Morgunblaðið - 28.08.2002, Page 36
MINNINGAR
36 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KEPPNI Suðurlandsmótsins var nú
eins og oft áður mjög spennandi.
Hestar eru í mjög góðu formi nú þeg-
ar sumri hallar og ekkert lát á hinum
mikla keppnisáhuga. Mótið nú er góð
sönnun þess að flokkaskiptingin er
að komast í mjög gott jafnvægi og
má ætla að með viðeigandi átaki eða
áróðri megi efla mjög þátttöku í öðr-
um flokki. Í framhaldinu verður svo
væntanlega hægt að bjóða upp á létt-
ari verkefni til að auka enn breidd-
ina.
Enn berjast Sigurður og Daníel
Í meistaraflokki voru þeir Sigurð-
ur Sigurðarson og hinn ungi Daníel
Ingi Smárason að berjast um sigur-
sætin. Sá fyrrnefndi hafði töltið á
hinni bráðmyndarlegu Hyllingu frá
Kimbastöðum og gæðingaskeiðið á
Fölva frá Hafsteinstöðum en Daníel
sigraði á Tyson frá Búlandi í fjór-
gangi og Vestfjörð frá Fremri-
Hvestu í fimmgangi. Sigurbjörn
Bárðarson fylgdi þeim fast á eftir
varð annar í fjórgangi og þriðji í tölti
á Hirti frá Hjarðarhaga, annar í
fimmgangi á Byl frá Skáney og ann-
ar í gæðingaskeiði á Neista frá Mið-
ey.
Sigurbjörn prófaði Núma
Heldur gekk það betur hjá Sigur-
birni í 1. flokki þar sem hann sigraði í
töltinu á Núma frá Miðsitju en Sig-
urður Sigurðarson sem keppt hefur
oft á Núma varð þar annar á nýjum
hesti, Hákoni frá Kjartansstöðum.
Þá sigraði Sigurbjörn einnig í slak-
Suðurlandsmótið á Gaddstaðaflötum við Hellu
Keppnismenn og hestar í
blússandi síðsumarsformi
taumatöltinu á Húna frá Torfunesi.
Þorvaldur Árni Þorvaldsson var
atkvæðamikill í gangtegundagrein-
unum og sigraði í bæði tölti og fjór-
gangi en Logi Laxdal hafði gæðinga-
skeiðið á Fiðringi frá
Stóru-Ásgeirsá. Þá sigraði Sigur-
björn í bæði 150 metra skeiði og 100
metra flugskeiði á Óðni frá Búðardal
en í 150 metrunum var það hinn 26
vetra gamli Snarfari frá Kjalarlandi
tryggði fóstra sínum sigurinn. End-
ingin í þessum hesti er hreint með
ólíkindum og væri verðugt að skrá
sögu hans.
Keppt var í tölti og fjórgangi í öðr-
um flokki sem er sá flokkur sem þarf
að efla og auka þátttöku í á næstu ár-
um. María Dóra Þórarinsdóttir varð
hlutskörpust í töltinu á Stubbi frá
Morgunblaðið/Vakri
Tindur og Karen, Eyjólfur og Kópur, Berglind og Seiður, Kristján og Hlökk, Sylvía og Hylling.
Suðurlandsmótið var að venju umfangsmikið, þátttaka góð og
keppt í öllum flokkum. Oft hafa þessi mót verið blaut en nú slapp
þetta prýðilega fyrir horn og áttu hestamenn góða daga á Gadd-
staðaflötum þar sem Valdimar Kristinsson kom við á sunnudag.
