkjör og var svar Þorsteins um-
svifalaust já. Restina þekkja allir.
Í nútíma lýðræðisþjóðfélagi þar
sem kosið er á fulltrúaþing þjóðar-
innar, Alþingi, á fjögurra ára fresti
er nauðsynlegt að raddir sem flestra
hópa fái að njóta sín. Til að svo megi
verða þurfa málsvarar hugsjóna og
framfara í þjóðfélaginu að stíga fram
og leyfa eigin börkum að titra í heimi
stjórnmálanna. Það er mjög erfitt
þegar einhver ákveðin elíta manna,
sem situr í reykmettuðum bakher-
bergjum og telur sig vera yfir al-
menna flokksmenn hafin, velur full-
trúa viðkomandi flokks í sveitar-
stjórnarkosningum sem og Al-
þingiskosningum undir merkjum
„lýðræðis“. Þessar svokölluðu upp-
stillingarnefndir eru oftast ekkert
annað en sérhagsmunabatterí og
skriffinnskubákn þar sem fáliðaður
hópur fólks plottar framtíð viðkom-
andi stjórnmálaflokks og annarra
einstaklinga á sama
tíma og hver og einn
nefndarmaður er mjög
oft á einn eða annan
hátt talsmaður ein-
hverra ákveðinna þing-
manna sem þjást af
miklum hugsjónaskorti
og legusári sökum
langrar setu á skjaldar-
merkisleðrinu.
Af hverju stjórn-
málaflokkar?
Við svona aðstæður
er gott að velta því fyr-
ir sér hvers vegna í
ósköpunum fólk skipar
sér í mismunandi stjórnmálaflokka,
þegar það hefur jafn lítið að segja
innan flokkanna og raun ber vitni.
Það eru einungis þeir sem tilbúnir
eru að bíða út goggunarröðina eftir
sínu tækifæri, sem fá eitthvað að
segja um skipan lista flokkanna.
Þegar þeir hafa þrælað sér út fyrir
sinn flokk eru þeir verðlaunaðir með
setu í einhverri „uppstillingarnefnd“
sem málsvarar æðri manna sem
ákveða framtíð annars fólks. Það sjá
allir hversu fráleitt þetta er og
hversu gífurlega langt þetta er frá
lýðræðishugsjóninni. En til að
sporna við þessu höfum við prófkjör.
Prófkjör eru klárlega besta leiðin
fyrir ungt fólk að komast til áhrifa í
stjórnmálum. Það blása oftast nýir
og ferskir vindar um ungt fólk sem
tilbúið er að leggja sitt af mörkum.
Raunin er alltof oft sú að þeir sem
hafa setið kjörtímabil eftir kjörtíma-
bil ofan á leðrinu brúna niðri í þingi
eru bara að hugsa um næstu kosn-
ingar og hafa oftar en ekki sett hug-
sjónir sínar á útsölu fyrir löngu. Þess
vegna væri það gífurlega alvarleg
þróun fyrir lýðræðið, ef ekki yrði
prófkjör hjá stjórnmálaflokkum fyr-
ir Alþingiskosningarnar næsta vor.
Það yrði heftandi á þær framfarir og
hugsjónir sem nauðsynlega verða að
ryðja sér til rúms og það yrði einnig
svertandi fyrir samfélagið í heild.
Prófkjör er eina leiðin til þess að sjá
hvar raunverulegur vilji flokks-
manna liggur, prófkjör er eina leiðin
til þess að veita núverandi þing-
mönnum flokkanna það aðhald sem
þeir þurfa, því um leið og þeir sjá að
þingsæti þeirra eru í hættu fara þeir
að hugsa sinn gang. Flokkslínur eru
klárlega ekki jafn skýrar og áður
fyrr og margir halda því fram að nú-
tímastjórnmál séu einn og sami
grauturinn, flokkarnir séu í rauninni
bara mismunandi tegundir af
kryddi, þar sem ólíkir persónuleikar
fái að njóta sín sem kryddkorn í mis-
munandi merktum baukum. Ef rödd
sannra hugsjónamanna fengi að
njóta sín, sem oftast eru ungir og
hreinhugsandi menn og konur, gæt-
um við hugsanlega átt von á stór-
stígum framförum í þjóðfélaginu.
Það mun seint gerast ef möguleikar
fyrir slíkt fólk að koma sér og sínum
skoðunum á framfæri innan stjórn-
málaflokka eru af skornum skammti.
Af hverju prófkjör
er nauðsynlegt
Þorbjörn Þórðarson
Stjórnmál
Prófkjör er eina leiðin
til þess að sjá, segir
Þorbjörn Þórðarson,
hvar raunverulegur vilji
flokksmanna liggur.
