Morgunblaðið - 28.08.2002, Síða 33

Morgunblaðið - 28.08.2002, Síða 33
pabba sínum, þá sagði hann: „Ég ætla að fara að tala við John.“ Og varð það samtal oft nokkuð langt. Síðustu ár hefur fundum okkar John ekki borið eins oft saman og ég hefði óskað, en samband okkar var þannig að þegar við hittumst, þá virt- ist ekki hafa liðið nema örstutt stund frá síðustu fundum. Síðast er við John hittumst tók hann af mér loforð um að koma í heimsókn. Því miður auðnaðist mér ekki að efna þetta lof- orð að sinni, en það verður efnt á öðr- um vettvangi. Og er gott að eiga góða að í þeirri vist sem okkar allra bíður. Það er í raun merkilegt að hafa skrifað svo mikið mál um John Aik- man og vera ekki búinn að minnast á hans heittelskuðu konu, Þórdísi. Samband þeirra var svo náið að til fyrirmyndar var. Í mínum huga eru þau eiginlega óaðskiljanleg, þau voru eitt. Þau hjónin áttu þrjú börn, Inger, Harald og Skorra, sem hvert foreldri væri stolt af að eiga. Í þeim kemur fram þessi blanda hans John, og hlýja og góðmennska Þórdísar. Missir Þór- dísar og barnanna og afabarnanna er mikill, en þau skörð sem eru brotin í ættar-garðinn, fyllast af minningum, og minningar um John Aikman eru góðar minningar. „Orðstír deyr aldr- egi, hveim er sér góðan getur.“ Þessi fornu norrænu orð eiga aldrei betur við en um John, hans minning mun lifa. Kæra Þórdís, Inger, Halli, Skorri og fjölskyldur, við fjölskyldan sendum ykkar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð geymi ykkur og John. Garðar Jóhann. Maðurinn með ljáinn er búinn að vera að glíma við John Aikman í ell- efu mánuði. Ég hitti John fyrir um sjö vikum á Reykjalundi. Hann dvaldi þar sér til hressingar vegna meins í raddböndum og vegna krabbameins. Hann var að hressast mikið og ráðgerði ferðalag til Skot- lands. Síðar frétti ég að hann væri kominn á Landspítalann. Þegar ég skaust til hans kvaðst hann vera í góðu lagi, það ætti að setja í hann hjartagangráð, svona eins og til þess að láta hjartað ganga „réttan snún- ing.“ Ég kynntist John fyrir tuttugu og fimm árum og tókst þá með okkur einlæg vinátta. Hann var mikill herramaður og trúnaðarvinur minn í blíðu og stríðu, og ég sakna hans sárt. Hann hafði næma tilfinningu fyrir hlutunum, ávallt reiðubúinn til hjálp- ar. Hann var alvörumaður og ekki snobbaður. Maðurinn kom vel fyrir, afar þægilegur, myndarlegur og heiðarlegur. Fundum okkar bar fyrst saman í Tryggvagötu á skrifstofu hans þar sem hann og Stefán Jóhannsson deildu aðstöðu ásamt fleirum, eink- um vegna telextækis sem þar var. John var jákvæður gagnvart öllum tækniframförum, fyrsta tölvan sem ég sá að tók við af ritvélinni var hjá John. Hann var mjög laginn í við- skiptalífinu, listamaður fram í fing- urgóma í þeim efnum. „Alltaf að svara bréfum strax, það er kurteisi,“ sagði hann. Viðskipti Íslendinga við aðrar þjóðir fannst honum rétt að færu fram á þriðja tungumálinu. John sagði mér oft frá ferðalögum með afa sínum til Skotlands og Dan- merkur. Honum þótti vænt um Skotland og eyddi þar síðustu ævidögum sínum með fjölskyldu sinni. Fjölskyldan var honum dýrmætust af öllu, Þórdís, börnin