Meistaraflokkur
Tölt
1. Sigurður Sigurðars., Herði, á Hyllingu frá Kimbastöðum, 7,17/7,73
2. Daníel I. Smárason, Sörla, á Tyson frá Búlandi, 7,13/7,38
3. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Hirti frá Hjarðarhaga, 6,97/7,33
4. Páll B. Hólmarsson, Sleipni, á Röst frá Voðmúlastöðum, 6,93/7,31
5. Birna Káradóttir, Smára, á Kvika frá Egilsstaðakoti, 6,87/7,27
Fjórgangur
1. Daníel I. Smárason, Sörla, á Tyson frá Búlandi, 7,13/7,47
2. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Hirti frá Hjarðhaga, 6,73/7,21
3. Birna Káradóttir, Smára, á Kvika frá Egilsstaðakoti, 6,73/7,19
4. Hugrún Jóhannsdóttir, Sleipni, á Spretti frá Glóru, 6,67/7,09
5. Hinrik Sigurðsson, Sörla, á Tenor frá Smáratúni, 6,43/6,88
Fimmgangur
1. Daníel I. Smáras., Sörla, á Vestfjörð frá Fremri-Hvestu, 6,30/7,00
2. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Byl frá Skáney, 6,60/6,91
3. Magnús Jakobsson, Sleipni, á Skvettu frá Krækishólum, 6,37/6,83
4. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Gilla frá Keflavík, 5,73/6,47
5. Hallgrímur Birkisson, Geysi, á Djákna frá Grímsstöðum, 5,77/6,27
Gæðingaskeið
1. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Fölva frá Hafsteinstöðum, 8,85
2. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Neista frá Miðey, 8,32
3. Daníel I. Smárason, Sörla, á Brandi frá Hafsteinsstöðum, 7,79
4. Sigurður Sæmundsson, Geysi, á Esjari frá Holtsmúla, 7,58
5. Fjölnir Þorgeirsson, Andvara, á Lukkublesa frá Gýgjarhóli, 6,68
1. flokkur
Tölt
1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Núma frá Miðsitju, 6,90/7,56
2. Sigurður Sigurðars., Herði, á Hákoni frá Kjartansstöðum, 6,97/7,37
3. Hulda Gústafsdóttir, Fáki, á Kólfi frá Stangarholti, 6,60/7,13
4. Logi Laxdal, Andvara, á Karki frá Syðstu-Fossum, 6,87/7,08
5. Þorvaldur Þorvaldss., Ljúfi, á Spaða frá Hafrafellstungu, 6,93/6,99
6. Janus Eiríksson, Ljúfi, á Tenór frá Víðidal, 6,43/6,96
Fjórgangur
1. Þorvaldur Þorvaldss., Ljúfi, á Spaða frá Hafrafellstungu, 6,57/7,03
2. Hulda Gústafsdóttir, Fáki, á Kólfi frá Stangarholti, 6,47/7,00
3. Hugrún Jóhannsdóttir, Sleipni, á Mósart frá Sigluvík, 6,60/6,92
4. Logi Laxdal, Andvara, á Karki frá Syðstu-Fossum, 6,27/6,81
5. Janus Eiríksson, Ljúfi, á Tenór frá Víðidal, 6,23/6,73
6. Páll B. Hólmarsson, Sleipni, á Röst frá Voðmúlastöðum, 6,47/6.68
Fimmgangur
1. Þorvaldur Á. Þorvaldsson, Ljúfi, á Þrá frá Kópareykjum, 6,23/6,81
2. Sigríður Pjetursdóttir, Sleipni, á Þyti frá Kálfhóli, 6,10/6,72
3. Logi Laxdal, Andvara, á Fiðringi frá Stóru-Ásgeirsá, 6,10/6,57
4. Páll B. Hólmarsson, Sleipni, á Darra frá Glóru, 6,57/6,56
5. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Dróma frá Bakka, 6,00/6,39
6. Haukur Tryggvason, Létti, á Eldjárni frá Efri-Rauðalæk, 5,43/6,36
Gæðingskeið
1. Logi Laxdal, Andvara, á Fiðringi frá Stóru-Ásgeirsá, 8,23
2. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Gilli frá Keflavík, 7,75
3. Haukur Tryggvason, Létti, á Eldjárni frá Efri-Rauðalæk, 6,57
4. Guðmundur Guðmundsson, Geysi, á Heru frá Halldórsstöðum
Slaktaumatölt
1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Húna frá Torfunesi, 7,73/7,95
2. Sigurður Sæmundsson, Geysi, á Esjari frá Holtsmúla, 7,60/7,49
3. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Úlfi frá Hjaltastöðum, 6,93/7,48
4. Daníel I. Smárason, Sörla, á Vestfjörð frá Fremri-Hvestu, 6,87/7,42
5. Þórunn Eggertsdóttir, Fáki, á Kjóa frá Bjargshóli, 6,20/6,68
150 metra skeið
1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Snarfara frá Kjalarlandi, 14,40 sek.
