Morgunblaðið - 28.08.2002, Qupperneq 32
MINNINGAR
32 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ég kynntist John
Aikman fyrst fyrir 18
árum þegar ég kynntist
Haraldi syni hans.
Næstu tíu árin var fjöl-
skylda hans sem mín
önnur fjölskylda, svona
vel var mér tekið strax á fyrsta degi.
Vinskapurinn sem varð á þessum ár-
um hefur alltaf haldist síðan, þó að
leiðir okkar Haraldar hafi skilið fyrir
átta árum.
Á afmælisdegi John, 13. janúar
1988, fæddist John Freyr Aikman,
sonur minn og Haraldar. John Freyr
var fyrsta barnabarnið og fékk hann
því ómælda athygli.
Það sem mér er efst í huga á þess-
ari kveðjustund er innilegt þakklæti
fyrir alla þá ást og umhyggju sem
John og Þórdís hafa sýnt John syni
mínum. Hann hefur alltaf verið eins
og þeirra yngsti sonur.
Ég tel það vera forréttindi að hafa
þekkt mann eins og John. Hann hafði
óteljandi marga og góða kosti. Það
sem ég mat einna mest í fari hans var
hve hann var hlýr, umhyggjusamur,
umburðarlyndur og síðast en ekki
síst hvað hann hafði skemmtilegan
húmor.
Góðvildin sem hann og Þórdís hafa
sýnt mér og mínum í gegnum árin er
alveg einstök, enda engin venjuleg
fjölskylda þarna á ferð.
Við sem þekktum John eigum öll
eftir að sakna hans sárt, ekki síst son-
ur minn sem hefur alla tíð verið mjög
náin afa sínum og ömmu. Ég er þakk-
lát fyrir að John Freyr kynntist afa
sínum vel og að hann skuli eiga svona
margar ómetanlegar minningar um
þennan góða mann.
Það er svo margt sem mig langar
að segja en það er erfitt að koma til-
finningum sínum í orð.
Elsku hjartans Þórdís, Inger,
Halli, Skorri, Andri, Jana og börn, ég
veit að þið eigið eftir að sakna John
mikið en munið að þótt hann sé farinn
JOHN
AIKMAN
✝ John Aikmanfæddist 13. jan-
úar 1939 í Edinborg í
Skotlandi. Hann lést
laugardaginn 3.
ágúst síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Dómkirkjunni 14.
ágúst.
mun hann samt alltaf
vaka yfir ykkur, hann
er bara að hita bílinn …
En víst er það gott að geta
gefið þann tón í strengi,
sem eftir að ævin er liðin,
ómar þar hlýtt og lengi.
Nú sit ég hér hljóður og hugsi
og horfi yfir gömul kynni.
Og söknuður breytist í
blessun
og bæn yfir minning þinni.
(S.F.)
Mínar innilegustu
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Hafdís
Harðardóttir.
Látinn er góður vinur og mikill
drengskaparmaður, John Aikman
fyrrverandi forstjóri. Það er mikill
söknuður hjá öllum þeim sem þekktu
hann því að John var einn þeirra
manna sem skapaði notalega kyrrð
og hugljúf áhrif með návist sinni, og
þó að hann hafi ekki talað mikið og
látið aðra ráða umtalsefninu þá fylgdi
honum einhver friður og hlýja er
vakti vinaþel og traust.
Við áframhaldandi samskipti kom
svo í ljós hinn mikli drengskapur
hans, hjálpfýsi og orðvendni en hann
var ávallt boðinn og búinn til að leysa
hvern þann vanda sem hann gat fyrir
vini sína og gat engan látið fara synj-
andi frá sér ef hann gat orðið að liði.
John kynntist æskuástinni sinni og
lífsförunaut í Verzlunarskólanum,
henni Þórdísi, það var ást við fyrstu
sýn, sem alla tíð blómstraði. Þau
bjuggu að sérlega ljúfu geði og
hjartahlýju, sem börnin þeirra,
tengdabörnin og litlu barnabörnin
hafa notið svo innilega frá fyrstu tíð.