Höfundur er nemi í Verzlunarskól-
anum og situr í stjórn Heimdallar.
NÚ er blessuð sauð-
kindin komin enn á ný í
fréttirnar. Í þetta sinn
er hún á fæti í svolitlum
vandræðum í Esjuhlíð-
um en ekki lofuð á
borðum erlendra þjóð-
höfðingja í Súlnasaln-
um. Allt er í heiminum
hverfult, eitt sinn var
hún bjargvættur þjóð-
arinnar, nú er hún alls
staðar fyrir, étur tré og
runna og hleypur svo
fyrir hraðskreiða bíla.
Hvers á hún að gjalda í
breyttu samfélagi?
Einhvers staðar verða
vondir að vera sagði karlinn og hafði
kindurnar í vaskahúsinu á nóttinni
svo þær færu sér ekki að voða í
henni fallinni veröld.
Hvað skyldi hún nú annars vera
að hugsa, blessuð sauðkindin, þarna
í Esjunni? Ef hún bara vissi hvað
margir eru vondir út í hana þessa
dagana. Skyldi nokkurn undra að
hún vilji nú ná sér í svolítið góðmeti í
þessum endalausa rosa. Myndum
við ekki gera slíkt hið sama, værum
við kindur? Annars eru menn farnir
að slást út af þessu öllu saman. Það
fór í verra. Nú verður ekki aftur
snúið. Bretta skal upp ermarnar,
skella sér í samfestinginn og girða.
Ég verð að segja það. Í hólf með
safnið í Esjunni. Beitarhólf eru það
sem koma skal.
Annars var það nú
eiginlega þetta sem ég
ætlaði að segja:
Í fjölmiðlafári sauð-
kindarinnar í Esjuhlíð-
um var einnig minnst á
nokkrar skjátur við
Reykjanesbrautina.
Sumar brugðu sér
meira að segja í túlip-
anabeðið hjá ÍSAL.
Skyldi það hafa verið
flúorbragðið sem heill-
aði? Gott fyrir tenn-
urnar. Þetta veit hún
blessuð kindin, sem át
blómin hennar Rann-
veigar, enda skynsam-
ar skepnur. En hver á nú þessar
áhugasömu kindur, sem fylgjast
með umferðinni við Reykjanes-
brautina? Fyrir 10 árum samþykktu
fjárbændur á Vatnsleysuströnd að
fækka fé sínu verulega og hafa það í
beitarhólfi. Gengið var til samstarfs
við Landgræðsluna og girt neðan
Reykjanesbrautar. Beit í hólfinu var
að vísu nokkuð rýr í fyrstu enda
hagar litlir á þessum slóðum. Með
samstilltu átaki bænda, Land-
græðslunar og hreppsins hófst
markvisst uppgræðslustarf og nú er
svo komið að þokkalegir hagar hafa
litið dagsins ljós með hamingjusöm-
um kindum innan girðingar en að
vísu án túlipana.
Bændur á Vatnsleysuströnd hafa
lagt mikið af mörkum við að stemma
stigu við lausagöngu búfjár á
Reykjanesi. En því miður eru ekki
allir jafnframsýnir á þeim slóðum og
Strandaringar.
Grindvíkingar hafa þráast við í
þessum efnum og sleppa fé sínu enn
lausu. Það streymir síðan um alla
heiði og niður á braut. Fjárbændur á
ströndinni hafa oft verið ranglega
hafðir fyrir sök í þessum efnum og
er það miður. Þeim hefur og sárnað
það að Strandarheiðin, landið sem
þeir eiga, skuli nú vera afréttur fyrir
Grindavíkurfé.
Þegar ráðist verður í tvöföldun
Reykjanesbrautar munu Vatns-
leysustrandarbændur fara í frekari
uppgræðslu neðan brautar. Stefnt
er að stækkun fjárhólfsins í góðu
samstarfi við Vegagerðina og Land-
græðsluna. Einnig eru uppi áform
um að endurbyggja Strandarrétt
svo að yngsta kynslóðin í hreppnum
geti komist í návígi við þennan besta
vin þjóðarinnar, íslensku sauð-
kindina.
Sauðkind í vanda
Birgir Þórarinsson
Fé
Beitarhólf, segir Birgir
Þórarinsson, eru það
sem koma skal.
Höfundur situr í hreppsnefnd Vatns-
leysustrandarhrepps.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.isVöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík
Viltu léttast
um 1-4 kíló á viku
Símar 557 5446 og 892 1739
meistar inn. is
GULL ER GJÖFIN