2. Logi Laxdal, Andvara, á Stör frá Saltvík, 14,50 sek.
3. Magnús Benediktsson, Geysi, á Tangó frá Lambafelli, 14,70 sek.
4. Magnús Benediktsson, á Hörpu frá Kjarnholtum, 14,70 sek.
5. Þráinn Ragnarsson, Sindra, á Hrafnari frá Efri-Þverá, 14,80 sek.
Úrslit á Suðurlandsmóti í hestaíþróttum 23. til 25. ágúst sl.
Morgunblaðið/Vakri
Karen Líndal Marteinsdóttir átti góða daga á Gadd-
staðaflötum er hún sigraði í öllum greinum og þar á
meðal í tölti og fjórgangi á Tindi frá Vallanesi.
Látin er í hárri elli
heiðurskonan Margrét
Árnadóttir. Hún varð
mér minnisstæð af
ýmsum ástæðum, en ég kynntist
henni á sjötta áratug síðustu aldar.
Við Jakob heitinn Hallgrímsson,
sonur hennar, vorum góðir vinir, og
af þeim sökum kom ég alloft á
heimili þeirra Margrétar og Hall-
gríms Jakobssonar söngkennara.
Þar voru menningarleg viðhorf í
heiðri höfð. Ég hygg, að hinar örv-
andi aðstæður á æskuheimili
barnanna hafi haft mikil áhrif og
stuðlað að þroska þeirra á ýmsum
sviðum. – Hallgrímur var mikill
áhugamaður um esperanto. Hann
vildi kenna mér undirstöðuatriði
þess og lánaði mér ýmsar bækur til
að nema þetta tungumál. Hallgrím-
ur var einkar hlýlegur maður og
lærdómsríkt að fá að kynnast hon-
um með þessum hætti. Sumt, sem
ég lærði á þessum árum, hef ég get-
að nýtt í kennslu um málsögu og
aþjóðatungumál.
Þau voru um sumt ólík Margrét
og Hallgrímur, en þau studdu hvort
annað og voru samhent í því sem
máli skipti. Margrét var mikil og
MARGRÉT
ÁRNADÓTTIR
✝ Margrét Árna-dóttir fæddist í
Látalæti í Landsveit í
Rangárvallasýslu 29.
september 1908. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli í
Reykjavík 31. júlí
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Fossvogskirkju
20. ágúst.
atorkusöm húsmóðir.
Hún var oft glaðleg og
hlýleg, en hún gat líka
verið ákveðin, ef þess
þurfti við. Það var eitt-
hvað svo heilsteypt,
einarðlegt og traust
við hana. – En lífið var
henni stundum grimmt
og miskunnarlaust.
Hún missti soninn Jón
Ármann, einkar efni-
legan og gervilegan
ungan dreng, af slys-
förum. Margrét missti
Hallgrím, manninn
sinn, á sjötugsaldri, og
tæplega áttræð missti hún dóttur-
son sinn, Guðmund Jökul, mennta-
skólanema. Hann var góður dreng-
ur og mannvænlegur efnispiltur.
Um það er mér kunnugt, enda var
ég kennari hans. Og fyrir þremur
árum, þá níræð að aldri, missti Mar-
grét son sinn Jakob, tónlistarmann,
en sá góði og mikilhæfi maður lést
með snöggum hætti.
En Margrét lét ekki bugast og
samhliða húsmóðurstörfum stund-
aði hún framreiðslustörf. Var hún
eftirsótt á því sviði, og það ekki að
ástæðulausu. Ég komst að því síðar,
að vinsældir hennar á þessu sviði
byggðust á dugnaði, samviskusemi
og þekkingu á þörfum þeirra sem í
hlut áttu.