Það hefur líka verið einstakt að hitta
alla fjölskylduna saman en þá naut
John sín best, með hnittin tilsvör,
orðræður við yngsta fólkið, spaugi-
legar athugasemdir við strákana sína
og tengdasoninn og vinaleg orð við
fallegu konurnar í kringum sig.
John var forstjóri heildsölufyrir-
tækja um áratugaskeið, þar nutu hin-
ir góðu hæfileikar hans vel, hann var
áreiðanlegur, útsjónasamur og mikill
málamaður. Þessir góðu eiginleikar
og óeigingirni urðu til þess að hann
eignaðist mikinn fjölda vina bæði hér
á landi og erlendis, þá var hann ætíð
stoltur af sínum skoska uppruna, en
hann fæddist í Edinborg 13. janúar
1939, móðir hans var Inger Hansigne
Olsen og faðir Andrew Aikman. Nú í
sumar fóru þau til Skotlands og naut
John þess að vera í faðmi fjölskyld-
unnar á fornum slóðum.
Þau Þórdís og John byrjuðu bú-
skap sinn í Glaðheimum en fluttust
síðan á Digranesveg en hafa síðan
1973 búið á Selvogsgrunninu þar sem
þau nutu þess að vera í nágrenni við
elskulega forelda Þórdísar, Harald
og Olli, en John var þeim alla tíð afar
kær. Þau Þórdís og John nutu ein-
staks barnaláns, börnin Inger Anna,
Haraldur og Skorri nutu elsku for-
eldranna, þau búa nú að því góða
veganesti sem þau fengu úr foreldra-
húsum. John hafði afar mikinn áhuga
á öllu því sem þau tóku sér fyrir
hendur og velferð fjölskyldna þeirra
var í algjörum forgangi hjá honum.
Það er mikil sorg hjá Þórdísi og
börnunum, tengdabörnum og afa-
börnunum, það er svo mikill missir að
heimilisföðurnum, þessum góða eig-
inmanni sem var svo góð fyrirmynd
um ástúð og umhyggju. Þau Þórdís
og John áttu að baki nær 40 ára far-
sælt hjónaband.
Síðastliðið ár átti John við van-
heilsu að stríða er hann bar með mik-
illi karlmennsku og jákvæðu hugar-
fari, frá þeim miklu þrautum hefur
þess góði drengur nú fengið hvíld.
Þegar komið er að leiðarlokum í
þessu jarðlífi þá viljum við þakka
þessum góða vini fyrir allar góðu
stundirnar sem við höfum notið sam-
an á fallega heimili þeirra á Selvogs-
grunninu eða í Skorradalnum.
Seint mun gleymast hlýtt og sér-
stakt handtak Johns og brosið sem
náði svo vel augnanna og elskulega
viðmótið. Johns mun verða minnst
þegar góðs manns verður getið. Við
þökkum fyrir að hafa fengið að njóta
samvista við svo góðan dreng og við
vitum að góður Guð mun styðja Þór-
dísi og börnin hennar og fjölskyldur
þeirra á þessari sorgarstundu. Bless-
uð sé minning hans,
Birna og Bjarni.
Það er ósköp lítið sem litlir loft-
steinar geta gert þegar slokknar á
sólinni og það er líka ósköp lítið sem
maður getur sagt eða gert þegar fólk
sem manni þykir óendanlega vænt
um missir þann sem það elskar.
Vangaveltur um tilgang eða tilgangs-
leysi lífsins skila litlu við svona að-
stæður og það eina sem maður getur
gert er að trúa því að allt sé hluti af
stórri og merkilegri heild.
Ég vil trúa því að hann John pabbi
hennar Inger hafi verið kallaður burt
til annarra starfa. Ég þykist reyndar
vita að það hafi hvorki verið til að
mála himinhvolfin né smíða geisla-
bauga og örugglega ekki til að leysa
Lykla-Pétur af því þá færu þeir fyrst-
ir inn sem flestir hefðu spáð annarri
vist. Nei, mér finnst sennilegast að
hið æðsta ráð hafi einfaldlega sárvan-
tað þennan hægláta, gáfaða og góða
sjentilmann til að auka víðsýni sína á
öllum hliðum mannlífsins og til þeirra
starfa gátu þeir ekki fengið betri
mann… en mikið vildi ég að þeir
hefðu getað beðið miklu, miklu leng-
ur.