og barnabörnin. Hann var sannur fölskyldumaður. Góður bíltúr í Skorradal með fjölskyldunni veitti honum mikla ánægju. Ég á góðar minningar um frítíma okkar, veiðar og ferðir til framandi landa, siglingar um Karíbahafið. Oft urðum við samferða í veiðiferðum í Grímsá og Víðidalsá ásamt fleiri snill- ingum svo sem Magnúsi Torfasyni. John var ekki veiðisár heldur gefinn fyrir félagsskapinn. Aðalfélaginn var samt alltaf Þórdís. Ég sakna Johns, hann var mér sem besti faðir. Ég gleymi honum ekki og kannski hittumst við annars staðar næst. Ég samhryggist Þórdísi og fjöl- skyldu hennar og votta þeim dýpstu samúð og óska þeim farsældar. Megi himnafaðirinn styðja þau í sorginni. Ragnar Guðmundsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 33 Þegar til grafar er borin ástkær mág- kona leita á hugann fjölmargar minningar um káta og glaðværa konu. Ég kynntist Búddu fyrir um 15 árum er við mægðumst. Fljótt skynjaði ég að þarna fór kona sem lét glaðværðina vera fyrir í sam- skiptum við fólk. Þegar kynni okk- ar urðu meiri kom í ljós traust kona sem hægt var að leita til ef þess þyrfti. Þær eru margar minn- ingarnar um Búddu og ekki hægt að setja þær allar á blað. Þó er ein ofarlega í huga er ég var að kynn- ast fjölskyldu hennar. Þær systur og Búdda ásamt fleirum sátu sam- an og hún fór að spauga á tvíræð- an hátt. Varð ég orðlaus og lét mig hverfa. Ég hafði aldrei heyrt konu gera þetta áður. Að þessu hefur oft verið hlegið en svona var Búdda og hygg ég að margir muni hana þannig. Glaðværa og ávallt stutt í húmorinn og hláturinn. Búdda var elst sex alsystkina auk hálfsystur sammæðra. Það var stórt skarð höggvið í þessa fjöl- skyldu árið 1974 þegar móðir þeirra lést eftir erfið veikindi. Þá voru erfiðir tímar og reyndust Búdda og Frissi konu minni vel sem þá var aðeins 14 ára gömul. Á milli þeirra systra hefur síðan ver- ið mjög náið samband og er sökn- uður að heyra ekki oftar „Halló“ kallað inn ganginn þegar hún var að koma. Og síðan í framhaldinu heyra: „Æi greyið áttu ekki mola- sykur með kaffinu?“ Aftur varð áfall í fjölskyldunni þegar Björg- vin bróðir þeirra lést (1990). Þá var samheldni systranna allra þeirra styrkur á erfiðri stundu. Nú þegar Búdda hefur lotið fyrir manninum með ljáinn er stórt skarð höggvið í fjölskylduna í Bleiksárhlíð 15. Þar var hún mið- punkturinn. Mikil húsmóðir með mat í hádeginu og á kvöldin, auk þess sem snyrtimennskan skein af öllu heimilinu. Hún var líka ein- stök blómakona og blómin hennar stór og óvenjulega falleg svo eftir var tekið. Fyrir stórhátíðir var GUÐRÚN BJÖRG EIRÍKSDÓTTIR ✝ Guðrún Björg Ei-ríksdóttir (Búdda) fæddist á Eskifirði 24. ágúst 1949. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað 13. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Eskifjarðar- kirkju 24. ágúst. Búdda virkilega í ess- inu sínu! Byrjuð löngu fyrir jól að skipu- leggja og græja allt. Baksturinn og skreyt- ingarnar voru miklar og gerði hún allt til að jólin yrðu sem hátíð- legust. Söknuðurinn á eftir góðum vini er sár, en þó kalla minn- ingarnar um hana ósjálfrátt fram bros- viprur því flestar þeirra eru tengdar gleði og kátínu. Í baráttunni sem hún háði síðustu mánuðina stóð Frissi við hlið hennar og studdi sem mannlegum þrótti er unnt. Þegar leið að vormánuðum sl. vildi Búdda að Frissi færi að róa og drifi sig vestur. Það var ekkert hægt að vera bara heima, yrði að vinna eitthvað. Þannig hugsaði hún. Þótt söknuður allra sem Búddu þekktu sé sár er þó sár- astur söknuður eiginmanns, barna og barnabarna. Elsku Friðrik, Þórunn Sif, Eiríkur Óli, Oddný Svana, Friðrik Karl, Rósmundur Örn og Guðrún Arna. Megi góður Guð styrkja ykkur og minningin um góða eiginkonu, móður og ömmu ylja hjörtu ykkar um ókomna framtíð. Þó missi ég heyrn og mál og róm og máttinn ég þverra finni, þá sofna ég hinst við dauðadóm, ó, Drottinn, gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni. (Ólína Andrésdóttir.) Jesú sagði: „Ég lifi og þér mun- uð lifa.“ Einar Birgir. Kæra tengdaamma, nú þegar þú hefur fengið hina langþráðu hvíld finnst okkur rétt að skrifa þér nokkur þakkarorð. Nú þegar þú hefur kvatt okkur og fjölskyldur okkar myndast ákveðið tóm í tilveru okkar þegar heimsóknir okkar í Munka- þverárstræti á Akureyri leggjast af. Þær heimsóknir okkar munu lifa í minningunni sem hafsjór af fróðleik um maka okkar í æsku og á uppvaxt- arárum þeirra fyrir okkar kynni af þeim. Lá þar skýrt fyrir væntumþykja þín og vökul umhyggja fyrir barna- börnum og barnabarnabörnum í GUNNHILDUR ANNA VALDIMARSDÓTTIR ✝ GunnhildurAnna Valdimars- dóttir fæddist á Ísa- firði 27. september 1907. Hún lést 25. maí síðastliðinn og var jarðsett í kyrr- þey á Mosfelli 3. júní síðastliðinn. spjalli okkar við þig. Ætíð var gaman að fletta með þér mynda- albúmum liðinna tíma, sem þú gast alltaf frætt okkur um fram á síð- ustu stundu samvistar okkar. Unaður var að fá að sjá listmuni þína sem þú gerðir á árum áður og einnig í seinni tíð, þar sem alltaf mátti sjá hið fína vinnuhand- bragð. Það var gaman að koma inn í stássstofu þína á heimili þínu og sjá alla þína fögru muni sem báru vott um fágað yfirbragð og listræna hæfileika. Með þessum orðum langar okkur að þakka þér fyrir alla þá hlýju sem þú sýndir okkur, tengdaömmubörn- um þínum. Megi guð geyma þig að eilífu. Guðrún Hauksdóttir, Kristjana Ólöf Sigurðardóttir, Einar Björn Magnússon. *     191..-: 7';;%&'34      !  +-'   ' .    *  !   +/'   ' #0'-- 1)          /($"'# * /(&    *         .< =  '% +  #    2           +3'   ' 4      $" %%(  (   $" %%(  -  $" %%(     $" %  -'   $" %      $" %%(  *%  $" %%(      $" %%(  '  "   " (    " 5         1>. < !2=!.. *+ ?@ -"#     !    2"  2   $  +0'   ' 6     2  !  ,#'   ' #7'--' 8     9 !   !  1!     +' : $  ' #7'--' ;  !      % ' / 'A'%  -   /   %%(   B%A'%%(   A'%%(   A'%  !%+   %%(  6 A'%  $ ' %%(  &  A'%     %%(  "" ( "" *           7 7.1 -' ,$  8? 7 ; &(    & :    2   $  +0'   ' 4    *%*   #%    #%%(  1 * 1C%  -"    D' E + # %%(  '%'    7      %%(    " (      5              !- $ ,(8@      !   %   !  $  ,-'   ' #7'--' * ' ' +%  ! #  %%(   1 6%  2 #'  %  - '%! #%%(  = ' , %  &'  %  ) EB%%(  , 7   %%(  )%6  %    " (    " Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.