Það er bæði ánægjulegt og þrosk-
andi að hafa fengið að kynnast Mar-
gréti Árnadóttur og fjölskyldu
hennar. Að leiðarlokum sendi ég
vandamönnum hennar innilegar
samúðarkveðjur. – Blessuð sé minn-
ing Margrétar Árnadóttur.
Ólafur Oddsson.
Afi, þú varst yndis-
legur maður sem ég
var svo heppinn að fá
að alast upp hjá. Fyrir
ungan athafnasaman
pilt var smíðaverk-
stæðið þitt drauma-
heimur sem erfitt var
að slíta sig frá. Allt í heimi þínum
var ævintýri sem nú er liðið undir
lok þegar ég kveð þig, afi, með þess-
um fáu orðum.
Þegar ég var ungur strákur var
ég duglegur að fylgjast með þér
teikna hús og mig langaði til að feta í
þín spor. Ég var óþreytandi að
teikna alls konar kastala sem ég
spurði þig svo hvort ekki væri hægt
að byggja. Alltaf sagðir þú að það
væri ekkert mál og einn dag mynd-
um við gera það saman. Tókstu síð-
an teikningarnar og settir í möppu,
réttir mér síðan nammiskálina, sem
þú notaðir undir píputóbak áður fyrr
þegar þú reyktir, og gafst mér
lakkrís sem þú geymdir alltaf þar
fyrir okkur barnabörnin. Þú fékkst
mér verkefni, þegar ég bjó hjá þér,
það var að fara niður í kjallara og
berja harðfisk sem þú hertir uppi á
þaki í Fjarðarstrætinu. Yndislegri
harðfisk hef ég ekki smakkað fyrr
né síðar og hvað mér fannst ég vera
stór þegar ég mátti nota stóru
sleggjuna til að berja fiskinn.
Við misstum aldrei tengsl hvor við
annan þegar ég flutti með pabba
mínum og fósturmóður suður til
ÁGÚST
GUÐMUNDSSON
✝ Sigurjón ÁgústGuðmundsson
fæddist á Ísafirði 25.
júní 1913. Hann lést
19. ágúst síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Ísafjarðar-
kirkju 24. ágúst.
Reykjavíkur. Þú varst
duglegur að senda mér
bréf og segja mér frá
verkefnum þínum.
Sendir mér svo harð-
fisk í sveitina eitt sum-
arið þegar ég saknaði
bragðsins af fiskinum
þínum.
Þegar ég tók síðan
ákvörðun um að flytja
að heiman 17 ára gam-
all fannst mér ekkert
jafn yndislegt og að fá
að dvelja hjá þér fyrstu
dagana á meðan ég
leitaði mér að íbúð. Við
töluðum saman um allt milli himins
og jarðar, sváfum saman yfir hádeg-
isfréttunum í útvarpinu og spiluðum
á spil á kvöldin. Við hlógum hátt
þegar Línan kom í sjónvarpið og
enn hærra þegar Tommi og Jenni
voru sýndir.
Það var síðan ekki fyrr en ég kom
aftur til Ísafjarðar eftir háskólanám
að ég fór að kynnast þér náið. Það
var svo stutt í kímnina og stríðnina,
sögurnar líða mér seint úr minni
sem þú sagðir mér á kvöldin þegar
ég kom og fékk kvöldkaffi hjá þér.
Það gaf mér mikið að eiga með
þér síðustu ævikvöld þín. Fá að
halda í höndina á þér seinustu dag-
ana, fá að segja þér hversu heitt ég
elskaði þig og þakka þér fyrir þann
ævintýraheim sem þú skapaðir
handa mér í æsku.
Sessý, Telma og Andrea sakna
þín mjög mikið en Andrea sagði að
nú værir þú ungur aftur.
Skilaðu kveðju til ömmu þegar þú
hittir hana og segðu henni að ég
elski hana ofurheitt.
Þinn elskulegi sonarsonur
Ingi Þór Ágústsson og
fjölskylda.
HESTAR
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.