Það eru bráðum 18 ár síðan ég sat í
grænum Wolksvagen með Inger vin-
konu minni sem ákvað að renna að-
eins við á Selvogsgrunninu áður en
við færum lengra. Í aftursætinu sat
litla dóttir mín, örugglega ofan á
plötustafla, og beið þess alsæl að fá
að hitta nýtt fólk. Hvorug okkar
mæðgnanna vissi að innan við dyrnar
beið ekki bara eitthvert nýtt fólk
heldur einstök hjón, Þórdís og John,
sem áttu svo sannarlega eftir að sýna
okkur hvað orðin góðvild og um-
hyggja þýða í alvörunni. Með árunum
öðluðust fleiri orð nýja merkingu og
eitt þeirra er orðið fjölskylda. Aik-
manfjölskyldan hittist, helst daglega,
deilir öllum sínum sorgum og sigrum
og stendur saman hvað sem á geng-
ur. Fremstur í þessum samheldna
fjölskylduflokki fór John og reyndar
var Þórdís aldrei langt undan. Það er
eiginlega ekki hægt að hugsa til ann-
ars þeirra án þess að mynd af hinu
komi upp í hugann. Saman leiddust
þau í gegnum lífið með ungana sína
þrjá undir vængjunum og þegar þeir
stækkuðu, giftust og eignuðust sjálfir
unga breiddu þau einfaldlega meira
úr vængjunum svo örugglega væri
skjól fyrir alla. Við erum líka margir
flækingsfuglarnir sem höfum notið
þessa skjóls og ég veit að ótal margir
vinir Inger, Halla og Skorra hafa
hugsað margt þessa síðustu daga og
minningarnar eru margar og marg-
víslegar. Mínar snúast um einstakan
mann með einstaka nærveru, lífs-
skoðanir og framkomu ... mann sem
ég get aldrei fullþakkað fyrir að hafa
fengið að kynnast.
Elsku hjartans Þórdís mín, Inger,
Halli, Skorri og allir aðrir ástvinir.
Ég og fjölskylda mín sendum ykkur
okkar dýpstu samúðarkveðjur og
elsku John ég veit að þér hefur verið
vel fagnað í nýjum heimkynnum... og
ég treysti því að í forgrunni hafi stað-
ið bleikir englar með fangið fullt af
dönskum vínarbrauðum.
Margrét Blöndal.
Vinur minn John Aikman er látinn
eftir erfið og langvarandi veikindi.
Ég minnist hans fyrst þegar hann
nýfluttur frá Skotlandi til afa síns og
ömmu á Íslandi, þá sextán ára gam-
all, hóf að spila bridds ásamt Sverri
bróður mínum og fleiri bekkjarfélög-
um úr Verzlunarskóla Íslands. Var
það mikil upphefð fyrir mig smá-
stelpuna að fá að færa þeim kaffi og
heitar vöfflur upp í risherbergi bróð-
ur míns því í mínum augum voru þeir
þá þegar orðnir fulltíða og merkilegir
menn. Stundum sat John að kvöld-
verðarborði ásamt fjölskyldunni og
trúi ég því að hann hafi öðlast mat-
arást á móður minni því oft síðar
minntist hann á að hún hefði verið
einhver sá besti kokkur sem hann
hefði borðað hjá um ævina.
Svo liðu mörg ár og við hittumst
aðeins af og til á götu en ég hafði
spurnir af honum og Þórdísi vegna
sameiginlegra vina. Vissi að hann var
einn af þeim fyrstu sem héðan héldu
til áfengismeðferðar á Freeport-
sjúkrahúsið í New York enda um fátt
annað meira talað á Íslandi á þeim ár-
um. Var John einn af stofnendum
Freeport-klúbbsins og sömuleiðis
einn þeirra sem hrinti í framkvæmd
því stórmerka átaki Samtökum
áhugafólks um áfengis- og vímuefna-
vandann (SÁÁ).
Sá lævísi Bakkus hafði einnig læst
klóm sínum í eiginmann minn sem þá
var og leitaði ég í neyð minni til
Johns. Tók þessi ljúflingur mér opn-
um örmum á skrifstofu sinni og vildi
allt fyrir okkur hjón gera. Hef ég
hugboð um að ótaldir vinnudagar vin-
ar míns hafi liðið við að sinna þeim
sem áttu í sama vanda, áfengissjúk-
lingum og fjölskyldum þeirra.
Skömmu eftir þetta þáðum við heim-
boð þeirra Þórdísar, en hér á landi
var þá staddur í boði hins nýstofnaða
Freeport-klúbbs sá frábæri fyrirles-
ari og ráðgjafi Joe Pirro frá Free-
port-sjúkrahúsinu í New York.
Tveimur dögum síðar hlýddum við á
Pirro flytja fyrirlestur í Súlnasal
Hótel Sögu fyrir troðfullu húsi og
þori ég að fullyrða að sá flutningur
hafi verið upplifun fyrir alla þá sem á
hlýddu.
Þórdís mín tók mig upp á sína
arma en um þetta leyti hafði myndast
lítill hópur aðstandenda þeirra sem
bata höfðu hlotið ytra. Gleymi ég ekki
þeim áhrifum sem fundirnir höfðu á
mig þar sem við gátum talað opin-
skátt um erfiðleika okkar og deilt
sameiginlegri reynslu. Síðar varð úr
að þessi litli hópur bauð í tvígang til
Íslands bandarískum félagsráðgjafa
og nunnu str. Christine að nafni sem
uppfræddi okkur og kenndi og hélt
opna fyrirlestra. Treysti þetta enn
vináttuböndin.
Ógleymanleg er ferð okkar fjög-
urra vinkvenna til Edinborgar fyrir
þremur árum. Okkur til mikillar kát-
ínu birtist John á hóteli okkar að
kvöldi annars dags og sannaðist þar
að hann gat aldrei án Þórdísar sinnar
verið. Hafði hann tekið bíl á leigu og
gerðist nú leiðsögumaður okkar og
veitandi það sem eftir var ferðar.
Sýndi hann okkur og sagði frá öllu
því merkasta sem Edinborg, Leith og
nágrenni hafa upp á að bjóða. Hann
þekkti það allt eins og lófa sinn enda
borinn þar barnfæddur og hafði að
mestu leyti dvalið þar til sextán ára
aldurs. Þegar leið að kvöldi klæddum
við okkur uppá og John fór með okk-
ur á veitingahús, aðeins þau bestu
sem fyrirfundust og ekki kom til mála
að við borguðum neitt. Þannig var
hann ekki bara leiðsögumaður okkar
þennan tíma, heldur einnig sá sem
veitti og veitti af rausn. Það var vini
mínum líkt. Þarna áttum við saman
ógleymanlega daga sem við annars
hefðum glatað í minningunni við
venjulegt búðaráp og kaffihúsasetur.
Prúðmennska, hlýja og elskusemi
var aðal Johns Aikman. Hann hélt sig
gjarnan til hlés og tranaði sér ekki
fram. Honum lá lágt rómur en væri
kliður í stofu þegar John hóf segja frá
þögnuðu allir. Hann hafði einstaka
frásagnargáfu og frábæran húmor,
var víðlesinn og talaði tærara og feg-
urra mál en flestir þeir sem bornir
eru og barnfæddir á Íslandi. Fjöl-
skyldan og heimilið var honum allt og
hann var sannur vinur vina sinna.
Ég kveð vin minn með söknuði og
bið honum góðrar heimkomu.
Kristín Sveinsdóttir.
Það var þungbær frétt að heyra
um andlát John, svo langt um aldur
fram. Ég man fyrst eftir John þegar
hann var „hringjari“ í Verslunarskóla
Íslands á busaári mínu í þeirri ágætu
stofnun. Og horfði businn stóreygur á
þetta mikilmenni sem treyst var fyrir
tímavörslu skólans. Það kom
snemma fram að John væri treyst
umfram aðra samferðamenn, enda
rík ástæða til.
Ég ætla ekki að rekja ættir John,
en hann var sérstök blanda, nei, hann
var einstök blanda af skoskum
„sjentilmanni“ og Íslendingi. Í hon-
um sameinuðust bestu hliðar þessara
tveggja þjóða, í miklum heiðurs-
manni og góðum dreng. Hann var
menntaður maður, og þá á ég ekki við
bóklega menntun þótt ekki hafi hana
skort enda John víðlesinn, heldur þá
mennt sem runnin er úr rótum þeirra
ættstofna sem að honum stóðu: Kelt-
um og víkingum. Hann sá heiminn á
sérstakan hátt, sem ég held að hafi
átt rætur sínar að rekja til þessarar
blóðblöndu.
Þegar ég kynntist John fyrir al-
vöru, um það leyti er við komum báð-
ir nokkuð heilir úr viðureign við
Bakkus konung, kallaðist hann Jón
Karl Andrésson, nafni sem þrautvit-
laus íslensk lög neyddu hann til að
bera. Það var John þó nokkur þraut,
að mega ekki bera það nafn sem hann
hafði verið skírður í æsku. En sem
betur fer sáu íslensk stjórnvöld að
sér, að nokkru fyrir atbeina John, og
þessi ánauðarlög voru felld úr gildi og
John gat tekið aftur upp sitt rétta
nafn. Ég man bros hans þá.
Við John unnum saman að fé-
lagsmálum í Freeportklúbbnum og
innan SÁÁ, og þar var hann sem ann-
ars staðar kallaður til trúnaðarstarfa,
en ekki sóttist hann eftir þeim. John
hentaði betur að vinna að slíkum mál-
um bak við tjöldin. Og það gerði hann
dyggilega alla ævi, og ég veit að
margur á honum mikla þökk að
gjalda, en þær þakkir vildi John helst
ekki heyra, hann ætlaðist til að þær
þakkir kæmu fram í verkum, og
„gengju áfram“ eins og hann orðaði
það. Yfirleitt þurfti ekki að biðja John
um hjálp, hann var löngu búinn að
finna á sér að eitthvað bjátaði á hjá
náunganum, en hans háttur var ekki
að trana sér fram, hann lét vita af sér
á hárfínan breskan hátt, og tók þá
stundum landann sinn tíma að skilja
John.
Síðar vann ég hjá John hátt í ára-
tug, á skrifstofunni hans í Borgartúni
sem var öðrum þræði samkomu-stað-
ur fyrir vini og vandamenn og Free-
portara. Þarna á hæðinni voru líka
Guðni Hannesson, hagfræðingur og
heimsmaður, og Benedikt heitinn
Bogason, verkfræðingur og Alþing-
ismaður, svo ekki skorti efnivið í
gáfulegar umræður, ef svo bar undir.
En fyrst og fremst var þetta vinnu-
staður, þar stundaði John viðskipti
með hráefni og vélar, og ég reyndi að
hjálpa til og læra af John. Þetta var
góður vinnustaður, þarna var gott að
vera og það var auðvitað afleiðing af
persónuleika John. Mér er minnis-
stætt að þegar sonur minn, þá innan
við 10 ára gamall, kom í heimsókn, að
fljótlega eftir að hann hafði heilsað
!
! " #$%
& ( ) !"#$" %
&'%%( )% *%
! #&'%%( !%+
, '%
- &'%
.# %%(
/ *%&'%
+(%%(
$ #*&'% (/('%%(
(#0 # +
*
/!1
2( #( 34
'+$ &*+
++'
! ( ! ,-' ' #,',-'
/ )% $(, %'
- *%5 %%( *
%
6 ' 5 % 6% # #-$ %(
$"/ *%5 % 7%
%%(
( " 88